30.11.2012 | 16:49
Stórhættuleg smjörklípa.
Ég var svona rétt að taka norðmenn í sátt, og hugsaði með mér við værum nú ansi líkir hópar. Þetta var ég að hugsa á Gardemoen flugvelli, meðan ég beið eftir að sonur minn sækti mig út á flugvöll í Osló.
En þessi hugsun hvarf eins og dögg fyrir sólu, þegar ég daginn eftir var á leið aftur um Gardemoenflugvöll í innanlandsflugi til Örstad/Volda, orðin of sein og var að missa af vélinni.
Ég hafði auðvitað tekið með ýmislegt gott sem ég ætlaði að veita börnunum mínum, þar á meðal var smjörstykki. Þar sem ég var á hraðferð gegnum Sekjúrití, var ég stoppuð og leitað í handfarangri, stúlkan tók upp smjörstykkið og sagði að þetta væri ekki leyfilegt. Ég horfði á hana í forundran og síðan á smjörstykkið, en þetta er bara smjör sagði ég með vantrú í röddinni, en eitur í augunum. Þetta átti að vera með harðfiskinum sem þarna var líka.
Nei við getum ekki leyft þér að fara með þetta inn í vélina sagði hún. En ég er í innanlandsflugi, sagði ég og fann hvernig öll frændsemi hvarf eins og dögg fyrir sólu.
Nei ég þarf að taka þetta frá sagði hún ákveðin, og ég sá fyrir mér græðgina í augunum á henni, viss um að hún ætlaði bara að fara með smjörstykkið með sér heim og gæða sér á því.
En ég var að missa af flugvélinni svo ég lét þetta yfir mig ganga.
En þetta var ekki búið, þetta hafði tafið mig svo að ég var orðin ansi sein og þá var að hlaupa með allt draslið og gate 2 á Gardemoen er nákvæmlega hinu megin í húsinu, út í enda og þar ofan í kjallara, svo auðvitað missti ég af flugvélinni. Auðvitað voru engar kerrur sjáanlegar neinstaðar til að auðvelda mér hlaupin með farangurinn, nema þær voru við útganginn í flugvélina, afskaplega þægilegt eða hitt þó heldur.
En sem sagt ég missi af vélinni, og þá var bara að rölta aftur í gegn. Sem betur fer hafði sonur minn beðið til að sjá hvort ég hefði komist með. Ég þurfti svo að kaupa aftur miða, sem betur fer fór önnur vél kl. 14.40, svo það var smá seinkunn en ekki daga spursmál. Miðinn kostar bara rúmar 2000 krónur norskar, jafn mikið og flug til Vínar
Svo aftur gegnum öryggishliðið, og aftur þurftu þau að skoða í farangurinn minn. Í þetta skiptið var það lakkrísreimarnar sem vöktu áhuga þeirra. Og lá við að yrði tekinn af mér, það sem barnabörnin mín áttu að fá. Því pirraðri sem ég varð, því kuldalegri urðu öryggisverðirnir. Hliðið pípti þegar ég fór í gegn, og þegar brosandi vörður spurði mig kurteislega hvort ég vildi konu eða karl til að leita á mér, leit ég í kring um mig og sá enga konu í nágrenninu og heimtaði að fá kvenmann í jobbið.
Þá var að leggja af stað aftur. Og það var farið að sjóða á mér. Mér fannst sárara að láta taka af mér smjörstykkið, en að borga nýjan miða, sem sonur minn reyndar greiddi helminginn af.
Og ég er ennþá að velta því fyrir mér hvað er svona hættulegt við eitt stykki af smjöri í plastumbúðum.
En ég mun segja ykkur frá ferðalaginu og fleiru síðar.
Flogið yfir Ullsteinvik.
En svo get ég ekki verið reið lengur þegar við blasir hrikaleg fegurðin.
FLogið í áttina að Örstad.
Komin heim í heiðardaglinn hjá börnunum mínum.
Eigið góða helgi.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áshildur mín. Það er víst til bæði gott og slæmt í norska kerfinu, eins og því íslenska. Enda er það EES (ESB-úlfur í sauðagæru), sem stjórna bæði norskum og íslenskum stjórnmála-toppum í dag.
Svona er EES-ESB-friðurinn í raun.
Þú ert ekki langt frá Ålesund, þar sem ég bjó og vann í nokkur ár, og leið mjög vel í því samfélagi. Vennlig hilsing til Norge
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2012 kl. 19:46
Einmitt var hér á ferð í Ålesund þegar kviknaði í ferjunni og nokkrir dóu, var einmitt þar fylgist með björgunarþyrlunni og fréttum af björgun og dánartíðni. Það var hrikalegt. Ég skal skila kveðjunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 19:55
Hafðu það nú æðislega gott í Norge og í Austurríki. Veit að fjölskyldan verður himinlifandi að fá ömmu og afa í heimsókn.
Kidda, 1.12.2012 kl. 01:23
Mér hefur alltaf fundist Norðmenn leiðinlegir, smásmugulegir og þurrkuntulegir gagnvart minni þjóðum. En svo liggja þeir á hnjánum gagnvart stórþjóðum og sleikja á þeim lappirnar.
Ég hef stundum fengið skömm í hattinn hafi ég nefnt þessa skoðun mína, sér í lagi á stundum þegar hefja þarf "det nordiske samarbejde" upp til skýjanna. Það glöddust margir þegar norðmenn lánuðu okkur peninga eftir hrunið, Icesave skilyrt í bak og fyrir, og samkvæmt nýlegum fréttum á mun hærri vöxtum en þeir lánuðu öðrum. Þannig er nú norræna samvinnan á þeim bænum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.12.2012 kl. 05:47
Svona er lífið víst mismunandi aðstæður og upplifanir. Ég hef ekkert nema gott um norðmenn að segja eftir mínar ferðir þangað og um landið þvert og endilangt, tollskoðanir og annað, þar sem menn gerðu allt fyrir konu sem var að fara heim með allt of mikinn mat. En það eru áratugir síðan og sjálfsagt skýrir það málið eitthvað. Hafði það gott elskan mín og komdu heim í heilu lagi.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2012 kl. 09:30
Takk öll, já ég hef það gott. Ásdís mín, ég hefði svo sem skilið það ef ég hefði verið tekinn í tollinum með smjör, þó það sé hálf undarlegt. En þetta var í ÖRYGGISEFTIRLITINU, þú veist þar sem við tékkum okkur inn í flugið, og þar að auki var þetta innanlands. Þeim mun óskiljanlegra var þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2012 kl. 10:08
Norðmenn eru einstaklega smásmugulegir þegar á reynir. Á reyndar við um fleiri. Hef nú búið hér í konungsríkinu í tæp tvö ár og er enn að átta mig á þessari þjóð sem býr við einstakt ríkidæmi og hörð náttúruskilyrði. Á yfirborðinu eru Norðmenn kurteisir en hún nær víða einungis grunnt. Þeir geta verið eitilharðir í viðskiptum og fleiri sviðum mannlífsins. Tala sjálfir um að allt snúist um aurinn, og nokkuð er til í því. Að auki búa þeir við þjóðarstolt or þjóðarrembing sem slær öllu því við sem ég hef áður kynnst. Sem sést m.a. á því að erlent smjörstykki kemst ekki í gegnum öryggishlið ...
Ólafur Als, 1.12.2012 kl. 10:12
ó, ég skil betur núna, þetta er náttl. bara bjánalegt
Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2012 kl. 10:12
Mér fannst eins og það væru tveir ólíkir hópar í Noregi. Svo ólíkir gátu norðmenn verið. Eftir því sem maður kom norðar í landið, þá voru þeir jákvæðari og minna smámunasamir.
Það er óskiljanlegt að vera tekinn með smjör í öryggiseftirlits-innanlands-flugi. Þetta hefur greinilega eitthvað breyst síðan ég bjó þarna. Þetta er auðvitað fáránleg smámunasemi og óskiljanleg.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.12.2012 kl. 10:24
Var ekki smjörskortur í Noregi fyrir síðustu jól? Daman hefur ætlað að tryggja sig með smjör fyrir þessi jól.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.12.2012 kl. 16:55
Það var smjörhallæri fyrir síðustu jól hjá norsurum, svo það hefur átt að koma í veg fyrir að það kæmist. En takk fyrir síðast, það var svo gaman að fá ykkur í heimsóln og spjalla . Njóttu dvalarinnar með börnunum .
Dísa (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 21:39
Já þetta er sannarlega algjörlega óskiljanlegt.
Haha Axel og Dísa, ætli það sé ekki skýringin á þessu hættulega smjöri.
Dísa mín já þetta var frábært kvöld með ykkur Hildu. Ég naut þess svo sannarlega í botn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2012 kl. 10:29
Það er undarlegt að fólk skuli festast í jafn smávægilegum málum eins og einhverju smjöri til eða frá, þegar heimsbyggðin sveltur!
Þurfum við ekki að velta því fyrir okkur, hvers vegna smáatriðin fá alltaf meiri umfjöllun en stóru málin bankaræningjastýrðu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.12.2012 kl. 17:03
Sennilega eum við komin af Norsurum eftir allt ! Svona hef eg ekki lent í nema í Keflavik og hef ferðast víða- raunar ekki til Noregs.
svið sem eg sendi til sonar míns sem var í skóla í Englandi voru ekki gerð upptæk- en ekki afhent fyr en þau voru úldin ! kv' E
Erla Magna Alexandersdóttir, 3.12.2012 kl. 18:57
Þú ert náttlega hin nýja tegund terrorista - smjörterroristi alveg stórhættuleg amma með góðgæti í pokaskjatta. Svei þessum kerfisköllum og kellingum og hafðu það gott í Noregi.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 3.12.2012 kl. 19:34
Já einmitt Sigrún hin eina sanna Grýla hehehe.....
Erla já ég bara segi fyrir mig þetta er með því ótrúlegra sem ég hef upplifað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2012 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.