Jólabókaflóðið mitt.

Ég er búin að vera að pakka niður jólagjöfum í dag.  Ég var búin að bíða í marga daga eftir að fá nýju ævintýrabók barnanna, var orðin frekar óróleg, því ég veita að sum þeirra fá að opna pakkan frá ömmu á hádegi á aðfangadag, til að lesa söguna um börnin í kúlunni. 

En hún kom í dag  sem betur fer.  Þetta er sjötta sagan sem ég sem fyrir þessar elskur.  Þau eru orðin svo mörg að ég fór að semja sögur um þau til að gefa í jólagjöf.  Og það hefur heppnast bara allveg, og þau og miklu fleiri hafa gaman af.

 Fyrsta sagan var ævintýri um Loðfílsunga og geimverur. 

001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar ég fann að börnunum fannst gaman að bókinni ákvað ég að halda áfram og næsta bók var svo ævintýri í Hulduheimum.

002
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þar þurfa þau að bjarga álfum og öðrum hulduverum frá útrýmingu.
Þriðja sagan var svo ævintýrið um Gaggalaggáland sem er eyja undir haffletinum, þar sem búa verur sem eiga í stríði við illar verur.
003
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ævintýrið í Gaggalaggálandi.
006
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Barátta blómálfanna var saga númer fjögur, þar þurfa börnin að bjarga blómálfum og öðrum verum í garðinum hjá ömmu.  Eitt barnabarnið teiknaði forsíðumyndina.  Sóley Ebba.
007
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sagan um Bóseindina segir frá því hvernig börnin þurfa að koma í veg fyrir að mennirnir geti einangað Bóseindina, eða Guðseindina sem er smæsta en áhrifaríkasta eindin í geimnum.  Þar fá þau aðstoð geimvera sem einnig hafa áhyggjur af þessum skrefum mannsins.

Shangri La 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í þetta sinn þarf að skipta börnunum niður, því sum eru orðin svo stór, þannig að þau eldri fara til að bjarga fólki á stað sem kallast Shangri-La, sem er í Tíbet, þar sem óprúttnir ræningjar herja á, og svo þau yngri að bjarga tækjum í stærsta skemmtigarði í Austurríki, þegar þau fara í verkfall.  

Sóley Ebba teiknaði allar síðustu þrjár síðurnar, hún er frábær stelpa, víg á allt bæði tónlist, teikningar og bara allt, reyndar eins og þau eru öll elsku barnabörnin mín.

Ég vona svo sannarlega að pósturinn nái að senda þeim öllum bókina sína fyrir jólin.

En nú mega jólin koma fyrir mér.  Heart 

Þessi ævintýri mín eru lesning fyrir alla, og ef einhver vill ná sér í ódýra bók fyrir jólin þá er allt í lagi að hafa samband, mér sýnist að þessar sögur séu fyrir alla, bæði börn, foreldra og ömmur, þó ég segi sjálf frá.  InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021021

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband