Ég fékk í gær upphringingu frá gömlum nágranna og vini, um að elsta og kærasta vinkona mín hefði yfirgefið þennan heim í fyrri nótt. Elsku Magndís Grímsdóttir vinkona mín er öll, og ég bara get ekki sætt mig við að hún sé farin. Þessi elskulega kona sem var mér meira en vinur, eiginlega eins og systir. Við höfum alla tíð frá barnæsku fylgst að og verið nánir vinir, þó ár skildu að, þegar við vorum að sinna eiginmönnum og börnum, þá var alltaf eins og við hefðum hist í gær, þegar okkur bar saman. Í seinni tíð þegar árin færðust yfir okkur urðum við aftur nánari. Hún fór svo skyndilega þessi elska því hún var fram á síðasta dag virk í athugasemdum bæði hér hjá mér og á Facebook.
Ég hef verið að hugsa um þessa Facebook, og fólkið sem þar er. Hvað þetta félagsform hefur gefið fólki mikið, þegar fjöll og ár skilja að, þá getur maður setið heima hjá sér og fylgst með fjölskyldunni, vinunum og kunningjum, og verið í nánu sambandi. Þetta er ómetanlegt, og svo félagslega frábært, því ég á til dæmis margar fésvinkonur, sem reyndar voru mínir vinir áður en þær flutti burt, og að finna þær svo þarna, margar sem flytja fallegar hugljúfar kveðjur og aðra sem koma með gullkorn, fólk sem annar hefði sennilega verið í félagslegri einangrun, blómstra og eru mitt í umræðunni.
En nóg um það. Við Dísa þurftum svosem ekki Fésbók né neitt annað, þvi við vorum í góðri nánd sem vinkonur og þá var margt spjallað, hlegið og upplifað.
Mér finnst eins og ég hafi misst hluta af sjálfri mér, og á ennþá erfitt með að trúa því að hún Dísa mín sé farin og svona snögglega.
Ég hef reynt að ná í skólasystkin okkar á Fésinu í dag, til að segja þeim tíðindin áður en þau fá þetta svona beint í æð, og búin að ná í nokkur þeirra. Því svo kaldhæðnislega sem það kann að hljóma, þá eru þessi skólasystkin, sem voru á skólaárunum einhver þau ósamstæðustu sem um getur, orðin afar samrýmd, og vænt um þykja og kærleikur orðin að okkar aðalsmerki.
Við Dísa unnum að "hittingum" allavega í tvö síðustu skiptin sem slíkt var, og átti reyndar að koma að næsta hittingi fljótlega.
Þess vegna langar mig til að gera þá tillögu að þegar þessi elska verður lögð til hinstu hvíldar, að við sem allra flest mætum og gerum eitthvað saman, það væri alveg í anda hennar. Sem sagt síðasti hittingur okkar með Dísu.
Þetta er bara svona hugmynd ennþá, en ég vil gjarnan fá frá ykkur athugasemdir og tillögur. Ég veit alveg að meira gæti ekki glatt þessa elskulegu vinkonu mína en að vita að við myndum hittast öll til að heiðra hana.
Elsku vinkona mín ég er eiginlega þurrausin vegna sársauka því að þú varst stór partur af mínu lífi, og við áttum svo margt sameiginlegt. Ég vil blessa þína minningu og senda þér ljós og kærleika. Sendi börnunum þínum og fjölskyldu, mínar innilegustu samúðarkveður, og barnabörnunum sem þú varst svo elsk að, sérstaklega Aldísi sem var svo oft með þér.
Hef eiginlega ekki meira að segja, því mig þrýtur orku.
Í lítillæti þínu og visku varstu öðrum fyrirmynd elskan mín, glaðlyndi þitt gaf manni alltaf góða tilfinningu, með hógværð þinni sigraðir þú hofmóðugasta mann og allt með þér var gefandi og gott.
Elsku Dísa mín þitt er dýrðarríkið þegar þú ferð héðan
Aldís og Dísa mín, hún sendi mér þessa mynd fyrir nokkru, en ég er að skrifa sögur fyrir barnabörnin mín, og Dísa las þær yfir og leiðrétti textann, þær koma við sögu í bókinni minni, svo ég vildi fá mynd af þeim saman.
Elsku hjartans vinkona mín
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessar myndir voru teknar sérstaklega fyrir mig, því ég skrifa bækur fyrir barnabörnin mín, og Dísa mín hefur lesið þær yfir og leiðrétt textan, núna á Aldís að fá að vera með í sögunni, og því voru þessar myndir teknar af gefnu tilefni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2013 kl. 20:17
Kynntist Magndísi í maí 1981 þegar ég lá á Bsp. eftir vinnuslys, krakki á 17da ári og þar var þessi elska með mér á stofu og peppaði mig upp með spjalli og glaðværð. Þessi kona er einn af þeim englum sem maður er svo lánsamur að hitta á lífsgöngunni, einn þeirra engla sem maður hitti á göngunni en sem skildi eftir sig spor í hjarta mínu. Minning hennar lifir <3
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 20:52
Já Ragnhildur mín, hún sagði mér frá ykkar kynnum, og hve ótrúlega dugeg þú varst bara 17 ára unglingur. Þú markaðir þín spor líka í hennar líf, trúðu mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2013 kl. 22:01
Mikið er sárt að lesa þessar fréttir af Dísu.Ég hef líka margs að minnast.
Samúðarhveðjur til ykkar og alls fólksins hennar.
Bestu kveðjur Erla.
Erla (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 02:58
Takk Erla mín, já við vorum góðir nágrannar á Stakkanesinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2013 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.