Um nýja stjórnarskrá.

Ég fór á fund í gær.  Hann var á vegum Dögunar.  Þessi fundur var afar vel heppnaður að mínu mati. Það var fullt hús, og góð stemning.

5-IMG_6763

Myndin tekin frekar snemma, og ekki allir komnir.

4-IMG_6762

Ljúfir tónar frá Þóri Baldurs og Guðjón Arnar syngur með. Skemmtileg stemning.

6-IMG_6764

Súpan var prýðisgóð líka.

7-IMG_6765

Og nú ætla ég að vera einlæg.

Það rann allt í einu upp fyrir mér ljós. Ég sá ljósið eins og sagt er. Hvort sem það var bara Lýður Árnason sjálfur, þar sem hann talaði fyrir nýrri stjórnarskrá, alvarlegur og ákveðin, mér hefur reyndar alltaf þó mikið til Lýðs koma, sem manneskju, lækni og listamanns. En þar sem hann stóð þarna og talaði um stjórnarskrána, hvernig þetta væri stjórnarskrá fólksins í landinu, því hún er unninn upp úr vilja almennings í landinu, fyrst með þjóðfundinum þar sem 1000 manns slembiúrtak þjóðarinnar vann úr því sem fólkið í landinu vildi sjá fyrir sér í framtíðinni, og síðan öll sú vinna sem á eftir kom, sem lauk með því að stjórnarskrár ráðið tók það endanlega saman og setti í þau drög sem nú liggja fyrir, þá rann upp fyrir mér að: Þetta stjórnarskrár mál er runnið út úr höndunum á ríkisstjórninni, það er líka runnið út úr höndum alþingis, það er nefnilega núna í okkar höndum. Við megum ekki láta plata okkur til að sitja heima eða taka ekki þátt.

Eða eins og einn fundargesta sagði við mig í gær, það er ótrúlegt að fólk skuli ekki hafa meiri áhuga á þessu máli, sem er grundvöllurinn undir öllu því sem við stöndum á. Það ætti að vera til svona bók á hverju heimili, hún lyfti upp lítilli handbók "Stjórnarskrá Íslands".

En sem sagt, ég sá þetta allt í einu í stærra samhengi en áður.  Ég hef alltaf einblínt á að ríkisstjórnin væri að plotta með þetta mál. Og þetta væri runnið undan þeirra rifjum, en það er einfaldlega ekki þannig.

Það er einfaldlega rangt.  Það hagar svo til að allir stjórnmálaflokkar hafa viljað gera nýja stjórnarskrá. 

Sá um það tilvitnanir á fundinum:

"Landsmenn semji sína eigin stjórnarskrá" Borgarahreyfingin og Hreyfingin.

"við viljum.. að ný og nútímaleg stjórnarskrá verði samin af stjórnlagaþingi þar sem eiga sæti þjóðkjörnir fulltrúar". Framsóknarflokkurinn.

"Fulltrúar þjóðarinnar munu sitja stjórnalagaþing og gera tillögu að nýrri stjórnarskrá sem síðan verður lögð í dóm þjóðarinnar ´ði þjóðaratkvæðagreiðslu". Samfylkingin.

"lögð er áhersla á mikilvægi þess að vandað sé til verka við breytingar á stjórnarskrá og tryggð sé aðkoma þjóðarinnar.  Sjálfstæðisflokkurinn.

"..Með það að markmiði að um mitt kjörtímabil gæti þjóðin, í sjálfstæðusm kosningum, kosið um nýja heildsætt endurskoðaða stjórnarskrá". Vinstri græn.

Ég fékk í hendur litla bók sem kallast NÝ STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS.

þar stendur aðfararorð:

Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð., Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. 

Ísland er frjálst  og fullvalda ríki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum.

Stjórnvöld skulu vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlífs, lands o glífríkis.

Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill o ghamingju ´ameðal okkar og komandi kynslóða.  VIð einsetjjum okkr að vinna með örðum þjóðum að friði og virðingu fyrir jrðinni og öllu mannkyni.

Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins sem öllum ber að virða.

Já ég áttaði mig allt í einu á því að þó að alþingismenn og ráðherrar hafi lýst því yfir að þeir vildu nýja stjórnarskrá með aðkomu fólksins, þá var það oft bara meira orðin tóm.  Þegar svo þjóðin hafði samið nýja stjórnarskrá unna upp úr þúsund manna úrtaki almennings, þá fóru að renna grímur á menn.  Þeir sjá í hendi sér að þetta plagg mun binda hendur þeirra í þeirri spillingu sem hefur viðgengist svo lengi.

Og þó Jóhanna hafi komið þessu á koppinn, þökk sé henni, og þeim sem að því stóðu, þá er ég helst á því að þau vilji helst að við höfnum þessu tækifæri.  Að við sjáum ekki að hér er einmitt lykilinn að því sem við erum að biðja um sem er burt með spillinguna, burt með klíkuskapinn og burt með eiginhagsmunapotið.

Ef okkur auðnast að samþykkja þessa nýju stjórnarskrá held ég að það  muni renna upp betri tímar.

Þess vegna skulum við hlusta á það fólk sem hefur unnið að henni, lesa þessa litlu bók, það sakar ekki að hafa þá gömlu til hliðsjónar. 

En svo sannarlega breyttist afstaða mín þarna á einu bretti.  Það er afar skrýtin tilfinning, en ég finn að ég hef tekið rétta ákvörðun.

8-IMG_6766

Dögun kynnt sem nýr stjórnmálaflokkur. Með nýjar áherslur og nýja tíma í farteskinu.

9-IMG_6767

Og Guðjón Arnar heldur sína ræðu, alltaf skeleggur hann Addi.

10-IMG_6768

Á eftir gafst svo fundargestum tækifæri á að spyrja og fá svör frá þeim sem best þekktu hvert málefni.

Þór Saari ræddi líka um störf alþingis, hvernig svo æxlaðist að hann komst inn á þing og að hann vildi halda áfram  og  leggja sitt af mörkum til að gera Ísland að betri stað.

Það er bara eitt sem mér finnst að í boðskap Dögunar, og það er að þau vilja halda opnu viljanum til að halda áfram ESBaðlöguninni, og fólkið eigi að fá að kjósa um niðurstöðurnar.   ÉG er harður ESBandstæðingur.  En ég held að ef okkur tekst að endurnýja alþingi, og minnka vægi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, muni þau mál ekki verða lengur í þeim skotgröfum óheilinda, hálfsannleika og sögufölsunar sem nú er.  Eins og þessi ríkisstjórn hefur hagað sér gagnvart fólkinu í landinu.  Fyrir það hafa þau m.a. uppskorið mesta vantraust allra ríkisstjórna hingað til. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásthildur...Nú verður þú að vera raunsæ og ljá okkur Sjálfstæðismönnum atkvæði þitt í næstu kosningum...

Vilhjálmur Stefánsson, 1.10.2012 kl. 14:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir flotta færslu Ásthildur. Ég held að ansi margir séu einmitt í hafvillum og sjái ekki til lands í stjórnarskrármálinu vegna misskyldrar tengingar við ríkisstjórnina.

Brynjar Níelsson hefur boðað innreið sína í íslensk stjórnmál. Margir hafa orðið til að fagna því og borið lof á hann. Ég hygg að margir þeirra sem fagnað hafa innkomu Brynjars hafi skipt um skoðun eftir frammistöðu hans í Silfrinu í gær. Þar sem m.a. var rætt um nýju stjórnarskrárdrögin.  Brynjar reyndi að færa rök fyrir andstöðu sinni við nýju stjórnarskránna en misheppnaðist gersamlega og viðurkenndi nánast að andstaða hans væri í raun byggð á því að það var ekki "rétta fólkið" sem samdi hana.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.10.2012 kl. 15:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vilhjálmur minn, nei ég mun ekki gera það.  Ég kaus þann flokk nokkur ár meðan ég var ung og alin upp hjá eldheitum sjálfstæðisafa, það var þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stétt með stétt.  Því lauk eiginlega með Davíð blessuðum Oddssyni, þegar uppistaðan í alþingismönnum flokksins urðu lögfræðingar og allskonar fræðingar sem gleymdu því að landsbyggðin var til.  Davíð sjálfur ætlaði meira að segja að leggja niður nokkur þorp eins og Suðureyri til dæmis.  FLokkurinn hefur aldrei náð því síðan að vera alþýðuflokkur, heldur meira elítuflokkur, þar sem þótti fínt að vera mem og það var ekki bara fínt, heldur líka ábatasamt, þar sem menn fá ýmsar fyrirgreiðslur, þetta á ekki bara við um landsmálin, heldur hef ég algjörlega verið bólusett endanlega fyrir sjálfstæðisflokknum með þeirri heimastjórn sem við höfum núna hér.  Því miður, því það er margt gott fólk sem er þarna innanborð, en því miður minn kæri þið eru það sem kallað er nytsamir sakleysingjar, þó ekki sé hægt að kalla fólk sakleysingja sem endalaust kýs þennan flokk alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur.

Veistu Axel að ég held að nú verði vatnaskil með þessi stjórnarskrármál.  Fólk er smátt og smátt að átta sig á því að hér er ekki um að ræða stjórnvöld sem vilja koma þessu á.  Heldur miklu frekar þjóðin sjálf sem heimtar sinn skerf loksins og vill taka í sínar hendur að leikstýra leiknum.  Setja alþíngismönnum skorður sem átti að vera búið að gera fyrir löngu síðan. 

Enda hef ég ekki orðið vör við að þingmenn utan hreyfingarinnar né ráðherrar séu að agitera fyrir þessari stjórnarskrá, né atkvæðagreiðslunni.  Held helst að þeir vonist til að við höfnum þessu.  Það kæmi þeim best.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 16:21

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Allt þetta ferli er eitt stórt hneyksli - NEI við 1.spurningunni.

Óðinn Þórisson, 1.10.2012 kl. 19:16

5 Smámynd: Elle_

Algerlega sammála Óðni.  Ef maður ætti einu sinni að mæta.  Það sem konan sagði þarna var út í hött.  Vissulega skiptir stjórnarskráin fólk máli, gríðarlega miklu máli.  Öllu máli fyrir lýðræðið og lýðveldið, en ekki með Samfó-ofbeldi gegn niðurstöðu Hæstaréttar og þrískiptingu valdisins.  Við vitum líka hver alvöru ætlun Samfó og meðhlaupara var.

Elle_, 1.10.2012 kl. 19:37

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er bara ekkert inn í þessu máli, skortir allan áhuga, ljótt frá að segja.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.10.2012 kl. 20:02

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óðinn þetta hélt ég líka, nú held ég að ég hafi haft rangt fyrir mér.  Þetta á einungis við um stjórnarskrármálið.  Ég er alveg jafnhörð á andstöðuna við ESB og vantreysti Samfylkingunni alveg fram í fingurgóma.  En hitt er bara að mínu mati óskilt mál, það fann ég út í gær.

Mín kæra Elle, málið er að þetta er ekki í höndum Samfylkingarinnar lengur, þau héldu ef til vill að þau myndu höndla þetta, en af því þetta var unnið eins og það var gert, þá geta þau ekkert annað en nagað sig í handarbökin og vonað að við fólkið í landinu klúðri þessu máli. 

Ásdís mín það er auðvitað þitt mál, ég hafði takmarkaðan áhuga á þessu þangað til nýlega, fyrst með, síðan á móti, og núna aftur skil ég betur eftir þær upplýsingar sem ég hef fengið og lesið mér til, og heyrt skynsamar raddir fólks sem ég treysti.  Þá hef ég ákveðið að taka þessa ákvörðun.  Ég vildi líka segja frá henni, svo mínir baráttufélagar vissu að í þessu máli stend ég nákvæmlega þarna.  Þó hitt sé allt óbreytt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 21:03

8 Smámynd: Þórir Kjartansson

Takk fyrir færsluna, Ásthildur.  Með henni vannstu þér inn   fullt af punktum hjá mér.  Þeir sem ekki vilja breytingar á stjórnarskránni eftir þeim leiðum sem nú er verið að fara eru menn gamla Íslands.  Menn sem hlýða í blindni því  sem ,,Flokkurinn" þeirra segir. Menn sem vilja áfram hafa elítu sem hefur aðstöðu til að skara að sé fúlgum fjár á kostnað almennings.  Menn sem leggja blessun sína yfir þjófana sem  láta stórfyrirtækin sín fara á hausinn þegar þeir hafa mjólkað út úr þeim hvern eyri fyrir sig sjálfa og senda svo almenningi reikninginn.  Menn sem í einhverju rugli eru að blanda þessu saman við alls konar óskyld mál.  Og svo mætti lengi telja. 

 Bestu kveðjur af Suðurlandinu.

Þórir Kjartansson, 1.10.2012 kl. 22:24

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þórir, ég get tekið undir með þér að margir þeir sem hafa á móti nýju stjórnarskránnir eru einmitt þannig þenkjandi. 

En svo er líka þetta vantraust sem fólk hefur á ríkisstjórninni.  'Eg var þar á meðal, þangað til ég áttaði mig á því að þetta var ekki mál ríkisstjórnarinnar heldur mál almennings í þessu landi og þeirra þörf fyrir breytingar.  Áttaði mig á hvernig þessi þróun hefur verið frá hugmynd til framkvæmda, frekar tilviljunarkennd en samt vel að verki staðið.  Þetta er okkar tækifæri til að breyta, okkar tækifæri til að færa stjórnmálin í þann farveg sem þjóðin vill hafa hann í.  Þegar augun opnast þá er þetta bara svo einfalt.  En við erum oft haldin blindu og fordómum, stundum algjörlega út í loftið.  Takk fyrir þitt innlegg, það var ekki auðvelt að koma fram og segja það sem mér bjó í brjósti, ég vissi að það myndu margir verða mér reiðir.  En þannig er ég bara, hef aldrei viljað vera neitt annað en ég er, þó það kosti mig ef til vill einhverja velviljaðar sálir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 22:34

10 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er mjög góð færsla hjá þér.  Ég kvitta undir hvert orð.  Sjálfur er ég harðlínu ESB andstæðingur.   En það er svo margt annað í húfi.  Það er mikilvægara að ná sem breiðastri samstöðu um mál eins og kvótakerfið.  Við verðum að sætta okkur við að gera málamiðlanir til að rödd okkar fái hljómgrunn fremur en einangra okkur í þröngum bási.  Skárra er að ná einhverju fram en engu vegna eindreginnar harðlínustefnu.  Dögun er á réttri leið. Í núverandi stöðu getum við ekki stillt dæminu upp út frá kröfunni "allt eða ekkert". 

Jens Guð, 2.10.2012 kl. 01:33

11 Smámynd: Jens Guð

  Þar fyrir utan:  Innganga Íslands í ESB verður aldrei ofan á.  Stuðningsfólk ESB getur sprikklað og það er allt í lagi að láta reyna á kosningu þar um í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Innganga Íslands í ESB verður kolfelld.  Það er ekkert áhyggjuefni.  Úrslit verða afgerandi.

Jens Guð, 2.10.2012 kl. 01:37

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens og algjörlega sammála.  Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að við verðum neydd inn í ESB, íslendingar eru  miklu skynsamari en svo að þeir láti bjóða sér eitthvað Smafylkingarrugl.  Það höfum við séð maroft en aldrei jafn skýrt og í síðustu forsetakosningum þegar einn frambjóðandi gat ekki þvegið af sér Samfylkingarstimpilinn þó hún eyddi meira en helming meiri pening en allir hinir frambjóðendurnir. Við erum einfaldlega ekkert á leið inn í ESB.  Og reyndar hefur það dæmi ekkert með stjórnarskrármálið að gera.  Ég er búin að uppgötva að stjórnarskrármálið er mál þjóðarinnar, en ekki stjórnmálamannanna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2012 kl. 01:47

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er aldeilis að það er búið að fokka í kollinum á ykkur Frjálslyndum Ásthildur mín.  Þessi trúboðsamkoma fer með lygið mál í öllum atriðum. Þetta er ekki í okkar höndum og hefur aldrei átt að vera það.  Stjórnlagaþing var sett samkvæmt skilyrðum Framsóknar á sínum tíma fyrir stuðningi við ríkistjórn. Það var gert til að taka af þinginu stjórnarskrárvaldið eins og gert er við óvita með eggvopn. Það er spilað á lélegt skammtímaminni ykkar hérna.  Aldrei í sögunni hefur þurft að svifta þingið þessu valdi. Sviftingin var þó ekki nema að nafninu til.  Til þess að koma á þessu þingi þá þurfti að brjóta stjórnarskrá og það var gert.  Fyrirvarinn um þjóðaratkvæði var settur inn í stað fyrirvara um að tvö þing með kosningum á milli þurfi til að samþykkja stjórnarskrárbreytingar. Því var breytt án þess að virða þau lög.

Það stóð til að hraða okkur inn í ESB árið 2009 á meðan allir héldu að landið væri farið fjandans til. Þetta panikk ætlaði stjórnin að nota til að breyta stjórnarskrá svo það mætti verða. Inngrip Framsóknar forðuðu því og slógu á frest. 

Hugleiddu nú eitt augnablik af hverju yfirleytt er verið að höndla með greinina um framsal fullvelsdis yfirleytt?Hver er ástæðan? Hvers virði eru ráðgefandi fyrirvarar þessa þingskipaða ráðs þegar til kemur? Fyrir það fyrsta þá er það vegna þess að í lögum um stjórnlagaþing er átta atriða listi yfir þau atriði sem ríkistjórnin telur að breyta þurfi til þess að af inngöngu geti orðið. Sá listi er ekki kominn úr neinni grasrót heldur lögbundin skylda þingsins og nú ráðsins sem erfði þennan lista.  Þessi listi var getinn löngu áður en lögin voru sett. Óskalisti Jóhönnu.  Það er logið að þér á öllum nótum hér.

Þú hefur séð þessa úrklippu og þú getur treyst því að þetta skýrir upphaf málsins og markmið. Það eru engar aðrar skýringar því miður, hvað sem trúarsamkoma Dögunnar segir. Það er verið að hafa þig að fífli.

Þorvaldur Gylfason er harðasti og háværasti  talsmaður þessarar ríkistjórnar og inngöngu í ESB. Hvað er þessi embættismaður að gera þarna í trúboði eftir að vinnu hanser lokið við málið? Ég vona að hann svari mér á bloggi sínu um nokkur atriði allavega.

Ég hefði aldrei trúað því að þú létir glepjast á þessu mín kæra og hvað þá Frjálslyndi flokkurinn í heild sinni. Eruð þið svona mikil lömb þarna?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2012 kl. 04:20

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þið eruð sýnist mér að gleypa við gulrótinni um auðlindir í þjóðareign. Hvað þýðir það? Afnám kvótakerfis eða réttlátari skipting þess? Hvernig ætlið þið að röstyðja það. Fyrir það fyrsta þá merkir þessi klásula það að stórfelld eignaupptaka verði í sovéskum anda á auðlindum og landi og það sett í hendur spilltra embættismanna að höndla með. Það er verið að gefa þinginu og ríkistjórn ráðstöfunarvald yfir þessum auðlindum, sem það hefur ekki í dag í stað þess að setja hamlandi lög um sölu og verslun með auðlindirnar. Af hverju þarf þingið þetta vald Ásthildur? Jú það er til þess að þeir hafi vald til framsals þessara auðlinda eftir geðþótta og að kröfum evrópusambandsins.

Þið huggið ykkur við að við séum líklega ekkki á leið inn í evrópusambandið, en þið eruð með stuðningi ykkar að undirbúa jarðveginn fyrir það. Það koma aðrir tímar og þá verður allt ready fyrir landráðin. Það er það sem vakir fyrir mönnum, annars væri löngu búið að slútta þessum sirkus. Hatur ykkar á kvótagreifum er það mikið að þið eruð blinduð. Svo blinduð að þið eruð tilbúin að opna á framsal auðlindanna til erlendra aðila í staðinn. Ekki bara það. Þið viljið stuðla að því að taka þau litlu völd og varnagla sem forsetinn hefur af embættinu auk þess að gera að engu vægi landsbyggðarinnar í kosningum. Eruð þið svona ofboðslega einföld og trúgjörn?

Ég get sagt þér að ég er fylgjandi endurbótum á stjórnarskrá. Þær endurbætur snúast fyrst og fremst um að takamarka völd embættismanna og setja viðurlög við glöpum þeirra sem ekki eru fyrir hendi í dag. Ég vil treysta fullveldið en ekki veikja það.  Ég vil réttláta skiptingu gæða með lögum og refsiramma sem ekki er fyrir hendi í dag.  Ég vil að stjórnarskráin verði samkvæm sjálfri sér og taki út ákvæði um trúfrelsi ellegar þá ákvæði um þjóðkirkju. Hvort tveggja getur ekki verið þarna inni. Það er fleira sem ég vil laga, en ekki undir þeim kringumstæðum sem nú eru. Ekki í andrúmslofti hulinna markmiða og hálfsannleiks.

Ég á ekki orð yfir ykkur Frjálslynda að taka þátt í þessu makki og vona að þið farið jafn flatt á því í kosningum og þið eigið skilið. Allavega eigið þið ekki minn stuðning vísan. 

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2012 kl. 04:40

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mantra Jóhönnustjórnarinnar er að þessi vinna sé ráðgefandi og leiðbeinandi. Samt er það hún sem setur fyrir hvað ræða skuli. Mantran er líka að hér sé þingræði og kappsmál mikið að festa það í stjórnarskrá því samkvæmt henni hefur þingið ekki það vald. Það er aðeins kveðið á um að hér sé þingbundin stjórn.  Orðið Lýðræði er heldur ekki að finna í stjórnarskrá landsins og líklega er ekki eins ákafur áhugi fyrir að það sé sett þar inn, þó máske sú einhverjir í ykkar trúarsöfnuði á því að ráðleggja mönnum að setja það inn.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2012 kl. 04:46

16 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það mætti halda, Jón Steinar,  að þú sért orðinn sérlegur erindreki Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrármálinu.     

Þórir Kjartansson, 2.10.2012 kl. 08:26

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vissi að ég fengi ádrepu frá þér Jón Steinar minn.  En ég held að þetta sé ekki að láta fokka í kollinum á mér, heldur skynsemi. Einhversstsaðar verð ég að byrja að treysta einhverjum.  Og ég treysti mínu fólki vel sem ég hef starfað með lengi og aldrei vitað af neinu nema heiðarleika og trúverðugleika.

Ég spurði til dæmis út í lll greinina.  En þar er alltaf farið með fyrsta hlutann en ekki ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðsu sem er bindandi. 

Ég held líka að ríkisstjórnin komist ekki upp með að teygja og toga þetta út og suður.  Því við búum við það að hafa forsetann þarna á Bessastöðum sem við getum alltaf gripið til og stöðvað það ferli undirskriftalisti er það sem til þess þarf.   

Svo liggja núna fyrir tvær tillögur á alþingi um að rifta aðlögunarviðræðunum.  Vonandi samþykkir þingið að svo verði gert, og þá geta menn einbeitt sér að öðrum málum, svo sem eins og að fara að sinna fjölskyldunum í landinu og svoleiðis smámunum. 

Eða að þessi ríkisstjórn hreinlega hrökklist frá völdum sem fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.10.2012 kl. 10:02

18 Smámynd: Elle_

Hvað kemur það sem Jón Steinar segir Sjálfstæðisflokknum við, Þórir?  Talar hann ekki sjálfstætt og utan flokka?  Nokkuð gróft að bendla honum við flokk bara si-sona. 

Ætla svo að leyfa mér að taka fullkomlega undir með honum (og aftur Óðni) og ég styð ekki neinn pólitískan flokk.  Við erum með grafalvarlegt mál hér sem brýtur núverandi stjórnarskrá, okkar æðstu lög.  Hættulegt mál, sem er ekki í höndum þjóðarinnar.  Og sem þjóðin bað bara ekkert um núna.

Elle_, 2.10.2012 kl. 21:10

19 Smámynd: Elle_

Og ég vil bæta við, kæra Ásthildur, að þó það sé fólk þarna sem þú metur, eins og Addi Kitta Gau og Lýður, eins og þú nefndir, og þó þú vitir að þeir séu heiðarlegir og sem ég persónulega efast ekkert um og veit, þýðir það ekki að þeir séu ekki að vaða villu vegar í málinu.  Það eru þeir illilega að gera.

Guði sé lof fyrir fólk eins og Óðinn og Jón Steinar, segi ég nú bara.  Og Vinstrivaktina sem við treystum á, er það ekki, og hefur núna tekið málið fyrir.

E.S: Vegna endalauss ÚSögu-áróðurs Péturs og co. um málið í útvarpinu, hætti ég að mestu að þola að hlusta á stöðina sem ég hlustaði oft á einu sinni (fyrir nú utan það hvað Arnþrúður þaggar leiðinlega niður í fólki).

Elle_, 2.10.2012 kl. 21:37

20 identicon

Það sem eg styðst helst við þegar eg mynda mér skoðun í þessu máli

er það álit sem á maður sem eg tel að best og mest þekki til sem

Menntaður stjórnmálafræðingur,reyndur stjórnmálamaður og forseti

hefur

En hanntelur ekki að stjórnarskráin sé eða hafi verið neitt vandamál í stjórnsýslunni.Nema síður væri.

Það eru fáir sem þekkja málin frá eins mörgum hliðum og hann gerir

og hefur einnig sjóndeildarhring á alþjóðlega vísu.

Stjórnarskráin er hinsvegar vandamál í stjórnsýslu Jóhönnu  SDigurðardóttur og hennar kompanís  vegna þess að hún BANNAR yfirtöku erlends valds á landinu löggjafarvalds og þá að sjálfsögðu einnig framkvæmdavalds.

Mér sýnist trixið vera í þessu brölti   að  KOMA NÚVERANDI STJÓRNARSKRÁ FRÁ OG ÓGILDA HANA.

Til þess að koma síðan að sjálfdæmi núverandi stjórnarflokka sem ekki eru bundnir af þessari skoðanakönnun sem þeir kalla Þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sem þeir eru að plata fólk útí til að geta síðan sagt "þjóðin kaus nýja srjórnarskrá"

Ásthildur var ekkert komið ínn á þetta þarna á gundinum að Alþingi þarf ekki að fara eftir urslitunum.Og þarna gæti fólk verið að  "kjósa" stjórnarskrá sem það hefur aldrei séð.

Sólrún (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 22:02

21 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég held að það hafi verið Lýður sem var í útvarpinu um daginn (X-inu 977), vissulega eru nokkrar fínar pælingar í þessum breytingum hjá þessu ráði, en það í raun skiptir engu máli hvað þau eru búin að setja niður á blað, það sem við erum að fara kjósa um er óútfylltur tékki fyrir stjórnvöld að breyta stjórnarskránni, annað er það ekki, það er hvergi í lögum að þessar breytingar skuli verða að nýrri stjórnarskrá óbreytt staf fyrir staf.

Málið er að ríkisstjórnin á eftir að komast með puttana í þetta og breyta til áður en breytingarnar detta inn, það er það sem skiptir máli, því þau geta breytt þessu eins og þeim sýnist áður en þau samþykkja þetta inn.

Sá sem var í útvarpinu um daginn gat ekki sagt það fyrir víst að þessar breytingar sem ráðið mælti með yrðu notaðar óbreyttar, heldur fannst honum það hafa verið gefið í skyn er hann ræddi við þingmenn, í guðana bænum lestu á milli línanna, lestu smáaletrið, ekki gefa ríkisstjórninni óútfylltann tékka á að breyta stjórnarskránni eins og þeim sýnist....

Það er skylda allra landsmanna að mæta í þessar kosningar og kjósa nei við spurningu 1, ekki af því að við viljum ekki breyta stjórnarskránni, heldur af því að við samþykkjum ekki framkvæmdina á þessu máli í heild sinni. 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.10.2012 kl. 22:30

22 identicon

Um leið og eg bið forláts á prentvillum í kommentinu mínu á undan vil eg bæta því her við að eftir að eg fer að hugsa málið betur synist mé að þetta sem er kallað  kosning um nýja stjórnarskrá með miklum lúðrablæstri og hávaða.

Sé í rauninni ekki annað en það að reyna að fá fólk til að koma á kjörstað og ógilda núverandi stjórnarskrá .

SEM   BANNAR  FRAMSAL  FULLVELDISINS  OG  LÖGGJAFARVALDSINS

Það er ekki fyrr en það hefur verið gert ,sem ESB  stjórnin getur haft frítt spil með hvaðeina.

Óbundin  af "þjóðaratkvæðagreiðslunni"  

Skyldi það vera tilviljun að Dögun er bæði hlynnt  kosningunni og ESB viðræðu.?

Sólrún (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 23:32

23 Smámynd: Elle_

Nei, og líttu bara á manninn sem fer fyrir lúðrablæstrinum.  Þann háværa Þorvald (með fjölda Samfó-manna, eins og Eirík Bergmann, í Jóhönnuráðinu),  Samfó-manninn sem kallaði alla sem ekki vildu inngöngu í (yfirtöku) Brusselveldið ÖFGAMENN, opinberlega, öfgamaðurinn sjálfur.  Hann vildi að sjálfsögðu nauðungina ICESAVE í stíl, sagði það HOLLT fyrir okkur að borga ICESAVE.  Og sammála Dóra og Sólrúnu.

Elle_, 3.10.2012 kl. 00:07

24 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guli bíll Dögunar keyrði framhjá í gær og blés í hátalara yfir Patró. Ég er jákvæð, bæði gagnvart Dögun og nyrri stjórnarskrá.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.10.2012 kl. 00:15

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einhversstaðar þurfum við að reyna að treysta einhverjum.   Og ef ég get treyst einhverjum þá eru það mínir félagar, Guðjón Arnar skólabróðir minn sá gamli skipper, lætur ekki plata sig svo auðveldlega, ekki heldur Lýður Árnason, eða Helga Þórðar, sönn baráttukona í öllum mótmælum, gegn bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn.

Ef ég hef svo rangt fyrir mér og þetta verður allt teygt og togað eins og fólk er hrætt við( og nóta bene ég skil ykkur svo vil, því þessari ríkisstjórn er ekki treystandi fram fyrir tærnar á sér), en þá höfum við alltaf forsetann þarna á Bessastöðum.  Hann er á vaktinni, það sagði hann sjálfur í kosningabaráttunni, að hann væri neyðarhemilinn ef eitthvað slík gerðist að fullveldi okkar væri stefnt í voða.  Þess vegna er svo gott að vita af honum þarna með þau völd sem hann þó hefur í samráði við þjóð sína.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2012 kl. 11:43

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann sagði hreint út að það ætti ekki að setja nýja stjórnarskrá ef um hana væri bullandi ágreiningur.  Og ef henni verður hafnað, geri ég ráð fyrir að máli sé dautt, en ef hún verður samþykkt, tel ég að ríkisstjórnin sé bundinn af þessum tillögum.  Ef stjórnin ætlar að fara á svig við það, mun forsetinn einfaldlega neita að skrifa undir og þá fer það í bindandi kosningu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2012 kl. 11:46

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er komin tími til að við notum öll meðul okkur í hag, snúum vörn í sókn og komum alþingismönnum og ráðherrum í skilning um að það erum við sem ráðum þegar allt kemur til alls, við veitum þeim umboðið, og getum þar af leiðandi tekið að af þeim aftur.  Það hefur tilfinnanlega skort núna áratugum saman, með að við hörum trassað eftirlitið og kosið eins og flón yfir okkur sömu spillinguna aftur og aftur.  Þess vegna segi ég, núna er tækifærið til að breyta og sýna tennurnar.  Þessar kosningar gætu því orðið sá prófsteinn að alþingi loksins skilji skilaboðin, að við þorum að taka ákvarðanir og standa við þær.  Við verðum að verma þeim undir uggum og láta þá vita að það er komið hingað og ekki lengra.  Þess vegna eigum við að nota þennann möguleika til að snúa vörn í sókn.  Með manninn í lykilstöðu þar sem hann er.  Hugsið ykkur ef Þóra sæti þarna núna.   Þá hefði sú tangarsókn aldrei geta orðið að veruleika.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2012 kl. 11:50

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skemmtilegt myndband frá heimasíðu  Egils Helgasonar. http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2012/10/03/kosningaauglysing/ Framsóknarflokkurinn kvittar allavega undir þetta allt saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2012 kl. 12:11

29 identicon

Hvernig ætli Framsókn reyni að snúa sig út úr þessu máli núna?

Skúli (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 13:45

30 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 en ef hún verður samþykkt, tel ég að ríkisstjórnin sé bundinn af þessum tillögum.

Ásthildur, þú ættir að vita betur, þú getur meira að segja séð það í þinni eigin setningu í orðinu "tillögum", þetta eru tillögur og þær verða það alveg þangað til að þær verða samþykktar í lög, það gerist ekki í kosningunum (verandi komandi frá ráði) heldur gerist það þegar alþingi samþykkir þetta í lög, og ekki gleyma því að það er mjög algengt að tillögum sé breytt...

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.10.2012 kl. 17:51

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hvers þarftu framsalsákvæðið ef þú ætlar ekki í ESB Ásthildur? Hvers vegna er það þarna inni? Og síðast en ekki síst: Af hverju er ekki minnst einu orði á þetta mikilvæga álitamál á kjörseðli? Hvers vegna er okkur ekki treyst til að segja hug okkar um það svona fyrirfram. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2012 kl. 18:50

32 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú segir: "en ef hún verður samþykkt, tel ég að ríkisstjórnin sé bundinn af þessum tillögum."

Telur þú? Hvað hefur þú fyrir þér í því?  Þetta getur bara ekki verið meir fjarstæða. Þingið er bara alls ekkert bundið þessum tillögum. Það felst bara í orðanna hljóðan. Þetta er tillaga. Ráðgefandi álit.  Ríkistjórnin er EKKI bundin af þessum tillögum.  Þetta eru svo ekki nema að litlu leyti tillögur því þetta eru ákvæði sem þau hafa verið skikkuð til að fjalla um samkvæmt lögum.  Er ekki lágmark að kíkja á lög um stjórnlagaþing?  

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2012 kl. 18:57

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert í mínum huga komin í hóp landráðamanna hér með.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2012 kl. 18:58

34 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég get svo fullyrt við þig að hvorki Sjálfstæðismönnum né Framsóknarmönnum kligjar við ákvæðinu um auðlindir í þjóðareign þótt sumir þeirra láti ólíkindalega, en þó aðallega að sögn ESB trúboðsins. Þeir slá sko ekki hendinni á móti því að hafa ráðstöfunarvaldið skjalfest í stjórnarskrá svo þeir geti höndlað með að geðþótta.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2012 kl. 19:02

35 identicon

Ásthildur mín eg er þér mikið sammála með það að gott er að vita af Forsetanum okkar á Bessatöðum.

En svo eru aðrir sem að finnst ekki eins gott og okkur að vita af honum á Bessastöðum.Og því er  nú settur upp þessi i blekkjandi skrípaleikur sem skírður hefur verið Þjóðaratkvæðagreiðsla einmitt til að blekkja fólk

Alvöru þjóðratkvæðagreiðsla eins og hún er samkvæmt stjórnarskrá BINDANDI FYRIR ÞINGIÐ..Nafnið á skrípaleiknum er nefnilega til þess að blekkja fólk

Skrípaleikur með sama nafni er það ekki.

Þegar"þjóðaratkvæðagreiðsla" hefur farið fram þá hefur Forsetinn ekkert um  það segja og á ekki að indirrita neitt.Og getur þessvegna ekki haft nein áhrif á niðursöður hennar.Þannig á nefnilega að reyna að skauta framhjá honum.Nú er ábyrgðin ÖLL á okkar herðum  almennra kjósenda að klúðra þessu ekki með því að láta plata okkur til að ógilda stjórnarskrána sem við höfum.Gegn því að fá í staðinn eitthvað plagg sem enginn lifandi maður mun vita hvernig lítur út.Og þá erum við um leið búin að gera Forsetann VALDALUSAN. Hann getur ekki neitað að skrifa undir neitt því að hann á nefnilega ekki að skrifa undir neitt.

Og varla getur hann sett málið í þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvað. Og til þess er nú leikurinn gerðu.Skrípaleikurinn.

Ásthildur mín þú segir að einhverjum verði maður að treysra og þú ert ekki í neinum vandræðum stödd því þú ert kona með góða rettsýni og skynsemi frá náttúrunnar hendi.Plís ekki skauta framhjá því þvú veist alveg hvað þú vilt .OG hvað EKKI.

Eg treysti ekki þeim sem segjast vera á móti inngöngu í EU.eru fylgjandi umræðum við þau samt.Og síðast en ekki síst tala fyrir skrípaleiknum. aL  Sama hvað þeir heita Og nú spyr eg aftur var ekki gerð nein grein fyrir því af þeirra Dögunarmanna hálfu að Skrípaleikurinn er ekki bindandi? Það ætti nú reyndar ekki að þurfa að taka það fram eins og nafnið segir til um Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla.

Hendi okkur sú ógæfa að dæma af okkur sjálfum stjórnarskrána þá erum við í BOTNLAUSASTA SKÍT EVER. OG BÚIN AÐ VERA.Munum  aldrei eiga nokkra einustu möguleika til sjálfstæðis eftir það og forsetinn valdalaus

Að sjálfsögðu þarf að endursoða stjórnarskrána og sníða hana að nýjum tímum.Það sem eg skil ekki er það þegar fólk er að tala um að þa VERÐI  að breyta stjórnarskránni hvað er aþað þá að meina.Breyta henni í HVAÐ ? Þessi vaðall um nýja stjórnarsrá er í rauninni tálbeita  til að plata okkur til að ógilda núverandi stjórnarskrá.Sem er aðal markmiðið með þezssu það ætti að vera augljóst

EFTIR AÐ VIÐ YRÐUM BÚIN AÐ DÆMA AF OKKUR NÚVERANDI STJÓRNARSKRÁ ÞÁ HEFÐUM VIÐ EKKERERT Í HÖNDUNUM. Akkúrat ekki baun. Og alls ekki nýja stjórnarskrá .Því hún verður nefnilega samin á eftir.....

Sólrún (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 21:14

36 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ja hérna minn ágæti Jón Steinar, það er aldeilis yfirhalningin sem ég fæ.  Ég bjóst svo sem við að fólki myndi ekki líka þessi ákvörun mín, en að ég yrði kallaður landráðamaður hvarflaði ekki að mér.  Og það særir mig afar mikið ef satt skal segja.  Þó það komi vel á vondan, því vissulega hef ég notað slík orð á annað fólk. 

Nú langar mig til að spyrja þig.  Hvað vilt þú gera í málunum?  það er svo sem ágætt að mótmæla og það geri ég líka, en ef þú hefur enga ákvörðun tekið um hvernig þú ætlar að koma vilja þínum á framfæri, þá er til enskis að hafa hátt.

Ég er alveg jafn eindregin andstæðingur ESB og ég hef alltaf verið.  Og ég mun berjast gegn því með öllu sem ég hef.  Eins og ég hef alltaf gert.  En ég sé  bara ekki hvernig við eigum að geta snúið dæminu við ef við getum ekki treyst neinum.  Að vísu finnst mér þetta Stjórnarskrármál ekki koma ESB við, satt að segja að hugsuðu máli.  Þetta mál er unnið af þjóðinni sjálfri, og þó ég hafi alla tíð verið hrædd við að ríkisstjórnin gæti hugsanlega farið á bak við okkur í því máli, þá er það þannig að forsetinn er neyðarheimillin sem grípur inn í ef þau ætla að svíkja almenning. 

Reyndar er það satt, að það er ekki hægt að treysta þessu stjórnarliði fram fyrir tærnar á sér, en það er heldur ekki hægt að treysta sjálfstæðisflokknum. Við vitum að hans fyrsta verk yrði að gefa L.Í.Ú. sjávarauðlindina á silfurfati.

Inn í þessum stjórnarskrárdrögum eru ákvæði sem takmarka það framsal rétt eins og framsal til erlends ríkis nema með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sennilega er okkur ekki viðbjargandi sem þjóð. Því við getum ekki staðið saman um neinn hlut, og við erum orðin svo veruleikafirrt að það er hægt að plata okkur út og suður. Það sýnir áróður sjálfstæðismanna gegn þessu stjórnarskrármáli. Þeir sjá sína sæng útbreydda ef þetta verður samþykkt. Þeim klígjar nefnilega við þessu ákvæði hvort sem þú trúir því eða ekki. Því þeir vita sem er að ef þjóðinni tekst að standa saman um þetta mál, þá verður miklu erfiðara að viðhalda spillingunni sem allur fjórflokkurinn er vaðandi í.  Þeir og allur fjórflokkurinn hagnast á sundurlyndi okkar landsmanna því miður og sennilega hlægja sit máttlausa yfir því hvað við erum miklir kjánar. 

Þessi drög eru nefnilega ekki unninn af alþingi, né ráðamönnum, þau eru unninn af þjóðinni sjálfri, fyrst með þjóðfundinum, síðan í nefndum og svo af stjórnlagaráði. Þar var fólk úr öllum kimum þjóðlífsins, og ef þú manst þá yfirgáfu sjálfstæðismennirnir samkunduna.

Eins og ég sagði einhversstaðar þurfum við að reyna að treysta einhverjum til að hafa vilja þjóðarinnar að leiðarljósi, og það er afar erfitt ef við vitum ekki sjálf hvað við viljum nema að vera á móti.

Sem betur fer er almenningur í landinu gjörsamlega á móti ESBinngöngu, og vonand lætur fólk ekki þessa smáborgara hafa áhrif þar á, þá á ég við lítilmenninn sem endilega vilja fylgja öðrum en ekki vera sjálfstæðir. Það er minnimáttarkennd af þeirri verstu gráðu sem til er. Og þau reyna að klína því á okkur in sem viljum hafa allan heiminn undir en ekki 27 ríki í Evrópu.

En sem sagt, þú hefur látið þung orð falla, og þau eru þér ekki til sóma, þú hefur látið reiðina hlaupa með þig í gönur. Það er ekkert sem ég get gert í því, nema sagt að ég er baráttumanneskja, og ég er frekar skynsöm baráttumanneskja, ég vil berjast til sigurs, og til að sá sigur náist, þarf að hugsa út fyrir ramman. Öðru vísi gengur það einfaldlega ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2012 kl. 21:23

37 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sólrún mín, sú gamla hlýtur að vera virk uns ný tekur við.  Það þarf minnir mig tvö þing til að svo megi verða.  Það getur hreinlega ekki verið að gamla stjórnarskáin detti út meðan ný hefur ekki tekið gildi.  Það getur heldur ekki verið rétt að ráðgefandi atkvæðagreiðsla jafngildi bindandi kosningu.  Þannig að auðvitað þarf forsetinn að undirrita þau lög. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2012 kl. 21:26

38 identicon

Það er rétt að sú gamla hlýtur að vera gild.Þangað til sú nyja tekur við það er augljóst.

En vandamálið er eins og eg benti á það að við vitu mekki hvað við fáum  í staðinn.

Eg á við það þegar eg segi á þá höfum við ekkert í höndunum.

Ásthildur mín það hefur aldrei skeð í allri sögunni að forseti þurfi að undirrita lög um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu.

En skrípaleikurinn heitir það nú einmitt.

Fordæmi fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi eru engin held eg örugglega

Sólrún (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 23:15

39 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei enda af hverju ætti þjóðaratkvæðagreiðsla að vera ráðgefandi?  Á ekki þjóðin að hafa loka orðin?  Og þá hlýtur þjóðarviljin að verða ofaná.  Annar væri andstætt öllum lögum.  Enda var farið í þetta verkefni með vilja allra stjórnmálaflokka, svo þeir ættu þá að sjá sóma sinn í því að þjóðarviljinn gengi eftir.  Eða er ekki svo?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2012 kl. 23:53

40 identicon

Sóma sinn  já þú meinar.

Eg held að  þeir hefðu þá át að sjá sóma sinn í því að hafa  eðlilega bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Afhverju ætli það sé ekki hægt ?

Getur verið að það sé leyndur ótti við að kjósendum mundi ekki hugnast pappírarnir ef þeir kæmu  allir upp á borðið eins og þeir eiga að vera í lokin.

 Betra  að geyma rúsínuna í pylsuendanum.

Eða hvað ætti þetta skrípastand annars að fyrirstilla.

Sólrún (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 00:26

41 identicon

Eru ekki allir búnir að lesa þessa?

http://www.althingi.is/lagas/139b/1944033.html

og kannski þessar tillögur?

http://www.stjornlagarad.is/other_files/stjornlagarad/Frumvarp_med_skyringum.pdf

Hvað um þennan bækling?

http://www.thjodaratkvaedi.is/2012/images/thjodaratkvaedi_okt2012_LAEST.pdf

Dagný (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 09:34

42 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Nei enda af hverju ætti þjóðaratkvæðagreiðsla að vera ráðgefandi? Á ekki þjóðin að hafa loka orðin?

Lestu yfir spurningarnar sem við fáum, sjáðu hvað þær eru loðnar, þetta er það sem við erum að kjósa um, ekki það sem stjórnlagaráð er búið að suða saman.

Fyrsta spurningin segir okkur allt sem segja þarf um restina af spurningunum, ríkisstjórnin á eftir að ákveða hvernig hver og ein þeirra verður síðan þegar hún kemst í stjórnarskránna með samþykki kjósenda, þó það sé búið að breyta þessu öllu.

Og hvað með þær tillögur sem ekki er verið að kjósa um? fara þær þá ekki inn líka, þar sem við erum búin að samþykkja það með spurningu 1?

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Til "Grundvallar", þetta segir allt sem segja þarf, tillögurnar fara aldrei orðrétt þarna inn.
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Hverjir verða tildæmis fyrirvararnir með þessu?
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Hvað verður tildæmis innihald þessa ákvæðis?
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Verði "heimilað" í meiri mæli, þetta segir ekki neitt, þetta er rosalega loðið, þarna á eftir að skilgreina hvað "í meira mæli" þýðir, og ekki eru þetta bundið því sem stjórnlaga ráð setti fram.
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Þetta er eitthvað sem ætti ekki að þurfa vera í stjórnarskrá, þetta er svo sjálfsagður hlutur.
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Hvað verður þetta hlutfall að mati stjórnvalda, 70%?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2012 kl. 09:43

43 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Dagný, þarna kemur einmitt fram það sem rætt var á fundinum sem ég fór á.  Það er ekki hægt að vitna í skjalið þar sem það er PDF skjal en ég skrifaði upp fyrstu áherslurnar hvers vegna 111 greininn var sett inn.

Hún er svona:

Skýring á 111 grein.

Ákvæði um framsal ríkisins  er nýmæli  frumvarpi þessu.  Rætt hefur verið um þörf á að setja slík ákvæði í stjórnarskrá. Til að skýra réttarstöðunastöðuna og tryggja aðkomu þings og þjóðar, sbr það sem kemur fram í almennum athugasemdum kaflans.  Íslensk stjórnskipan hefur verið talin heimila framsal ríkisvalds að  uppfylltum tilteknum skilyrðum þó vissulega hafi verið deilt um þau þó vissulega hafi verið deilt um þau skilyrði og túlkun þeirra.

Stjórnlagaráð leggur til að stjórnarskrá taki sérstaklega á með hvaða hætti  fara skuli með þjóðréttarsamninga af þessu tagi.  Lítur ráðið þá til þeirrar óskrifuðu meginreglu sem er talin gilda. 249.

Það er mikilvægt að útfæra slíka meginreglu í stjórnarskrá þannig að ekki leiki neinn vafi á hver mörk slíkrar reglugerðar verði og hvaða málsmeðferðarreglur gildi um samningana.

Með því verður hægt að tryggja aðkomu þings á gerð slíkra samninga og ekki síst þjóðarinnar.

Með greininni er því lagt til í stjórnarskrána bætist ákvæði um heimild til þess að ríkið ríkið verði aðili þjóðréttarsamningi sem felur í sér skuldbindingu til að framselja eða deila hluta ríkisvaldsins.

Framsetning ákvæðisins tekur mið af norrænum fyrirmyndum einkum ákvæðum í stjórnarskrám Noregs og Danmerkur.

 

Og svo formálinn að afhendingu draganna.

Forseti Alþingis.

 

Með ályktun Alþingis frá 24. Mars 2011 var stjornlagaráði falið að gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944.  Þær tillögur liggja nú fyrir í formi frumvarps til nýrrar stjórnarskrár og afhendist það forseta Alþingis hér með.  Frumvarpið var samþykkt einróma með atkvæðum allra fáðsfulltrúa á síðasta fundi ráðsins sem lauk miðvikudaginn 17. Júlí síðastliðinn.

Stjórnlaga rái var meðal annars falið að fjalla umskýslu stjórnlaganefndar, sem kosin var af Alþingi 16. Júní 2010.  Hlutverk stjórnlaganefndar var að undirbúa þau verkefni sem síðar voru falin stjórnlagaráði, meðal annar með því að halda þjóðfund um stjórnarskrármálefni og safna gögnum og upplýsingum um þau og leggja fram hugmyndir um breytingar á stjórnarskránni.  Stjórnlaganefnd élt þjóðfund 6. Nóvember 2010, þar sem þúsun þátttakendur voru valdir með úrtaki úr þjóðskrá og afhenti nefndiin stjórnlagalráði skýrslu sína og tillögur á fyrsta fundi ráðsins, 6. Apríl síðastliðinn.  Frumvarp stjórnlagaráðs er því afrakstur mikillar vinnu á löngum ferli.

Fulltrúar í stjórnlagaráði eru fjölbreyttur hópur með ólíkar skoðanir, menntun og reynslu.  Hver og einn hefur tekið afstöðu til mála á eigin forsegnum.  Almenningur hefur átt greiðan aðgang að verkinu, fyrst og fremst með athugasemdum og innsendum erindum  á vefsetri ráðsins.  Þannig hefur varðveist sú hugmynd að almenningur kæmi að endurskoðun stjórnarskrárinnar.  Frumvarp stjórnlagaráðs hefur því mótast smám saman í samræðum milli fulltrúa innbyrðis og opnum skoðanaskiptum við samfélagið.  Stjórnlagaráð afhendir nú þingi og þjóð frumvarpið.  Skýringar með frumvarpinu veða afhentar Alþingi í næstu viku og endursspegla umræðuna innan ráðs og utan.

Stjórnlagarláð vænti þess að sú opna umræða sem fram hefur farið á undanförnum mánuðum  um stjórnarskrármál haldi áfram. ‚I frumvarpinu er gert ráð fyrir að breytingar á stjórnarkskrá séu framvegis bornar undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar.  Fulltrúar í stjórnlagaráði eru einhuga um að veita beri landsmönnum öllum færi á að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá áður en Alþingi afgreiðir frumvarpið endanlega. Komi fram hygmyndir um breytingar á frumvarpi stjórnlagaráðs lýsa fulltrúar í stjórnlagaráði sig reiðubúna til að koma aftur að málinu áður en þjóðaratkvæðagareiðsla fer fram.

Reykjavík 29. Júlí 2011.

Og undir þetta skrifa

Salvör Norðdal

Andrés Magnússon

Ari Teitsson

Arnfríður Guðmundsdóttir

Ástrós Signýjardóttir.

Dögg Harðardóttir

Eiríkur Bergmann Einarsson.

Eringur Sigurðarson

Freyja Haraldstóttir

Gísli Tryggvason

Guðmundur Gunnarsson

Illugi Jökulsson

Íris Lind Sæmundsdóttir

Katrín Fjeldslted

Katrín Oddsdóttir

Lýður Árnason

Ómar Þorfinnur Ragnarsson

Pawel Bartoszek

Pétur Gunnlaugsson

Silja Bára Ómarsdóttir

Vilhjálmur Þorsteinsson

Þorkell Helgason

Þorvaldur Gylfason

Þórhildur Þorleifsdóttir

Örn Bárður J‘onsson

Þorsteinn Sigurðsson.

Þið ágætu lesendur sem kallið mig landráðamann fyrir að fylgja þeirri upplýstu ákvörðun sem ég tók. Hljótið því að kalla allt þetta fólk líka landráðamenn.

Ég ráðlegg ykkur eindregið sem viljið taka upplýsta ákvörðun en ekki bara draga eitthvað út úr og skrumskælið, eða étið upp eftir þeim sem alls ekki vilja láta samþykkja þetta að lesa það sem Dagný benti á hér áðan. Það er langur lestur en afar fróðlegur. Og einmitt sú umræða sem var á fundinum sem ég tók þátt í.

http://www.stjornlagarad.is/other_files/stjornlagarad/Frumvarp_med_skyringum.pdf

Það það þarf að skrolla dálítið niður til að þetta komi, og eins er frekar lengi að hlaðast upp, því þetta er mikið skrifdæmi.  Og það er greinilegt af lestri þessum að hér er vandað vel til verka og menn hafa lagt sig alla fram um að hafa það sem vandaðast og að sem flestir landsmenn gætu komið að þessu.

Ég álít að þetta sé okkar tækifæri til að taka á þeim brýnu málum sem eru í stjórnsýslunni hér á landi.  Okkur mun ekki gefast annað slíkt tækifæri.  Og þá eigum við ekki að láta hræðslu við svikult fólk hræða okkur frá því að samþykkja þetta og fylgja því eftir.  Þetta er í okkar höndum, og ég til það bara útilokað að stjórnvöld geti togað þetta og teygt þannig að hætta skapist.  Og þá eins og ég segi er forsetinn á Bessastöðum og getur stöðvað þetta.  Það sagði hann hreint út á þeim fundi sem ég var á.  Því ef stjórnvöld ætla að taka lýðræðið út úr höndum þess fólk sem hefur átt aðkomu að þessu plaggi, þá verður þung undiralda mótmæla og heimting á að ríkisstjórnin fari frá. 

Halldór þessar spurningar sem þarna eru, eru ekki allt plaggið.  Heldur það sem menn töldu að væri mesta ágreiningsefnið.  Þegar þjóðin samþykkir eða hafnar þessum drögum, þá hafna þeir eða samþykkja allt sem þarna stendur.  Og það hefur verið kynnt núna vel með myndarlegum bæklingi sem hefur eða á að hafa borist inn á hvert heimili, og ekki bara drögin heldur er gamla stjórnarskáin við hliðina til að auðvelda fólki að gera samanburð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 12:18

44 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Biðst afsökunar á innsláttarvillum þarna, því ég þurfti að endurrita þetta allt saman þar sem skjalið er á Pdf skjali og ekki hægt að kópera.  Ritvillur eru því mínar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 12:21

45 identicon

Ásthildur mín það hefur aldrei hvarflað að mér að bendla þig við landráð af neinu tagi svo að aþð sé nú alveg á hreinu þó eg sé að skrifa hér um þrssa svonefndu kosningu.

Mér hefur alltaf verið ljóst að þú vilt landinu og þjóð allt hið besta og hef eg með sjálfri mér oft hugsað um þig sem Fjallkonuna okkar hér á blogginu.

Og læt eg svo mínum parti í umræðunni  lokið hér

Sólrún (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 13:18

46 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín kæra Sólrún enda meinti ég þig alls ekki.  Það var vinur minn Jón Steinar sem lýsti þessu yfir.  Þú ert alltaf málefnaleg og ég hef mikið álit á þér og því sem þú stendur fyrir.  Vona bara að þessi afstaða mín beri ekki skugga þar á.  Því ég lít á Stjórnarskrármálið sem eitt og svo er allt annað með ESB og þá baráttu, þar mun ég hvergi hvika. Og mun áfram beita öllu sem ég á til svo að það mál verði úr sögunni, eftir því sem ég hef vit til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 13:43

47 identicon

Þakka þér Ásthildur mín eg hef alltaf virt það mest við þig

hvað þú vilt vera trú sannleikanum og öllu því besta.

Það er bara svo  fallegt.:)

Sólrún (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 14:49

48 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sólrún mín.  Við höldum okkar baráttu áfram með ESB og þann óvin sem við eigum sameiginlegan.  Það er gott að vita af þér í þeirri baráttu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 15:07

49 identicon

Ég fylgi þér oft að skoðunum Ásthildur en ekki nú. Verð meira að segja örlítið hrædd um að þú þurfir ekki nema einn uppskrúðfaðan ESB lofgerðarfund til að skipta um skoðun á því máli líka.

Þetta stjórnarskrármál er búið að vera skrípaleikur frá upphafi. Það var einhver sniðugur markaðsmaður sem seldi þjóðfundarhugmyndina út frá módeli sem notað er til að peppa upp móral í fyrirtækjum. - Og þetta var ekki alvöru slembiúrtak.

Fyrir utan allt hitt ruglið. Ætla að mæta eða mæta og segja NEI við fyrstu spurningunni - eins og ég var reyndar löngu búin að ákveða.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 16:31

50 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín þetta er algjörlega skotið fyrir neðan nafla.  'Eg skipti ekki svo auðveldlega um skoðun.  Satt að segja þykir mér þú gera afskaplega lítið úr mér með þessum ummælum.  En eins og ég segi það verða allir að hafa sinn eigin skilning á því hvað er hér á ferðinni.  Og það er frekar erfitt að þurfa að sitja undir allskonar svona athugasemdum þegar ég er bara að tjá mig um hvernig ég upplifi hlutina.  En svona er víst umræðuhefðin hjá okkur.  Hún er óvægin og stundum dálítið heitfeng.  Eins og ég sagði, ég vil heldur segja það sem mér finnst þó fólki líki það ekki, heldur en að sigla undir fölsku flaggi þegar mér finnst að ég sjái hluti í öðru ljósi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 18:51

51 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

EKKI gera lítið úr Ásthildi drottningu Vestfjarða! Það er ólíðandi og lýsir bréfritara og rökþroti, það á að banna að ráðast á manninn, en ekki málefnið (boltann). Rautt spjald.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.10.2012 kl. 19:28

52 identicon

Fyrirgefðu Ásthildur, ég ætlaði ekki að gera lítið úr þér. En eins og ég sagði þá varð ég bara örlítið hrædd - það var mín upplifun. Því ég hef upplifað umsagnir allt of margra fylgjenda þessar stjórnarskrártilraunar sem óraunsæjar og upphafnar.

En ég sinni engu rauðu spjaldi athugasemdar 51 - mínar tilfinningar eiga jafn mikinn rétt á sér og hennar.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 19:45

53 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín skil þig fullkomlega.  Við erum smeyk yfir ýmsu, vegna þess að það hefur verið brotið á okkur.  Trúnaðurinn á kerfið hefur beðið skipsbrot því miður.  Það verður ekki lagað fyrr en nýtt fólk kemur á alþingi sem fer eftir lögum og reglum og sýnir af sér þann trúnað við vilja kjósenda sem er frumskilyrði fyrir trausti okkar á því fólki sem við veljum til að stjórna.

Takk Anna mín.  Ég skil þetta ósköp vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 20:05

54 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég hafði athugasemd 33 í huga þegar ég veifaði rauðaspjaldinu. Kær kveðja

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.10.2012 kl. 23:07

55 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Anna mín, þetta særði mig frekar mikið.  Mér finnst ég ekki eiga það skilið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 23:10

56 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Ólýsanlega sorglegt að sjá sum kommentin frá fólki.  Greinilegt að andstæðingar nýrrar stjórnarskrár eru ekki mikið að eyða tímanum í að lesa hana. 

Sigurður Jón Hreinsson, 6.10.2012 kl. 20:47

57 Smámynd: Elle_

Lesa hvaða ´hana´?  Það hefur engin stjórnarskrá verið skrifuð.  Vil líka benda á hvað það er ´ólýsanlega sorglegt´ að lesa hvað þú skrifar sjálfur.

Elle_, 7.10.2012 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband