Ferðalagið mitt. Reykjanesbær - Austfjorden.

Ég hef verið svo upptekin við að búa til jólakort, kaupa jólagjafir og pakka inn, svo er alveg eftir að taka húsið í gegn, en það snarlá á að senda jólapakkana.  Barnabörnin mín vilja fá söguna sína á jólunum.  Þau eru endalaust að spyrja hvort ég sé búin að semja söguna.  LoL  Nýja sagan heitir: Ævintýrið um Bóseindina og er sannleikskorn í henni. 

En sem sagt við vorum komin til Njarvíkur eða Reykjanesbæ.

IMG_7125

Litlu ömmustubbarnir sem þar búa, eru miklir fjörkálfar.

IMG_7057-1

Þeir eru í leikskóla á vellinum, og þar er Hjallastefnan ráðandi.

IMG_7060

Hér eru þeir hjá einni af ömmunum, en þeir eru svo ríkir að eiga þrjár ömmur. Þessi amma er frá Serbíu og kemur af og til í heimsókn, en því miður má hún ekki flytja hingað, má bara vera í 3 mánuði í senn. Vonandi hittir hún einhvern góðan mann í slíkri heimsókn, sem myndi vilja taka hana að sér svo hún fengi dvalarleyfi. Því það er sárt fyrir hana að vera svo langt í burtu frá strákunum.

IMG_7067-1

Það var logn í Reykjanesbæ bæði þegar ég kom og fór, og yndislega fallegt veður.

IMG_7084

Við gerðum ýmislegt okkur til skemmtunnar við þrjár, tengdadóttirinn, móðir hennar og ég.  Fórum m.a. í Bláa lónið, nei við fórum ekki ofan í, bara kíktum inn og skoðuðum. 

IMG_7089-1

Flottar mæðgur.

IMG_7095-1´

Ég kann ekki serbnesku og hún ekki íslensku, en kærleikurinn er þarna til staðar, og hann þarf engin orð. Heart

IMG_7101-1

Já það er gaman að leika sér frjáls og frír.

IMG_7115-1

Á meðan við rusluðumst eldaði sonurinn dýrindis máltíð.

IMG_7121

Davíð Elías ætlar líka að verða góður kokkur, því hann fylgdist vel með pabba sínum.

IMG_7123

Litlu ærslabelgirnir Heart og mamma.

IMG_7125

Svo var leikið smá áður en farið var í náttaföt og rúmið.

IMG_7127-1

Svo þarf að lesa fyrir svefnin og amma var fengin í það. Heart

IMG_7131

Og þá gátum við farið að hafa það næs. Það voru lakkaðar neglur, litað hár og allt til að hygge sig.

IMG_7136

Það þarf engin orð, það er alveg hægt að eiga góð samskipti án þeirra. En samt sem áður er hægt að læra svona smátt og smátt. Vru´ca Kafa þýðir til dæmis heitt kaffi.

IMG_7143

Yndislegt að hitta gott fólk.

IMG_7145

Og sorgin sár að verða að fara og yfirgefa fjölskylduna, þó við eigum nóg pláss, og nóg hjartarúm, þá vilja opinberir aðilar takmarka svo mjög að fólk geti komið og verið að það er sorglegt.

En svo var það flugið til Oslóar, hún kom líka með þangað, þar sem hún þurfti að millilenda áleiðis til Belgrad.

IMG_7147

Fjölskyldan í Osló.

IMG_7148

Skottan mín þar Sólveig Hulda.

IMG_7149

Stóri bróðir.

IMG_7151

Og litli bumbubúinn.

IMG_7157

Svo þurfti að aka ömmu út á flugvöll, því ég þurfti að taka flug til Örsta, þar sem Ingi Þór sonur minn og fjölskyldal búa.

Það var einmitt hér sem þeir tóku af mér smjörstykkið.  Vissuð þið að smjörstykki er stórhættulegt sprengistuff sem ekki má fara með í handfarangri í flug, ekki einu sinni innanlands.  

IMG_7160

Við vorum soldið... mikið of sein á flugvöllinn, ég hljóp flugvöllinn á enda, það er nefnilega þannig að ég tafðist svo í security, ég var æst og reyndi að segja þeim að ég væri að missa af flugvélinni, en þau horfðu bara á mig og héldu áfram sínum seinagangi. Loks komst ég í gegn, smjörlaus hmpfrDevil Er viss um að stúlkan sem tók smjörið ætlar að nota það á jólunum.

Þá tók við hlaup á enda flugstöðvarinnar, gate 1 var nefnilega alveg hinu meginn í flugstöðinni, ég stoppaði samt á leiðinni og spurði hvort flugvélin væri ennþá þarna, en fékk þá að vita að hún var farin og hafði farið of snemma.  En sem betur fer var önnur vél tveim tímum seinna, en ég þurfti að fara aftur í gegn og kaupa mér nýjan miða á 2000 kr. norskar. 

Það var því sveitt, reið og tætt kerling sem komst alla leið upp í flugvélina. 

IMG_7162

En það er ekki hægt að vera reiður lengur þegar fallegt umhverfið blasir við í norður Noregi og vonin um að hitta börn og barnabörn.

IMG_7166

Miðað við norður Noreg virka fjöllin hér heima eins og Himmelbjarget.

IMG_7168

Já frábært alveg.

IMG_7173

Og þá er ég komin til Austfjorden, það verður meira sagt frá því aðeins seinna. 

Eigið góðan dag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, tollarinn sem tók af þér smjörið þarf ekki að vera smjörlaus þessi jól. Dvalarleyfi útlendinga er svolítið erfitt að sætta sig við, en kannski höfum við fengið þessar reglur eins og fleira frá ameríkönum. Ég veit um fólk sem ætlaði að vera hjá ættingjum þar í þrjá mánuði og þrjá daga og þurfti fyrir þessa þrjá daga að skila alls konar vottorðum um eignir og skuldir hér, atvinnuvottorði og fleiru.

En ég bíð eftir að fá meira að heyra um ferðalagið þegar um hægist hjá þér . Búin að fá sendinguna .

Dísa (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 22:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín.  Vona að prinsessunni líki vel við það sem kemur upp úr jólapakkanum hennar ömmu sín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2012 kl. 00:16

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er aldeilis ferðalag í lagi, þó fyrst og fremst gaman að sjá afkomendurna. Ég þarf styttra aðeins til Sandnes,fer kanski á næstu jólum ef,,,,

Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2012 kl. 02:48

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Foreldrar eða afar og ömmur sem kunna að segja sögur eru alveg einstök. Ásthildur þú ræðir nú við heimamenn um það að við tökum upp norsku krónuna, ef við þurfum að kasta þeirri íslensku. Njóttu ferðarinnar.

Sigurður Þorsteinsson, 21.12.2012 kl. 07:07

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er yndislegt að hitta þessar elskur.  Og núna eru hér hjá mér guttar sem vilja helst gista í kúlunni.   Það er svo notalegt.

Já ég skal minnast á þetta smámál ef það kemur til Sigurður minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2012 kl. 10:36

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2012 kl. 12:01

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2012 kl. 12:29

8 Smámynd: Kidda

Sé að þú ert að verða ennþá ríkari ;)Alltaf gaman að sjá myndirnar af fjölskyldunni og ferðalögunum þínum.

en þetta er oft ótrúlegt með dvalarleyfi hérna á klakanum.

Kidda, 22.12.2012 kl. 10:08

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín, já stundum skilur maður ekki aðskilnaðarstefnu stjórnvalda gagnvart ættingjum innfluttra íslendinga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2012 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband