Hvað ef?

Hlustaði á hrollvekjandi samtal, eða eiginlega einræðu manns að nafni Axel Pétur Axelsson.  Oft hefur verið talað up spillingu og mafíur hér á landi.  Oft hefur maður heyrt talað um að auðmenn ráði hér lögum og lofum, nú eða ráðuneytisstjórar og kerfiskarlar allskonar. 

Hvað ef við leyfum okkur að íhuga það smástund.  Hvað ef spillingin er miklu meiri en okkur hefur órað fyrir?  Hvað ef hér eru menn sem ganga alla leið til að halda völdum?  Hvað ef fjórflokkurinn er ekkert annað en hagsmunagæslufélög til að halda völdum?  Það er að svonefndur fjórflokkur sé ein heild, sem stendur saman um að halda fávísum almenningi frá því að fá ítök?

Ég er ekki að segja að þetta sé svona, og á eiginlega bágt með að trúa að þetta geti verið einhver raunveruleiki. En ég er með þeim ósköpum gerð að ég útiloka ekki neitt.  Því allt getur gerst undir sólinni. 

Samt, það eru þessi orð sem hríslast um mig  eftir að hafa hlustað á orðræðuna.  Hvað ef?

Það er nefnilega sumt sem hljómar einmitt þannig ef við gefum huganum lausan tauminn.  Allar reglurnar sem halda nýjum framboðum utan alþingis.  Allar milljónirnar sem greiddar eru frá ríki í kosningasjóði fjórflokksins, meira eftir því sem fleiri eru skráðir félagar.  Og greiðslur auðmanna til þeirra stjórnmálaflokka sem mesta möguleika hafa á að viðhalda þessu þjóðfélagi eins og þeim líkar best.

Hvernig nýjir þingmenn koðna alltaf niður í að fylgja flokknum, eða beygja sig undir vilja þeirra sem ráða.

Hvernig markvist er unnið að því að niðurlægja og sverta þá þingmenn sem hugsa meira um hag almennings en eigin upphefð.  

Hvernig um 85% þjóðarinnar kýs yfir sig aftur og aftur sama fólkið, en segir þó í skoðanakönnunum að það treysti ekki því sama fólki, eða eftir því sem ég best veit þá nýtur alþingi einungis trausts 10% þjóðarinnar. Erum við svona skyniskroppinn, eða er eitthvað til í því sem Axel ber hér á borð fyrir okkur. 

Hlustið á hvað hann hefur að segja og spáið sjálf í það sem hann ber fram. 

Ég tek fram að ég tók nokkrum sinnum andköf, bara við tilhugsunina hvort þetta sé virkilega svona.  En við getum hvorki sannað né afsannað það.  Þetta er bara spurning um hverju við viljum trúa, hvað við viljum meðtaka, og hvað útiloka. 

En hér er Axel Pétur Axelsson gjörið svo vel.  http://www.youtube.com/watch?v=Ly-tQUUKQUs

 

Annars er fallegur dagur hér á Ísafirði núna, og hefur verið svo undanfarna daga, sól og blíða, sem er gott fyrir sálina. 

Eigið góðan dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Mikid naer hann ad komast ad sannleikanum tharna en eina sem eg er osammala er hvada kosti hann kys Pirata eda bjort framtid eg hef ekkert alit a BF eda best fyrir en mitt val var a milli Pirata og flokkurinn sem Bjarni bosali og fyrverandi thingmadur er i

Magnús Ágústsson, 18.10.2013 kl. 14:26

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það virðist vera alveg sama hvern Andskotans Pólitíkus stjórnar Landinu og ég hef þá miklu trú að það séu Gull Mafíósar sem ráða bak við Tjöldin.þeir eru vart sestir í Ráðherrastólana þegar öll gífuryrði fyrir Kosningar eru fokin út í tóm svik.Markvist er stefnt að því að Auðmaðurinn hafi það best....

Sól í Eyjum og Logn...

Vilhjálmur Stefánsson, 18.10.2013 kl. 15:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sannleikskorn er alveg örugglega í þessu drengir mínir, en Magnús hann talaði um Dögun og Pírata, en ekki BF. fyrir mér eru þeir sama sullið og allir hinir, þ.e. BF:

Takk fyrir innlitið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2013 kl. 15:41

4 identicon

Horfðu á þessa mynd...sýnir vel stóru myndina...er að gerast alls staðar..líka á Íslandi.

Www.thrivemovement.com

Katrin (IP-tala skráð) 18.10.2013 kl. 20:25

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Katrín takk fyrir þennan link.  Já við þurfum svolítið að fara að hugsa hlutina upp á nýtt að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2013 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband