Til hamingju nýjir íslendingar.

Um leið og ég óska hinum nýju íslendingum til hamingju með ríkisborgararéttinn, þá vil ég spyrja, er ekki hægt að veita fleira fólki það skjól að fá þennan rétt.  Það sker líka í augun að einn nýji íslendingurinn er sagður frá Íslandi? Fædd 1994 og ber íslenskt nafn.  Er hún þá ekki sjálfkrafa íslendingur? 

En ég þekki fólk sem hefur þurft að bíða eftir að fá þennan rétt og fengið sem betur fer, og fleiri sem ennþá bíða eftir honum, gott fólk sem hefur ákveðið að setjast hér að og er svo sannarlega sannkallað fengur í.  Ég þekki því léttin og gleði fólksins þegar það fær íslenskt vegabréf og tilheyrir þessari þjóð.  Það er sannarlega mikil gleði í því fólkin að upplifa slíkt.  Þau sem eru búin að sækja um, fylgjast með þessu eins og við í stóra vinningnum í lottóinu, eða jafnvel ennþá ákafar, því það skiptir öllu máli að tilheyra þeirri þjóð sem fólk hefur valið sér að dvelja hjá.  Við skiljum þetta oft ekki, vegna þess að okkur finnst alveg sjálfsagt að geta farið hvert sem við viljum, og hugsum jafnvel ekki mikið um að það er fullt af fólki sem ekki hefur þennan rétt.  En það er nú einmitt málið, nú þegar jólin nálgast ættum við að hugsa aðeins um þá sem hvergi eiga höfði að halla, ekki bara fátækt útigangsfólk, sem aldrei ætti að vera hægt í okkar velferðarsamfélagi, heldur fólk sem hingað leitar að betra lífi og jafnvel er einasta vonin um eitthvað líf.  

Í okkar fámenna landi þar sem landrými er nóg, og flestir sem vilja bjarga sér geta það, er þá ekki bara gott mál að veita fleiri einstaklingum leyfi til að vera í okkar hópi án takmarkana?

Ef menn ætla að fara að vísa í útigangsfólkið okkar, þá er það bara þannig að sumir hafa orðið illa undir í lífinu og þurfa hjálp á annan hátt.  Sumt fólk þarf lokaðar meðferðarstofnun, þar sem hægt er að hjálpa því til betra lífs, það á við um þá sem hafa villst af leið og finna ekki leiðina heim aftur.(og þeir eru ótrúlega margir sem hægt er að bjarga)  Og síðan skjól fyrir þá sem eru svo illa farnir að þeir ráða ekki neitt við neitt og eru orðnir svo veikir á sál og líkama að það er orðið of seint að koma þeim heim aftur.  Þá á ég við gamalt fólk og veikt sem hefur hrakist um í okkar samfélagi, með aðstoð frá allskonar líknarsamfélögum og stofnunum, sem er auðvitað frábært, en það einfaldlega á ekki að þurfa í samfélagi þar sem allt virðist fljóta í peningum og velmegtugheitum, ef fréttir eru réttar af allskonar bruðli með fé og fyrirtæki.

Það fólk sem hlýtur náð fyrir augum yfirvalda um íslenskt vegabréf er fólk eins og við hin með breið bök og mun hjálpa við að aðstoða velferðarkerfið og þá sem minna mega sín, því aðrir fá örugglega ekki að koma en þeir sem eru fullfærir um að bjarga sér.  

19 manns er skammarlega lítið, þegar horft er til þeirra sem bíða og vona, og í okkar samfélagi þar sem við gætum gert svo miklu betur.  Sumt fólk skammast sín fyrir hve lítið við setjum í þróunaraðstoð til útlanda, en er þetta ekki ákveðin þróunaraðstoð líka?  Þegar við veitum fólki rétt til að lifa með reisn? 

 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981
mbl.is 19 fái íslenskan ríkisborgararétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásthildur Cesil!

Þegar ég les þennan pistil þinn um að allir verði svo glaðir og ánægðir að fá ísl. vegabréf o.s.frv. Þá verð ég nú að viðurkenna að mér "hitnar nú í hamsi". Ég ætla ekki að spyrja neitt um útigangsfólkið, það er alltof margt svo vægt sé til orða tekið. En það sem þú býrð nú á Isafirði þá væri nú gaman að vita hvort þessir 4 sem nauðguðu stúlkunni þarna fyrir vestan á dögunum hafi sótt um dvalarleyfi eða ríkisborgararétt. Ég veit að þér finnst að allir þeir sem hafa um sárt að binda eigi að fá hjálp og aðstoð. Hver var lottóvinningur stúlkunnar sem varð fyrir nauðguninni? Síðan má líka velta vöngum yfir tannlausum yfirvöldum sem sleppa svona lýð lausum á götuna, strax og þeir eru búnir að renna upp buxnaklaufinni. Nei, meðvirkni verður líka að vera í hófi Ásthildur Cesil. Gleðileg jól, óska ég þér og þínum. kveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 17:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhanna mín, eftir því sem mér skilst þá eru þessir piltar hér í námi, þeir munu ekki sækja um dvalarleyfi eða ríkisborgararétti. En við getum bara ekki sett alla undir sama hatt, eða finnst þér það? Menn sem ég kannast við og eru héðan hafa verið dæmdir eða ákærðir fyrir barnaníð og nauðgun, þýðir það þá að ég eigi að ganga um bæinn með poka fyrir andlitinu sem nauðgari? Finnst þér það? Við getum bara ekki sagt svona, að vísu kom í ljós að það voru tveir en ekki fjórir eða fimm sem þarna áttu hlut að máli, og þeim verður vonandi refsað fyrir það sem þeir gerðu. Og það ætti að reka þá úr landi eða setja í fangelsi að mínu mati, svona atferli er aldrei ásættanlegt. Við höfum enga samúð með glæpamönnum sem fremja svona glæpi. Við getum samt sem áður ekki dæmt alla þeirra landsmenn sem níðinga. Mér finnst satt að segja hrollvekjandi svona hugsunarháttur eins og þú sýnir hér. Sorgleg afstaða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2013 kl. 20:23

3 identicon

Ásthildur Cesil!

Mér finnst það leitt ef ég hef sært þig. Skýringin á mínum skoðunum er, að ég hef 23 ára reynslu, af því að búa með bæði kristnu fólki og öðrum trúarbrögðum erlendis, og ég þekki góða og slæma hlið á öllum. En ég gef meðvirkninni ekki yfirhöndina á mínum skoðunum. Þar sem ég veit að þú ert víðförul um heiminn þá hlýtur þú að merkja hvað heimurinn hefur breyst á örfáum árum. Að rétta þá hina kinnina til að fá næsta löðrung,er það nú ekki aðeins of mikið af hinu góða. "Hrollvekjandi" finnst mér að láta svona menn ganga lausa innan um almenning geta í kvöld eða næstu kvöld nauðgað fleiri stúlkum. Hverjir eru landsmenn þessarra níðinga hef ég ekki hugmynd um, því enginn fréttamiðill ræðir þessi mál. Vonandi er þetta fyrsta og síðasta "fjöldamannanauðgunin" á Íslandi. Ef ekki,ef þá verður fjandinn laus. Svo var það þetta með lottóvinninginn. Hver fékk hann? Námsmennirnir,sem að ganga lausir. Stúlkan, sem fékk þeirra meðhöndlun, og verður að bera þá raun lífið út. "Meðvirkni íslendinga" fyrir illa gerða einstaklinga á ekki að vera til staðar. Við höfum nóg á okkar könnu samt Jólakveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 19.12.2013 kl. 11:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhanna ég er ekki og myndi aldrei verja slíka menn, nauðgun er eitthvað það versta sem hægt er aðgera fólki og ennþá meira hópnauðgun. Ég reyndar var ekki að tala um þessa ófgæfumenn, ég var að óska nýjum íslendingum til hamingju.

Við getum ekki dæmt heilar þjóðir vegna landa þeirra sem fremja illvirki. Enda myndi enginn dæmdur nauðgari fá landvist hér, ef vitað væri um þá hegðun. Ég á von á að réttað verði yfir þessum mönnum og þeir annað hvort sendir úr landi eða settir í fangelsi.

Satt er að ég hef víða farið, en ég hef bara hitt elskulegt fólk af öllum þjóðernum sem betur fer.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2013 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 2020843

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband