Að hlusta á fólkið í landinu.

Í kosningabaráttunni ítrekaði Sigmundur Davíð oft og mörgum sinnum að hann myndi hlusta á fólkið í landinu.  Þegar hann svo gerir það, þá er hann kallaður vindhani.  Mér finnst oft umræðan vera ansi hörð, og svekkelsi forystumanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Bjartar framtíðar, sést afar vel í hvernig þeir reyna að finna öllu því sem gert er allt til foráttu.  Vinstri græn hafa komið fram með ágætis tillögur, en þar er ennþá róið á sömu  mið að hækka skatta, ég veit bara að öll sú hækkun skatta sem var gerð á þeirra vakt lamaði meira og minna samfélagið.  Þeir sem voru einyrkjar höfðu ekki lengur tækifæri á að ráða sér starfsfólk svo störfum fækkaði.  Ég var líka rækilega bólusett gagnvart því fólki sem réði síðastliðin 4 ár. 

Það er svo sem allt í lagi að vera vitur eftir á.  Núna veit þessi fyrrverandi ríkisstjórn alveg hvernig á að gera hlutina, þau höfðu jú fjögur ár til þess og komu ekki miklu í verk.  Það er því hálf aumkvunarvert að heyra þau hamast á þeim úrræðum sem núverandi ríkisstjórn er að reyna að gera.

 Ekki ætla ég að fara að dásama ríkisstjórnina, en þeir eru þó að reyna að gera eitthvað af því sem þau lofuðu.  Ég vil sjá hvað út úr því kemur.  Ég er svo sem alveg sammála mörgum um að þessi ríkisstjórn er fíll í postulínsbúð hvað varðar sjávarútveg og umhverfismál, þess vegna var ég oft afar ánægð með ákveðni Svandísar Svavarsdóttur í þeim málum, á sínum tíma.  En í Sjávarútvegsmálum eru menn á kolröngu róli, og þar voru fyrrverandi stjórnvöld ekkert skárri.  Það er eins og það megi ekki hreyfa við stórútgerðinni, þó öll sanngirnis sjónarmið snúi einmitt að því að gefa upp á nýtt, einnig uppgangur hinna dreyfðu byggða sem eru í stórhættu, meðan L.Í.Ú. fær að leika sér með fjöregg byggðanna. 

En sem sagt, þessi neikvæðni er að drepa mann og annan, það virðist vera alveg sama hvað reynt er að gera, og ef mótmæli koma fram, og hlustað er á þau sjónarmið, þá er það allt rakkað niður í svaðið.

Við skulum reyna að vera jákvæð, taka því vel sem vel er gert, og láta vita þegar okkur ofbýður.  Eins og þetta með barnabæturnar, ég er bara afskaplega glöð með að það eigi að hætta við skerðingu á þeim, sýnir bara að menn hlusta á þau sjónarmið sem koma fram, bæði hjá stjórnarandstöðu og ekki síst almenningi, það hlýtur að vera jákvætt ekki satt? 

 Nú þegar jólin nálgast, og búið er að aflétta hjá mörgum að boðin verði upp húsin þeirra, svo það fólk getur allavega átt jól heima hjá sér, og vonandi lagast málin sem hjá flestum með aðgerðum ríkisstjórnarinnar, þá ættum við að líta bjartari augum á nánustu framtíð.  Á þessum tímum eru margir þungir á sálinni, og eiga erfitt með að vera til, slíkir þurfa ekki endalaust þras og neikvæðni.  Það fólk þarf von og birtu, ekki slökkva ljósið áður en útséð er um hvernig málin æxlastl. 

 

 


mbl.is Ekki skorið niður í barnabótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur verið dálítið pínlegt að fylgjast með því hvernig stjórnar andstaðan og þá sérstaklega fyttverandi stjórnarmeðlimir hafa reykspólað af hneykslan og vandlætingu yfir því að Sigmundur Davíð og núverandi ríkisstjórn skuli ekki hafa strax viku eftir kosningar hafa klárað að uppfylla kosningaloforð VG og Samfó sem þau lofuðu fyrir næstu kosningar þar á undan.En gerðu svo ekkert í

eða vera en það allt kjörtímabilið

sem þau voru að stjórna.

Ekki beint trúverðugt hjá þeim

Reyndar finnst mér það vera skrýtið að taka af vaxtabótum fólks þega verið er að reyna að laga stöðu skuldara

En alveg ágætis tilbreyting frá framgöngu fyrrverandi ríkisstjórna sem við höfum át að venjast hingað til

að nú skuli hafa verið hlustað á raddir fólks

og hætt við að skerða barnabæturnar

Ásthildur frábært hvað þú ert nútímalega málefnaleg í umræðunni og lætur ekki flokkslínur binda þig í skoðunum.

til fyrirmyndar og eftirbreytni finnst mér :)

Sólrún (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 20:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Sólrún mín, ég hef mínar skoðanir á hlutunum og reyni að fylgja hjartanu í því sem öðru.  :)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2013 kl. 20:38

3 identicon

Og að er nú einmitt þannig sem sannar Fjallkonur eru.

Og eiga að vera. Like it :)

Sólrún (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 20:42

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sólrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2013 kl. 20:50

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var verið að benda mér á að Skjaldborgarstjórnin ætlaði að lækka barnabætur um milljarð.  Það virðist hafa gleymst í umræðunni. 

 http://www.ruv.is/node/83095

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2013 kl. 20:52

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég er að verða þér svo oft sammála Ásthildur,þó ég þykist vera töluvert pólitískur þá hef ég alltaf stutt öll góð mál hvaðan sem þau koma,en gegnum tíðina hefur mér fundist alltof lítið koma af góðum málum frá vinstristjórnum.Mér sýnist að þessi stjórn sé að þoka fram mörgum góðum málum,að mínu áliti verður að reka ríkisjóð hallalaust sem allra fyrst.Um sjávarútveg verðum við ekki sammála tel að hann þurfi að reka þannig að nýting aflans og hagkvæmni sé sem allra best og sú þróun er á góðri leið í höndum þeirra sem hann stunda. Tel reyndar að það megi veiða meira af t.d. þoski.

Ragnar Gunnlaugsson, 10.12.2013 kl. 23:09

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tveir fyrrverandi Samfylkingar ráherrar í síðustu ríkisstjórn, stundum skeggjaðir,  höfðu og hafa en vinninginn í vindhana slagnum , skrækja álíka en ekki sér á milli hvor er skakkari.  

Hrólfur Þ Hraundal, 10.12.2013 kl. 23:41

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ragnar fyrir þitt innlegg ánægjulegt að heyra.  Auðvitað er ekki hægt að vera sammála um alla hluti, þá væri nú lítið gaman að Guðspjöllunum ef enginn væri í þeim bardaginn sagði gamla konan.  Það þarf allavega að stokka upp í Hafrannsóknarstofnun, það má veiða meira af þorski og ekki síður ýsu, það á að hlusta meira á sjómenn sem vita jú hvað klukkan slær. 

Hrólfur, já vindhanar leynast víða.  lol.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2013 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2020871

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband