Gömul lítil jólasaga frá Málverjalandi.

Ég var að leita í tölvunni minni að jólakorta umslögum, og fann þá þessa sögu.  Hún krefst nokkurar útlistunnar, því margir skilja örugglega ekki neitt í henni.  En hér á árum áður, meðan Málefnin voru einkar heimilisleg og málverjar ein stór fjölskylda, ekki alveg alltaf sátt þó, þá skrifaði ég stundum sögur fyrir þá, ekki alltaf vel tekið samt.  Þessi saga er einmitt um jólin.  Þannig var að málverjabær var staður þar sem máverjarnir áttu heima aðalsamkomustaður þeirra var Japansba. þeir sem af einhverjum ástæðum þurftu að "deyja" í sögunum fóru svo til Vísisheima, þar sem þeir dvöldu.  Nöfnin í sögunni eru þau nikk sem málverjar tóku sér.  Ég veit að hér eru sumir málverjar á stjái, og þekkja þá sennilega svolítið til.

En þetta er sett hér inn til gaman, og ef til vill hafa einhverjir gaman af svona sögum. 

Með það set ég hana hér inn.  Megi sum ykkar hafa gaman að henni. 


Posted 16 December 2004 - 14:03


Hugljúf lítil jólasaga.
Þegar Hnakkus stal jólunum.

Fálki hafði setið sveittur við að skrifa boðskort til allra í Málverjalandi.
Hann nostraði við að skreyta þau og ganga frá þeim, Fékk síðan Smyrlunum og Uglu þau, til að fljúga með til allra málverjanna, nú skyldi boðið til veislu, Litlu jólin voru á næstu grösum.
Enginn þeirra tók eftir því að tvö bréfanna urðu eftir, þau höfðu lent undir blaðabunka á borði Fálka, ósýnileg snareygðum ránfuglunum. Það átti eftir að vinda upp á sig. En það hafði Fálki ekki hugmynd um.


Hvernig kom ég mér eiginlega í þessa aðstöðu hugsaði Móri þunglega. Hann stóð upp frá tölvunni og kjagaði þungum skrefum að kæliskápnum, var að spá í að fá sér bjór, opnaði skápinn og prumaði í leiðinni og ropaði ógurlega, klóraði sér því næst í annarri rasskinninni og strauk magan. Skimaði inn í skápinn en sá engan bjór. Skotta! kallaði hann, hvar í fjandanum setti ég bjórinn.
Í mallakútinn sagði Skotta blíðlega, þú ert búin að drekka hann allan Móri minn.
Andskotinn ! tautaði hann og draslaðist aftur í stólinn fyrir framan tölvuna.
Móri minn þú mátt ekki tala svona, þú veist að þú ert búinn að taka að þér að vera jólasveinn þetta árið. Þá verður þú að reyna að haga þér skikkanlega.
Já af hverju í fúlum forarpytti datt mér í hug að játast undir það, rumdi fýlulega í “Jólasveininum”. Þarna sat hann í fullum skrúða, hokinn með magann út í loftið, og hökuna inn undir sig, með skeggið lafandi slyttingslega niður á maga, eins og foss í fjallshlíð. Húfan lafði líka niður fyrir annað eyrað, hitt stóð beint út í loftið, eins og til að mótmæla því að vera útundan.
Sjá þig ! sagði Skottan, alltaf jafn þolinmóð.
Þú veist að Grýla og Leppalúði báðu þig sérstaklega að taka að þér þetta árið að vera jólasveinn, vegna anna þeirra sjálfra. Þú verður að hugsa um blessuð börnin.
Blessuð börnin eeeeh…. rumdi í Móra, þessir óþekktarangar sem engu eira, hávaðabelgir og argaþrasarar.
Æ láttu nú ekki svona sagði Skottan hughreystandi, þetta gengur yfir þegar jólin ganga í garð.
Huh! þú ert að skamma mig fyrir að láta illa, hvað með jólasveinana sjálfa, ha ! viltu svara því ! Hver var að biðja þá að vera á fylleríi á almannafæri, slást út um allan heim, taktu eftir því ÚT UM ALLAN HEIM svo sitja þeir uppi með það að geta ekki sinnt störfum sínum. Láta meira að segja taka sig í þurra görnina með kókaín í pökkunum. Ja svei !
Hann ropaði ennþá meira.
Sendu einhvern til að ná í meiri bjór. Ég meika þessa gríslinga ekki ófullur.
Sjáðu! Sagði hann svo, það eru endalausir óskalistar hér: Hann sýndi henni á tölvuskjáinn, þar gat að líta langan lista.
Litli Vísir og öll systkinin hans, báðu um hlaupahjól. Ekki taka þau það eftir pabba sínum, letibollunni sem aldrei hreyfir sig.
Þarna var Acylíus litli að biðja um nýja tegund af áburði. Og Ótti litli að biðja um action mann.
Litli Zobi er þó nýtískulegri og vill fá Bioniclekall. Litlamey vill Bratz.
Endalausar óskir. Og sjáðu svo þetta, sagði hann argur, eins og það sé ekki nóg að krakkaskammirnar séu að biðja um hitt og þetta. Sjáðu málverjana, ég vil húfu, ég vil húfu, ég vil eyrnalokka, ég skal öskra og öskra þangað til ég fæ fæ fæ ….. hann gretti sig og hermdi eftir ímynduðum málverjum í frekjukasti.
Æ sagði hann svo, ég ætla að vefja mér eina jónu til að lifa þetta af.
Ég ætla að skreppa út og ná í bjór fyrir þig gullið mitt, sagði Skottan, og klæddi sig í kápuna.


Í smáhýsi sínu sat Hnakkus. Hann var pirraður á öllu tilstandinu.
Æ, jól einu sinni enn. Þetta fer alveg með mann. Það verður allt svo væmið og hundleiðinlegt um þetta leyti. Fólk nennir ekki einu sinni að reiðast þó maður skalli það út og suður. Svo er ekki verið að bjóða mér, huh, Alltaf sama sagan hjá þessu liði. Maður er ekki talinn með, hann saug upp í nefið.
Svo tók hann ákvörðun; Ég ætla að hafa samband við Zoba og vita hvort honum dettur eitthvað í hug. Hann er svo ráðagóður.

Smælí var heldur ekki upp á sitt besta. Hún var örg og viðskotaill sem aldrei fyrr. Hún hafði vaknað allof snemma, og þessi árstími átti engan veginn við hana. Meira að segja Móra var um og ó. og kallaði hann nú ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Hún hafði villst norður í landi, og ráfað þar um töluverðan tíma týnd og yfirgefin, ekki lagaði það skapið.
Hún hugsaði líka Frekjuskassinu þegjandi þörfina. Þær höfðu lengi eldað grátt silfur saman. Smælí gat ekki fyrirgefið Skassinu að henni skyldi detta í hug að ætla að éta hana og gefa Ópel Safíru pelsinn af henni.

Hnakkus og Zobi sátu á fundi. Ég er orðin leiður á þessari andskotans væmni sagði Hnakkus, er eitthvað hægt að gera, Ég er viss um að gömlu norninni að Vestan er um að kenna, alla þessa væmni, sagði hann pirraður.
Ha, sagði Zobi, hún, ég veit ekki um það, ég hef ekki heyrt í henni lengi.
Hefurðu ekki heyrt í henni lengi ! át Hnakkus upp eftir honum.
Nei sagði Zobi og roðnaði svolítið, ég setti hana á ingnor hjá mér.
Nú þannig sagði Hnakkus skilningsríkur.
En ég vil endilega gera eitthvað í þessu jólastússi í Málverjalandi, hefur þú einhverja hugmynd.
Ég veit ekki, sagði Zobi, ekki var mér boðið heldur, svo sem.
Nei ég veit, sagði Hnakkus, okkur var ekki boðið.
En við ættum eiginlega að gera eitthvað af okkur, svona til að minna á að við erum til.
Hvað ættum við að gera, dettur þér ekki eitthvað í hug Zobi þú ert stundum svo úrræðagóður.
Ja ! sagði Zobi, og reyndi að sýnast gáfulegur. Ég var nú að lesa góða bók um daginn, sem gaf mér hugmynd.
Já komdu með það sagði Hnakkus og varð spenntur, haltu áfram.
Já sagði Zobi, þessi bók heitir; Þegar Trölli stal jólunum. Alveg frábær bók, og spennandi.
Hnakkus horfði á hann undrandi. Spennandi ! sagði hann, Trölli og jólin ! þetta er barnabók fávitinn þinn.
Ha ! er það sagði Zobi, nú mér var gefin þessi bók, og ég las hana og hún var bara fín. Allavega….
Þú er nú meiri asninn, sagði Hnakkus.
Já en hvernig væri, hélt Zobi áfram, að við tækjum þessa hugmynd og stæ………..
Stælum jólunum ! ha ! hvernig heldurðu að við förum að því ?
Nú eins og í bókinni.
Þetta er ævintýri bjáninn þinn….. Réttast væri að skalla þig og vita hvort maður kemur einhverju viti í kollinn á þér.
Já en það er hægt að nota hugmyndina, sagði Zobi hálf aumingjalega.
Hnakkus hugsaði sig um augnablik, já, sagði hann svo, við getum svo sem útfært þetta einhvern veginn. Við, verðum að fá einhverja fleiri með okkur í þetta.
Hverja eigum við að fá með okkur ?
Veit ekki ennþá en ég ætla að hugsa málið, sagði Hnakkus.

Í málverjabæ var undirbúningur í fullum gangi.
Þau voru að æfa leikrit fyrir litlu jólin.
Leikritið fjallaði um allskyns verur, engla og álfa, og auðvitað það sem jólin snérust um jólabarnið.
Þær léku engla, Scarlett, Stínastuð og Angel. Þarna stóðu þær með stóra fallega vængi og geislabauga. Rauðálfur lék ljóta álfinn, sem vildi eyðileggja jólin, aðstoðarpúka hans lék Vorið. Ian lék jólasveininn, og Piltamamma góðu álfkonuna, Tellus, XHustler og Skortur léku vitringana þrjá. Lazie daisy, Móna og Búkolla léku fjárhirða, og Rella fjallaljón, sem varð á vegi þeirra. Annamaría lék Maríu mey, Mustrum fékk að leika Jósef, og Sybille var látinn í að vera jésúbarnið. Kassiopeia fékk að spreyta sig á jólakettinum ógurlega, Sybille vildi fá að leika hann, en Kass var stærri og frekari, svo Sybille sættist á að fá að leika Jésú. Hobbit lék skógarveru, með boga og pílur, Gróa græningi fékk að leika lítin skógarálf, Vindurinn var látinn blása um sviðið, og þyrla upp þurrís til að mynda þoku. Það voru smávandræði með Húsamús, Icecat og Jenar, því þau mættu of seint. En ákveðið var að Jenar léki stjörnuna sem vísaði Vitringunum á jötuna, Húsamús og Icecat fengu að leika kindur fjárhirðanna. Þær voru svo sem ekkert spenntar fyrir því, en það var ekkert hlutverk til annað.
Icecat sagði að þær gætu tekið kattardúettinn, en Villimey sagði að það passaði ekki inn í jólaleikrit.
Jenar var hæstánægður, ég verð flott jólastjarna, sagði hann, ég fer bara í glimmergeimbúninginn minn, þá verð ég eins og glitrandi stjarna.
Villimey var sem sagt leikstjórinn, og höfundurinn var Ópel Safíra. Lómur var tæknimaður. Ópel var búin að reyna að finna upp hvert hlutverkið á fætur öðru því allir vildu vera með, hún var komin í þrot með hlutverk, svo Minna fékk að vera aðstoðarleikstjóri, hún var ekki alveg sátt, en lét sig hafa það. Ibþ sem fékk ekkert hlutverk, var sár. Loks datt þeim í hug að það vantaði hvíslara, svo hún var sett í það hlutverk. Þegar Hrafnhetta kom, var erfitt að koma fleirum að. En Ópel vildi ekki að neinn væri útundan, Hrafnhetta mín, sagði hún, þú verður bara mállaus engill, þarna með þeim Scarlett, Angel og Stínustuð.
Allt í lagi sagði Hrafnhetta ótrúlega hlýðin.
Svo voru músíkantar, það voru Songbird og @tikatinoah sem tóku tvíraddað It´l be að blue Christmas without you, og Halkatla spilaði undir á Banjó.

Í Vísisheimum, var Villihoho lasin, það var svolítið erfitt, því hún var í vondu skapi, það bitnaði á öllum Vísisbúum. Loks fundu þau út, að hún var með tannpínu. Það dæmdist á Grandvar að fara með hana til Dr. Autos, hún sá strax að stór hola var kominn í eina tönn á trippinu, Hún kom með risastóran bor, og það var gert við í hvelli, og eftir það batnaði skapið og Villihoho tók gleði sína á ný.

Á Japansbar, var verið að skreyta. Allir voru í góðu skapi, og hjálpuðust að. Börnin voru höfð í sérherbergi þar sem þau gátu leikið sér.
Villimey og Halkatla voru að klippa út hjörtu og búa til litlar körfur. Scarlett og Thalía, settu upp jólaskraut á veggi og loft. Angel, var með þeim. Vorið þvældist um og stríddi öllum, hún læddist og faldi skærin og límið, svo Villimey og Halkatla þurftu að leita lengi, áður en þær sáu stríðnissvipinn á Vorinu og heimtuðu að hún skilaði þessu aftur. Rella, Búkolla og Gróa græningi sátu og settu saman jólaseríur, þegar Hrafnhetta kom, var hún sett í að aðstoða þær.
Húsamús, Icecat, og Jenar stóðu sveitt við að baka piparkökuhús.
Hobbit var að þurrka af borðunum, Vindurinn hjálpaði henni við það. Þrátt fyrir stríðnina í Vorinu var allt með friði og spekt, þangað til Frekjuskassið kom inn úr dyrunum með látum. Hún geystist um allt og feykti öllu upp í loft.
Æ, sagði Hobbit, læti eru þetta alltaf í þér Frekjuskass.
Hvað er nú ? Spurði Vindurinn.
Æ hún lætur alltaf svona, sagði Halkatla.
Nei hún er óvenjulega slæm núna, sagði Thalía, svei mér þá.
Kannski hlakkar hana of mikið til, sagði Angel hlýlega.
Huh sagði Villimey, hún ræður bara ekki við sig.
Æ við verðum að umbera hana, sagði Scarlett, og brosti.
Þær litu undrandi upp. Hvað var nú að henni?
Svo mætti Smælí á svæðið, og þá varð að gera hlé á vinnunni. Til að stjana í kring um hana, svo hún yrði til friðs.
DÆS ! sagði Villimey.

Mórinn sat sveittur fyrir framan tölvuna sína, og hannaði jólasveinahúfur eftir pöntun á málverja. Hann var líka að skrá og flokka óskalista barnanna. ÚFF!! ég verð aldrei búin að þessu, stundi hann. Eitt stórt rop svo greip hann ölkrús, sem Skottan hafði fært honum.
Þvílíkur þorskhaus var ég að taka þetta verk að mér hugsaði hann. Þvílíkur dragúldin merarþorskhaus.
Hvernig lítur hann út ? spurði Skottan.
Ha hver ?
Nú dragúldin merarþorskhaus, sagði hún.
Æ ég er aðeins að hugsa upphátt.


Þær voru hissa Lazy daisy og Songbird þegar þær komu inn á Japansbar, allt í háalofti, Frekjuskassið og Smælí rifust eins og bjarndýr og köttur, og hinir sátu bara og biðu eftir hvað þær tækju til bragðs.
Þvílíkt og annað eins sagði Lazy daisy.
Já sagði Songbirg, hér þarf að taka til hendinni.
Já ef okkur á að verða eitthvað úr verki, þá er eins gott að hafa heimil á þessum tveimur sagði Hobbit.
Eruð þið alltaf að rífast hér í Málverjalandi, spurði Ibþ. Svei mér þá.
Viltu súkkulaði, bauð Móna, hún var með stórt súkkulaði í hendinni.
Já takk, sagði Ibþ.
Gerðu svo vel, sagði Móna.
Í því kom Kassiopeia inn, hún rauk strax í Frekjuskassið þreif hana upp hálstaki, og setti hana við eitt borðið, hagaðu þér skikkanlega kattarræksni, sagði hún fastmælt, hér er ég yfirköttur, og þú gegnir mér óþekktarskassið þitt.
Smælí glotti. En ekki lengi, því MissM sagði henni að annað hvort væri hún til friðs, eða henni yrði hent út. Villimey kom ógnandi til hennar, sestu einhversstaðar lufsan þín, sagði hún hvasst. Og vertu svo til friðs. Þið eruð verri en ungviðið.

Madein Eitís kom inn með Vorinu, þá komu þær Sibylle og Piltamamma saman inn og byrjuðu að aðstoða við undirbúningin.
Stínastuð, Ópel, Safíra og Annamaría komu líka og brátt var allt í fullum gangi að skreyta og baka. Gera allt klárt fyrir Litlu jólin kvöldið eftir.
Mustrum var frammi í eldhúsi að búa til alveg sérstakan eftirrétt, sem innihélt möndlu, þetta var hans “specialití”, og enginn mátti vita uppskriftina. Alveg sama hvað kvenþjóðin reyndi að fá hann til að segja sér hvað var í honum.
Xhustsler stóð við barin og sagði hverjum sem heyra vildi blautlegar skrýtlur.
Æ ég vildi að hann nennti frekar að gera eitthvað, sagði Búkolla.
Láttu þig dreyma sagði Rella, þetta eru hans ær og kýr.
Ha, sagði Búkolla.
Ekkert sagði Rella og brosti.
Gróa græningi hló….. Þetta kom skemmtilega út, sagði hún stríðnislega.
Huh hann ætti nú bara að skammast sín, sagði Hrafnhetta herská að vanda.

Rauðálfur og Tellus voru þarna líka, þeir voru mest að þvælast fyrir eins og karla er siður. Er Skortur og @tikatinoah komu líka voru þeir orðnir fjórir, alveg passlegt í Brigde, þeir læddu sér út í horn, þar sem minna bar á þeim og drógu fram spil.

Er þau yfirgáfu barinn um kvöldið, var hann fagurlega skreyttur og beið þess að gestirnir kæmu og ættu góða stund saman, því meiningin var að halda Litlu jólin hátíðleg kvöldið eftir. MissM, leit með ánægju yfir salinn lokaði síðan vandlega á eftir sér.
Þau ætluðu reyndar aldrei ætlað að fá gríslingana til að fara heim, því þau skemmtu sér konunglega og voru orðin spennt.

Hnakkus og Zobi sátu á rökstólum. Við verðum að fá einhverja til að hjálpa okkur, sagði Zobi, við ráðum ekki við þetta einir.
Þeir höfðu ákveðið að halda sig við söguna um Trölla, og stela jólunum frá málverjunum. Þeir höfðu fylgst með því sem fram fór á barnum. En ekki haft sig í frammi. Svo biðu þeir átekta.
Hvern, eigum við að fá með okkur í kompanýið, spurði Hnakkus.
Ég veit nú ekki hverja væri best að spyrja, sagði Zobi hugsandi.
Ég skalla þá, ef þeir neita sagði Hnakkus vongóður.
Nei það þýðir ekkert, sagði Zobi, hver er fávitinn núna ha !
Ókey. Kannski ættum við bara að vera tveir.

Enn var Móri að bölsótast heima hjá sér. Hann var alveg í öngum sínum, yfir að hafa tekið þetta allt að sér. Hann var búin að tala við Ian og biðja hann um að aðstoða sig við að gefa í skóinn. Ian varð við þeirri bón, létti það mikið á Móranum.
Svo vantar mig hreindýr, sagði hann, í nöldurtón við Skottuna. Hvar á ég að finna hreindýr ?
Veit ekki, sagði Skottan. Ég veit sannarlega ekki hvar þú getur grafið upp hreindýr sem getur flogið.
Þú segir nokkuð, sagði Móri og það birti yfir svip hans. Mér dettur einn í hug.
Nú hver ?
Sko, ég man eftir því að Vísir lýsti því einhverntíman yfir, að hann langaði til að leika hreindýr.
Vísir, sagði Skottan , ertu eitthvað verri, ætlarðu að koma pökkunum til skila fyrir Páskana kannski?
Æ sagði Móri hann er örugglega besti kosturinn. Ég ætla allavega að spyrja hann.
Hann leit á Skottuna og sá að hún hristist öll af hlátri.
Af hverju ertu að hlægja ? spurði hann.
Ó Guð stundi hún upp, ég sá ykkur aðeins fyrir mér félagana þig og Vísir, fljúgandi á sleða, þú sitjandi á sleðanum og Vísir að draga hann, það er alveg óborganlega fyndið.
Huh sagði Móri móðgaður. Þú ert bara afbrýðisöm af því að ég var fenginn til að vera jólasveinninn er ekki þú. Auk þess get ég svo sem talað við hina líka, Grandvar og Sailorinn, jafnvel Andrésínu og ….. hey hrópaði hann svo upp yfir sig, ég fann það, Villihoho hún getur dregið sleðann, hún og Vísir. Það birti yfir honum öllum. Þar kom það. Þau gera þetta örugglega.

MissM hafði gefist upp á grísunum, hún hafði sent þá til Vísis, og þar sem hann gat ekki haft þá í Vísisheimum, neyddist hann til að leigja sér lítið hús í Málverjabæ. Þarna var hann einstæður faðir með sex Vísisgríslinga hvern öðrum fjörugri og óþægari. Hann var alltaf góður í sér og gerði sitt besta til að hafa ofan af fyrir þessum ærslafullu afkvæmum sínum og Missarinnar.
Sem betur fer hafði Piltamamma boðist til að gæta þeirra fyrir hann á daginn, Vísir var voða feginn því.
Hann átti nefnilega smá leyndarmál. Hann hafði álpast inn í bakaríið við hliðina á húsi sínu einn daginn, þar vann gullfalleg málverja, Made Ineitís, hann varð alveg yfir sig hrifinn af þessari glæsilegu meyju, og var því alltaf að fara og kaupa brauð.
Ást hans var þó aðeins í leynum huga hans, því ekki þorði hann að opinbera hana.
Hún var líka á föstu, það vissi hann, Hnakkus var kærastinn hennar, hún virtist hafa einhver hreðjatök á honum, sem enginn skildi í, því Hnakkus var ekki hvers sem var. Og ekki þorði Vísir fyrir sitt litla líf, að styggja Hnakkus.
Hann lét sér því nægja að láta sig dreyma um hina fallegu Made Ineitís, raunar var hún úr Vísisheimum. En hafði fengið “leyfi” til, að vinna í Málverjabæ.

Ian, fannst gaman að fara með litlu pakkana og setja í skó málverjabarnanna, hann var þó farin að vara sig á litlu hrekkjalómunum í Vísishúsinu, þeir voru erfiðir, fyrsta kvöldið þegar hann kom, höfðu þeir sett mjólkurglas á borðið, þegar hann ætlaði að fara að drekka mjólkina, þá kom í ljós að þeir höfðu sett kónguló ofan í glasið, svo sátu þeir undir sænginni og skríktu af kátínu, þegar Ian æpti yfir kvikindinu. Meðan hann raðaði pökkum í skóna þeirra hafði einn gríslingurinn lætt sér framúr, og bundið saman reimarnar á skónum hans, og þegar hann ætlaði að læðast út, datt hann endilangur yfir rúmið þeirra, og ormarnir hlóu að honum og skemmtu sér konunglega.
Það var vonlaust að bíða eftir að þeir sofnuðu, svo hann tók á það ráð, að fara þangað á morgnanna áður en þeir vöknuðu til að setja í skóinn, oftast fengu þeir kartöflu.
Úff, hugsaði hann, þvílíkir óþekktargemlingar.
Og ég sem hafði hugsað mér þetta svo rómó, ég myndi fara í fjallakofa, þar sem dásamleg ung einstæð móðir, tæki á móti mér opnum örmum, og ég myndi setja dót í skóinn hjá unganum hennar, hún stæði með tárin í augunum, meðan ég sinnti honum, og hlyti svo þakklæti og ást móðurinnar fyrir vikið. Hafði einmitt, Búkollu í huga.
Þetta, var nú eitthvað annað.


Í Vísisheimum, stóð líka eitthvað til. Vísir og Villihoho höfðu samþykkt að draga sleðan. Þau voru að æfa sig alla daga, til að vera viðbúin. Andrésína og Villimey fengu að sitja í honum, og svo var þotið um loftin blá.


Morgunin eftir að málverjar höfðu skreytt, kom MissM og opnaði dyrnar á Japansbar, henni brá heldur en ekki í brún, því við henni blöstu tómir veggir, og allt var horfið, allar skreytingarnar, meira að segja rauðu borðlamparnir góðu, og allt.
Ekkert var þarna inni, nema jú; Út í einu horninu sat Húsamús, með smá brauðmola. Og við eitt borðið sat; Já þar sat reyndar Acyl, sat aðeins þarna eins og það hefði aldrei farið, með kaldan bjór. Það varð sannarlega gott að sjá plöntuna sitja þarna eins og ekkert hefði ískorist.
Acyl hrópaði MissM, hvaðan ber þig að, langt síðan þú hefur verið hér.
Já sagði Acyl, ég fór í heimsreisu, og þegar ég kem til baka, þá er bara allt í kalda koli. Svei mér þá, ég hélt að það væri búið að taka Japansbar til gjaldþrotaskipta.
Já þetta er hörmulegt ástand sagði MissM, sannarlega hörmulegt.
Svo snéri hún sér að Húsamús, sást þú hverjir hér voru á ferð?
Nei, sagði Húsamús, ég sá að Acyl fór hér inn, ákvað að heilsa upp á hana. En þá, var þetta allt svona útlits.
En hér átti að vera læst, sagði MissM, ég læsti sjálf í gærkveldi.
Hér var allt opið, sagði Acyl, svo Húsamús hjálpaði mér hingað inn og ég fékk mér einn bjór hjá þér upp á gamlan kunningsskap.
Við verðum að hafa strax samband við Fálka, sagði Missinn.

Meðal málverja varð uppi fótur og fit. Hver, gat hafa tekið skrautið? Og hvað áttu þau að gera. Þetta, var alveg hræðilegt.

Hnakkus og Zobi höfðu skemmt sér vel, við að taka allt jólaskrautið niður og stinga því á lítinn pallbíl, sem þeir fengu lánaðan, þeir höfðu fundið hellisskúta utan við Málverjabæ, þar tróðu þeir öllu draslinu inn, Hnakkus hafði beðið kærustuna að aðstoða þá, og gerði hún það.
Svona fer það þegar manni er ekki boðið, sagði Hnakkus.
Já, en mér var boðið sagði Made Ineitís, ég var meira að segja að hjálpa til og allt.
Og ætlarðu ekki að fara sagði hann glottandi og hnyklaði vöðvana.
Nauts, þið eruð búnir að rústa skemmtuninni, sagði hún, synd annars, þetta hefði örugglega orðið skemmtileg veisla.
Nei örugglega ekki, sagði Zobi vegna þess okkur var ekki boðið.
Af hverju? spurði Madeineitís.
Veit það ekki, sagði Hnakkus, dálítið gremjulega. Við, fengum allavega ekkert borðkort.
Skrýtið, sagði Madda.
Nei sagði Zobi, þau eru bara svo hallærisleg, og öfundsjúk.

Fálki kom og allir þyrptust að Japansbar, þar var ekkert, allt hafði verið tekið og borið burtu.
Þó fögnuðu málverjar því að sjá Acyl þarna.

Hver, getur hafa gert þetta? spurði Fálki undrandi.
Veit ekki, sagði MissM, alveg ótrúlegt.
Hver hafði ástæðu til að gera þetta, spurði Hobbit.
Veit það ennþá síður, sagði Fálki alveg gáttaður, ég sendi öllum málverjum boðsbréf. Og sumir, fengu örugglega fleiri en eitt.
Við, verðum að finna út úr þessu, sagði Kassiopeia ákveðin.
Ég skal fljúga yfir og vita hvort ég verð einhvers var, sagði Lómurinn.
Já það er góð hugmynd sagði Fálki.
Eigum við ekki að koma inn og ræða einhverjar aðgerðir sagði Minna, ég get verið með í þessum hluta, það er allt í lagi, ég þoli bara ekki væmni.
Jú við skulum koma innfyrir og spá í hvað við getum gert sagði Fálki.

Allt var tilbúið hjá Móra, til að fljúga með gjafirnar. Þau ákváðu samt, að fara tilraunaferð. Við ætlum að hafa þetta svona generalprufu, sagði Móri við Agný. Hann var klæddur í skrúðan, rauður og hvítur frá hvirfli til ilja, hvíta skeggið hafði verið greitt, en bylgjaðist samt ennþá niður magan eins og fjallalækur. Skottan, hafði lagað húfuna, svo eyrun voru bæði fyrir innan.
Þú ert svo fínn, sagði hún og kyssti hann á nefbroddinn.
Það hafði verið bundinn hreindýrahorn á Vísir, hann var mjög hreykinn af hlutverki sínu, hann var spenntur við jólasveinavagninn. Villihoho var líka spennt, hún hafði sett á sig rautt nef, ég er Rúdolf, sagði hún ánægð.
Svo lagði hersingin af stað. Þau flugu upp í loftið, í stórum glæsilegum boga. Skottan stóð og vinkaði þeim, Vísisgrísirnir stóðu allt í kring um hana, hún hafði tekið að sér að gæta þeirra meðan pabbi þeirra fór sína fyrstu flugferð sem jólasveinahreindýr.

Þetta er gaman, sagði Villihoho glaðlega. Þau flugu smá rúnt, en þegar þau komu aðeins út fyrir bæinn, þá misstu þau skyndilega flugið, og BOMS, skullu til jarðar, það urðu heilmikil læti og skruðningar. Þau stauluðust á fætur og skoðuðu sleðan, og voru að spá í hvað hefði komið fyrir. Var þeim litið á klettavegg, sem þarna var skammt hjá. Þar var eins og glitti á eitthvað inni í einhverskonar opi.
Hey !fjársjóður !, gall í Vísi, hann þaut í loftköstum að hellismunnanum,
stóð svo og gapti.
Þegar Villihoho og Móri komu að, sáu þau hvers kyns var. Skrautið er Málverjarnir höfðu hamast við að skreyta með var þarna, þau þekktu líka lampana og fleira dót út Japansbar. Það fór ekki á milli mála.
Made Ineitís kom fram.
Þú hér, sagði Vísir og roðnaði ofan í tær, hann stundi og fann að hann var þurr í munninum, og tregt um mál, hann stóð bara og reyndi að bora tánni ofan í frosinn svörðin.
Hvað í grænkolandi fúlum forarpytti er nú hér á ferðinni, varð Móra að orði.
Þetta er skrautið úr Japansbar, sagði Villihoho, þú hefur stolið því Made Ieineitís, hún horfði reiðilega á Möddu.
Nei ég……..
Ég er viss um að hún hefur ekki gert það, sagði Vísir, til að verja Made Ineitís.
Þá komu Hnakkus og Zobi í ljós. Hvað viljið þið hér? spurði Hnakkus reiðilega.
Já hvað eruð þið eiginlega að gera hér, endurtók Zobi.
Ætli við megum ekki spyrja ykkur frekar, sagði Móri, hvurn fjandann þið eruð að gera hér með allt jólaskrautið úr Málverjabæ.

Við erum bara að skemmta okkur, sagði Zobi.
Skemmta ykkur, er þetta ykkar aðferð til að skemmta ykkur, spurði Móri. Þið ættuð frekar að skammast ykkar.
Hér eru Málverjar búnir að leggja nótt við dag, við að skreyta og laga til, og þið eyðileggið allt.
Já sko … Sagði Hnakkus, okkur var ekki boðið.
Var ykkur ekki boðið? spurði Móri, hvaða vitleysa! það var öllum boðið.
Nei, við fengum enga boðsmiða, sagði Zobi. Það er enginn vitleysa.
Ég, trúi því nú tæplega, sagði Móri. Ég, ætla að spyrja Fálkan að þessu.
Í því, kom Lómurinn fljúgandi. Hann settist, og starði á þau öll, sleðan, sem lá á hliðinni, Vísir stóð þarna, ekki lengur lillableikur, heldur eldrauður, með hreindýrshorn bundin við hausinn með snæri, þau lágu að vísu út á hlið eftir byltuna. Villihoho reiðileg í framan með rauðakúlu er hafði færst upp á enni í æsingnum, Mórann í jólasveinabúningi, húfan var aftur á hnakka, hárstrýið út í loftið og eyrað hafði poppað fram. Sannarlega skondinn sjón.
Síðan þau þrjú sem stóðu við allt jólaskrautið, Hnakkus þéttur og herðabreiður, með vöðvana hnyklaða, reiðilegur á svip, Zobi lítil og mjór við hliðina á honum, virtist ekki hærri en 120 cm, og svo Made Ineitís, hún var miður sín greinilega.
Hvað í ósköpunum gengur á hér? spurði hann loks.
Það er saga að segja frá því, sagði Móri. Við vorum í eee… æfingarflugi, og brotlendum hér. Og þá sáum við þetta, hann benti á hellisopið, og þau, hann benti með fingrinum ógnandi á þremenningana. Við, erum einmitt að spyrja hvað vaki fyrir þeim.
Já, sagði Lómur, ég var einmitt að svipast um eftir þessum hlutum, það er best að láta vita.
Skömmu síðar kom Fálki og fleiri á vettvang.
Þau voru undrandi. Hvað er í gangi? Af hverju ? Spurði, Fálki.
Sko! Við, vildum hefna þess, að okkur var ekki boðið, sagði Hnakkus þrjóskulega.
Já en, sagði Fálki, ykkur var boðið, mér þykir leitt ef boðskortin hafa ekki komist til ykkar, en mér er velkunnugt um að það voru skrifuð til ykkar boðskort. Ég, gerði það sjálfur.
Það var ekki frá því að hjörtun í Zobi og Hnakkusi stækkuðu þann dag. Þeir skömmuðust sín fyrir að hafa verið svona hefnigjarnir, þeir hjálpuðu manna mest til með að setja allt jólaskrautið til baka, þeir sungu manna hæst alla jólasöngvana, og þeir voru liðlegastir allra þetta kvöld, við að aðstoða Missina við að bera á borð og þjóna málverjunum með mat og drykk.
Og þeir fundu að þetta veitti þeim gleði og ánægju. Kannski, var enginn ánægðari þetta kvöld, en einmitt þeir.

Halló bíðið aðeins !!!!! kallaði Borgarfjarðarmóri, hann stóð þarna við brotinn sleðann, með Vísishreindýrið og VillihohoRúdolfinn sitt til hvorar handar, erum við ekki að gleyma einhverju ?
Ha hverju?, spurðu málverjarnir.
Börnunum og jólagjöfunum til dæmis, sagði Móri og setti hendur á magann, við verðum að koma öllum jólagjöfunum til barnanna. Og þið, verðið öll að aðstoða okkur. Jólasveinarnir eru á einhverju fjandans flippi, og við verðum að taka að okkur að koma jólagjöfunum til skila.
Og það varð úr.
Þetta árið, voru það málverjar úr Málverjalandi en ekki jólasveinarnir, sem bæði gáfu í skóinn, og fóru með allar jólagjafirnar.
En það má alls ekki ekki vitnast niður í Raunheima, því raunheimabörnin verða að fá að trúa áfram á jólasveinana.

Síðan voru Litlu jólin haldinn eins og málverjar einir geta haldið Litlu jól.
Það var mikil og góð skemmtun. Fjör og gleðskapur.

Nornin sat þarna nokkra stund og naut þess að skemmta sér með hinum málverjunum. Hobbit kom til hennar, bankaði á öxl hennar og sagði; fyrirgefðu en varstu ekki búin að lofa að ég mætti eiga Hnakkus ?
Jú jú mín kæra, taktu hann bara, sagði nornin. Madda er hvort eð er miklu hrifnari af Zoba.
Og þegar hún fór heim, þá ómaði um Japansbar og út yfir allan Málverjabæ, Bjart er yfir Betlehem blikar jólastarna.……. Sungið með þúsund raddaklið.
Sögulok.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Gaman að komast í lestur á svona sögu.  Þegar á reyndi kom í ljós að hún var dálítið lengri en ég bjóst við.  En nógu skemmtileg til að halda mér við lesturinn allt til enda.  Takk fyrir góða skemmtun.

Jens Guð, 12.12.2013 kl. 23:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Jens, það er hrós þegar sagan heldur lesandanum til enda.  Takk fyrir mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2013 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2020857

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband