11.10.2013 | 14:31
Sögur og ævintýri.
Skemmtileg frétt fyrir mig birtist nú fyrir nokkrum dögum. En það var fréttin um að Peter Higgs og Francois Englert hefðu uppgötvað Higgs Bóseindina.
Málið er að núna undanfarin ár hef ég skrifað ævintýrasögur fyrir barnabörnin mín, þar sem þau eru orðin svo mörg, og dýrt að kaupa svo margar gjafir.
Þetta byrjaði eiginlega 2007, þegar ég ákvað að skrifa litla sögu fyrir hvert barn, ævintýrin voru um þau sjálf, þar sem þau leistu mál, eða börðust hetjulega, til dæmis Júlíana og Dularfulla kattarhvarfið, Kristján Logi og Kajakræðarinn og svo framvegis. Það kom mér eiginlega á óvart að þau voru öll hæstánægð með gjafirnar sínar.
Árið eftir ákvað ég svo að semja sögu þar sem þau öll myndu taka þátt, það var frekar mikið verk að semsja um hvert og eitt.
Sú saga heitir Ævintýrið um Loðfílsungana, þar sem loðfílsungar eru klónaðir í Síberíu, en óvinveittar geimverur eru á móti þessu atferli, og reyna að finna ungana til að eyða þeim. Þá kemur í hlut barnanna að bjarga ungunum.
Bókin vakti mikla lukku, svo ég fann að ég var á réttri leið.
Seinna var í fréttum að það var raunverulega verið að reyna að klóna loðfíl í Síberiu. Ég var reyndar búin að sjá gamlar fréttir af fyrri tilraun.
Saga nr. 2 kom svo jólin á eftir.
Hún heitir Ævintýri í Huldulandi.
Hún segir frá huldulandi, þar sem inngangurinn í það land er í garðskálanum í kúlunni. Illvættir eru að ráðast á blómálfa og aðrar hulduverur svo börnin verða að fara og bjarga málunum.
Gaggalaggáland og börnin í kúlu er sagan um land sem er undir haffletinum. Byrjaði með því að eitt barnabarnið Evíta Cesil fór að dvelja lengi á sérstökum stað í Samkaupum, sagði að þar væri vinir sínir, hún nafngreindi sum þeirra, eins og einn sem heitir Gaggalaggá, og vinir hans. Ég fór svo og tékkaði á þessum staðk, með skyggnri vinkonu minni og við vorum sammála um að þarna væri eitthvað skemmtilegt á ferðinni, ég gerði mér líka í hugarlund útlit þessa fólks, sem var minna en við og eiginlega líkastir hobbitum.
Hér eru teikningar af þeim. Gaggalaggáland er eyja undir sjónum, þar sem lifa tveir ættbálkar, annar góður og friðsamur, hinu megin voru þeir sem ekki voru eins góðir, flestir þeirra, og kóngur sem var gráðugur og illur, hann réðist inn í Gaggalaggáland, sú þjóð var kölluð Naggar, eða naðurtungur og líktust meira nöðrum en mönnum. Og auðvitað komu börnin til bjargar.
Hér er mynd af nagga, eða naðurtungu, sumir þeirra eru reyndar góðir, því ekki skal dæma eftir útlitinu.
Saga númer fjögur, heitir Barátta Blómálfanna.
Þar segir frá verum sem lifa í garðinum hjá ömmu í kúlu, smáverur svo sem blómálfar, grasálfar og ýmiskonar smáverur. En þar leynast líka óvinir, því álfar sem lifa á illgresisplöntum eru álíka illir og jurtirnar sem þeir þrífast á, og reyna að kúga ljósverurnar.
Þar þurfa krakkarnir að smækka niður í grasrótina til að vinna bug á hinum illu verum.
Hér má sjá álfadrottnngu, forsíðan er teiknuð af einu barnabarninu mínu Sóley Ebbu, sem er afar flinkur teiknari.
En í fyrra kom svo út bókin Ævintýrið um Bóseindina, þar sem verið er að gera rannsóknir í Cern í Sviss, og geimverur hafa áhyggjur af því að mennirnir geti á einhvern hátt fangað þessa smæstu eind í heiminum, sem er þó sú allra öflugasta. Þeir segja að mannskepnan sé ekki orðin nógu þroskuð til að höndla þá vitneskju.
Sem verður til þess að börnin fara til Sviss til að eyðileggja tilraunina.
Hér eru svo unglingarnir utan úr geimnum sem aðstoða börnin við að bjarga heiminum frá misvitrum mönnum. Þau Ayling og Molyden. Þessi mynd er líka teiknuð af Sóley Ebbu og hún mun líka teikna myndina á forsíðu næstu bókar.
Það var því gaman að heyra að þessir tveir vísindamenn skyldu fá Nóbelsverðlaunin í ár.
Næsta saga er að verða tilbúin, en það er ekki hægt að segja frá henni, þar sem börnin bíða spennt eftir að fá hana í jólagjöf. Þessar elskur mínar.
Þetta eru orðin nú 24 krakkar, og því frekar mikið púsl að láta þau öll vera hetjur, en ég hafði skemmtilega reynslu frá Málefnunum, þar sem ég samdi fimmtudagssögur um málverja, þá bauð ég öllum sem vildu vera með að melda sig inn, og þau fengu oft að ráða hvernig karakter eða örlög þau hlytu, þetta var auðvitað til gamans gert, en var skemmtilegt, og þetta hefur hjálpar mér í sögunum um barnabörnin og ömmu í kúlunni.
Svo ef einhver hefur áhuga á ódýrum en skemmtilegum barnabókum, þá er allt í lagi að hafa samband, þetta eru líka þroskandi sögur um það sem skiptir máli í lífinu.
En það verður austurlenskur bragur á næsta ævintýri, segi ekki meir.
Tvær Ásthildar Cesiljar að semja sögu.
Eigið annars góðan dag elskurnar, þessi dagur er fallegur, sólin komin fram og það er hlýtt, lognið er samt eitthvað að flýta sér, en það gerir bara ekkert til. Er farin upp á lóð að vinna með blómálfunum að yfirvetra blómin mín.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlakka til að lesa næstu, því eins og vera ber um barnabækur eru þínar líka skemmtilegar fyrir fullorðna
Dísa (IP-tala skráð) 11.10.2013 kl. 19:33
Takk Dísa mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.10.2013 kl. 20:34
Held Dísa mín að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum, en það kemur í ljós. Ég er bara mjög sátt við söguna mína, og held að börnin muni hafa ánægju af henni líka, vona það alla vega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2013 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.