Í hverskonar þjóðfélagi ERUM við.

Egill Helga. 

Í hverskonar þjóðfélagi erum við? Sagði Sr. Halldór Gunnarsson í Silfri Egils í gær.  Þetta Silfur var algjör gersemi.  Ég er búin að hlusta á það þrisvar.  Þarna var alvöru fólk sem talaði tæpitungulaust um það sem að er í þjóðfélagi.  Sr. Halldór Gunnarsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, María Jónsdóttir sem nýlega vann dóm í undirrétti um lánamál sín, verkalýðsforinginn Vilhjálmur Birgirsson og svo Björn Valur.

Að hlusta á þennan þátt er hreinlega sáluhjálparatriði og sálarhreinsun.  Að sjá þarna greinilega mismuninn á því hvernig almenningur hugsar og svo alþingismenn, sem þykjast ekkert geta gert.  Við lentum í þessu segir Björn Valur. 

Eigum við almenningur í landinu að taka til í þessari spillingu? spyr María. 

Það er himin og haf milli hugsunargangs Björns Vals og þeirra sem með honum sátu.  Og sýnir í hnotskurn af hverju ekkert hefur verið gert af hálfu ríkisins.  Þetta kemur ekkert upp á borð ríkisstjórnarinnar að þeirra mati, þau lentu bara í þessu.

 http://www.ruv.is/sarpurinn/flokkar/silfur-egils

Viðtalið við Má seðlabankastjóra var líka afskaplega gott.  Þar kveður við nýjan tón því hann hefur verulega dregið úr áhuga sínum á evrunni, jafnvel dró meira frekar í land, og sagði að eins og væri, sé það ekki fýsilegur kostur að taka upp evru þar sem hún væri brennandi. 

Seðlabankastjórinn talaði afskaplega jákvætt og var raunsær um stöðu mála.

Ég ráðlegg þeim sem ekki hafa hlustað á þáttinn endilega gera það.  Því það er svo margt þarna sem þarf að skoða.  Og það þurfum við sjálf að gera.  Það gerir það enginn fyrir okkur, alþingismenn og ríkisstjórn hafa víst bara lent í þessu óvart.  Þau hafa víst gleymt því ríkisstjórnin að þau eru í meirihluta og eru þess vegna í aðstöðu til að setja lög til að gera málin hrein og klár. 

Hressilegt og rosalega flott Silfur Egils, megi hann hafa þökk fyrir, og endilega meira svona Egill. 

ÍSl. Fáninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég fékk nákvæmlega það sama á tilfinninguna, þegar ég horfði á þennan þátt.  Björn Valur virtist ekkert vita eða skilja hvað var og er í gangi í þjóðfélaginu.  Þetta virtist koma einna best í ljós þegar hann klifaði statt og stöðugt á því að hann og hans börn og fjölskylda væru líka með lán sem þyrfti að greiða af og því skyldi hann ekki vinna fyrir almenning en ekki fyrir fjármagnseigendur.  En hann nefndi ekki aðstöðumuninn sem hann nýtur............

Jóhann Elíasson, 29.10.2012 kl. 14:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ber mikla virðingu fyrir Vilhjálmi Birgissyni. Sr. Halldór var góður, en gaman yrði að sjá svipinn á samkomunni þegar presturinn stendur upp, á fyrsta fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar, og hefur upp boðskapinn. Ég er hræddur um að það verði messufall.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2012 kl. 14:28

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það stutta sem ég sá var fínt og með þingmanninn...jú, hah hefur sín lán en af hverju beitir hann sér þá ekki fyrir lagasetningu til að gera málin í lagi, eins og þú réttilega bendir á , kæra Ásthildur ? Þar hefði ég óskað að Egill hefði gengið að honum og spurt hann...eða gerði hann það kannski ?

Þarf að kíkja á þáttinn á netinu og þá allan, sá bara ca. 10 mín. eða svo. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.10.2012 kl. 15:04

4 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Tetta var frabær tattur en Bjørn Valur slap alt of billega med sitt politiska utanum tali ,til hvers høfum vid stjornvøld i tessu landi spyr eg sjalfan mig eftir tennan tatt,af hverju a eg ad borga tessu folki eins og Birni Val laun fyrir ad seigja altjod fra ad hann hafi lika lent i hruninu,malid er ad tessir menn eru ekkert i sambandi vid tjodina,og versta er virdast ekki sja neitt rangt vid tad

,utan vid tad var tetta frabær tattur og vona ad sem flestir hafi sed hann

Þorsteinn J Þorsteinsson, 29.10.2012 kl. 15:47

5 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

En tok eftir einu talad er um ad 5 miljarda kosti ad reka lifeyrissjodina hid retta er ad hann er mun hærri tvi næstum eingvir sjodir gefa upp erlend fjarfestingagjøld sem skifta alavegan 1-2 miljørdum,og saknadi tess ad ekki var eithvad saumad ad Birni Vali vardandi tetta ran i dagsljosi

Er nybuin ad sja tat fra DR 1,tar sem var farid yfir rettindi ef tu hafdir borgad 43 ar i lifeyissjod ca 400,000 a manudi brutto

sambærilegar tølur a Islandi 70-100,000,og tar af skerdiast fyrst 70,000 kronu a moti kronu,tetta er glæpamenska .

Ragnar Tor Ingolfsson hefur sett upp tølur fyrir sukkid,sem er hægt ad sja amed einfaldri leit

Þorsteinn J Þorsteinsson, 29.10.2012 kl. 16:00

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já, sannleikurinn gerir þjóðina frjálsa!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.10.2012 kl. 16:06

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.

Já Jóhann það var frekar aumt þegar þingmaðurinn reyndi að krækja sér í meðaumkvun og afsökun vegna þess að hann hafi sjálfur lent í þessu og fjölskyldan.  Eins og séran spurði og reyndar þau öll hin Af hverju gerið þið þá ekkert í málin?  Setja lög um flýtimeðferð og lög sem takmarka þjófnað fjármagnsfyrirtækja.

Egill stjórnaði þættinum eða reyndi það.  Björn Valur talaði yfir alla, svo fólk þurfti að sæta lagi til að komast að Hjördís mín.  En þau hin gáfu honum ekkert eftir og að lokum var allur vindur úr honum.  'Eg vona að hann hafi farið heim með það í farteskinu að gera nú eitthvað í málefnum heimilanna.

Já reyndar slapp hann fyrir horn, af því að hann kjaftaði yfir allt og alla Þorsteinn.   Ég er sammála því að það þarf að rannsaka lífeyrissjóðina og meðferð stjórna þeirra á fé launafólks í þessu landi.

Einmitt Anna mín svo satt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2012 kl. 17:17

8 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl og blessuð Ásthildur mín.  Því miður sá ég ekki Silfrið vegna afmælisanna í gær.  Það sem mér þykir einkenna þjóðfélagsumræðuna í dag eftir svokallað hrun,  að það eigi að vera sjálfsögð krafa á þjóðfélagið,  að skuldir séu færða niður og jafnvel þurrkaðar út.  Ekki að ég sé að mæla því mót,   ef "borð er fyrir báru" í þjóðfélaginu,  að þeim sem lakast eru settir sé hjálpað.  Fyrst verðum við að viðurkenna að hér á landi urðu hamfarir af manna völdum,  sem lagast ekki einn tveir og þrír,  því miður.  Miðað við þá flokka sem voru hér við stjórn,  þegar hrundansinn var stiginn sem ákafast,  er ég ekki mjög bjartsýnn á að þeir sömu aðilar geri neitt betur,  ef þeir komast að kjötkötlunum,  því miður.  En ég bíð þolinmóður og sé hvernig mál þróast eftir næstu kosningar,  en þá ættu menn að fá allar sínar óskir uppfylltar,   eða hvað ? Kveðja.       

Þorkell Sigurjónsson, 29.10.2012 kl. 18:19

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Þorkell minn. Ég er sammála því að framsókn og Sjálfstæðismenn hefðu eflaust ekki staðið sig betur, þó veit ég ekki, ráðaleysi og að halda að sér höndum er alvvarlegt mein.  Ósamstæði líka milli stjórnarflokkanna.  En ég var ekki að tala um það beint, heldur var þetta aldeilis frábær þáttur, þú getur linkað á hann sem ég setti hér inn hér að ofan og hlustað á hann þar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2012 kl. 20:35

10 identicon

Sæl Ásthildur. Ég ákvað eftir lestur þinns pistils að horfa á Silfrið.

Hafði ekki séð hann vegna fjarveru erlendis, en hann kom mér svolítið

á óvart. Umræðan sem slík var mjög málefnaleg, nema frá VG manninum

honum Birni. Hann telur sig og sýna fjöldskyldu eitthvað líka almúganum

í þessu landi...!!!!

 Ég held að  Þorkell Sigurjónsson hefði betur kíkt á þáttinn á

netinu heldur en að koma með afsökun "Vegna afmælisanna".

Úr því að fólk er að kommenta um mál og málefni, þá er lágmarks kurteisi

að kynna sér um hvað fólk er að blogga.

En að Birni Vali.

Maður sem er með hlunnindi og sporslur á hverju ári, sem eru eru á

við laun verkamanns,  getur aldrei sett sig í spor þessarar

"venjulegu fjöldskyldu" sem berst í bökkum dag hvern.

 Eftir aðeins 4 ár á þessu lága alþingi, þá

er þingmaður með meiri lífeyrisréttinidi heldur en verkamaður eftir 15 ár

í starfi. Svo fá þessir "hálfvitar" 50.000 þúsund á mánuði vegna póst og 

frímerkjakaupa (enginn notar það vegna ókeypis internetþjónust heim í hús)

ókeypis tannlækningar, sjóngleraugu, líkamsrækt,

bílastyrk, dreyfbýlisstyrk, búsetustyrk, heyrnatækjastyrk,(kemur reyndar að

engvu gagni þvi þeir hlusta hvort sem er ekkert á þjóðina)  og  restina af þeirra

hlunnindum höfum við ekki hugmynd um.

Af einhverri ástæðu  sækist þetta fólk á þing. Ekki fyrir þjóðina.

Heldur réttindin og hlunnindin sem því fylgir að komast á þing.

Kannski það skýrir af hverju nýjir þingmenn sem þangað komast,

verður ekki neinu úr verki .

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 21:19

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður það er einmitt það sem sló mig mest í þessu öllu, það er glámskyggni og þekkingarleysi alþingismannsins á lífskjörum landsmanna og að það hvarflaði ekki að honum að þau meirihlutinn gæti í raun og veru gert eitthvað til að bjarga heimilunum.  Það var sannarlega hrollvekjandi upplifun, og sýnir í raun og veru bilið milli þessa fólks og okkar venjulegs fólks. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2012 kl. 21:48

12 identicon

Mikil rosaleg lágkúra er á ferðinni hér. Ekkert ykkar skilur og mun nokkurn tímann skilja að Björn Valur er ekki þingmaður vegna launa eða hlunninda. Hvað haldið þið að hann hafi lækkað í launum þegar hann tók sæti á Alþingi ? Örugglega um helming eða svo. Svo ekki var hann að sækjast eftir góðum stól eða launum eins og sum ykkar segja hér að ofan.Hann er bara kominn af sjómönnum og verkafólki eins og flesti íslendingar og fæddist ekki með gullskeið í munninum eins og sumir aðrir.

BVG er einn af fáum þingmönnum sem er hugsjónamaður og berst af öllu afli á degi hverjum fyrir því að uppræta spillinguna sem hefur gert þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari. En þið eruð svo blind eða heilaþvegin af áróðri að þið komið ekki auga á það að til eru menn sem vilja vinna góð verk.
Hver hefur t.d. lamið meira á LÍÚ og græðgi þeirra en BVG ?

Láki (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 22:02

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu ekki að djóka, Björn Valur er einmitt þeirra besti vinur þannig virðist það bara.  Ef hann er svona mikill hugsjónamaður eins og þú vilt vera láta, þá er afar erfitt að koma auga á það  sorrý bara.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2012 kl. 22:20

14 identicon

Láki (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 22:48

15 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ágæti Sigurður Hjaltested.  Þar sem maður verður nú aðeins sjötugur einu sinni á ævinni,  þá ítreka ég fjarveru mín á senditíma Silfursins.  En ég eins og svo margir aðrir,  sem fylgst hafa með pólitík í landinu í meir en hálfa öld,  þá er ósanngjarnt af þér og hrokafull fullyrðing,  að enginn geti eða megi  tjá skoðanir  á ástandinu í póltíkinni í dag,  þó ekki hafi verið fylgst með Silfrinu í gær.

Þorkell Sigurjónsson, 29.10.2012 kl. 22:53

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Láki þetta er góð grein hjá karlinum sannarlega, ef til vill sér hann ljósið í þessu sægreifadæmi.  Það er gott, en ætlar hann ekki á sjóinn aftur ef hann fer ekki á þing? í því ljósi er afar hættulegt að skrifa svona grein.  L.Í.Ú. líður engum að tala svona án þess vera refsað fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2012 kl. 23:03

17 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Ég er sammála þér, þetta var góður þáttur og Eyfellski sveitapresturinn sló nýjan tón í sínum flokki, ekki var vanþörf á.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.10.2012 kl. 23:49

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt GMaría hann sló nýjan tón, ég hugsaði með mér ef til vill á Sjálfstæðisflokkurinn von ef fleiri hans líkar fá það brautargengi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2012 kl. 00:01

19 identicon

Heil og sæl Ásthildur Cesil; líka sem og aðrir gestir þínir - nema Láka tetrið !

Ágæt samantekt; af þinni hálfu, sem við mátti búast, Ásthildur mín.

Láki !

Fyrir það fyrsta; hefir þú dvalið, í öðru Sólkerfi, en við hin ?

Og; hví í ósköpunum, mannar þú þig ekki upp í, að koma fram, undir fullu nafni, drengur ?

Hvað; hefir þú að fela, fyrir okkur hinum - svo sérstaklega ?

Ertu kannski; innvinnklaður, í íslenzku stjórnmála- og Banka Mafíuna !?!

Með beztu kveðjum; að öðru leyti - af utanverðu Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 00:03

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Óskar minn kæri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2012 kl. 00:17

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gjafakvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar hefur gert fjölskyldur og frændur að ræningjum og óþverramennum. Einnig hefur þetta kerfi gert það að verkum að núlifandi ættingjar sjómanna frá þessum tíma þykjast eiga fiskinn í sjónum.

Þetta kvótakerfi frá Helvíti getur aldrei virkað til lengdar í neinu samfélagi

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.10.2012 kl. 00:51

22 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kærar þakkir, Ásthildur Cecil Þórðardótttir,fyrir þetta ágæta blogg.Ég missti af þessum þætti, en ég fer núna á LINLINN !

Kær kveðja,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 30.10.2012 kl. 07:01

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Kristján minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2012 kl. 12:12

24 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl Ásthildur mín.  Losins horfði ég á Silfrið og það sem vakti mesta athygli mína var,  þegar klerkurinn fór að verja veiðigjaldið.  Það sýndi mér enn og aftur að íhaldið í þessu landi hefur ekkert lært og ætlar sér að verja hagsmuni þeirra sem best standa í þjóðfélaginu í dag.  Sorglegt ,  en staðreynd.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 30.10.2012 kl. 15:07

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er sorgleg afstaða annars skeleggs manns. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2012 kl. 15:13

26 identicon

Biðst afsökunar Þorkell á því að hafa verið svona hrokafullurm en greinin var nú

um Silfrið og um það sem þar kom fram. Sammála þér með klerkinn.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 15:50

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið erðu flottastir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2012 kl. 17:25

28 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Minni á þennan þátt sem var sýndur 13 oktober 2008! Björn Valur er ekki ómeðvitaður um vandann og hefur aldrei verið!

http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRCDBB1F6ED-F307-41FA-A0EE-E4E1FD244945

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.10.2012 kl. 20:33

29 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég heyrði í Birni Vali í kvöld, maðurinn er stórhættulegur vil hann útaf þingi STRAX.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.10.2012 kl. 21:47

30 identicon

Ásdís, þú ert stórhættuleg kona - vil banna þér að blogga og tjá þig og það STRAX.

Er Björn Valur hættulegur af því að hann vill uppræta spillinguna í þjóðfélaginu ?

Óskar Helgi, þú hittir naglann á höfuðið. Ég er innvinnklaður í íslensku stjórnmála- og Banka mafíuna. Og ekki nóg með það, ég er örvhentur í þokkabót.

Láki (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 22:44

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sá hvernig hann hló að Vigdísi eins og hann væri eitthvað meiri maður en hún.  Þetta er algjör dóni, sammála ykkur Anna og Ásdís, þessi maður hefur ekkert að gera sem þingmaður, burt með hann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2012 kl. 23:26

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Með fullri virðingu Ásthildur, þá býður Vigdís Hauksdóttir upp á fátt annað en aðhlátur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.10.2012 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband