1.1.2013 | 21:30
Komin heim.
Jæja þá erum við komin heim í kúlu, loksins. Ég hef verið eins og blóm í eggi á æskuheimilinu hjá litlu systur minni og haft það rosalega gott. Þau hjón hafa dekrað við okkur og fóru úr rúmi og vildu endilega að við svæfum þar, við þessi gömlu hehehe.... En svo notalegt. Áttum yndælt gamlárskvöld hjá þeim.
Gamlárskvöld þurfti aðeins að moka til að geta skotið flugeldum, þetta er mágur minn Jón.
Jamm það þurfti að kanna aðstæður, hvort yfirleitt yrði hægt að skjóta upp flugeldum.
Við vorum boðin í mat til annarar systur minnar á föstudagskvöldið eftir rýmingu, og sváfum þar um nóttina, þar sem veðrið var afar slæmt. Elli fór svo heim um morguninn áður en ég vaknaði, svo seinna um daginn ók mágur minn mér heim til hinnar systur minnar, hann er björgunarsveitarmaður og á svona tröllajeppa sem fer um allt. En þegar við komum að heimili systur minnar blasti við okkur margra metra snjóveggur, þannig að honum leist ekkert á að reyna að koma mér þar upp. Svo við hringdum í Ella minn, hann var þá inn í kúlu, svo hann kom og það var reynt að koma mér upp skaflinn.
Það endaði með því að Sævar mágur ók á sínum fjallatrukk upp að girðingunni hjá systur minni og þjappaði þannig veg sem ég gat rölt upp, en svo var að komast yfir hekk sem þar var á lóðamörkunum og þá veitti mér ekki af að hafa tvo fíleflda karlmenn, eiginmann og mág að ýta og toga kerlinguna upp úr skafli og inn. Úff en það gekk sem betur fer.
Það er nóg af snjó, ætli sé hægt að selja hann til Sahara?
Þá er að setja sig í stellingar fyrir skaupið. Badda mín, þetta er peysan hennar Ingu Báru, því mín varð eftir heima, komst ekki í hana innundir gallann. Það var búið að vera rafmagnslaust í fleiri klukkutíma og farið að kólna í húsinu. En sem betur fer tóks viðgerðarmönnum hér vestra að gera við díselvélarnar og koma á bráðabirgðarafmagni. Frábærir menn þar.
Jamm einn bjór eða svo meðan þetta gekk allt yfir.
Það var keyptur kalkúnn á síðustu stundu, þegar ekki var ljóst hvort við gætum snúið heim, ég vil þá heldur frysta afganga, sagði systir mín, en að vera ekki með nógan mat fyrir alla.
Kalkúnninn var frábær og allt meðlæti, mágur minn eldaði hann af stakri snilld.
Þetta varð einstaklega notalegt kvöld og skemmtilegt.
Já svo þurfti að moka aðeins skotpall svo hægt væri að skjóta upp flugeldum og tertum og ég veit ekki hvað.
Kallinn minn setur upp svip, hann er algjör grínari þessi elska
Og flugeldum var skotið á loft í gríð og erg á Ísafirði sem og annarsstaðar.
Veðrið í morgun var svo rólegt að það bærðist ekki gróður. Ég hringdi í Ingvar löggu, sem ég hafði verið í mestu sambandi við. Hann sagði mér að þeir væru að bíða eftir veðurfréttum um hvort allt væri í lagi, það var spá hláku með tilheyrandi snjóflólahættu. En ég ákvað að koma mér heim og bíða þar eftir úrslitum. Fékk svo að vita um fjögurleytið að við mættum vera heima.
Það var afar notalegt að heyra. En elsku systir mín innilega takk fyrir að taka svona vel á móti mér og þið öll fjölskyldan mín
Þá er að leggja í hann heim.
Það hefur ekki komið svona mikill snjór hér síðan 1995 held ég.
Þverhníptur skafl sem þurfti að klífa og ekki bara það, heldur gefur snjórinn endalaust eftir svo maður sekkur niður í hverju spori.
Bílar á kafi og þannig.
Og hér er snjóhúsið mitt! hehehe. Og þá var eftir að koma mér þangað upp.
Sem betur fer á ég sterkan karl til að leiða mig heim.
Það sést ekki mikið í kúluna.
Og þá þurfti að skríða niður og inn.
Komin heim.
Þessar litlu skottur komu svo í heimsókn með pabba og mömmu, þær eru börn fyrrverandi barnsmóður Skafta míns og kalla okkur ömmu og afa í kúlu, þær vilja koma í heimsókn og eru að verða ansi hagvanar hér. Þær eru skemmtilegir litlir angar. Bjargey og Ágústa María.
Það er ýmislegt sem heillar svona kríli í kúlunni.
Mamma þeirra að knúsa Blesa, sem tók á móti með mikilli ánægju.
Fjölskyldan í heimsókn, Daníel að tala við pabba sinn í símann.
Og Júlíana mín og Natalía. Þau ætla öll að gista í kúlu krakkarnir mínir og það er svo notalegt
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heima er best.
Flott myndin af þér í snjógallanum með jólasveinahúfuna.
Gleðilegt ár Ía mín og takk fyrir þau gömlu.
Njóttu lífsins í vetrarríkinu.
Laufey B Waage, 1.1.2013 kl. 23:16
Takk Laufey mín og gleðilegt ár til þín líka. Já ég ætla mér að njóta þess vel að vera heima hjá mér. Takk fyrir allt gamalt og gott.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2013 kl. 23:34
Þetta er nú meira bálið og Kúlan sannkölluð snjókúla. Gleðilegt ár! Farsælt nýtt ár,Ásthildur mín.
Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2013 kl. 00:40
Ég sé á öðrum stað hef ég óskað þér og þú mér Gleðilegs árs! Elliglöp!?
Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2013 kl. 00:46
Elliglöp eða ekki Helga mín, þá er góð vísa aldrei of oft kveðin
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2013 kl. 02:22
Æ hvað það er gott að þú skulir vera aftur komin heim til þín Ásthildur mín :) Það hefur örugglega verið góð tilfinning að geta farið aftur heim. Vonandi er þetta hret búið svo lífið geti farið aftur í réttar skorður hjá okkur öllum. Rafmagnið hjá okkur kom loksins aftur í kvöld eftir 84 klst. og var orðið mjög kalt í húsum hjá mörgu fólki.
Gleðilegt ár og bestu kveðjur yfir til ykkar héðan úr Trékyllisvíkinni.
Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 02:34
Gott að vita af því að þið eruð komin heim og þið hafið öll haft það gott. Annað er svosem aukaatriði.....
Jóhann Elíasson, 2.1.2013 kl. 03:01
Gleðilegt ár, takk fyrir myndirnar og frásögnina. Alltaf gaman að skoða bloggið þitt :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.1.2013 kl. 03:39
Gott að sjá að þið eruð komin heim og getið notið ykkar. En mér sýnist á öllu að þú sért eins og ég komin úr æfingu í skaflasundi, getur verið að við séum að gamlast? . En það er mikils virði að eiga fólk nærri sér sem getur hjálpað þegar í harðbakkann slær og það að hjálpast að er okkur svo í blóð borið að maður undrast þegar öðrum finnst það ekki sjálfsagt.
Þú í snjógallanum passar svo inn í myndina, í minni fyrstu minningu um þig varstu einmitt í snjógalla, eina barnið sem átti snjógalla, þá vorum við tveggja, þriggja ára og á kafi í skafli . En þá þurftum við bara að kalla í mömmu, pabba eða ömmu ef eitthvað kom uppá og málið leyst. Gott þið eruð komin aftur heim og vonandi verður veturinn til friðs. Knús í Kúlu .
Dísa (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 10:49
Jóhanna mín gott að þið eruð búin að fá aftur rafmagn, nóg er nú samt þó ekki bætist kuldi og myrkur ofaná. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir að vera þú.
Jóhann það er mikið rétt, hitt er allt aukaatriði.
Takk Jóna Kolbrún mín.
Dísa hvað er það sem þú manst ekki mín kæra. En nei auðvitað erum við ekkert að gamlast, bara dottnar út úr æfingu vegna snjóleysis undanfarinna ára
Já það er satt samhjálpin hefur alltaf verið hjá þessu litla samfélagi á Stakkanesinu og okkur í blóð borin. Gleðilegt ár mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2013 kl. 10:58
Æ hvað það er nú gott að þið eruð komin heim, þetta hafa verið öðruvisi áramót, aldeilis snjórinn hjá ykkur, engu líkt, vonandi bráðnar nú eitthvað næstu daga. Hafðu það sem best elskuleg og kveðja í kúlu
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2013 kl. 13:32
Takk Ásdís mín, já ég vona að það bráðni alla vega ekki hratt, því þá verðum við sennilega rekin út aftur Já þessi áramót voru dálítið öðruvísi en vanalega en ósköp notaleg. Kveðja til þín líka Ásdís mín og óskir um gleðilegt nýtt ár.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2013 kl. 14:03
Gleðilegt ár Cesil mín. Gott að þið komust heil í kúlu ♥
Hrönn Sigurðardóttir, 2.1.2013 kl. 18:16
Takk Hrönn mín, já ég er afar fegin
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2013 kl. 20:03
Gott að þú er komin heim en ég hef smá áhyggjur af Jens Guð sem skrapp út að leita að einhverjum Matta en hefur ekki skilað sér!!
Sigurður I B Guðmundsson, 2.1.2013 kl. 22:42
Hahaha það er bara Matti sem er komin inn úr kuldanum. Ef til vill þarf að fara út og kalla á Jens Guð
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2013 kl. 00:09
Ef einhver skyldi velkjast í vafa, þá er mér það ljóst eftir að búa á Patreksfirði í hálft ár að Reykjavík er höfuðstaður Suð-Vestfirða!
Ísafjörður er ekki eini bæjarkjarninn á Vestfjörðum! Patreksfjörður er hérna einnig...halló! Svo ég tali ekki um alla Vesturbyggð, sem dregur að sér mesta erlenda túristafjölda Vestfirða (Látrabjarg og Rauðasandur). Ísafjörður er í 3 og 4 sæti hjá útlendingum.
Hjá Vesturbyggð er Ísafjörður eins og Egilsstaðir, langt í burtu og Egilsstaðir meiga eiga það að allir vegir fyrir Austan liggja til Egilsstaða! Þannig er það EKKI á Vestfjörðum Ólafur Ragnar og Ólína Þorvarðard. .og fl.
Ísafjörður á sér þá skömm að hafa aðeins hugsað um sig og sína, á meðan þessi bær nýtur þess að það eru ekki malbikaðir vegir til Patreksfjarðar (halló Ísafjörður ?) þess að heimska landsmanna , eins og mín ,er að læra í bókum að þetta sé "höfuðstaður" Vestfjarða! (það er að segja Ísafjörður?)
Þá veit ég núna að Ísafjörður er eins og forseti Íslands, hugsar einungis um sjálfan sig og hefur tungutak Loka!
Minni á að snjóflóðahættan var lengi líka á Patreksfirði um áramótin.
Núna segjum við öll í kór í Vesturbyggð (1.300 manns eftir á stærð við Sjáland í DK)
Reykjavík, vor höfuðstaður og Ísafjörður alls ekki!
ps; Cesil mín, ég veit að Ísfirðingar lesa bloggið þitt og þess vegna "copy - pasta" ég það hjá þér ! Veit hinsvegar líka að þú hefur sannar og sterkar taugar til Suð-Vestfirða og þetta er ekki til þín elskuleg, bara að Ísfirðingar stoppi og hugsi "hver ér ég og hver vil ég vera í framtíðinni?"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2013 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.