10.11.2012 | 18:57
Okkar björgun kemur sennilega að utan en ekki frá stjórnvöldum sem við höfum kosið yfir okkur.
Nú hef ég ekki mikið vit á fjármálum, segi eins og utanríkisráðherra vor, sem tilkynnti okkur að hann hefði ekki hundsvit á slíku. En er það ekki dálitið varasamt að umræður um fjárlög ESB hafi siglt í strand. Þarna er um að ræða þörf möppudýranna í Brussel fyrir meira fé til að sólunda, m.a. í allskonar mútur og styrki til okkar hér á skerinu til að dobbla okkur inn í sambandið. Það skyldi þó ekki vera svo að það myndi borga sig ef við værum svo miklir kjánar að falla fyrir þessu og fara inn.
Mér skilst að uppgjör reikninga hafi ekki skilað sér inn s.l. 17 ár eða svo, og nú er hvorki meira né minna en 9 milljarða evrugat á fjárhagsreikningnum. Það þarf engan fjármálaspeking til að sjá að þetta gengur ekki upp.
Og illa er ég svikin um mannlegt eðli ef öll 27 ríki sambandsins samþykki að auka greiðslu til lobbýistana í Brussel um 6.8, meðan ekki liggur fyrir í hvað þessir peningar eiga/ og hafa farið.
Enda sýnist mér ríkisstjórnir vera að stinga niður fótum gegn þessu, og óánægjan eykst, ekki bara hjá hinum fátækari með hræðilegum niðurskurði sem bitnar á almenningi, fyrst og fremst þeirra sem minna mega sín, heldur líka þeirra ríkari sem þykjast sjá að skattarnir þeirra fari meira og minna í að borga "óráðssíu" í hinum fátækari ríkjum.
Og nú las ég einhversstaðar að þjóðverjar séu að missa dampinn, og þrengir að þeim á alla kanta. Þó ég þekki ekki til fjármála og stadusa svona yfirleitt í þeim geira, þá þekki ég mannlegt eðli þeim mun meira. Og ég bara sé það í hendi mér að ráðamenn í þessum ríkjum fari að hugsa sinn gang þjóðhagslega séð
, þegar þeir sjá alvöruna hjá almenningi um efnahagsmál. Svo líður að kosningum og ólíkt því sem gerist hér á landi, þá eru flestar þjóðir þannig að þær refsa þeim sem halda illa á fjármálum ríkisins. Og þar sem það er afar ljóst að það eina sem þessir ríkisbubbar í hverju landi skilja eru atkvæðin upp úr kjörkössunum, þá er ég nokkurnveginn viss um að þeir sjá sjálfir alveg hjálparlaust að þolinmæði fólks er á þrotum gagnvart þessari endalausu þjónkun við einhvern draum um eitt ríki Evrópu.
Og þó við höfum hér stjórnvöld sem hvorki sjá, heyra né skilja, og þeirra draumur er sá að komast þarna inn í brunarústirnar, þá sér almenningur erlendis þetta betur og krefur sína embættismenn um skýr svör. Þetta samband mun því rottna innanfrá vonandi áður en okkar kjánum tekst að smygla okkur þarna inn með falsi og fláráði.
Rotturnar munu flýja sökkvandi skip, hver sem betur getur þegar þeir horfast í augu við kosningar og reiði almennings.
Og ofan á all er evran að lækka...http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/11/10/evran_laekkar_thridja_daginn_i_rod/
Þannig að sennilega kemur björgun okkar ekki frá íslenskum stjórnvöldum, heldur frá þeim löndum sem nú eru involveruð í þetta sambandsríki sem er eiginlega að falli komið.
Viðræður um fjárlög ESB í strand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.