19.11.2012 | 14:04
Vetur á Ísafirði.
Það er snjór á Ísafirði, ég var á tímabili áhyggjufull vegna þess að þýskir vinir mínir voru að ferðast í þessari ófærð. En sem betur fer eru þau komin heilu og höldnu, þó brösuglega hafi gengið aksturinn. Þau eru frá Svartaskógi og þess vegna ekki mjög vön snjóakstri. En það er yndislegt að hitta þau.
Þurfti að fara í bæinn í gær, og það tók talsvert á að koma sér upp aftur með innkaupapokana. Úlfurinn ætlaði að moka fyrir ömmu sína, ef var óvart veikur í gær.
Eins og sjá má er ekki mikill snjór í fjöllunum, þó það sé mikill snjór í byggð.
Veðurbarin hús.
Og starfsmenn bæjarins og fleiri moka jafnóðum. Og þegar svona mikill snjór er, moka þeir honum fyrst í hauga, og suma allstóra.
Eins og sjá má, og til mikillar gleði fyrir börnin, því þau voru strax byrjuð að renna sér niður snjófjallið. -
Vetur konungur er komin til að vera í þetta skipti.
Snjórin hlífir gróðrinum og setur sína dúnmjúku sæng yfir hann.
En veturinn er líka fallegur.
Smá vetrarkveðja frá Ísafirði. Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru nú fallegar myndir, en ég veit að þessu fylgja líka erfiðleikar knús
Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2012 kl. 14:29
Takk Ásdís mín, já erfiðleikar í að ösla snjóinn upp að mitti niður á götu. En það er líka hressandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2012 kl. 15:39
Margir telja mig nú ansi ruglaða að öfunda ykkur fyrir snjóinn, en ég geri það nú samt. :)
Væri gaman að geta farið út með krökkunum á snjóþoturnar.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.11.2012 kl. 16:48
Já börnin elska snjóinn og við fyrstu snjóa eru þau komin með snjóþotur, bretti og skíði að senna sér niður brekkurnar. Það er gaman að horfa á þau. Mér líður vel í snjó, það er bara þetta að þurfa að klofast að heiman frá mér hehe... Ég er til dæmis boðin út í mat á eftir, nú er ég að velta fyrir mér hvernig ég eigi að komast niður á götu, þarf ég að hafa fötin með mér í poka og skipta einhversstaðar á leiðinni
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2012 kl. 17:13
Kæra Ásthildur!
Víst eru myndirnar fallegar, (svolítið kaldar að sjá)
Þær framkalla svolitla gigt hjá mér.
En Svona hefur nú verið líf forfeðra okkar sem ekki höfðu nú ekki
þau þægindi sem við höfum í dag. Við megum vera þakklát fyrir þær
framfarir á landinu okkar kalda. Kveðja. Jóhanna
jóhanna (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 20:54
Takk Jóhanna mín, þegra gigtin gerir vart við sig er gott að fá sér ávaxtate með hunangi. Virkar vel á mig allavega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2012 kl. 22:26
Hljómar örugglega fáránlega, en þessar myndir hlýja mér um hjartarætur, taka mig aftur til bernskunnar þegar maður þurfti að berjast í snjónum til að komast í skólann og gat svo leikið sér í honum eftir skóla. Þá var lífið sko áhyggjulaust, mamma og pabbi redduðu vandamálunum .
Dísa (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 22:46
Já Dísa mín, þá var leikið í snjónum, snjóhús, eða trampað niður gangar og salir. Svo voru búnir til englar, og svo margt og margt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2012 kl. 23:09
Heldur vetrarlegt um að litast hjá þér mín kæra. Þú býrð í sannkallaðari snjókúlu sem er örugglega mjög notalegt að vera í fyrir utan að þurfa að moka frá til að komast út.
Knús í snjókúluna <3
Kidda, 20.11.2012 kl. 08:53
Já eins og blóm í eggi Kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2012 kl. 13:24
Mér ber að þakka fyrir fallegar myndir,og ég er alltaf heillaður öllu fyrir Vestan..
Vilhjálmur Stefánsson, 20.11.2012 kl. 15:20
Mín er ánægjan Vilhjálmur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2012 kl. 15:22
Auðvitað var gaman í æsku að ærslast í snjó koma síðan glorsoltinn inn rífa í sig matinn. Oft settist maður við glugga og það rétt týrði í ljós frá bæjunum hinumegin við fjörðin. Að það skuli núna vera svona merkilegt er skrýtið. En ljósin frá bílunum sem komu niður Gemlufallsheiði voru alltaf jafn spennandi,skyldu þeir koma með Tóka,en það var einskonar prammi sem flutti þá yfir fjörðinn. Allt í einu ryfjaðist þessi fornaldar-ferðamáti upp. Og komin hánótt,ég sofna alltaf yfir seinniparti fréttanna,vaki svo. Þetta er ekki hægt ég fer að vinna í næstu viku, Góða nótt Ásthildur mín undir þinni prívat snjóhengju (-:
Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2012 kl. 04:43
Takk elskan, ég held að ég hafi verið svo fræg að fara með þessum pramma yfir fjörðin, það var braggi hinum meginn þar sem maður get farið inn í til að bíða eftir snjóbílnum. Spennandi ferðamáti. Knús á þig líka
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2012 kl. 17:19
Svei mér þá ef ég öfunda ekki ykkur fyrir vestan af öllum þessum yndislega snjó.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.11.2012 kl. 18:08
Já hann skýlir og allt í lagi meðan maður þarf ekki að klofa upp að mitti við að komast áfram. Reyndar þurfti ég að skríða upp í hænsnakofa í gær. En ég fór bara rólega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2012 kl. 18:16
♥
Hrönn Sigurðardóttir, 24.11.2012 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.