Sandý og Mandý... eða þannig.

Ég vil byrja á að votta fórnarlömbum Sandý samúð mína, það er hræðilegt að nánast sjá eyðilegginguna í beinni.  Var að horfa á beina útsendingu frá óveðrinu í gær og í morgun.  Ég horfði á húsin sem fólk var að lappa upp á í forvörn og hugsaði með mér´; þvílíkt klandur þetta er sumstaðar, ætli það séu engar byggingareglugerðir og eftirlit með því að fólk byggi hús sem eiga að þola  blástur refsins?

Sennilega þess vegna hef ég í dag verið að undirbúa okkar eigið óveður, ef þannig má að orði komast.  Ég gaf hænunum stóran skammt af mat og bætti vel á vatnið, lokaði lúgunni út í gerðið, svo þær mættu hafa það huggulegt, búin að ganga frá öllu lauslegu upp í garðplöntustöðinni og fór síðan og verslaði vel inn, gerði fullan pott af kjötsúpu fyrir okkur stubbinn minn, og nú bara bíð ég í rólegheitum eftir að veðrið bresti á, og svo linni.  Ég varð fyrir því óhappi í dag þegar ég fór að versla að bíllinn minn varð rafmagnslaus niður við Samkaup, og þá áttaði ég mig á að ég var í vandræðum hvern ætti að hringja í þangað til ég mundi eftir mínum ástkæru fyrrverandi vinnufélögum í áhaldahúsinu og hringdi í þá, en á sama tíma brunaði einn góður maður upp að mér, Úlfur hafði fengið lánuð straumtæki úti á slökkvistöð svo hann gat gefið mér stuð, en þá er málið hvort bíllinn fer í gang á morgun. Woundering Lagði honum reyndar upp í heimkeyrsluna þannig að ég gæti látið hann renna í gang.

En sem sagt ég er viðbúin, tilbúin til að taka á móti því sem koma skal.

En það er langt síðan ég hef birt myndir af fjöllunum í kring, og þannig vanrækt fjallafólkið mitt að vestan, en ég bæti nú úr því hér með.

2-IMG_6843

Þessi mynd var tekin í gær, himnagalleríið á fullu.

3-IMG_6844

Það er ótrúleg litadýrð þegar kvölda fer hér á þessum tíma, þegar kvöldsólin nær ekki yfir fjöllin en litar skýin svo fallega. Gísli og þið hin sjáið snjóstöðuna núna.

4-IMG_6845

Ekki mikill snjór eins og þið sjáið, en það mun sennilega koma meira í nótt.

5-IMG_6846

Snjólínan var komin neðar, en það hefur tekið upp snjóinn undanfarið í góða veðrinu.

6-IMG_6847

Þessi mynd var svo tekin í dag, ótrúlegir litir.

7-IMG_6848

Fallegt veður, lognið á undan storminum.

8-IMG_6849

En það skipast fljótt veður í lofti hér á Íslandi stundum.

9-IMG_6850

Og nokkrum klukkustundum síðar blasti þetta við.

10-IMG_6856

Já svona er lífið.

1-IMG_6838

Og þessa fjörkálfa vantar ennþá heimili, annars blasir ekkert gott við þeim, svo er einhver þarna úti vill bjarga litlum fallegum yndislegum kisum, þá er tækifæri til þessHeart

En ég býð ykkur góðrar nætur elskuleg.


mbl.is Slóð eyðileggingar í Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Ásthildur. Ég hef lesið bloggið þitt um nokkurn tíma en aldrei kvittað fyrir né kommentað fyrr. Ég dáist að þér og þínum :) Mér finnst þú vera svo ótrúlega dugleg kona á allan hátt ! Mér finnst aðdáunarvert hvernig þú tæklar hlutina. Ljúft er að fá myndir af fjöllunum hjá þér þó svo að topparnir séu farnir að grána. Elsku þú, haltu áfram á sömu braut, það er svo ótrúlega gott að lesa pistlana þína :)

Kær kveðja úr Trékyllisvíkinni.

P.s. Má til með að segja þér að ég er náfrænka Obbu vinkonu þinnar ;)

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 02:35

2 identicon

Fallegar fjallamyndirnar, og hlýja mér um hjartaræturnar, þó kuldaleg séu þau bernskuvinirnir með hvíta toppa. Þú ert augljóslega hagsýn að draga í búið og hafa nægar vistir meðan veðrið gefur yfir. Vona að bíllinn þinn fari í gang næst. Knús til þín  .

Dísa (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 10:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fegurðin býr í fjöllunum þínum, mér er oft hugsað til sagnanna hans Jóns Kalman þegar ég horfi á myndirnar þínar. Knús í vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2012 kl. 12:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk fyrir mig Jóhanna Ósk, það er svo notalegt að fá svona hlý og kærleiksrík orð  Gaman að heyra að þú er frænka Obbu, er það af föðurnum eða móðurinni, ég spyr vegna þess að ég þekki líka Fríðu Sigurðar hálfsystur hennar.  Góðar kveðjur í Trékyllisvíkina. 

Elsku Dísa mín, já þau eru bæði bernskuvinir og aflgjafar okkur sem þekkjum þau vel.  Já ég er eins og blóm í eggi ein með kisunum mínum, sem kúra saman og mala af ánægju, Stuppurinn minn í skólanum.  Ég fer ekki hænufet út í dag

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2012 kl. 12:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

´Takk Ásdís mín, já fegurðin býr í fjöllunum og einnig kyngikraftur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2012 kl. 15:37

6 identicon

Sigurður faðir þeirra systra var bróðir mömmu minnar :) Heimurinn er svo ótrúlega lítill þegar fólk fer að spjalla saman ;)

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 15:54

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já gaman að þessu, ég hitti hann einhverntímann fyrir mörgum árum.  Heimurinn er svo sannarlega lítill. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2012 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband