Lýðræði.

Ég hef gegnum tíðina unnið lengi með félögum mínum í Litla Leikklúbbnum hér á Ísafirði.  En ég hef líka farið á ótal námskeið í leiklist til allra norðurlandanna, mörgum sinnum, námskeið þar sem gjarnan voru mjög færir stjórnendur.  Hef líka farið á slík námskeið hérna á Íslandi.  Eitt af því sem ég lærði var hvernig við getum náð ýmsu fram í hópum.  Til dæmis með því að ignorera ákveðna manneskju eða hóp, láta sem hún sé ekki til, og upphefja aðra.  Og eftir smá tíma er hægt að merkja hvernig sú sem fær athyglina rís upp og hin koðnar niður. 

Ég vil meina að þessu sé miskunnarlaust beitt núna í þessari kosningabaráttu.  Fréttamenn og fjölmiðlar vilja ráða því hverjir falla og hverjir blíva.  Það er sálarlega myrðandi að upplifa þetta.  Því maður sér að þar er ekki verið að hygla þeim sem standa sig best, heldur að halda uppi þeim sem menn vilja halda uppi og þegja hina í hel.

Af hverju segi ég þetta? Jú undanfarið hafa verið í gangi allskonar fundir þar sem flokkarnir fá tækifæri til að fjalla um mál og málefni.  Þar er ýmsum hampað í hástert en þagað um aðra.  Það getur vel verið að ég sé svona öðruvísi þenkjandi en flestir, en það er oft fólkið sem mér finnst lakast sem allir mæra í hæstu hæðir, þó ég sjái að þeir hafi að mínu mati ekkert fram að færa en eru eftirlæti fjölmiðlamanna og miðla. 

Til dæmis er það afar merkilegt að við hverja pólitíska grein í MBL má sjá þessa mynd blasa við:

IMG_0002

Á þessu er hamrað endalaust, og í öllum umræðum er þetta sama sagan, það er fjasað um hvernig næsta ríkisstjórn muni líta út og hverjir nái nú inn og hverji ekki.

Þetta er að mínu mati vísvitandi tilraun til að flokka suma út og aðra inn. Í stað þess að reyna að gera öllum jafn hátt undir höfði og leyfa fólki að hafa sína skoðun á málefnum og framboðum, þá er sífellt hamrað á þessu. Að því er virðist til að flokka út hverjir eigi að lifa og hverjir eigi að deyja.

Þessi fréttaflutningur er afskaplega óréttlátur og er beinlínis tilraun til skoðanamyndunar að mínu mati, og ekki til þess fallið að leyfa lýðræðinu að njóta sín í allri sinni fegurð og réttlæti.

Það er allt í lagi að gera skoðanakannanir, en að birta þessa mynd með hverri umfjöllun um pólitík er að mínu mati ósmekkleg, og segir í raun og veru ekki hvernig staðan er í raun og veru, en gerir samt það að verkum að fólk sem á annað borð les þetta, hugsar með sér að þetta sé vonlaust framboð og þar frameftir götunum, þó fólk í sjálfu sér vilji styðja það framboð.

Ég hef þá trú að allt þetta kjaftæði um hverjir eru sigurvegarar og hverjir ekki muni ekki standast, og ég hef þá trú að kosningarnar muni koma á óvart... verulega, því sem betur fer er fólk farið að hugsa öðruvísi en áður.  Eftir hrun þá vill fólk fá ábyrg svör, heiðarleika og festu.

Það er nákvæmlega það sem Dögun hefur boðið uppá í öllum þeim viðræðum sem hafa farið fram undanfarið.  Okkar fólk hefur ekki bara gagnrýnt heldur líka komið með lausnir og skýrt út hvernig þau ætla að framkvæma loforðin. Enda hefur það tekið heilt ár að vinna svörin, og ekki bara það heldur hafa forsvarsmenn fengið sérfræðínga til að halda fyrirlestra um hin ýmsu mál, til dæmis efnahagsmál.

Nýju framboðin hafa ekki haft mikinn tíma til að boða sín stefnumál, flest þeirra hafa nýlokið við að vinna upp stefnumálin, Dögun þar á meðal, þó þau hafi verið heilt ár að vinna að þeim málefnum þá var ekki endanleg ákvörðun tekinn fyrr en eftir landsfund þar sem öll vinnan var samþykkt, enda sést það vel í þeim umræðum sem farið hafa fram, að hver og einn frambjóðenda hafa haft skýr og góð svör við öllu.

Hvernig væri nú svona þegar þessi tími er komin, að leyfa framboðunum að njóta sín, á sínum forsendum og hætta að ignorera sum framboðin og lyfta sínu fólki upp.

 Leyfa bara þjóðinni að hlusta og skoða í friði fyrir allskonar spekingum, besservisserum og hlutdrægum fréttamönnum og miðlum.

Það er nú einu sinni besta lýðræðið að leyfa fólki að mynda sína eigin skoðun um hvað þeim er fyrir bestu, og það sem almenningur þarf EKKI á að halda er svona skoðanamyndun frá A til Ö.

Það eru þarna framboð sem hafa margt að segja og leggja til, og það á að leyfa fólki að skoða þau mál í FRIÐI, án afskipta þeirra sem hafa til þess aðstöðu að reyna að velja úr og hygla einum og útiloka annann.

Það er líka góður samhljómur í mörgu því sem nýju framboðin hafa fram að færa, og þess vegna á að leyfa þeim að vera í friði og skoða sín mál og hvernig samhljómurinn virkar, og hvernig þau geta náð saman.

Það verður að segjast að fjórflokkurinn hefur fengið sitt tækifæri mörgum sinnum og klúðrar því BIG TIME, svo það á að gefa þeim frí og leyfa nýju framboðunum að leggja sitt af mörkum.

Ég skora því á alla lýðræðiselskandi þegna þessa lands að virkilega skoða það sem nýju framboðin hafa fram að færa. Skoða hvort þar sé ekki eitthvað sem hægt er að festa fingur á og er samhljómur með þjóðinni. Það er algjörlega fullreynt með fjórflokkinn, hvernig sem hann hamast og reynir að finna upp eitthvað til að gylla loforðin, þau hafa haft allan tíman til að fylla þau loforð, en hafa gleymt þeim um leið og þau komast að kjötkötlunum. Eigum við enn og einu sinni að treysta þeim til að gera alt sem þau lofa?

Ég segi nei.

Það er hið eina og sanna lýðræði að bara sjá hverju framvindur og leyfa fólki að kynna sér málefni og flokka í friði fyrir þessu endalausa rausi og spekulesjónum um hverir vinna og hvernir tapa, því það veit enginn fyrr en talið er upp úr kjörkössunum þann 27 apríl hverjir munu leiða landið okkar fagra og góða til framtíðar. Getum við ekki verið sammála um að leyfa þessu bara að hafa sinn gang án afskipta og leyfa hverjum og einum að taka sína ákvörðun frá hjartanu og heilanum, án þessara endalausu afskipta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband