Takk Herdís.

Dr. Herdís styður Dögun

Dr. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir hefur lýst yfir stuðningi við Dögun í komandi kosningum, en dr. Herdís hefur gert fræðilega rannsókn á samvirkni íslenskra atvinnurekenda og verkalýðssamtaka á sviði fjármála – með sérstöku tilliti til lífeyrissjóðanna, þar sem mat var lagt á afleiðingar þessarar samvirkni og skoðaðar þær mótsetningar að hún eykur verkalýðshreyfingunni afl og um leið dregur úr henni máttinn. Jafnframt er gefin innsýn í ríkjandi valdhringjakerfi Íslands.

Leitt er þar í ljós að á Íslandi er ráðandi valdakjarni með sterka aðstöðu í stærstu hlutafélögum og fjármálastofnunum. Hann stýrir og samhæfir stærstu atvinnufyrirtæki landsins og leggur öll ráð um félagslegar og stjórnmálalegar aðgerðir. Hann er félagslega og efnahagslega samloðandi. Það sést annars vegar í því að einstaklingar hans fjárfesta í sömu fyrirtækjum en þó enn skýrar þegar skoðað er flókið samspil þeirra í stjórnarsetum sem gerir tengsl þeirra að þéttriðnu neti. Þetta hefur skilað kjarnanum markvissri aðstöðu til að stýra meginstraumum fjármagnsins.

Niðurstöðurnar benda til að starfsemi lífeyrissjóðanna hafi innlimað verkalýðshreyfinguna í þennan valdakjarna með útbreiddu samtengineti bæði persónulegu og fjárhagslegu – og í samtengdum stjórnunarstöðum.

Það er hér sem mótsetningarnar sýna sig. Verkalýðshreyfingin hefur orðið afar veik fyrir félagsmenn sína en mjög sterk fyrir valdakjarnann.

dogun

Svo sannarlega fagna ég hverjum þeim sem sér hve réttlátt og velunnið þetta framboð er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það gæti komið í ljós í þessari viku hvort Dögun nái einhverjum árangri 27 apríl

Þór Sarri er búinn að setja ríkisstjórninni úrslitakost í stjórnarskrámálinu EF hann kikknar á því er best fyrir ykkur að loka strax sjoppunni.

Óðinn Þórisson, 11.2.2013 kl. 18:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dögun er svo miklu meira en bara Þór Saari Óðinn minn.  Við erum á fullu að ganga frá málefnaskrá okkar og finna frambærilegt fólk í framboð um allt land.  Það er verið að leggja lokahönd á þau mál, og svo er hægt að fara að koma fram og auglýsa stjórnmálasamtökin.  Þarna er margt gott fólk sem hefur lítið eða ekkert komið að stjórnmálastarfssemi, og margir sem eru gamlir í hettunni.  Þarna innan um er líka frábært fólk sem vill leggja sitt af mörkum eins og til dæmis Jóhannes Björn og nú dr. Herdís.  Fólk sem hefur barist við valdastrúkúrinn í íslensku þjóðlífi.

Við eigum heilmikið inni og það mun einfaldlega koma í ljós, þegar við stígum fram með okkar faglegu og góðu málefni til hagsbóta fyrir land og þjóð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2013 kl. 20:07

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl Ásthildur

Mikil er trú þín kona, var sagt um aðra konu við annað tækifæri og það fer heldur ekki á milli mála að þú ert jákvæð hugsjónakona sem villt öllum vel. Eru virkilega ekki farnar að læðast að þér spurningar um ágæti Dögunar? Ég bendi þér t.d. á brotthvarf hugsjónamannsins Lýðs Guðmundssonar og aðkomu verðtryggingarsinnans Kristinns Gunnarssonar. Síðan heyrast fréttir af viðræðum "hugarfóstursins" við menn, flokksbrot og flokka, án sýnilegs árangurs. Ef helsta hindrunin er framagirni og þingsetu draumar forsvarsmanna ykkar, þá er nú atkvæðum ykkar fótgönguliðanna betur varið í sarpinn hjá Framsókn eða jafnvel Hægri grænum, sem eru þó að mælast í skoðunarkönnunum.

Jónatan Karlsson, 12.2.2013 kl. 09:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enn og aftur eru menn að tala niður andlegt hæfi mitt til að taka ákvarðanir.  Þetta kallast á íslensku Skoðanakúgun Jónatan.  Þekki reyndar ekki þennan Lýð Guðmundsson, en kannast við Lýð Árnason, og ég verð að segja að miðað við það sem ég hef heyrt undanfarið um þann ágæta mann, hefur það valdið mér ótrúlegum vonbrigðum með hann og hans framkomu.  Hvað varðar Kristinn H. Gunnarsson og hans aðkomu þá hefur hún enn sem komið er einungis yfirlýsing hans um að hann kunni að meta Dögun.  Hef ekki heyrt neitt í honum síðan og ekki hefur hann mætt á málefnafundi til að vinna að málefnum Dögunar.  Kristinn er ágætis maður og duglegur.  En hans verðtryggingaráfrom samrýmast ekki kjarnastefnu Dögunar. 

Veit ekki hvað þú átt við með "framagirni og þingsetu forsvarsmanna okkar" Þór Saari mun ekki sækjast eftir þingsæti framarlegal í flokknum, en sem betur fer hefur Margrét gefið kost á sér að leiða lista og er það happafengur, það sjá allir réttlátir skynsamir menn.

Mér finnst að afskaplega niðurlægjandi og sorglegt að lesa svona dónaleg skrif um fólk sem ég er að vinna með og veit að er alls ekki rétt.  Og svo þar fyrir utan þá eru margir þarna sem hafa verið að vinna að framboðum um allt land, sem þú hefur ekki hugmynd um hverjir eru, svo það er ágætt að fá það fram hér hve málefnaleg og uppbyggileg gagnrýni andstæðina Dögunar eru eða hitt þó heldur. 

Og bara eitt að lokum, kosningar er helgur réttur hvers manns, og hver maður á rétt á því að greiða þvi afli atkvæði sitt sem hann kýs, svo ég frábið mér svona tal.  Dögun á heilmikið inni, það er ekki von að framboðið mælist ennþá í skoðanakönnunum, það er ennþá ekki búið að tilkynna hverjir verða í forsvari fyrir það og málefnin ekki komin fram ennþá. 

Hins vegar vil ég benda á að í skoðanakönnunum eru ennþá afar margir sem ekki gefa upp skoðun sína.  Þetta fólk vill sjá hvað er í boði þegar nálgast kosningar.  Stundum finnst mér þið sem svona talið viljið alls ekki neinar breytingar né meira lýðræði.  Þið viljið bara allt eins og það hefur alltaf verið, og ef það er ekki rétt mat hjá mér, þá er þetta fólk takmarkaðra en ég hef gefið að út fyrir.  Miklu takmarkaðra meira að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2013 kl. 11:03

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæl aftur Ásthildur.

Auðvitað er hann Árnason hann Lýður. Ég vil nú síðast af öllu kúga skoðanir þínar ágæta frú, en vakti aðeins kurteislega athygli þína á dapurlegu gengi Dögunar í þeim skoðunarkönnunum sem ég og líklega flestir aðrir landsmenn höfum aðgang að. Auðvitað vona ég að ekki sé hið minnsta mark á þeim takandi.

Jónatan Karlsson, 12.2.2013 kl. 11:22

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meðtekið Jónatan minn.  En eins og ég bendi á þá er ekkert að marka gengi Dögunar í skoðanakönnunum meðan við höfum ekki komið fram með efstu menn á listum á landinu, og erum ennþá að feta okkur áfram í málefnunum. Við viljum nefnilega vanda vel til verka og gera eins vel og við getum. 

Með Lýð blessaðan vil ég bara segja þetta "lengi má manninn reyna" og ekki er allt sem sýnist.  En svoleiðis er það bara við fljúgum öll eins og við erum fiðruð til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2013 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband