Síðasta helgi í máli og myndum.

Það var kveikt á jólatrénu á Silfurtorgi á laugardaginn, í fallegu vetrarveðri.  

IMG_4085

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar lék nokkur skemmtileg jólalög sem setti mikla stemningu á atburðin.

IMG_4081

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér eru starfsmenn bæjarins að undirbúa jólatréð.  

IMG_4082
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Sömuleiðis var verið að undirbúa pallinn fyrir lúðrasveitina, það gleymist nefnilega svo oft að það þarf undirbúning að hverjum atburði, og þeir sem þar vinna eru ekki mikið í sviðsljósinu, samt er það svo að ef ekki væri fyrir þeirra tilstilli væru engar uppákomur. 
IMG_4083
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á meðan ég beið eftir skemmtuninni, skrapp ég inn í Eymundsson, þar var Þröstur Jóhannesson að lesa upp söguna um hann Jóa, bráðskemmtileg bók eftir þeim kafla að dæma sem hann las svo skemmtilega upp.
IMG_4084
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já og svo var allt komið á fullan sving á torginu.  
IMG_4086
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og bæjarbúar létu sig ekki vanta á torgið, ef til vill hefur ilmurinn af kókói frá velunnurum tónlistarskólans dregið suma að, en þarna var selt kókó og kökur.  
IMG_4080
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þau hjá Aurea Boriales létu sitt heldur ekki eftir liggja og buðu upp á jólaglögg, hér er verið að undirbúa glöggið.  Þar var líka hægt að fá ristaðar hnetur, afskaplega gott. 
IMG_4092
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta var virkilega skemmtilegt.  

IMG_4091

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það sóttu margir í heita kókóið hjá tónlistarskólanum.

IMG_4070

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fékk líka skemmtilega uppákomu um daginn, þegar ég skoðaði undir kartöflugrasi sem hefði verið að koma sér fyrir í gróðurhúsinu mínu, engar smá kartöflur þar á ferð, sú stærsta og sú minnsta.  

IMG_4073

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún Lotta mín er líka að skoða sig um og leika sér, hún kemur gjarnan með mýs inn til að leika sér að, stundum týnir hún þeim hér inni, ekki alveg skemmtilegt, en ég held að hún finni þær alltaf aftur.

IMG_4075

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég bau svo elskulegu El Salvador fjölskyldunni minni í mat á föstudeginum, þau eru svo oft búin að bjóða okkur heim, nú síðast um daginn í papusas, sem er algjörlega frábær El Salvadorskur réttur.

IMG_4076

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég býð þeim bara í venjulegt íslenskt lambalæri með sósu og kartöflum og þau elska það.

Smile

IMG_4077

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yndislega manneskjur og orðin meiri ísfirðingar en margir aðrir.   Enda kunna þau að meta frjálsræðið og friðin hér á okkar ísakalda landi.

IMG_4079

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og þið sjáið er komin dálítill snjór hjá okkur, svona jólasnjór, sem vonandi fer ekki strax.

IMG_4094

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við systurnar fórum svo á jólahlaðborð í Edinborg, afskaplega skemmtilegt og góður matur.

IMG_4095

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar skemmti háðfugl nokkur frá Vestmannaeyjum, man ekki hvað hann heitir nema hann er Waage, og afi hans var ágætis kunningi og samstarfsmaður Ella míns, Sveinn Tómasson.

IMG_4097

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við gerðum okkur gott af matnum og skemmtum okkur vel.

IMG_4103

 

Hér er hún Heiða vinkona mín, eiginlega er hún allra vinur þessi elska, og hér er hún að taka mynd af myndarlega háðfuglinum.  

IMG_4104

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hljómsveitin Playmo lék svo fyrir dansi, við sátum alveg upp við hátalarana, svo á endanum gáfumst við upp á hávaðanum, þeir voru annars frábærir með skemmtilega dagskrá. Og fórum á rólegri stað á barnum.

IMG_4105

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar er hægt að ræða saman í rólegheitum.  

IMG_4107

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hitta gamla starfsfélaga og svona.  Tvær eldhressar.

IMG_4108

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og bara spjalla.

IMG_4109

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona eins og gengur.

IMG_4110

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Elli í góðum félagsskap með skólasystur sinni og vinkonu okkar beggja, Sædísi Ingvarsdóttur. 

IMG_4111

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já hann undir sér vel í návist flottra kvenna hann Elli minn Heart

Þetta var því alveg ágætis helgi hjá mér og mínum. 

IMG_4093

 

IMG_4110
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Veit ekki hvort það er talvan mín eða ömurleg ritvinnsla hér að það er ekki hægt að taka út myndina, fyrirgefðu Sædís mín, ég er búin að marg reyna að taka myndina út, en ekkert gengur, annað hvort þarf ég að henda færslunni og byrja upp á nýtt eða láta þetta standa svona.  En þar sem þú ert nú sætust, þá gerir það eflaust ekkerti til Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband