Hversu margir þurfa að deyja til að yfirvöld átti sig á hvar vandinn raunverulega liggur?

Það sem ég hef um þetta mál að segja, er þetta: https://www.facebook.com/asthildurcesil/posts/10202363634761387?comment_id=6611879&offset=0&total_comments=7&notif_t=share_comment

 

Er ekki komin tími til að fara að hugsa upp á nýtt um aðbúnað fanga?  Það á ekki að setja fíkla í fangelsi, það á ekki að glæpavæða fólk sem hefur ánetjast fíkniefnum.  Lögreglan hefur margt þarfara að gera en að eltast við hassneytendur, og hamprækt. 

Reynið heldur að finna þá sem fjármagna innflutning á eitrinu.  Það eru ekki burðardýrin, og ekki þeir sem neyta efnanna. 

Það þarf að lögleiða neyslu veikari efna eins og kannabis. 

Hér þarf að hugsa málin upp á nýtt og hætta að glæpavæða fólk sem hefur ánetjast fíkniefnum, þau eru fórnarlömb en ekki glæpamenn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið sammála þér Ásthildur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.11.2013 kl. 09:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ómar, já það þarf virkilega að skoða þessi mál upp á nýjan máta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2013 kl. 11:22

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef "gæslan" gæti notað sömu gleraugu við að stoppa innflutning á eiturbrasinu, sem hún notar við að hindra nauðsynlegar fiskveiðar, þá væri nú ástandið betra hjá mörgum.

En auðvitað eiga allir neytendur á Íslandi að sitja við sama borð, þegar kemur að neyslumálum. Hvítflibba-klíkan á ekki neinn einkarétt á vörum. Samkeppniseftirlitið ætti að fara í þetta þarfa neytenda-mál.

Lögleiðing veikari efna er eina lausnin. Það hefur verið sannreynt í öðrum löndum.Við þurfum ekki að finna upp hjólið í þeim efnum, frekar en öðrum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.11.2013 kl. 12:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Anna Sigríður.  Það er nefnilega ekki sama hvort um er að ræða jón á götunni með núll komma eitthvað í vasa, eða fjármagn til risainnflutnings á allskonar efnum, þá er það Séra Jón sem má ekki hrófla við. 

Og það er líka rétt það eiga allir að hafa sama rétt, og það á að refsa í samræmi við glæpinn en ekki eftir þjóðfélagsstöðu hvers og eins.  Það er mikill misbrestur þar á.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2013 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband