10.3.2013 | 18:59
Þungur lýðræðis straumur, bara spurning hvert hann leitar fyrir rest.
Það verða mörg framboð í vor. Og enn eru að bætast ný framboð í hópinn. Ef málið væri ekki svona alvarlegt þá væri það í rauninni frekar fyndið.
En það er ljóst að það er eitthvað mikið að gerast í íslenskum stjórnmálum, það er eins og stífla hafi brostið og framboðsfljótið streymir fram. Ég verð að segja að ég hef lengi vonað að eitthvað slíkt myndi gerast. Það er nefnilega óþolandi að nokkrir pólitíkusar sem hafa komið sér vel fyrir við kjötkatlana hafi með sér bandalag um að halda völdum þá er ég að tala um svokallaðan fjórflokk. Þau hafa með sér samstöðu um að blokkera alla sem þeim eru ekki þóknanlegir og þar með koma í veg fyrir að almenningur fái þann draum sinn til að rætast að búa við jafnræði, réttlæti og að kjörnir fulltrúar vinni fyrir almenning í landinu en ekki klíkubræður og peningaöfl.
Og öll ætla þau auðvitað að bjarga okkur vesælum almenningi frá allskonar hrellingum. Nema að um leið og þau sverja okkur hollustueið sjá þau um leið til þess að reisa himinháar girðingar fyrir ný framboð, það er gert til dæmis með 5% reglunni og svo að sjá til þess að ekki verði nú of mikil umfjöllun um þá einstaklinga sem vilja breyta. Þetta má til dæmis augljóslega sjá þegar maður spáir í hvernig komið er fram við Lilju Mósesdóttur, þetta upplifði ég líka sterkt þegar ég tók slagin með Frjálslyndaflokknum.
Og nú vilja allir gera allt til að breyta öllu okkur í hag. Bæði þeir sem nú hafa haft fjögur ár til að laga ástandið og hafa gert lítið meira en að reisa skjaldborg um banka og peningaöfl, en líka þeir sem höfðu þetta tækifæri bæði í síðust ríkisstjórn og þeirri þar á undan. Nú vita þau allt í einu hvernig á að gera hlutina. Nú hafa þau öll séð ljósið og vita og geta, nú skal ég.
Ekki efast ég eitt augnablik um að allt þetta góða fólk vill vel og er búið að fá nóg af fjórflokknum. Og ég er líka klár á því að fólkið á gólfinu hefur hvatt þetta fólk til dáða með að fara fram. Þvílíkt er ástandið orðið að almenningur er alveg búin að fá sig fullsatt af þessum svokallaða fjórflokki. Menn segja líka að Össur hafi þegar gert sér grein fyrir þessu, refurinn sem hann er, og þess vegna sé Björt Framtíð varaskeifa Samfylkingarinnar.
Ég er líka búin fyrir löngu síðan að fá nóg, og þess vegna fagna ég þessum hræringum, og vona jafnframt að þessi gerjun skili sér í breyttu ástandi á alþingi. Að þar komi í meira mæli inn fólk með nýjar hugmyndir og ný sjónarmið. Ég er nefnilega þannig gerð að mér er sama hvaðan gott kemur, bara ef það er trúverðugt og heiðarlegt.
En svo er það að sá flokkur sem ég hef unnið með undanfarið hefur lagt áherslu á að reyna að fá alla með. Þau hafa alltaf haft allt opið og boðið öllum að vera með. Og nú hafa þau komið þessu á framfæri á heimasíðu sinni www.xdogun.is þar sem framboð eru hvött til að taka þátt í kosningabandalagi.
Þannig að það væri ef til vill einfaldara fyrir öll þessi nýju framboð að sameinast í einu stóru kosningabandalagi, þar sem þau kæmu sínum málum fram undir tt eða ttt eða eitthvað álíka, þá væri það tryggt að enginn atkvæði féllu "dauð" eins og alltaf er verið að tala um.
Dögun hefur nú unnið í yfir heilt ár að sínu framboði og landsfundur verður um næstu helgi, þar hefur allt verið unnið af heilindum og reynt að koma til móts við alla og haga málum þannig að allir geti verið sáttir.
En við skulum vona að út úr öllu þessu komi eitthvað gott og okkur öllum til hagsbóta. En það er alveg ljóst að úrslit kosninga eru alls ekki ljós og það gæti komið verulega á óvart hvernig þau mál æxlast. Það er alveg ljóst að það er gerjun í gangi og fólk búið að fá alveg nóg af því sem hingað til hefur gengið með gömlu flokkana og það fólk sem svo sannarlega er næstum rótgróið í stóla alþingis, og er löngu hætt að skynja almenning í landinu.
Þess vegna hvet ég almenning til að skoða málin vel, kynna sér nýju framboðin og virkilega rýna í hvað hentar þeim best, og gefa gömlu spilltu pólitíkusunum frí, það er löngu ljóst að þeir eru fyrst og fremst að hugsa um stólana og sitt eigið egó. Því miður.
P.S. ef fólk er að undra sig á tengingunni við þessa ágætu konu ömmu Guðmundar Steingríms, þá er það þannig háttað, að flokkur sem hefur afskaplega lítið fram að færa, með þingmönnum sem hafa verið með í meirihluta þingsins og reyndar unnið afskaplega slaklega fyrir almenning, þá sýnist mér að hérna sé verið að skreyta listann sinn með skrautfjöðrum eins og elsta íslendingnum í framboði, rokkstjörnu í heiðurssæti og svo farmvegis. Þetta að mínu mati er hið eina og sanna lýðskrum. Það er nefnilega betra að reyna að komast áfram á baráttumálum en að skreyta sig með fjöðrum. Slíkt á til að fjara út þegar fólk fer að hugsa málið til enda. Þess vegna þarf fólk fyrst og fremst að huga að málefnunum en ekki skreytingum á listum. Að hafa eitthvað til framboðs, þó gott fólk sé, sem er einungis hugsað til að flagga skrautrósum en ekki alvöru baráttumálum er ekki eitthvað sem við þurfum á að halda í dag.
Elsti frambjóðandinn 103 ára? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.