Stríðshanska kastað í landsbyggðina..... og hvað svo?

Þá veit maður það, það á á leggja niður Reykjavíkurflugvöll, yfirlýst stefna skipulagsnefndar Reykjavíkur.  Þessu er dengt yfir mann, eins og ekkert sé.  Tímasett nákvæmlega hvenær á að leggja niður lið fyrir lið.  Enginn viðbrögð hafa orðið við þessum tíðindum, og finnst mér það merkilegt.  Eða heldur fólk virkilega að þetta sé bara sona út í loftið?

Ef til vill er þessi árás á landsbyggðinga ákvörðun vegna þess að Hanna Birna er orðin innanríkistáðherra, svo menn ætla að nú sé lag að knésetja þá sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.

Í fyrsta lagi þá tel ég að það sé ekki í verkahring borgarinnar að leggja af aðalflutningsleið landsbyggðarinnar á höfuðborgarsvæðið.  Það á eftir að samþykkja til dæmis þessa "sölu" á landinu frá ríkinu.  Og ég efa það að Hanna Birna geti ráðið því ein hvort svo verði. 

Í öðru lagi mun þetta smám saman leiða til þess að Reykjavík missir forræði sitt sem höfuðborg.  Ef innanlandsflugið færist til Keflavíkur, mun það kalla á alla þá þjónustu þar sem Reykjavík hefur nú við við landsbyggðarfólk.  Þ.e. flestar þjónustumiðstöðvar stjórnsýslu, heilsugæslu og bráðasjúkrahús.

Þar með hafa þeir sem þurfa á þjónustu að halda í höfuborginni smátt og smátt leita til Keflavíkur í þá þjónstu sem þeir þurfa, sem verður svo til þess að í fyrstunni verða opnuð útibú, og síðan færast aðalstöðvarnar þangað sem flestir þurfa að njóta þeirra, til Keflavíkur.  Svo verður að segjast að þá er hægt að fara beint þaðan til allra átta erlendis, viðkoma í Reykjavík verður óþörf.

Svo er nú það, og hverjir eiga svo að búa í öllum þessum þúsunda íbúða sem byggja á í Vatnsmýrinni?  Hvað eru margar íbúðir núna á lausu í Reykjavík, og hversu margar á mismunandi byggingarstigi?

Síðast en ekki síst, ef Vatnsmýrin verður þurrkuð upp, hvaðan kemur þá vatn í tjörnina?

Það gæti nefnilega farið svo að Reykjavík missti ekki bara túrista og landsbyggðaviðkomu, heldur myndu þeir að öllum líkindum missa tjörnina líka, og sitja uppi með óseldar íbúðir í þúsundatali.

Allavega meðan stjórnvöld eru að senda heilu flugvélarnar burtu af fólki sem vill setjast hér að. 

Eins og ég hef margsagt mér er alveg sama þó flugið fari til Keflavíkur að því skiptu að hún verði höfuðstaður landsins.  Ef öll sú aðstaða sem landsmenn þurfa að sækja í höfuðborgina væri komin til Keflavíkur, þá er enginn spurning um að það er einmitt það sem mun gerast jafnvel þó það sé ekki meiningin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Óttalega hljómar þetta nú örvæntingarfullt. Heldur þú virkilega að þess verði ekki gætt að tjörnin skaðist ekki ? Þó flugvöllurinn fari er ekki þar með sagt að nauðsynlegt sé að fylla upp í hvern einasta græna blett í Vatnsmýrinni.

Það vantar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, staðan á leigumarkaði segir allt sem segja þarf enda hefur nánast ekkert verið byggt frá hruni.

Þessi flugvöllur er nánast eingöngu notaður af landsbyggðarfólki, gott og vel, það þarf að fljúga suður af og til eða telur sig þurfa þess. En það er algjör óþarfi að hafa þennan flugvöll nánast í miðborg höfuðborgarinnar til langframa. Það sem mér finnst helst að þessu er að þetta tekur alltof langan tíma. Loka þessu bara strax og flytja innanlandsflugið til Keflavíkur þar til annar flugvöllur verður byggður.

Óskar, 29.5.2013 kl. 20:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Örvæntingafullt? og sei sei nei, bara staðreynd.  Hvaðan á vatnabúskapur tjarnarinnar að koma þegar Vatnsmýrin verður þurrkuð upp til að byggja þessar þúsundir íbúða, verslana og þjónustumiðstöðva?

Staðan á leigumarkaðnum er þannig að það er nóg húsnæðí, málið er að það er of dýrt til leigu, og þeir sem eiga íbúðirnar, m.a. íbúðalánasjóður og bankarnir vilja ekki leigja of ódýrt.  Það er nóg húsrými, bara spurning um verð.

Þessi flugvöllur er notaður bæði af aðkomufólki og reykvíkingum, því flæðíð er í báðar áttir.  þannir er það bara. 

Og verði ykkur að góðu að flæma innanlandsflugið til Keflavíkur, það mun enda með því að Keflavík verður gerð að höfuðborg landsins, og ef til vill bara gott máll, því straumurinn liggur jú bæðí út og inn úr landinu, og best að höfuðborgin sé einmitt þar sem straumurinn liggur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2013 kl. 21:14

3 Smámynd: Kári Friðriksson

Það sem alvarlegast er , það eru MANNSLÍFIN sem munu tapast á hverju ári,hugsanlega fjögur eða fleiri.                        Það virðist sem Gísla Marteini og "latteliðinu" sé alveg sama þó að fjöldi manns muni DEYJA vegna lengingar á tíma þangað til það kemst á " Hátæknispítalann" ,( kannski rúmlega  tvöhundruð ef Gísli Marteinn verður áttræður). 15 til 20 mínútur skipta mjög miklu máli í sumum tilvikum. Nú er búið að rústa heilsugæslu út um land og  varla til almennileg skurðstofa svo lítið hægt að gera í alvarlegum veikindum NEMA senda viðkomandi í flugi til Reykjavíkur.  (HELST EKKI til Keflavíkur fyrst, og SVO Í BÍL ! )  Reykjavík ER þjónustumiðstöð fyrir landið OG LIFIR á því . Annars gæti hlýnandi veðurfar með HÆKKANDI sjávarstöðu orðið til þess að eftir 50 ár sé farið að gutla upp á flugbrautina, (eða í garðinum hjá Gísla Marteini. ) Eftir 100 ár, HVAÐ ÞÁ ?  Er GÁFULEGT að byggja rétt við sjóinn vitandi það að allt bendir til þess að sjávarborð hækki mikið næstu áratugi ?      Takk fyrir gott blogg, Ásthildur .

Kári Friðriksson, 30.5.2013 kl. 08:58

4 Smámynd: Kári Friðriksson

Afsakið, ég gleymdi að bæta við að ég skoraði á Gísla Martein, í svipuðum skrifum, að MÆTA í hverja jarðarför þar sem tapast mannslíf vegna þess að flugvöllurinn er farinn og lengri tíma tekur að komast með flugi á annan flugvöll og síðan í sjúkrabíl þaðan.

Kári Friðriksson, 30.5.2013 kl. 09:10

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég get ekki séð fyrir mér að innanlandsflugið færist til Keflavíkur.Og ef það á að víkja úr Vatnsmýrinni Þarf að endurskoða ýmislegt fleira.Í fyrsta lagi þarf að finna annan stað fyrir nýjan landsspítala(hátæknisjúkrahúsið) og eins háskólann sem tengist spítalanum.Það er mikilvægt að þessar þrjár stofnanir séu á sama svæðinu.Ég tel þetta vera algjöra vitleysu,því miður.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.5.2013 kl. 09:42

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir gott innleglg Kári Sammála þér með þetta, bæði að meðan Reykjavík er höfuðborg, hefur hún skyldur gagnvart landsbyggðinni, og þær ríkar og einnig að mannslíf gætu glatast með brotthvarfi flugvallarins.

Jósef, ég tel þetta líka algjöra vitleysu, en ef þeir útiloka flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, þá þarf að breyta ýmsu öðru svo sem hvar þjónustan á að vera fyrir langsbyggðina, heilsugæslur sjúkrahús, menningarstofnanir og öll þjónusta sem við leigum núna til Reykjavíkur.  Þetta þarf allt að fara um leið og flugvölludinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2013 kl. 09:50

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þið verðið að skilja það að mannslíf í Reykjavík er miklu verðmætara en mannslíf á landsbyggðinni að mati Mýraráhugamanna . Söfnum saman undarskriftum um land allt og mótmælum. og heimtum þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Gísli Marteinn! Hvernig myndi þér líka það ef þú veiktist hastarlega að fljúga þyrfti með þig fyrst til Egilstaða og keyra svo með þig til Norðfjarðar??     Þakka þér fyrir þína grein, Ásthildur Cecil. 

Eyjólfur G Svavarsson, 30.5.2013 kl. 11:30

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður Eyjólfur

Já nú þarf að safna undirskriftum sem aldrei fyrr.  Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2013 kl. 12:02

9 identicon

Gísli "litli" Marteinn, sem fór á fullum launum í boði borgarbúa til Skotlands að læra

á reiðhjól, vegna þess ISG hafði gert eitthvað svipað áður, þá mátti hann það

líka, situr inni vegna formgalla í kosningu og átti með réttu ekki að vera inni.

Hann ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér, en því miður með pólítíkusa, 

þegar inn er komið, halda þeir alltaf að það eigi að setja í stólunum fyrir lífstíð

almenning og öðrum til endalausrar bölvunar.

M.b.kv. sem fyrr.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 13:18

10 identicon

Er ekki líklegra að með sömu ísbráðnun og er í gangi að flugvöllurinn verði komin í kaf innan fárra ára. Látum þetta bara fara framhjá okkur, sjórnmálamenn og aðrir geta síðan rifist um þetta í framtíðinni.

Ingi R. Árnason (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 14:37

11 Smámynd: Óskar

Hvaða væl er þetta útaf sjúkrafluginu ? Þyrlan þarf ekki flugvöll til að lenda á!

Óskar, 30.5.2013 kl. 15:57

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég mun skrifa undir þann lista sem vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.  Er þó búsett  í nágrenni vallarins.  Það er ákveðinn sjarmi við flugið fyrir utan auðvitað hið augljósa; notagildi vallarins fyrir bæði heimafólk og landsbyggðarfólk.

Skil ekki það sjónarmið að taka Vatnsmýrina undir íbúabyggð í því skyni að íbúar geti labbað eða hjólað í vinnuna.  Veit borgarstjórn ekki hvar atvinnufyrirtækin eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu - önnur en stofnanir ríkisins sem heimta einmitt góðan aðgang allra landsbúa? 

En hver veit; kannski ætlar borgarstjórn að koma upp hjólaleigu við borgarmörkin?

Kolbrún Hilmars, 30.5.2013 kl. 15:59

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig getur borgin ákveðið breytta nýtingu og hannað íbúabyggð á landi sem er ekki í hennar eigu? Get ég skipulagt garð nágranna míns í mína þágu og ráðist í framkvæmdir að honum forspurðum?

Þó þyrlur séu mikið í fréttum Óskar, í sambandi við flutninga á slösuðu fólki þá fljúga þyrlur ekki hefðbundið sjúkraflug, það gera venjulegar flugvélar og þau fjölmörgu sjúkraflug eru nánast "ósýnileg" almenningi af þeirri einföldu ástæðu að þau rata sjaldnast í fréttir fjölmiðla. Gífurleg aukning hefur orðið í sjúkraflugi á síðustu árum vegna niðurskurðar og samdráttar í heilbrigðisþjónustu úti á landi. Það heyrðist hljóð úr horni, trúi ég, ef dæmið snérist við og Reykvíkingar þyrftu í sama mæli að sækja læknisþjónustu til Akureyrar og til viðbótar stæði til að leggja niður  flugvöllinn þar og færa flugið til Húsavíkur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2013 kl. 20:11

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er alveg sammála þér Ásthildur að þessi fífl mega færa flugvöllin hvert sem er er þjónustan sem landsbyggðin þarf nauðug að sækja til Reykjavíkur fylgir með honum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2013 kl. 20:15

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað á flugvöllurinn í Reykjavík að vera þar sem hann er, annað væri glapræði.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.5.2013 kl. 02:40

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.  Já ég held að það sé afar takmarkaður vilji meðal almennings að loka flugvellinum í Vatnsmýrinni.  Þess vegna fannst mér þetta eins og blaut tuska framan í okkur, þegar þeir setja inn frétt um tímasettar lokanir á ýmsum brautum vallarins og svo endanlega lokun 2030.   Að mínu mati lýsir þetta svo miklum hroka og valdníðslu að það hálfa væri nóg. 

Axel það er auðvitað aðalmálið, ef flugvöllurinn verður færður, á að færa höfuðborgartitilinn með og alla þá þjónustu sem borgin veitir nú.  Hún er einmitt tilkomin með tilveru flugvallarins það verða menn að átta sig á.  Reykjavík hefði ekki orðið sjálfkrafa höfuðborg ef flugvallarins hefði ekki notið við. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2013 kl. 08:37

17 identicon

Því má líka bæta við að um og yfir 400 störf eru tengd Reykjvíkurflugvelli en lattéliðið úr 101 finnst kannski að það skipti öngvu.

hárrétt hjá þér ásthildur með tjörnina og votlendið þar í kring.

latte liðið úr 101 vill bara skipta sér af náttúrunni á landsbyggðinni

Man einhver eftir mótmælum þegar að fjörunni við Skúlagötu var breytt og reyndar við Sæbraut og allt inn að Elliðavogi

sæmundur (IP-tala skráð) 31.5.2013 kl. 09:07

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Sæmundur, það er nokkuð ljóst að slík byggð í Vatnsmýrinni, myndi þurrka hana upp og hvað ætti þá vatn að koma í tjörnina.  Man ekki betur heldur en að það hafi verið rætt um að opna lækjargötuna aftur og lækinn sem þar rann.  Sá lækur yrði þá heldur ekki til staðar. 

Allt rétt með Skúlagötu og Sæbraut.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2013 kl. 12:34

19 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég hefði skrifað þetta sjálf Asthildur mín, þegar ég bloggaði og þegar ég var með facebook!

Hef fengið svo mikinn persónulegan skít síðan og líka til heiðarlegara vina, eins og þín, manstu?

Þoli ekki að meiga ekki hafa rökstudda skoðun á netinu, en er 110% sammála þér. Flugvöllurinn á að vera í Vatnsmyrinni, ekki bara fyrir innanlandsflug, heldur einnig til að íslendingar haldi áfram að vera ein þjóð og styðja hvort annað. Höfuðborg íslendinga á að vera í Reykjavík og landsbyggð Íslands á að geta treyst því hvar sín höfuðborg er. Reykjavík á að vera stolt af slíku hlutverki, en ég skil vel að Keflavík vilji vera höfuðborg Íslands! Það væri hinsvegar rangt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.5.2013 kl. 22:28

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt Anna mín eins og þín er von og vísa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2013 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband