Hvað er hér að gerast ?

Heiðmörk: Borgastjóri leggst gegn kæru

Frá Heiðmörk
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, vill að Skógræktarfélag Reykjavíkur hætti við að kæra Kópavogsbæ og verktaka hans fyrir náttúruspjöll í Heiðmörk. Skógræktarmenn hafa lýst því yfir að þeir hyggist kæra en segjast nú ætla að ákveða það á fundi. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa kært náttúruspjöllin til lögreglu.

Verktaki á vegum Kópavogsbæjar gróf skurð og fjarlægði tré í Heiðmörk án framkvæmdaleyfis. Þetta hafa Náttúruverndarsamtök Íslands kært til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Þau fara fram á að hún rannsaki spjöll sem stafi af framkvæmdum bæjarins sem verktakafyrirtækið Klæðning hafi sinnt. Samtökin segja ljóst að ekki hafi verið tilskilin leyfi fyrir skurðum sem m.a. hafi farið gegnum svonefndan Þjóðhátíðarlund. Þetta séu skýlaus brot á skipulags- og byggingalögum og lögum um náttúruvernd. Lögreglan eigi að rannsaka spjöllin og draga þá sem þau unnu til ábyrgðar.

Fram hefur komið í fréttum Útvarpsins að Skógræktarfélag Reykjavíkur undirbúi kæru á hendur Kópavogsbæ og Klæðningu vegna spjallanna. Haft var eftir Kristni Bjarnasyni, lögmanni félagsins, að málið gæti varðað við skógræktarlög og hugsanlega náttúruverndarlög; farið hafi verið í framkvæmdina án leyfis auk þess sem hún sé ekki í samræmi við skipulag.

En ekki er víst að skógræktarmenn kæri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Stefán Eggertsson, formaður Skógræktarfélagsins, hittust á fundi í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var efni fundarins kæra skógræktarfélagsins og sú ósk borgarstjóra að skógræktarfélagið kærði ekki. Vilhjálmur vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu en vísaði á Kristbjörgu Stephensen, borgarritara. Hún sagði að borgarstjóri hefði viljað fara yfir málið með skógræktarmönnum.

Stefán Eggertsson vildi ekki tjá sig um fundinn með borgarstjóra síðdegis. Sagðist myndu ræða málið fyrst á stjórnarfundi í skógræktarfélaginu. Um kæruna sagði hann að afstaða yrði tekin til hennar á fundinum. Kristinn Bjarnason lögmaður vildi heldur ekkert segja um framgang kærunnar. Vísaði til fundarins.

Aðalsteinn Sigurgeirsson, varaformaður Skógræktarfélagsins, kannaðist hins vegar ekki annað en að kæra yrði lögð fram; málið hefði hins vegar tafist vegna anna lögmannsins.


mbl.is Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur samþykkir að fresta að leggja fram kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er "frjálsa" félagið, Skógræktarfélag Reykjavíkur, að láta flokkinn kúga sig til hlýðni? Að vísu bauð félagið aðeins vikulanga frestun á kæru, en VV hafði óskað eftir að fallið yrði frá kæru.

Feginn er ég að sjá að Náttúruverndarsamtök Íslands láta ekki undan slíkum pólitískum þrýstingi.

Gapripill (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jón Finnsson er sjóaður í að láta ekki vaða með sig neitt, sem betur fer. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband