Blessað litla barnið af sama "sauðarhúsi" og tökuforeldrarnir.

Jæja er ekki aðeins ágætt að fara að slaka aðeins á fordómunum og æsingnum.  Ef þetta er ekki stormur í vatnsglasi þá veit ég ekki hvað.  En hefur svo sannarlega afhjúpað bæði fordóma og múgæsingu. 

Og hvað svo, það tekur yfirvöld ekki langan tíma að láta fara fram DNA próf, það sýndi sig þegar María var tekin af núverandi fjöldskyldu sinni.

Og hvað svo, hvað ætla menn að gera í málinu, fyrst hún er nú ein af þessum óhreinu, má þá ekki bara skila henni aftur heim? eða þarf ef til vill einhver Hvít fjölskylda að fá hana

Ég hef bara eitt um þetta að segja: SKAMMIST ÞIÐ YKKAR.

703739


mbl.is Segjast hafa selt Mariu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Ásthildur.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 12:46

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sæl og blessuð Ásthildur mín :)

Já það er mikill múgæsingurinn yfir þessu máli.  Mér hefur stundum fundist að kannski þyrfti einhverjar aðrar aðferðir við svokallað "Rómafólk" til að fá það til að aðlagast í þeim löndum sem það sest að tímabundið eða til langframa. 

Sala á börnum hefur viðgengist á milli þessa fólks.  Velferðarkerfissvik hafa viðgengist, mikið um þjófnaði og betl, þar sem börn eru oft notuð til að betla og jafnvel stela, eiturlyf og vopnasala  tíðkast líka hjá þeim. Það er til fullt af heimildum um þetta allt.

Þarf þetta fólk ekki bara að fara að hlýta sömu reglum og aðrir?  Eru allir búnir að gefast upp á þeim þar sem þau koma og líta þau hornauga og fyrirlíta?  Þetta er jú allt fólk og maður má ekki gleyma börnunum.  Þau alast upp við þetta. Sjáum myndina við fréttina sem þú tengdir við.  Myndum við láta það viðgangast í velferðarsamfélögum að börn gengu svona til fara og væru skítug? Látin betla? Jafnvel seld á milli manna í misjöfnum tilgangi? Það er ekki langt síðan að frakkar komu upp um mansalshring Rómafólks.  Það flutti börn á milli borga og landa til að láta þau betla. Forsprakkar Rómahópa eru oft moldríkir og margt Rómafólk er ekki fátækt.  Það hefur notað auðæfin sem það fær með svikum og prettum, og með því að nota sitt eigið fólk eins og þræla, til að kaupa sér fasteignir af flottustu gerð, m.a. í Rúmeníu.

það hefur mikið verið reynt að fá Rómafólkið til að setja börnin sín í almenna skóla.  Víða hefur það tekist að vissu marki.   Mér er alveg sama þótt fólk vilji lifa einhverju flökkulífi, en lífstíll þessa fólks er óviðunandi víðast hvar. 

Einu sinni var ég á ferðalagi á Spáni, vorum í skoðunarferð í rútu og keyrðum framhjá hvítri húsalengju sem taldi að minnsta kosti 50 hús í tveimur eða þremur lengjum. Hvert hús var með eldhúsi, stofu og herbergi. Fararstjórinn sagði okkur að þessi hús hefðu verið byggð fyrir sígauna sem komu þarna og áttu ekkert húsaskjól.  Þeim var boðið að búa þarna og hjálpað mikið.  Það var ekki liðinn mánuður, áður en öll klósett vaskar og sturtur var búið að rífa úr öllum húsum nema einu og það selt einhverjum. 

Rómafólkið kemur upprunalega frá Austur Indlandi.  Margir vilja tengja það við Rúmeníu en rúmönum er jafn illa við það og öðrum.  Mér finnst mikið til að þetta fólk séu þrælar síns eigin lífstíls og þeirra sem stjórna þeim.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.10.2013 kl. 13:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Gunnar.

Margrét, Þakka þér þitt góða innlegg,  já ég veit að þetta er alþjóðlegt vandamál.  Ekki síst vegna þess að þetta fólk er óbeizlað og vill ekki lúta almennum reglum, margir hverjir.  Ég geri mér alveg grein fyrir því.  En það sem ég er að benda á eru þessi tilfelli eins og með Maríu, hvernig haldið er á því máli, vegna þess að jú hún er illa til höfð og skítug, en ef vil vill ekki óhamingjusöm.  Það eru nefnilega til miklu verri mál, eins og bent hefur verið á, til dæmis að yfirvöld á Grikklandi hafi selt börn rómafólks, sem tekin höfðu verið af fólki til níðinga sem notuðu þau til kynlífsþrælkunar og í líffærasölur.  um það bil 200 börn voru seld á þennan máta fyrir um 500 evrur, ekki var allur heimurinn á galopnu út af því.

Vissulega þarf að gera eitthvað til að hjálpa þessu fólki að aðlagast þeim þjóðum sem þau setjast að.  En það er örugglega ekki gert með því að fyrirlíta þau og ætla þeim allt hið versta - fyrirfram.  Það gerir einungis ill verra. 

Ég hef ekki lausn á því hvernig hægt er að bregðast við, en með öllum lærdómi og sérfræðingum ætti að vera hægt að finna leið bæði til að koma þessum þjóðflokki til að vera til friðs og ekki síst að hinir fái frið fyrir þeim. 

Ég bara verð svo reið þegar ég sé svona mismunum, sem hefur svo að öllum líkindum ekki við nein rök að styðjast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2013 kl. 13:54

4 identicon

http://xaxor.com/bizarre/rich-gypsy-houses-in-romania-moldova.html

Skoðið þennann link og sjáið nýjan heim.

Fullkomlegar rétt hjá Margreti. Sígaunar vilja ekki aðlagast samfélaginu undir neinum kringumstæðum. Sígaunahöfðingi sagði eitt sinn, að kosturinn við að vera hvorki læs né skrifandi væri sá, að það er ekki hægt að þvinga þig til að skrifa upp á neina pappíra, því þú veist ekki hvað stendur í þeim.

Sígaunar eiga ekki að vera í skóla. Sígaunar eru ekki bundnir við neina skilmála í samfélaginu. En þeir eru klókir að ná í þína skattapeninga gegnum kerfið. Móðir sem eignast barn í hjólhýsi og tilkynnir fæðinguna til sveitarfélagsinns fær bætur og síðan lánar hún barnið systrum og frænkum sem búsettar eru í sitt verju sveitarfélag út um allt land.

Ég man eftir tveimur Sígauna mæðrum í Noregi sem voru lokksinns gripnar eftir 4ra eða 5 ára svik. Barnameðlags-svikin voru í ómældum milljónum noskra króna.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 14:04

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kæmi ekki á óvart þá málið reyndist nokkurnvegin svona vaxið. (þó enn séu vissulega nokkur atriði sem vantar nákvæmlega skýringar á.)

Eg er bara mest hissa á, að það skuli ekki amennt vera vitað í dag að Róma fólk getur alveg verið með ljósa húð, ljóshært og bláeygt, græneygt og allavega.

Jafnframt er með höndlun breskra fjölmiðla á þessu efni furðuleg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.10.2013 kl. 14:16

6 Smámynd: Snorri Hansson

Hver á að skammast sín?  Á íslenski  fjölmiðillinn að skammast sín fyrir að flytja fréttir sem allir á jörðinni eru að lesa um. Á ég að skammast mín fyrir að lesa þessar fréttir? Er hugsanlegt barnsrán  ekki  fréttaefni ? Á ef til vill ekki að fjalla um mannrán yfirleitt ? Eru mannrán ef til vill bara ágætis atvinna? Þar sem þarna var farið með rangt mál á þá ekki að fjalla um slík mál ?.Eru þetta bara eintómir  fordómar?  Við lesum að konur eru tældar í vændi . Er slík umfjöllun fordómar ?

Er öll umfjöllun á lífstíll rómafólks bara fordómar?  Nú vissir þú allan tíman að þetta mál var bara kjaftæði.  Gott hjá þér.  En af hverju lætur þú heiminn ekki vita af því fyrr en nú þegar því er lokið ? Hver á að skammast sín, ég eða þú ?

Snorri Hansson, 24.10.2013 kl. 14:41

7 identicon

Ég held nú að æsingurinn um þetta mál í Búlgaríu geti ekki fallið undir umfjöllun um lífstíl rómafólks. Það sem þyrfti að vera til umræðu er efnahagsástandið og almenn fátækt í Búlgaríu. Þar má kannski finna einhverjar skýringar á svona málum. Ég er sammála því að við eigum að skammast okkar fyrir að ætla að taka þetta sem umræðu um 'rómafólk' meðan misskiptingin í Evrópu er látin liggja á milli hluta.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 16:22

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Ómar Bjarki. Það er umfjöllunin sem er til skammar. 

Voðalegur æsingur er þetta í þér Snorri minn.  Auðvitað vissi ég ekki hvernig lá í málum.  Enda var ég ekki að tala um það, heldur hvernig heimurinn stóð á öndinni, af fordæmingu og látum, út af þessu máli, þegar svo miklu miklu verri mál eru látin fara fram hjá garði. 

Þeir sem eiga að skammast sín eru þeir sem tóku þátt í þessari múgæsingu og ég held að ég segi líka rasisma sem þetta mál hefur svo sannarlega sýnt í sinni ljótustu mynd.

Það er sennilega styttra í Hitlerinn í okkur en við viðjum viðurkenna. 

Sammála þér Gunnar, þú hittir nákvæmlega naglann á höfuðið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2013 kl. 17:12

9 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér, Ásthildur. Múgæsingur, móðursýki, rasismi, fordómar, sjálfsupphafning og fáfræði hafa einkennt þennan fréttaflutning. Ef dökkhærð stúlka hefði fundizt hjá ljóshærðum (arískum) foreldrum, þá hefði enginn haft minnsta áhuga og enginn hefði verið að kjafta upp um barnsrán, mansal, barnavændi og ég veit ekki hvað. Roma-fólkið er ekkert verra fyrir það að vilja lifa utan þjóðfélagsins og það skal enginn segja mér að Roma-börnin hafi það eitthvað verra en börn annarra fátækra fjölskyldna.

Fjölmiðlafólk er ekkert síður fordómafullt en aðrir. Hér er eitt atvik, sem gerðist um síðustu aldamót. Þá kom fram frétt í þýzku sorptímariti (Bild am Sonntag, minnir mig) grein, þar sem var staðhæft, að Roma-fólk í Tékklandi létu reglulega börn sín stunda vændi, a.m.k. í einum tilteknum bæ á þýzk-tékknesku landamærunum (hugsanlega Teplice). Þetta var gleypt hrátt af fjölmörgum slúðurblöðum um alla Evrópu og ómerkilegir blaðasnápar bjuggu til tíu hænur úr einni fjöður, enda voru sígaunar minnimáttar og lágu svo vel við höggi. Alls konar sögur komust á kreik, m.a. að tíu ára sígaunastelpur væru meðfram þjóðveginum að selja sig. Roma-fjölskyldur í bænum mótmæltu harðlega og sögðust ekkert þekkja til þannig atvika, en fólkinu var ekki trúað, enda allt sem þannig "untermensch" segja álitið vera lygar. Bæði þýzka og tékkneska löggan var sett í málið, sem var rannsakað. Sannleikurinn sem kom í ljós með rannsókninni var þessi:

Þýzk blaðakona heimsótti þenna landamærabæ í Tékklandi. Þar fór hún að ræða við fullorðnar vændiskonur, á þrítugsaldri. Ein þeirra nefndi, að einn kúnni hefði sagt við sig, að hann vildi fá einhverja yngri en hana. Síðan fór þessi ómerkilega, þýzka blaðakona að semja greinina, sem varð á þá leið, að Roma-fólk í bænum væru að láta börnin sín stunda vændi. Því að með því að ljúga þá gat hún selt hæstbjóðanda greinina. Þjóðverjar í hnotskurn.

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 19:20

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Pétur fyrir þitt innlegg í umræðuna, það er einmitt svo auðvelt að búa til allskonar óþverra um fólk sem liggur undir.  Hlustaði einmitt á viðtal við mann á rás 2 í dag, frá amnesi international, sem var að segja einmitt þetta, að rómafólk og fleiri slíkir þjóðflokkar væri fordæmt sem heild vegna þeirra sem fremja illvirki.  Eigum við þá ekki að dæma norðmenn fyrir að eiga mann eins og Breivík, og nú er að koma í ljós að fullt af norðmönnum eru í æfingabúðum harðlínuislamista til að berjast með hryðjuverkasammtökum.

Hann sagði líka að fyrir seinna stríðið og á tímum Hitlers hefði einmitt rómafólkið og gyðingar verið undir sama hatti og verið miskunnarlaust útrýmt í Þýskalandi á Hitlerstímanum.  

Nema gyðingar voru svo "heppnir" að Palestínumönnum var bolað burt frá sínum heimahögum til að stofna Ísraelsríki, auðvitað ætti að stofna Rómaríki, bara spurning um hvaða þjóð ætti að bola burt til að koma þeim fyrir.

Ég er að tala um fordóma, kemur líka upp í hugan indíjánar í Ameríku og víðar. 

Lengi vel voru sögurnar allar á einn veg, indíjánar voru illmenninn sem húðflettu og drápu vesalings hvíta fólkið, þegar sagan sýnir svo að það var einmitt á hinn veginn.  Búar í Ástralíu, þar sem hundruð barna voru tekin af fólki og sett í fóstur til hvíta fólksins til að útrýma þeim og lífsháttum þeirra.

Sagan er full af svona viðbjóði, og alltaf er talað um eðal hvíta stofninn og svo hina.  Eg verð bara svo reið og leið að hugsa um þetta. 

Af hverju skiptir húðlitur máli?  Af hverju skiptir máli hvaðan þú kemur, eða hvernig þú ert í útliti.  Við erum bara fólk, sumt gott annað vont og aðrir það á milli. 

Við þurfum að fara að dæma fólk eftir upplagi og hjartagæsku en ekki uppruna eða húðlit. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2013 kl. 20:27

11 identicon

Ásthildur - Það er þetta með "norsku" islamistana í æfingabúðum harðlínuislamista.

Í fyrsta lagi, þá eru þeir þegar að berjast í Sýrlandi með bræðrum sínum frá Danmörku, Svíþjóð og ég yrði ekki hissa þótt einhver væri frá Íslandi,(því hér er þegar nmóg af harðlínu-múslimum). Það er staðfest að það eru að minsta kosti yfir 30 islamistar frá Svíþjóð og þegar búiða að drepa nokkra. Þeir berjast fyrir islamisku ríki og sharialögum og vestrænir fjölmiðlar styðja þá!

Þetta eru ekki Norðmenn eða norðurlandabúar yfir höfuð. Þetta eru arabar og sómalíumenn og allir upp til hópa islamistar og lífshættulegir umhvefi sínu vegna ranghugmynda.

Taimour Abdulwahab al-Abdaly frá Svíþjóð var einn af þessum islamisku sjúklingum, en svíar eru búnir að gleyma honum, því hann náði ekki að drepa neina svía við sjálfsmorðið í Stokkhólmi 2006.

Ef þú vilt dæma fólk eftir upplagi og hjartagæsku, þá skalltu horfa í aðra átt!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 21:29

12 identicon

Varðandi Búlgaríu, þá var ég staddur það á tímum kalda stríðsins. Ég tók eftir því, að sígaunar unnu öll lélegustu störfin (götusópun) og bjuggu í lélegustu hreysunum. Ég álít, að það hafi verið betra Maríu litlu að alast upp hjá Roma-fólkinu í Grikklandi, fyrst mamma þeirra gat ekki séð fyrir henni, en að lenda á einhverri uppeldisstofnun í Búlgaríu. Það væru hræðileg örlög eins og dæmin sýna. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 22:09

13 identicon

Það leka út úr öllum vitum fordómarnir og viljinn til að gera þeim sem þeim þóknast illt.

Anna María Sverrisdottir (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 22:34

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Valdimar minn Þetta fólk hefur hlotið blessun og leyfi til að búa í Noregi, svo þetta er raunverulegt vandamál, sem ekki er hægt að sjá fyrir hvernig endar, en við getum bara ekki sorterað út fólk sem er heiðarlegt og þá sem eru útsettir fyrir að "bjarga heiminum", því miður á þetta ekki bara við um islam,heldur líka fólk innan annara trúarbragða því miður. Ég mun aldrei líta í aðra átt, en taka opnum örmum þeim sem til mín leita, því ég hef trú á manneskjunni ennþá, hvað svo sem verður þegar allt fer í kalda kol.

Pétur þarna er ég sammála þér, þegar fólki er ekki treyst, né þeim sköpuð sæmileg lífsskilyrði, Þá brestur eitthvað, við við viljum öll fá að vita að okkur sé treyst og að við eigum tækifæri, þegar allt slíkt þrýtur þá ríkir vonleysið allt og þá er líka fjandin laus.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2013 kl. 22:56

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eitthvað er nú skrítið við þetta eins og svo margt annað sem gerist í hinum grimma heimi. Ekki gátu hjúin sem voru með barnið komið sér saman um hvaða sögu ætti að segja lögreglu hvernig barnið komst undir hendur þess.

Líklegt þykir að barnið hafi verið selt fyrir mat ef eða kanski dópi ef eitthvað er hægt að trúa því sem við lesum og síðan hvenær eru barnasölur leifilegar og finnst þér Ásthildur ekkert rangt við að börn gangi sölum og kaupum?

Nei það er sama hvort barnið var af rómafólki komið eða bara íslenzkri hvítri fjölskyldu komið, það á alltaf að taka alvarlegum höndum á barnasölu og ránum. Ég mintist á það í athugasemd við fyrri pistil þinn Áshildur að ef um barnasölu væri um að ræða þá væri það ennþá verra en barnarán.

Svo kemur upp spurning hvar eru þessi 10 börn sem þessi hjú áttu að sjá um, en gátu ekki tjáð lögreglu hvar þau væru?

Kanski að þau hafi verið seld?

En ef þetta er orðið íslenzkt norm að lýsa ánægju sinni yfir barnasölu, þá skammast ég mín að vera íslendingur.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 25.10.2013 kl. 11:36

16 identicon

Jóhann, þú sérð allt í svörtu og hvítu. Það hefur enginn sagt að það sé í lagi að selja börnin sín, en af tvennu illu er það betra að börnin alist upp hjá annarri fjölskyldu en að börnin deyi úr næringarskorti. Það verður alltaf að hugsa um velferð barnanna fyrst og fremst. Það gera yfirvöld aldrei nokkurn tíma, hvorki í Búlgaríu né á Íslandi.

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 13:15

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það hefur ekkert komið fram ennþá staðfest um að barnið hafi verið selt. Búlgarska konan neitar því. Þetta er bara enn óljóst og eftir eiga koma fram nokkur atriði sem eru algjörlega staðfest.

Vandamálið við upplegg fjölmiðla í fyrstu var einmitt - að það var ekkert staðfest. Þetta voru mikið til getgátur.

En framsetning fjölmiðlanna var á þann hátt að innifól alsherjar fordæmingu gagnvart ákveðnum hópi. Málið fékk mikla umfjöllun og hafði mikil áhrif augljóslega á fjölda fólks.

Með þessu innprentuðu fjölmiðlar fordómum og vöktu upp hatur gagnvart ákveðnum hópi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.10.2013 kl. 13:30

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Ómar. 

Einmitt Pétur það sem er verið að ræða um er að málið er blásið upp á hæpnum forsendum, sem er óþolandi.

Jóhann, hvar lest þú að verið sé að lýsa yfir ánægju með sölu barna?  Það er voðalegla erfitt að rökræða við fólk sem fer út og suður í umræðunni, leggur fólki orð í munn og ætlar því allt það versta bara til að fegra eigin málstað. 

Enda ert þú einmitt dæmigerður íslendingur að því leiti að þú takmarkar umræðuna við sjálfan þig, í stað þess að opna á það að aðrir geti haft eitthvað til síns máls. Þess vegna er umræðan hér á landi svo oft í þrasi og vitleysu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2013 kl. 13:48

19 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Pétur oft er það nú að það kemur fyrir að farið er úr öskuni í eldin, so to speak. Það segir í frétt Sky News að barnið hafi funist í squalid condition ( squalid; foul and repulsive, as from lack of care and cleanliness, neglected and filthy.), ekki er það velferð barnis fyrir beztu, þegar verið var að leita að vopnum og dópi..

Ásthildur, mér finnst ekkert hafa verið blásið upp í þessari frétt; það þótti vel lílegt að barnið var ekki hjá foreldrum sínum og það var sannað með DNA prufum.

Sögur þeir sem voru með barnið komu ekki heim og saman hjá þeim og þau voru að breyta þeim aftur og aftur.

Það áttu að vera 14 börn undir þeirra væng so to speak, en þau gátu ekki sgat lögreglu hvar 10 af börnunum voru.

Mér finnst alveg sjálfsagt að ransalka það hvort hér hafi verið um barnarán eð sem er ennþá verra barnasölu og kaup.

En æsingurinn var ekki hjá þeim sem skrifaði fréttina og þeim sem skrifuðu á öndverðum meiði við firsta pistil Ásthildar, heldur var æsingurinn hjá þeim sem settu rasistastimpilinn í gang.

Ég hef ekki séð neina vanþóknun af barnasölu, kaupum og ránum hjá sumum sem hafa skrifað athugasemdir bæði hér og fyrri pistli þínum um þetta leiðindar mál, það er oft sagt að þögn er sama og samþykki.

Ef fólk mælir eða skrifar ekki á móti barnasölu, kaupum og ránum þá er eitthvað orðið að í þjóðfélaginu.

Ég ættla að vona að það sé skilið að þetta eru mínar skoðanir á málinu en ekki Ásthildar eða Péturs og ef það er yfirleitt skoðanir þess sem skrifar sem fólk les nema að annað sé tekið fram.

Ég er viss um að allflestir ef ekki allir sem skrifa eitthvað séu að nota sínar skoðanir hveort sem þeir eru innlendir eða erlendir og ef það er nóg til að verða dæmigerður íslendingur, þá verður það vízt svo að vera.

Góða helgi Ásthildur mín.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 25.10.2013 kl. 16:01

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já góða helgi til þín líka Jóhann minn.  Nú hefur komið í ljós að telpan er raunverulega dóttir búlgarskra hjóna, sem eiga átta börn fyrir, þau segjast ekki hafa selt stúlkuna heldur skilið hana eftir hjá parinu sem um ræðir. 

Þannig að öll þessi umræða var stormur í vatnsglasi.  Ég held að stjórnvöld í Grikklandi ættu frekar að einbeita sér að því að finna börnin sem stofnun á vegum ríkisins, seldi um 200 stykki til glæpamanna sem notuðu þau í líffæraflutninga og vændi.  Það væri nær að þeir einbeittu sér að því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2013 kl. 18:24

21 identicon

Upphafið gleymist - það var verið að leita að vopnum og eiturlyfjum.

Það er nefnilega ein hliðin í viðbót á Zígaunum.

Gaman að geta þessi í framhjáhlaupi, að zígaunar koma til Skandinavíu upp úr 1500 og enn vita menn ekki hversu margir þeir eru t.d. í Svíþjóð. Þar eru þeir taldir á bilinu frá 50.000 til 100.000.

Það er erfitt að halda reiður á þessu fólki, þótt ekki sé meira sagt.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 19:51

22 identicon

Sammála Ásthildi

Ég fyrirlit alla sem reyna að réttlæta mannréttindabrót. Ég sé að sömu roksemdir sem er notaðir gegn múslimar á islandi er nótuð gegn romafólkið. Þið á að skammast ykkar. Ef rómafólkið eru þjófar þá er til hvitur krimmi sem kaupir frá þeim. Griksk og irsk ýfirvöld á að skammast sín og alla þá sem réttlæta þeirra ómannesklegar árasir á saklaust fólk

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 20:40

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þitt innlegg Salmann, já fordómarnir liggja víða, og oft er fólk ekki einu sinni meðvitað um þá hjá sjálfum sér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2013 kl. 23:15

24 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki ættlaði ég að svara athugsemd þinni til mín Ásthildur, en ég held að það gleymist hvernig þetta gekk fyrir sig og í hvernig ástandi littla stúlkan fannst.

Þegar hjúin sem voru með stúlkuna gátu ekki komið með sömu sögu hvernig littla stúlkan kom til þeirra. þá er sjálfsagt að ransaka hvernig það gerðist og þar var ég á öndverðum meiði við þig. Þú byrjaðir á að nota rasistastimpilin strax í fyrri pistlinum og ég gat ekki lesið neina samúð með littlu stúlkuni og í því ástandi sem hún fannst, þess vegna varð ég að setja inn athugasemd frá mínum sjónahóli og hvað mér fannst að væri aðal málið í fréttini..

Hvar eru 10 börn sem áttu að vera í umsjón þessara göfugra og ástúðlegra hjóna? Samkvæmt fréttini þá þá áttu að vera 14 börn í umsjá hjúana talið með littlu stúlkuni og það fundust 4 börn að stúlkuni meðtaldri.

Það sem ég var að benda þér á að samúð mín var með littlu stúlkuni og er ennþá. Mér er nákvæmlega sama hvort hjúin sem voru með littlu stúlkuna voru íslendingar, sádiarabar, indvejar, þjóðverjar, egyptar, mexikanar, ameríkanar eða rómanfólk frá búlgaríu. Það er illa farið með þessa littlu stúlku og kæmi mér ekki að óvart að littla stúlkan var gefin (seld) fyrir einn skammt af heróíni eða einhverju þvíumlíku, en við fáum aldrei að vita sannleikan um það.

Ég læt þetta nægja um þennan pistil hjá þér Áshildur mín og kveðja mín til þín um góða helgi stendur ennþá og ég vona að þú skiljir frá hvaða sjónarhóli ég skrifaði mínar athugasemdir.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 26.10.2013 kl. 02:00

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlegg þitt, Jóhann, ég held aftur á móti að það hafi ekki verið illa farið með stúlkuna.  Hún virðist allavega hafa farið á annað heimili sem gat þó verið henni betra en þaðan sem hún kom.  Því það er miklu meiri fátækt í Búlgaríu en í Grikklandi þrátt fyrir allt.

Annars var ég ekkert að ræða beint ástand þessa máls, heldur að vekja athygli á því hvernig fólki er mismunað eftir því hvaðan á jarðkúlunni það kemur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2013 kl. 22:20

26 identicon

http://avpixlat.info/2013/10/27/islamister-hotar-valarbetare-och-motarbetar-demokratin/#more-74701

Tamimi - okkar maður sagði -ekki þinn maður- "Þú sérð flísina í auga náungans en ekki bjálkann í þínu eigin auga.

Farðu inn á þennann link og sjáðu hvernig þið vinnið gegn eigin fólki og lýðræðinu allstaðar á jarðríki.

Hverjir eru að réttlæta og vinna að mannréttindabrotum þarna?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 17:05

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Umræðan hér var um Rómafólk og mismunun á áherslum á því hvort um væri að ræða hvítt fólk eða litað.  Islam hefur ekkert að gera með það sem ég var að segja.  Ég skil ekki þessa tilvitnun Valdimar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2013 kl. 20:52

28 identicon

Ásthildur - Tamimi var að benda á að SÖMU RÖKSEMDIR væru notaðar um múslima og rómafólk á Íslandi, sem að sjálfsögðu er rangt, en það er allt í lagi að benda á kaldar staðreyndir og skiptir þá engu máli hver á í hlut. Sígaunar, sem kalla sig sjálfir sígauna en ekki romafólk, eru þjófkenndir og óábyggilegir hvar sem þeir eru, en múslimar fá á sig ádeilur fyrir ólýðræðislegan hugsunarhátt og óbeit á vestræni menningu. Það snýst linkurinn frá Danmörku um. Tvær ólíkar ástæður, sem ég vildi að kæmi fram.

Þetta vildi ég aðeins benda á. Kaldar staðreyndir, sem fólk þorir ekki að tala um vegna rasistastimpilsinns.

Kv.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband