Mikið er ég fegin...

Að við drifum okkur vestur í gær við Elli minn.  Það var frekar slæmt veður og færð samkvæmt upplýsingum, en það reyndist miklu minna en áhorfðist, þó var veðrið afar slæmt á Steingrímsfjarðarheiði og í Bitrufirði, þar sást ekki út úr augum og við urðum að aka eftir stikum og stundum stoppa algjörlega.

Við höfðum ætlað vestur daginn áður, en það var vonskuveður og bæði Steingrímsfjarðarheiðin og Þröskuldarnir ófær. 

Mér gafst þá tækifæri til að hitta félaga mína í Dögun í húsnæði þeirra við Grensásveg, hlusta þar á erindi um efnahagsmál, og taka þátt í vinnu þeirra í málefnavinnu.  Það er mikið lagt upp úr því að gera málefnin eins vel og heiðarlega úr garði og kostur er.

Sat líka með Guðjóni Arnari við að hringja út í fólk og ræða málin.  Það var tíma vel eytt að mínu mati. Ég er afskaplega ánægð með það fólk sem leggur mikla vinnu og tíma í undirbúning að framboðinu okkar.  Heiðarlegt og gott fólk, sem virkilega vill breyta til og vinna með þjóðinni í að breyta þeim hlutum sem ekki eru í lagi.  Og ég er virkilega ánægð með að geta lagt mitt lóð á vogarskálina þá.

En sem sagt ferðin vestur.

En mér datt í hug að leyfa ykkur að koma með í bíltúrinn.

IMG_9353

Við erum komin upp í Borgarfjörð og færðin er búin að vera bara góð sumarfærð.

IMG_9354

Já ég er viss um að þetta lítur ekki svona út í dag, en svona var þetta í gær.

IMG_9356

Holtavörðuheiðin var létt og laggóð.

IMG_9361

Við urðum að fara strandirnar, þar sem Þröskuldar voru ekki færir.

IMG_9364

Sjórinn var úfinn.

IMG_9366

Frá Ennishálsi og alla leið að Hólmavík var fjúk og oft þurfti að stoppa til að bíða færis. Það er rosalega þreytandi að horfa endalaust út í sortan.

IMG_9370

Sumstaðar létti til, en annarsstaðar vofði yfir þung ský.

IMG_9372

Jamm það er ósköp þreytandi svona útsýni.

IMG_9373

Sem betur fer birti til á milli. Og sjávarsíðan hér fyrir norðan er afskaplega falleg og myndræn.

IMG_9375

Sjórinn úfinn, en fuglarnir greinilega nutu sín bæði í öldurótinu og svo að láta sig svífa í vindinum.

IMG_9377

Í næsta firði var eins og hendi veifað, sást ekki út úr augum, og þá getur þetta gerst. Þetta voru víst vörurnar sem áttu að vera til sölu í Samkaupum í dag.

IMG_9379

Þær verða víst ekki í hillunum þar í dag.

IMG_9381

En það er ekki mikill snjór hér norðanmeginn.

IMG_9383

En sumstaðar var meira að segja sólarglæta.

Við vorum alltaf að bíða eftir þæfingnum sem átti að vera hér.

IMG_9385

En vegirnir voru bara svona fínir.

IMG_9386

Og sjórinn ólgaði áfram.

IMG_9390

Þrútið var loft og þungur sjór.

IMG_9392

Fyrsti snjórinn var á Hólmavík.

IMG_9394

Og sólin reynir að komast í gegn, en það gengur bara afar illa.

IMG_9395

Þá erum við komin að versta kaflanum. Þó það sé ekki mikill snjór á Steingrími, þá var blint vegna snjófoks yfir veginn, og oft svo blint að það sást rétt milli stika.

IMG_9397

Einhvernveginn svo endalaust.

IMG_9398

Við erum komin í Ísafjörðin.

IMG_9402IMG_9400

Hér er Svansvíkin hennar Dísu vinkonu minnar.

IMG_9402

Erum að komast inn í Skötufjörðinn.

IMG_9404

Sólin spilaði skemmtilega á skýin og skreytti ferðina.

IMG_9405

Já Skötufjörðurinn, og ennþá enginn þæfingur, en hér var hálka.

IMG_9407

Og sem betur fer var skyggnið orðið gott.

IMG_9409

Já litirnir eru stundum fallegir.

IMG_9411

Í Hestfirðinum eru alltaf svona fallegir skúlptúrar á veturna.

IMG_9413

Skemmtilegt sjónarhorn á Hestinum.

IMG_9415

Vigur hvít og falleg. En nú erum við á háhæðinni í Seyðisfirðinum.

IMG_9417

Kofrinn glæsilegur og nýja þorpið í S'uðavík.

IMG_9421

SKemmtilega hrímaðir klettar á Súðavíkurhlíðinni.

IMG_9425

Og hamarinn, fyrstu göng á Íslandi held ég.

IMG_9427

Í Arnardal.

IMG_9430

Og þá blasir Ísafjörður við.

IMG_9431

Og þá erum við komin heim. Nú sit ég hér hlusta á óveðursfréttirnar, og fer yfir ferðina okkar í gær, og er rosalega ánægð með að við skyldum þrátt fyrir allskonar illspár leggja í hann í gær. Þæfingurinn fannst ekki, en fjúk var mikið á köflum og sérlega erfitt að komast yfir Steingrímsfjarðarheiðina vegna lélegs skyggnis.

Eigið góðan dag elskurnar og ekki vera að fara mikið út í þessu leiðindaveðri nema brýna nauðsyn beri til Heart


mbl.is Flestar leiðir ófærar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vita að þið komust, var einmitt að hugsa til þín í gær og fyrradaq, hvort þú værir komin. Flottar myndirnar hjá þér og alltaf gott að sjá Svansvíkina þó kuldaleg sé þarna. . Ákvað í morgun að sleppa að fara út og sá svo að eins gott er að vera ekki með mikil plön, einhverjum snilla tókst að festa bílinn sinn hér á miðri götunni, labbaði burtu og nú hefur skafið að honum og hann lokar aðkeyrslu að tveimur húsum upp á sjö og átta hæðir. Eins gott að eiga ekki brýnt erindi. Knús til ykkar í Kúlu .

Dísa (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 13:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín, já ég er afar ánægð með að hafa komist heim í gær, því vissulega hefði ég verið teppt fyrir sunnan í dag og ef til vill á morgun líka ef við hefðum ekki bara drifið okkur vestur.  Svakalegt að festa bílinn og labba bara burtu, það var einmitt einn svona bíll fastur á Steingrímsfjarðarheiðinni, bara skilinn eftir og nánast komin á kaf, Elli var næstum búin að aka á hann í blindaveðri.  En við komumst framhjá og annar bíll sem var á eftir okkur, festist líka svo Elli þurfti að ýta honum áfram.  Menn gera sér ekki alltaf grein fyrir því hvað þeir geta gert öðrum með svona háttalagi.  Knús á móti elskan

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2013 kl. 13:53

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já mikið var nú gott að þið skilduð drífa ykkur í gær.  Mér lýst nú frekar illa á dæmið í dag..............

Jóhann Elíasson, 6.3.2013 kl. 15:52

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er ekki hundi út sigandi í dag, hvorki hér né þar, né neinstaðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2013 kl. 18:31

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottar myndir ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 7.3.2013 kl. 19:18

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2013 kl. 23:12

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Getur maður pantað mynd að sæta krúttinu Sigurjóni Degi?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2013 kl. 22:17

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er auðsótt mál, ég skal finna góða mynd, eða taka mynd af honum næst þegar hann kemur í heimsókn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2013 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022157

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband