1.11.2012 | 00:39
Snjór í október.
Dagurinn í dag leið kyrrlátur og notalegur ég og kettirnir höfðum það huggulegt meðan drengurinn var í skólanum. Ég var samt fegin þegar henn kom heim.
Veðrið er svo sem ekkert svo slæmt hér ennþá hvað sem verður. En það er æði kuldalegt, og þess vegan var ég fegin að hafa hugað að öllu vel í gær.
Það er samt aldrei of varlega farið sérstaklega þeir sem ætla að ferðast yfir fjöll og firnindi. Það er ekkert íhlaupaverk fyrir björgunarsveitirnar okkar að halda út í svótsvarta nótt til að leita að fólki. Þó þeir bregðist alltaf vel við og séu boðnir og búnir, þá þurfum við líka að sýna ábyrgð og aðgæslu.
Þessar myndir voru teknar í hádeginu í dag, það birti varla vegna snjókomunnar.
Svo er að sjá á morgun hvort sá rauði fer í gang, efast um að ég geti látið hann renna eins og ég ætlaði mér, það er bæði snjór og ruðningur framan við hann. En þá eru það karlarnir mínir í áhaldahúsinu sem vonandi bjarga mér út.
Ekki fer ég hjólandi svo mikið er víst.
En nú er tími á nætursvefn. Vona að þið eigið góða nótt og sofið rótt.
Stormviðvörun fram á föstudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það hlíar manni alltaf að berja augun af Vestfirsku Fjöllonum á myndum frá þér Ásthildur,hafðu þökk fyrir þær. Kettirnir hjá þér eru örugglega skemmtilegri en Kettirnir hennar Jóhönnu Sigurðardóttur..
Vilhjálmur Stefánsson, 1.11.2012 kl. 06:37
Takk Vilhjálmur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2012 kl. 08:34
Það sem við hérna í Eyjum höfum fram yfir ykkur á landsbyggðinni, það er minni snjókoma. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 1.11.2012 kl. 12:07
Já Þorkell minn það má segja það, og sennilega meiri vind
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2012 kl. 12:50
Úff manni verður bara kalt, þegar maður sér myndirnar. Það er ekkert farið að snjóa hérna á Suðurnesjunum en ég fór inn í Hafnarfjörð í gær en þar snjóaði aðeins í gærmorgun svo það styttist nú örugglega í þetta hvíta hérna....
Jóhann Elíasson, 1.11.2012 kl. 12:56
Já það sem er dálítið merkilegt við þetta Jóhann er að það er hlýlegra í snjónum en þegar allt er í þurrafrosti. Snjórinn leggst eins og teppi yfir gróðurinn og einhverra hluta vegna er aldrei eins kalt þegar snjórinn hylur jörð. En það er satt, kuldalegt um að litast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2012 kl. 13:07
Snjórinn veitir bæði birtu og einangrun frá kuldanum, svo þó hann sé stundum fyrirstaða hefur hann kosti líka. Mikil skelfingar ósköp elsuðum við hann líka á barnsaldri. þó hann gerði okkur erfiðara að komast í skólann.
Dísa (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.