29.1.2013 | 14:10
Hefnist þeim er svíkur sína huldumey.......
Ein af þeim afsökunum sem Icesavesinnar notuðu um að okkur bæri að borga Icesave þegjandi og hljóðalaust, var að við værum að svíkja breta og hollendinga með því að neita að samþykkja Icesave. Við værum að stela frá gömlu fólki og fátæku.
Það kemur því úr skemmtilegri átt að heyra að bretar þ.e. almenningur fagnar niðurstöðu Efta dómstólsins. Og telja það til eftirbreytni að almenningur eigi ekki að greiða skuldir einkabanka.
Það er því nokkuð ljóst að breskur almenningur hugsar dálítið öðruvísi en það fólk sem hér reyndi allt til að koma inn sektarkennd hjá okkur hinum sem trúðum því ekki að okkur bæri að greiða skuldir einkabanka og peningafursta, sem þar á ofan héldu að peningarnir þeirra færu til Moneyheaven.
Hvar skyldi sá himin vera? ætli þar sé komið gullið við enda regnbogans?
En það er gaman að finna léttinn og þakklætið sem baráttufólkið okkar hér á blogginu sýnir. Menn eru jafnvel bljúgir og viðkvæmir, það finn ég líka á mér.
Þess vegna er ekki hægt annað en að vorkenna því fólki sem hæst hafði um óréttlætið sem við værum að fremja með því að verja sjálfstæði okkar. Kallaði okkur þjófa, svikara, afturhaldsseggi og ég veit ekki hvað og hvað. Nú hafa flestar þær raddir þagnað í bili allavega.
Það er líka aumkvunarvert að horfa upp á Steingrím reyna að snúa vörn í sókn, um að þetta sé nú eiginlega allt þeim að þakka honum og Jóhönnu því þau hefðu haldið svo vel á málum. Það lá við að ég vorkenndi honum í Kastljósinu, hef aldrei séð hann svona hnípin og umkomulausan, með Sigmund og Sigmar báða glottandi yfir sér. Sigmundur naut sín í botn, enda mátti hann það alveg, því það má hann eiga að hann stóð alla tíð keikur með þeim sem ekki vildu borga Icesave.
Þetta sýnir okkur það sem við skulum ávalt hafa í huga, að ef við svíkjum okkar málstað, og misbjóðum því fólki sem treystir okkur, þá fer á endanum svo að við lendum sjálf í að vera svikinn.
"Hefnist þeim er svíkur sína huldumey. honum verður erfiður dauðinn".
Margir Bretar ánægðir með dóminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er snilldarpistill hjá þér og tók ég sérstaklega eftir því hve aumkunarverðar tilraunir Gunnarsstaða Móra voru, við að réttlæta gjörðir þeirra skötuhjúa, í Kastljósinu í gærkvöldi. Þá fannst mér framganga Sigmundar Davíðs mjög góð og óx vegur hans mikið, að mínu mati. En mikið er ég feginn að þetta Ices(L)ave mál er búið og endaði farsællega fyrir þjóðina.................
Jóhann Elíasson, 29.1.2013 kl. 16:00
Takk Jóhann minn, já Sigmundur verður að eiga það sem hann á, í þessu máli stóð hann sig afar vel. Sama er ekki hægt að segja um Steingrím, og það er bara fjandi erfitt að ætla sér að snúa þessu máli upp í einhvern glæsisigur fyrir hann sjálfan, fólk er sem betur fer ekki svo skyni skroppið að það lesi ekki blöðin eða hlusti á fréttir og svo auðvitað hafi fylgst með Steingrími og Jóhönnu gegnum þessi síðastliðin tæp fjögur ár sem þau hafa nú haft til að leiðrétta kúrsinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 16:20
Skemmtilegur og vel skrifaður pistill Vestfjarðadrottning!
Takk fyrir, en ég sagði "nei" í fyrri atkvæðagreiðslunni vegna minnar staðfastlegru trú að sluldir einhverra einkabankafyrirtækja úti í bæ, koma mér og syni mínum ekki við! Ég er enn þeirrar bjargföstu trúar.
Hitt er annað mál að ég eyddi 2 vikum (til einskis má bæta við) í að kynna mér allt sem í boði var læsilegt um seinni atkvæðagreiðsluna og mat það að lokum svo að það væru miklu meiri líkur að við töpuðum því máli en ynnum.
Í þeirri sannfæringu sagði ég "já" við seinni samninginn, því hann væri betri fyrir þjóð, heldur en að tapa fyrir dómstólum!
Þar skjátlaðist mér og er það vel. Hef ekki og vil ekki bregðast minni Huldumey. Vona að hún aumki sig yfir mig í skilningi vegna þess að ég sá ekki þennan sigurdóm fyrir mér?
Hjarta mitt og hugur gleðst og svo sannarlega vil ég mínu landi og minni þjóð ætíð allt hið besta
ps; Veit ekki hvernig ég get unnið úr mínu seinna "jái" nema með gleði yfir að hafa rangt fyrir mér þessa dagana, en auðvitað má alltaf lesa yfir sig og kannski er lærdómurinn að tréysta hjartanu og réttlætiskenndinni að lokum?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.1.2013 kl. 18:29
Það er taktur í minni, góður og gegn. Ég hugsaði mig lengi um hvort ætti að fara á ,,trúnó,, og segja þér að ég veit ekki hvort er kvöld eða morgun.Ég varð andvaka nóttina fyrir dómsuppkvaðninguna og er líklega að vinna uppsafnað svefnleysi. Gott að þú minnir á orðaleppana sem slett var framan í okkur,satt að segja óhugnanlegt að vera sakaður um að stela frá lítilmagnanum erlendis. Jæja það er kvöld,fréttir byrjaðar og komin til sjálfsins,takk Ásthildur mín.
Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2013 kl. 18:41
Anna, það er nú svo merkilegt að nemendum í prófi, sem ekki hafa það á hreinu hvert rétta svarið er við spurningu, er ráðlagt að svara eftir fyrstu hugdettu, því það reynist oftar en ekki rétta svarið. Innsæi? Ómeðvituð þekking?
Í meirihluta tilvika af þessu tagi gefa nemendur rangt svar ef þeir fara í eitthvert huglægt og röksemdalegt úllen-dúllen-doff.
Kolbrún Hilmars, 29.1.2013 kl. 18:48
Takk Kolbrun mín , fallega sagt og hugsað, en ég var alveg einlæg í mínu "jái" vegna stöðunnar þá. Gleðst samt nú eins og barn!
Tíminn hefur unnið með þjóðinni i þessu máli og réttlætið....loksins.
Hinsvegar er ég svo gölluð að ég má ekki "treysta" innsæi mínu né ómeðvitaðri þekkingu, því ég er greind á mörkum "bipolar2" en samt ekki með geðhvarfasýki, heldur greind með þunglyndi síðan 1991, þegar eitthvað brast innan í mér!
Þess vegna er ég að reyna að vera varkár og lesa og ekki gera eins og þú segir en það eru alltaf mín fyrstu viðbrögð!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.1.2013 kl. 19:20
Vel skrifað vinkona, takk fyrir, við stóðum okkar plikt og kusum NEI nú getum við glaðst skammlaust, meira en margir aðrir geta sagt.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2013 kl. 20:40
Það er nú ekki svo einfallt að "standa sína plikt" eða að standa við skyldu sína eins og það þýðir áð íslensku.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.1.2013 kl. 20:45
Takk Anna mín, já við verðum að taka afstöðu eftir lífsskoðunum okkar, þannig líður okkur alltaf best.
Tek undir með Kolbrúnu það er alltaf fyrsta hugdettan sem er rétt, maður þarf bara að muna hver hún var.
Ásdís mín já við stóðum okkar plikt.
Takk Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 21:37
er stolt af ykkur stelpur
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.1.2013 kl. 22:02
Takk Anna mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 22:19
Vel skrifað og vel orðað Ásthildur en nú megum við ekki vorkenna neinum í stjórnarflokkunum eða allavega þeim sem eru í stjórninni sem hagar sér eins og einræðisstjórn.
Valdimar Samúelsson, 30.1.2013 kl. 08:23
Auðvitað hljóta allir að gleðjast og ekki síst við nei-sinnar. Því verður ekki á móti mælt að það var miklu stolið. Það var stolið í Hollandi og í Bretlandi og það var miklu stolið á Íslandi. Og hjá öllum þessum þjóðum var stolið af fátækum, af fjölskyldum, jafnvel af líknarsjóðum. En hvar eru peningarnir? Og hvar fæddust möguleikarnir til þjófnaðarins? Getur verið að skömmin, svívirðan af öllum þessum ómanneskjulega djöfulskap sé hjá einhverjum þeim sem trúðu á galskapinn í hugmyndafræði andskotans; opnuðu upp á gátt fyrir þjófunum og fögnuðu svo með þeim og hældust um? Getur það verið? Og ef svarið er já, þá skal ég upplýsa að í þeim hópi var ekki maður að nafni Steingrímur Jóhann Sigfússon. Jóhanna Sigurðardóttir var í ríkisstjórninni sem svaf á meðan Róm brann og var þó í því hlutverki að eiga að hafa gát á peningastefnunni. En sá maður sem við flest svívirðum í dag og vissulega má skammast sín fyrir marga heimsku í úrvinnslu þessa vonda máls varaði þó lengi við því sem í vændum var. En best er auðvitað að gleyma því og mæra þann sem sagði að við ættum ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Hefði sá maður kannski ekki átt að afhenda óreiðumönnum banka og hefði hann kannski betur þagað í veislunni þegar hann stýrði ferföldum húrrahrópum?
Takið hinni postullegu kveðju!
Árni Gunnarsson, 30.1.2013 kl. 09:56
Takk Valdimar, nei ég vorkenni ekki þessu fólki, það hefur sjálft komið sér í þessar aðstæður bæði viljandi og vitandi vits.
Árni ég get alveg tekið undir það með þér að sökudólgarnir eru margir sem mættu skammast sín og skoða í eigin barm.
Ég veit líka vel að Steingrímur var ekki við völd þegar upptökin áttu sér stað, en þar sat bæði Jóhanna og Össur Skarphéðinsson. En því miður var Steingrímur fljótur að tileinka sér hina illu siði og gleyma öllu því sem hann hafði lofað fyrir kosningar. Og það sem verra er, það hefur heyrst allavega frá tveimur manneskjum, Atla Gíslasyni og Kristrúnu Heimisdóttur að þau Jóhanna hafi verið að semja um ESB umsóknina meðan þau voru í kosningabaráttunni. Steingrímur hefur því orðið uppvís að lygum og það stórkostlegum í kosningabaráttu, þar sem hann sagði ekkert ESB, engan AGS. Og fólk getur spurt sig ef hægt er að vera svona falskur í byrjun, hverju er þá hægt að búast við þegar líður á? Og það hefur sýnt sig að maðurinn er rammfalskur, það sýna vinnubrögð þeirra Jóhönnu, hans og Össurar og þeirra meðreiðarsveinum.
Fólki sem yfirgaf samkvæmið er heiðarlega fólkið sem ofbauð vinnubrögðin, og það er helmingur af þingmönnum VG.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2013 kl. 10:29
Það var orðið Ásthildur. Rammfalskur er Steingrímur. Rammfalskur verður næsta blog mitt. Stel orðinu frá þér :-)
Valdimar Samúelsson, 30.1.2013 kl. 12:08
Velkomin að því Valdimar minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2013 kl. 13:02
Þessar upplýsingar frá Atla Gíslasyni og Kristrúnu Heimisd. hef ég ekki séð fyrr en því miður kemur mér ekkert lengur á óvart sem varðar óheilindi S.J.S. þó ég vilji ekki láta hann taka á sig afglöp annara.
En af Vottum ESB: Þar hafa tveir bloggarar gengið öðrum lengra þegar frá er talinn Steini Briem.
Og fóru mikinn í tengslum við höfnun Icesave þar sem þeir töldu við hæfi að draga okkur nei-sinna til ábyrgðar og innheimta hjá okkur þann skaða sem í ljós kæmi að lokum.
Umræddir eru að sjálfsögðu Magnús Helgi Björgvinsson og Ómar Bjarki Kristjánsson.
Nú hefur Magnús Helgi beðist afsökunar.
En lesið endilega blogg Ómars.
Mikið óskaplega eru þessi veikindi slæm.
Árni Gunnarsson, 30.1.2013 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.