Er stjórnarskráin okkar bara plagg til að túlka út og suður eftir behag stjórvalda?

Svona þegar ég er að spá og spekulera í mínum málum, þá vakna upp margar spurningar um lögfræðileg álitamál.

Ég hef skilið stjórnarskrá Íslands þannig að það séu æðstu lög landsins, og að ef sett eru lög sem brjóta í bág við stjórnarskrá, þá er það stjórnarskráin sem stendur.

Nú stendur í stjórnarskrá Íslands

 

  71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.]1)
   1)L. 97/1995, 9. gr.

Hér er greinin sem snýr að mér:
72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Ég hef orðið vör við að löglærðir menn túlka þetta ákvæði misvísandi, sumir segja að fullt verð þýði samskonar eign í samskonar umhverfi, aðrir segja að " skilningurinn sé ekki þannig heldur að þar eigi að koma til matsverð, annað hvort brunabótamat eða önnur slík".

Fyrir mér hlýtur það að vera samkvæmt orðanna hljóðan í þessu æðsta lagaumhverfi okkar, sem á að vera öllu æðra að fullt verð sé þannig að maður geti byggt sér samskonar hús, í sambærilegu umhverfi. Og að þó einhver lög hafi verið samþykkt um að Ofanflóðasjóður og ofanflóðanefnd geti túlkað þetta öðruvísi, þá einfaldlegal nái það ekki að hnekkja því sem stendur skýrt í stjórnarskrá Íslands.

Einnig finnst mér skrýtið að menn þurfi ekki að sanna það að það sé almannaþörf að taka húsið mitt, þar sem enginn byggð er í kring um það, önnur en það hús sem á að fara svipað með. Hvar er þá sú almannaþörf? Mér er sagt að þetta sé til verndar okkur íbúum landsins. En þarf ekki að skilgreina þá þörf og hvort hún er á rökum reist. Getur eitthvað "apparat" innan stjórnsýslunnar tekið sér það almannavald að skilgreina þetta sjálfT?

Nú sé ég á skattheimtuseðli mínum að ég er að borga skatt í Ofanflóðasjóð.

Þá vaknar líka spurningin, er þessi skattur lagður á um allt land, líka á suðurlandi þar sem nánast eru sárafá fjöll sem geta valdið snjóflóðum. Eða eru þeir krafnir um skatt vegna eldgosa, ofsaveðurs eða slíks. Og hver heldur utan um þennan opinbera sjóð, í hvers höndum er hann og hverjar eru reglurnar um úthlutun úr honum? Hver er það sem ræður hvað hlíðar smáþorpa og sveitafélaga eru eyðilögð án þess að unnið hafi verið hættumát á því að slíta fjallsrætur þvert fyrir ofan bæi. Ég hef heyrt sagt að hús séu að skríða fram á Siglufirði, vissulega skríða hús fram allstaðar í hlíðum, en yfirleitt hægt og rélega, en að slík skering auki hraðann á slíku framskriði.

Eða er stjórnarskráin bara eitthvert plagg, sem er notað þegar það hentar stjórnvöldum, eins og að bera hana fyrir sig um að ekki sé hægt að fresta útburði almennings, því stjórnarskráin leyfi það ekki.

Ég vil fá svör við þessu, en veit ekki hvert ég á að leita, eða er það bara þannig að við almúgi landsins séum toguð á hárinu sundur og saman, að vilja þeirra sem við höfum kosið til að hafa framtíð okkar að leiðarljósi, en gleyma því jafnóðum og þeir eru sestir við kjötkatlana og nota sé allt kerfið til að halda okkur niðri?

Spyr sú sem ekki veit. En það er alveg ljóst að þetta fólk er í vinnu hjá okkur, og að við eigum að eiga fullt aðgengi að verkferlum þeirra, eigum að geta rekið það eða ráðið, og alveg örugglega eigum við að fá að vita í hvað skattpeningar okkar fara. Eins og tildæmid þennan ofanflóðasjóð. Ég hef heyrt af fólki sem hefur verið að reyna að leita réttar sína við þá stofnun, en þar vísar hver á annan og enginn virðist vera í sjómáli sem er ábyrgur eða getur svarað fyrir þetta "apparat".

1393553_10200826345077016_132168206_n

Ef einhver þarna úti hefur einhver svör við þessu, væri kærkomið að heyra þau.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mbl menn viliði gjöra svo vel að laga þetta.  Það er óþolandi að þurfa að skrolla niður fleiri tommur til að sjá fyrir endan á færslunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2013 kl. 18:41

2 Smámynd: Björn Emilsson

Ég hvet alla heiðvirða íslendinga til að styðja við bakið á þeirri sómakonu Ásthildi Cecil og fjölskyldu hennar í baráttu hennar við ill öfl.

Björn Emilsson, 13.10.2013 kl. 23:59

3 identicon

Allir húseigendur greiða viðlagatryggingargjald og gjald í ofanflóðasjóð.

Sjá > http://www.island.is/buseta/eigid-husnaedi/fasteignagjold-tryggingar/

Karl J. (IP-tala skráð) 14.10.2013 kl. 01:28

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk innilega fyrir þitt innlegg Björn minn, það er gott að finna samstöðu. 

Karl. þakka þér þessar upplýsingar.  Er hægt að fá upplýsingar um stjórnina og hverjir sitja þar?  Hvernig verklagsreglum er háttað og svo framvegis.  Í mínum augum er þetta ennþá óþekkt "apparat".  Undir hvaða ráðuneyti til dæmis fer þessi skattheimta, og hverjir sá um að halda utan um sjóðinn.  Eigum við ekki rétt á að vita meira um hvernig þessu er háttað, þar sem þetta er opinber skattur á okkur öll?

Segi þetta af gefnu tilefni þar sem mér var tjáð að það væri erfitt að ná í forsvarsmenn þarna, og vísaði hver á annan.  Mér finnst heimilisfangið "Skuggasund" svona lýsandi fyrir þessa stofnun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2013 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband