Vertu sæl Jóhanna forsætis.

Það var alveg komin tími til að Jóhanna hætti. Sennilega hefur verið lagt að henni að gera svo.  Það er búið að gefa það í skyn nokkrum sinnum.  Mig minnir að Össur hafi rætt um að skipta þyrfti um manninn í brúnni, Árni Páll hafði líka gefið eitthvað í skyn, en þorði ekki að segja hlutina hreint út.

Viðbrögð Dags áðan voru þannig að það lá við að ég kúgaðist.  Hann ætti að muna að oflof er háð.

Verð að segja það að viðbrögðin eru eins og minningargrein þar sem sá sem látinn er verður að engli með vængi, þó hann væri breyskur í lifanda lífi.

Stuðningsmenn hennar vilja halda, sem von er að hennar verði minnst sem eins markverðasta leiðtoga íslandssögunnar.  En ætli annað komi nú ekki í ljós þegar sagan verður skoðuð, þar kemur fljótlega upp í hugan ýmsar klúðursminningar.  Bæði ráðningar, brot á jafnréttislögum, yfirlýsingar um hve allt er gott á landinu og yfirlýsingar forystumanns ASÍ um hið gagnstæða, ýmsar vandræðakosningar sumar dæmdar ógildar, og svo marg og margt.

Ég get auðvitað viðurkennt að ég bar mikið traust til Jóhönnu í upphafi þegar þau Steingrímur tóku að sér að stýra landinu gegnum brotsjó.  Þó minn flokkur dytti út, hugsaði ég með mér að þarna væri þó fólk sem myndi vera rétta fólkið til að stjórna landinu gegnum þann ólgusjó. 
En þau höfðu ekki lengi verið í stjórnarráðinu þegar Jóhönnu hafði tekist að kjúfa þjóðina algjörlega í herðar niður með því að setja aðaláhersluna á ESB, þegar hún og Steingrímur höfðu alla burði til að verða vinsælasta stjórn allra tíma, vegna þess að fólk virkilega treysti á þau.  Og síðast en ekki síst hvar er SKJALDBORGIN?

Adam var ekki lengi í Paradís.  Það kom í ljós að ekki bara Jóhanna klauf þjóðina, heldur var blautri tusku slegið framan í bæði stuðningsmenn Steingríms og okkur sem að vís kaus þá ekki, en treystum samt til að standa við loforðin.  Þá kom nefnilega í ljós að alla kosningabaráttuna höfðu þau Jóhanna myndað með sér bandalag um að SÆKJA UM AÐILD AÐ ESB.

Síðan hefur hvert klúðrir rekið annað, ekki tekið á neinum málum, bara skipaðar nefndir, ráð, eða hlutirnir voru í vinnslu.  Aldrei tekið fast á neinum málum.  Og í raun og veru í stað þess að virkilega hlú að því sem næst þeim stóð, eyddu þau allri sinni orku í innlimunina í ESB.

Nú þegar líður að lokum starfstíma hennar, þá verður starfstími hennar skoðaður og sagan mun dæma.  Og þegar hún talar um hrunið eins og hún hafi þar hvergi nærri komið. 

En ég vil samt óska henni allra heilla í sínu prívat lífi og óska henni þess að hún njóti samvista við sína fjölskyldu og verði hamingjusöm.  En að hún hafi verið mikilhæfur leiðtogi er í besta falli hlægilegt.


mbl.is Jóhanna ætlar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhönnu verður minnst fyrst og fremst fyrir að skipuleggja og taka virkan þátt í árás á íslensk heimili þegar þau þurftu mest á hjálp hennar að halda.

Seiken (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 18:49

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dagur dregur fram allt það versta í mér :(( gott að Jóhanna ætlar að hætta, en hvað þeir fá er ekki gott að segja.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2012 kl. 18:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei einmitt Ásdís það er spurning hvað þeir fá í staðinn. Árni Páll er búinn að safna skeggi til að virka ábyrgðarfyllri hehe... Guðbjartur er að flestra mati búin að fyrirgera sínum möguleikum, Dagur held ég að fæstir reikni með að hafi sjens, hann er svo fandi leiðinlegur.  Katrín Júlíusdóttir á auðvitað möguleika,Sigríður Inga minnir mig á ehem ákveðna konu sem er svona útlitið og búið spil.

En það verður fróðlegt að spá í hver tekur þetta hlutverk að sér, það verður erfitt held ég, því þrátt fyrir allt hefur Jóhanna verið sérstakur foringi, það verður ekki af henni skafið, umdeild. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 19:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ansi hrædd um það Seiken, Skjaldborgina og það sem á eftir fór. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 19:17

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Jóhanna að hætta og þar fór vel. En hvað tekur við hjá Samfylkingunni ?. Upp úr jarðvegi þess flokks virðist ekki geta sprottið nema arfi og gorkúlur til forustu.

Ragnar Gunnlaugsson, 27.9.2012 kl. 20:02

6 identicon

Enn sem fyrr er ég sammála þér Ásthildur.  Mig langar ekki að hnýta í Jóhönnu, mér fannst flott þegar hún tók við á neyðarstundu og keypti alveg þessa þessa ímynd heiðarleikans, ég var og er enn pínulítið stoltur af okkur Íslendingum að hafa gert lessu að forsætisráðherra og það hafi ekki verið notað gegn henni í umræðunni enda engin ástæða til. Einnig hafði ég trú á að hún vildi hag smælingjanna sem bestan og berðist fyrir því um fram annað, þó ég hafi ekki alltaf haft trú á dómgreind hennar í því efni. 

Ferill Jóhönnu varð mér því mikil vonbrigði, þar þýðir hvorki henni né öðrum einhver spuni um hið gagnstæða. Stærstu mistök Jóhönnu eru ESB feigðarflanið og svo ráðaleysið gagnvart stökkbreytingu lána.  Í raun einkennist stjórnartíð hennar af ráðaleysi. Meira segja er hún stundum að þakka sér árangur sem stafar af einhverju sem hún hefur þó barist gegn eins og t.d. hvernig gengisfall krónunnar hefur hjálpað þjóðarbúinu þvert á móti því sem hefði gerst ef við hefðum evruna sem hún stefnir á að tekin sé hér upp.Eins er hálf sorgleg staða hjá henni að svíkja verkafólk um hækkun persónuafsláttar í takt við verðlag, þegar þetta var eitt af hennar stóru gagnrýnisatriðum í stjórnarandstöðu (innan ríkistjórna og utan). En ég get als ekki fallist á að Jóhanna sé spillt eða noti pólitíska aðstöðu til að ota sínum tota.  Sanngjörn eftirmæli pólitíkusins Jóhönnu er velmeinandi og heiðarlegt ráðaleysi og  ESB feigðarflan!

Ég vil óska persónunni Jóhönnu als hins besta og meira að segja að þakka henni fyrir viðleitnina að reyna að stýra þjóðarskútunni á erfiðum tímum. Hún trúlega gat ekki betur blessunin, kanski hefðu hennar félagar í pólitík að grípa fyrr í taumana ef þeir voru þá ekki enn ráðalausari greyin og sumir jafnvel með vonda samvisku!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 20:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm mér er svo sem alveg sama hver tekur við. Er reyndar sammála Jónasi að hún ætti að hætta á áramótum ef hún virkilega vill flokknum vel.  En annars þá gef ég lítið fyrir framtíð þessa eina hreina ESB flokk Íslands.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 20:11

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er reyndar það Bjarni að þetta er að sumu leyti rétt hjá þér.  Ég held að hún hafi viljað gera betur.  En hún er enginn stjórnandi, og það er hennar akkilesar hæll, og það notað Steingrímur sér til fulls.  Hún hefur á einhvern hátt trúað því sjálf að hún hafi gert allt þetta góða sem hún vildi, og henni hefur sennilega verið talin trú um að það hafi gengið eftir.  Það staðfestir þetta viðtal við hana í kvöld. Hún gjörsamlega trúir því sjálf aðhún hafi stuðlað að jöfnuði, betri lífskjörum lítilmagnans og aukningu starfa, þó allt bendi til annars og meira að segja besti vinur ríkisstjórnarinnar hafi bent á annað.  Henni er því ákveðin vorkunn.  En tíminn mun leiða í ljós hversu mikill (fliss) leiðtogi hún hefur verið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 20:17

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ásthildur mín, þú gleymdir Icesave afrekininu hennar, sem var tilræði gegn þjóðinni. Segi eins og þú, vonaði í byrjun að Jóhanna myndi gera góða hluti, en við erum eins og 85% þjóðarinnar teljum að hún hafi ekki valdið hlutverkinu.

Sigurður Þorsteinsson, 27.9.2012 kl. 21:51

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigurður Icesave er kapítuli út af fyrir sig og verður sennilega hennar akkilesarhæll ásamt ESB innlimuninni í sögubókum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 22:14

11 Smámynd: Dagný

Vel mælt Ásthildur. Fari hún (og veri) í friði.

Dagný, 27.9.2012 kl. 22:46

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og njóti hún sín vel.  Hún hlýtur að vera velkomin í faðm Brussel veldisins og getur eflaust fengið þar gott skjót og góðan viðurgerning

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 22:59

13 Smámynd: Jens Guð

  Það á engin/n að vera atvinnupólitíkus í 35 ár.  Það þarf að setja skorður á það, eins og forsetaembættið.  3 kjörtímabil hámark á Alþingi.  Mér er sagt - heyrði það ekki sjálfur - að Lúðvík Bergsveinsson (fer ég rétt með nafnið?) hafi viðurkennt í útvarpsviðtali að hafa fundið fyrir því að missa jarðsamband við almenning, fólkið í landinu, eftir nokkur ár í þingstól.  Alþingismenn þurfa svo sem ekkert að viðurkenna það.  Við vitum það.  Verkin tala.  Þau hrópa.   

Jens Guð, 27.9.2012 kl. 23:44

14 Smámynd: Björn Emilsson

Asthildur, herði menn ekki sóknina gegn aðförunni að sjálfstæði Islands, mun Jóhönnu verða minnst sem hins mikla leiðtoga sem afsalaði Lýðveldinu Island á silfurfati Stór-Ríki Þýskalands.

Björn Emilsson, 27.9.2012 kl. 23:55

15 Smámynd: Björn Emilsson

gegn aðförinni... á það að vera

Björn Emilsson, 27.9.2012 kl. 23:56

16 Smámynd: Óskar

Rætið og ósmekklegt blogg en ég bjóst ekki við neinu öðru frá þessum laumusjalla og hádegismórasleikju sem á þetta blogg.  Skilur ekki að hér varð eitt versta hrun sem vestrænt ríki hefur glímt við í seinni tíð og skilur ekki að staða þjóðarinnar í dag er kraftaverk miðað við hverju mátti búast við eftir hrunið.

Óskar, 28.9.2012 kl. 00:59

17 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Jóhanna virðist ekki ein um að finnast tilhugsunin um starfslok góð, þjóðin virðist vera á sama máli!

Kjartan Sigurgeirsson, 28.9.2012 kl. 02:16

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg hárrétt Jens, það á að vera hámark á setu alþingismanna og forseta þjrú tímabil er ágætis tími.

Sammála Björn, hér þarf að standa vaktina vel.

Óskar, þetta innlegg þitt er frekar hlægilegt.  Þú hefur greinilega ekki lesið mikið af þessu bloggi mínu, þetta kallast sleggjudómar og eru ekki svaraverðir.

Það er rétt Kjartan, málið er að þjóðin virðis vera nákvæmlega á sama máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2012 kl. 08:41

19 identicon

Margir í mæringarliði Jóhönnu svo sem SteiniBreim hafa verið duglegir í mótekju í Hádegismóum og stundað nábít henni til dýrðar. Hún fékk alla samfylkinguna í kútvelting og magapínu af kæti á Samspillingarhátíðinni síðast, þá hún hélt útí móa og stakk upp “gullkorn” um Hádegismóra og náhirð.

Hún Jóhanna náði hæstum hæðum á ferlinum er hún grét við fótskör Hádegismóra og hélt til með Náhirðinni hanns sem ráðherra. Aftur fór hún hástökk er hún gekk við hlið Harde í hrunstjórninni hanns þar líka sem ráherra. Síðan náði hún að fara þrístökk ef ekki bara fleitir enn kellingar í samstarfinu með íþróttagaspinum fyrrverandi. Icesave, ESB, 4600 ný störf, ólöglegar mannaráðningar, ólöglegar kosningar.Afrekin endalaus.

Já hún Jómóa er að sönnu háloftamaskína sögunnar.

Nú mun hún ganga um Hádegismóana, sem eru henni svo kærir, með öðrum náum stjórnmálanna.

Davíð besta vininum sem hún lék svo illa. Ingibjörgu bestu vinkonunni sem hún sveik. Jóni Baldna sem bara sparkaði í grenjandi stelpufrekjuna og fleira af góðu samverkafólki sem gengið er til náa.

Síðdegismóri (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 13:56

20 identicon

Sæl Ásthildur, ég fylgist með þessum hremmingum héðan af vinstri ströndinni og er að mestu æeiti sammála þér nema að sem hægri öfgamanni get ég ekki tekið undir með þér um (fyrrverandi) traust til þitt núverandi valdhafa. Þau eru orðin rúmlega 25 árin síðan ég fluttist erlendis en þá voru þá voru þau bæði á þíngi Steingrímur og Jóhanna og höfðu verið um þó nokkur ár. Sú kynning af þeim og það sem síðan hefur komið varð til þess að þegar hún loks varð forsætisráðherra, á afskaplega erfiðum tíma, var ég viss um að reyndin yrði sú sem fram hefur komið. Ekki það að ég sé neitt sérstaklega framsýnn en þau skötuhjúin hafa alltaf verið á þessari sömu línu og ég sá enga ástæðu til þess að þau breyttu þar um. Þar fyrir utan er hún að mínu mati gjörsamlega vanhæf til að takast á við þessu miklu vandamál. En nú er mál að linni og vonandi verður hægt að laga það sem úrskeiðis hefur farið.

Erlendur (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband