Þessu kvöldi gleymi ég aldrei.

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/22102012/heimurinn-hekk-a-blathraedi Á þessum tíma var ég í sænskum lýðháskóla.  Ég held að unglingar á Íslandi hafi ekki upplifað það sem þarna var að gerast.  En margar stúlknanna sem voru með mér á heimavistinni áttu unnusta feður eða bræður sem voru á svæðinu.  Það var því afskaplega mikið um að vera og upphlaup á heimavistinni.

2-003

Þessi mynd að vísu ekki tekinn það kvöld, en við vorum ærslafullar stelpur á þessum árum.

1-002

En það gerðist fleira dálítið merkilegt þetta kvöld, ég átti hálsmen kross sem ég geymdi í glerkönnu inn á herberginu mínu. Þar sem við vorum allar frammi á gangi sumar grátandi, heyrðist strokið yfir strengi á gítarnum mínum, við þustum allar inn á herbergið mitt, þar var enginn, svo tók ég eftir því að kannan var sprunginn eins og krossinn lá.  

Sem betur fer rættist betur úr þessu en áhorfðist, en sem sagt eftir fimmtíu ár, fer þetta kvöld ekki úr huga mér.

3-001

Tvær af mínum bestu vinkonum sænskum sem ég kynntist þarna úti Christine og Åsa Lilleström nú Krister, við höldum ennþá sambandi.

En eftir fréttum að dæma hefur heimurinn aldrei verið nær því að fara í rúst og stríð sem hefði getað endað ansi illa. Skilst reyndar að það hefi verið rússneskur sjóliðsforingi sem hafi bjargað því sem bjargað varð, með því að treysta á eigin dómgreind en ekki fyrirskipanir. Svo er nú það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var nú bara lítil stelpa í sveitinni þegar þetta var - en ég man enn eftir samtali okkar ömmu um þennan hrylling.

Og óttinn sat lengi,

Kveðja,

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 07:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta var frekar óttaleg reynsla fyrir stelpu vestan frá Ísafirði, langt í burtu frá skarkala heimsins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 07:52

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

OMG hvað það hefur verið gaman hjá ykkur :)

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2012 kl. 10:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta var skemmtilegur tími.  Eins og reyndar oftast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 10:55

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Krúttaðar myndir og hvað allar eru vel til hafðar og í náttkjólum ;)) En, spyr kannski eins og kjáni...ertu með á myndunum og þá hvar ? Held ég viti það, en langar frekar að heyra frá þér Ásthildur mín, svo þetta sé rétt. Fólk breytist nú smá með árunum..og ég vona að spurning mín móðgi þig ekki.

Eins gott að heimurinn fórst ekki þá, og vonandi aldrei.  Og áttu enn þennan kross ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.10.2012 kl. 14:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hjördís mín já ég er þessi með hvíta hárbandið og eplið á seinni myndinni, en efst fyrir miðju í þeirri fyrri. Á þessum árum var maður auðvitað alltaf uppstílaður með túperað hár og svona.  Þarna er ég reyndar bara 17 ára.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 14:40

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Flott stelpa ! og ert það enn. Er ekki merkilegt að við skulum upplifa svona góða stemningu með erlendum skólafelögum- það þarf ekkert ESB til að fólk nái saman !

Erla Magna Alexandersdóttir, 23.10.2012 kl. 17:26

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er mikið rétt, gaman að vera í góðum félagsskap hvaða þjóðerni sem á í hlut.  Og Nei Erla mín það þarf sko ekkert  esb til.  Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband