Að ruslast um í Vín... er gaman.

Vínarborg er með þeim skemmtilegri borgum að mínu mati.  Aðrar borgir sem ég held upp á eru Kaupmannahöfn, Amsterdam New york - Manhattan.  Allar þessar borgir eiga það sameiginlegt að það er auðvelt að rata góð samgöngutæki og lifandi borgir með fullt af matsölustöðum og vínveitingarstöðum þær eru lifandi alveg meðan maður er að ruslast um fram eftir.

Vín er sérlega skemmtileg að því leyti að í fyrsta lagi getur maður farið um hana á helstu svæði með neðanjarðarlestinni, og það er afskaplega auðvelt að rata. Hún hefur upp á svo margt að bjóða bæði sögulega séð og svo í fegurð bæði hvað varðar skemmtileg svæði eins og bakka Dónár, arkitektúr, að blanda saman gömlum og nýjum byggingum svo vel fer, og bara vinaleg að öllu leyti.

1-oFyUazl6rPhCFOZBgRqba5hr_SiOeo6OV3QLg1dIsb4

Við Elli skruppum til Vínar og gistum hjá vinkonu minni Christínu yfir nótt, áttum virkilega skemmtilegan tíma.

2-mJr8Q9S90flQsUnlVH15NvjcYh0g2PIfAEdVUv-op08

Christíne er eftir skilgreiningu íslendinga Íslandsvinur, því hún kemur hingað eins oft og hún getur, reynir að koma á hverju ári. Og elskar Ísland íslenska náttúru og fólkið sem hér býr.

3-ESyRKgeQUuUdoAEzTZww63SLeGgf9ka0LvhZFFYAqi8

Hér erum við að fara niður á Stefansplatz, sem er hjarta Vínar, þar er dómkirkjan og miðbærinn.

4-8Nlxl6TA9EePLOqnoVJjuhrlbRWS-zqYIDAGk3ibNis

Já hér erum við sem sagt að fá okkur morgunverð.

5-e1wnlrX6l11lG01YOyFytFGW0ppJf7uyWp2WICdre0c

Þetta er mín uppáhalds búð í Vín, steinabúðin sem er rétt við Mary HilferstraBe. Kaupi alltaf einhverja steina þar.

6-TjFpylMtERWDzVz5hLCIIOOup2OLzkzq5XG2oOaAtgQ

Christine býr í gömlum hluta Vínar, í bokk sem er reyndar frekar gömul, byggð um 1920, í þá daga var ekki rennandi vatn í hverri íbúð, heldur voru svona vaskar frammi á gangi á hverri hæð, þangað sem fólk þurfti að sækja sér vatn.

7-NvWDtjvDPSxy6BKPTxG7vhgN3GS9rpHwEqSUIsznVXo

Hér sýnir Christine mér plöntu sem hún er að rækta sem heitir Djöflaplanda eða eitthvað álíka.

8-g1BoHiK--MeCfwGmsSVTLKfDJ8bZTgw3Ag6LGA7V2WM

En sem sagt dóttir mín þurfti að bregða sér til Vínar, því hún var að taka Buddatrú, við ætluðum að fara út að borða með Christíne og ákváðum að fara á góðan veitingastað sem er uppi á hæð yfir Vín. Ég hef að vísu komið þar áður, en þangað lá leiðin, hér erum við á rauða dreglinum.

9-mQEE5aZfnlm9aRRMxHFrl4Vc8Mjf28kchYhxQw6kyEE

Man ekki hvað veitingastaðurinn heitir, en hann er meiriháttar og margt þar til skemmtunar, og þarna er setið úti meðan nógu hlýtt er, og ef mönnum er kalt þá er hægt að fá teppi yfir sig.

10-cqZCmV75Bk8vs8QUDNBaEsYUZCRCt9x1pGVmSYoVPcY

Við röltum þarna um og skemmtum okkur vel. Þetta er eins og inn í stofu.

11-S4dtFczymqJaFyLwWQBAUsLKmQDsqqbBjw1CyeTXU5U

Allt gert til að fólk geti skemmt sér og notið þess að vara til.

12-aPmiuvgcX66cc7d1MJB-kkhW3Q4EgjUMXtdYFBpclt4

Mæli með þessum stað ef fólk vill gera eitthvað spes í Vín, bara hafa samband og ég skal grafa upp nafniðSmile

13-dYxvxLTqBEuGe5aKtHf1Kv_VcLn2y1L1iHcGTl27KHs

Þó veðrið væri gott hér uppi, þá var dálítil þokumóða yfir Vín. En hér er gott útsýni yvir borgina, og þetta stóra hús er spítali.

14-X6bGLrsDdg8BgbstaarlrvTfWM0eY17loH0BR4WqGhU

Svo var farið að fíflast, hér er rammi sem hægt er að taka myndir í hehehe.

15-7a6vdfWI2td7013B8ujt1aeXL_tSEIUiuuvaKzGPT3o

Já eins og um mynd í ramma væri að ræða.

16-GM8Ifvk-ulk4CV4pCaGLApkwtjVJsiQLKC85CORoqaM

Og þá var bara að skemmta sér ærlega.

17-zxg2u6GkdIspxzuL2lrhKsvEeiZnH-5N1WYxLFthgVU

Hehehehe LoLChristina you did´t thint I would show this.

18-nIWzju1PcJaIn2l1kK1Ic0cK_KtARyiC3_6UoWWs7TA

En hingað komum við fyrst og fremst til að smakka hina einu og sönnu Viener Snitzhel sem er algjört ÆÐI.

19-JMJ0JTN7fT0Tw0AFPqBmnjhhe34KRrkMdVMqa0n646w

Borð fyrir tvo...

20-76T9pdhHnzq32CJZC3Xb78Ja80WKzou8idKjEQQe2IM

Bára mín og Christine góðar vinkonum sem ég reyndar kynnti hvora fyrir annari.

21-XsVAEqjKOxRCcq9Cd6RXjeTdzGRSvT-N8k35zIm1tRA

Á tröllaslóðum... eða þannig.

22-_gyOjfmW6oXWolcv8LwrdREeDOpU-NgnURNzCdp33ZA

Sem sagt steinrunnið tröll...

23-Dc6RtXQ2Yx4Pn-xGwV1OJ1jdvaabWQcpwVcXCuI5yPQ

Jamm það er svipur með þeim LoL

24-JPdqpsL-oDnulYaTF_yy3vhX53TvloGMw2KqotIoH18

Þannig að það er ekki bara matur heldur heimikil skemmtun að fara á þennan veitingastað.

25-9igDlRIHcXCBCJA6gMMUYUTY2BFmut2oGhfgqua1NRs

Og feðginin skoða Vína ofan frá sem er bara gott útsýni yfir borgina.

27-LKzv1UaU0blZDZA9DS-dWic6DOVPSx25VsT37-FnXjs

En eins og ég sagði fór dóttir mín til Vínar til að taka Búdda trú það var falleg athöfn og ég er afskaplega ánægð með hana að hafa valið sér þetta fallegu iðkun. Hér eru vinir hennar Samúel frá Israel og móðir hans sem er nýflutt hingað frá Tel Aviv þau eru bæði búddatrúar yndislegt fólk.

28-UvxQJXpxIqkGoO704nfYF1wMATUA0J0T_yknjNt7xDI

Samúel sagði mér að iðkendur þessa sama trúfélags eru um 3oo hér á landi og þar af tvær systur hér á Ísafirði sem ég reyndar þekki vel, flottar stelpur. En höllin sem þau keyptu undir trúariðkun sína er höll einnar prinsessu af Habsborgaraættinni, hún var kölluð rauða prinsessan vegna þess að að hún giftist af ást, manni sem ekki var konungborin. Þess vegna þurfti hún að vera utangarð hjá þessu liði, og hefur sennilega bara verið hamingjusamari en aðrir sem þurftu að giftast innbyrðis eða einhverjum sem þeim var ætlaður. Ég hef reyndar aðeins mantrað með þeim og það algjörlega virkar. 

29-Fp0OnEZMXsdtDiGRufPewRI0cFTJpbEMqfzbQ3Byd7w

Hér er þessi elska mín eftir athöfnina sem var eins og ég sagði afar falleg, ásamt öðrum sem voru líka að taka trúna.

30-8xdGhgkRthu_p-yKCSWp6Q2ULQjwmcD79lNFVBgQGFQ

En að öðru, meðan ég var í Austurríki ríkti hitabylgja sem fór allt upp undir 40°, það var því afar heitt.

Hér innan við fimm mínútna akstur frá heimili Báru er þetta vatn, sem margir koma til að baða sig í og synda, meira að segja alla leið frá Vín.

31-sab0viycwtQP_ymrlRKR9uJhjUpapfu-kGw37FKdgfY

Hér er svo sannarlega hægt að eyða deginum, hafa með sér nesti eða bara fá sér mat eða vín á veitingastað sem er hér.

32-XGDkS5seZ-QLu4-RimM1NlLRcgZ-LlvfI2XcqDicgIU

Og börnin nutu sín svo sannarlegaHeart

33-kkZU-i6z4B7tWOB1rMIAC_h7naRgKBOsFw7fwLO0GRs

Og amma vildi líka passa guttan litlaHeart

34-JtMmthtlWseHrOf-URIlm6lwrY9x45Tuoa_14pf3Pzs

Frábær staður og mikið sóttur.

35-e2RUTUcWvezbvbixwRsnQKtf7KxpbOalkcAxCZ_5QRM

Og svo var komin tími til að fara heim, það endar alltaf þannig. En mikið getur lífð verið yndælt.

Þó ég hefi ekki sýnt mikið frá Vínarferðinni þá nutum við Elli okkar, við vorum að ruslast bara tvö, Christína þurfti að vinna að verkefni, svo við fórum í miðbæinn og röltum milli veitingastaða og skemmtum okkur vel, þegar við svo komum heim til hennar, beið okkar uppbúið rúm, með sælgæti á koddanum eins og á flottum veitingastöðum og rauðvínsflaska og tvö glös, arineldur logaði og allt var óskaplega rómó.  Tank you my dear Christine my friend, we both love you very much. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg meiriháttar. Svo gaman hvað þú treinir ferðasöguna lengi svo við fáum hana í skömmtum . Alltaf jafngaman að ferðast með þér .

Dísa (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 20:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elskan mín, það er líka smá leti í mér, ég verð að vera í góðu stuði þegar ég segi söguna, virkilega langa til að segja frá

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 20:58

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Fallegt þarna og það væri gaman að skella sér við tækifæri.

Sammála með Köpen og Manhattan, tvær frábærar borgir Það er t.d. æðislegt að fara upp með lyftunni á Mariot Hótelinu sem er nálægt Grand Central og á efstu hæð í veitingasalinn. Hann snýst hægt og rólega eins og veitingasalrinn í Perlunni og það er magnað að skoða borgina og ljósadýrð hennar þar ;) 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.9.2012 kl. 22:13

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Skemmtileg ferðasaga og geggjað "Viener snitzel" Takk fyrir.

Jónatan Karlsson, 23.9.2012 kl. 22:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Manhattan er líka frábær að því leyti að þú getur rölt um allt svæðið frá miðborginni til Central Park gegnum alla útbæina, var þarna einu sinni í byrjun nóvember Halloween og Thanks giving og horfði á  Gönguna miklu gegnum allar helstu götur borgarinnar afar tilkomu mikið.  Hef að vísu ekki komið í Mariothótelið þar, en í El Salvador þegar ég fór í giftingu sonar Ella var brúðkaupsveislan í Mariothóteli þar, og mikið um dýrðir.  En að geta gengið frá Time squeer til Central Park gegnum öll litlu þorpin Greenwich Willage og allt saman er dásamlegt og það er bara öryggi eða var allavega þegar ég var að ruslast þarna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 22:23

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Vel á minnst Jónatan, sniteselið er ekkért smá girnilegt, nammi, namm ! En líkar rosa stórt, úff ;)

Já, NY er frábær og orðin svo miklu hreinni og öruggari en hún var orðin. Minnir að veitingastaðurinn heiti bara " The Wiew " sem ég mæli eindregið með. Að vísu dýr m.v. margt annað, en meira en vel þess virði að njóta útsýnis á meðan maður situr þar og hefur það notalegt ;)

Held ég hafi ekki skoðað þessi þorp ? Eða ekki áttað mig á því... ? Hef svosem ekki komið þangað nema 2 skipti og ekki stoppað mjög lengi hvort sinn. Á það vonandi eftir að skoða þessi litlu þorp sem þú nefnir Ásthildur mín. Þú smitar svo frá þér með ferðasögum og myndum að manni langar að fara á sömu slóðir ;) 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.9.2012 kl. 22:34

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Hjördís mínÉg á einhversstaðar myndir frá þessari ferð, þarf að fara að skoða myndirnar mínar frá þessum tíma. 

Jónatan Viener snitzelið þarna er algjört sælgæti mæli algjörlega með því.  Jamm það er stórt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 22:44

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ljómandi morgunrúntur :) takk fyrir mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.9.2012 kl. 11:50

9 Smámynd: Jens Guð

  Það var skemmtileg útsýnisferð að skoða þessar myndir og lesa textann.  Ég verð að setja Vínarborg á áætlun hjá mér.

Jens Guð, 24.9.2012 kl. 12:17

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín.

Já Jens endilega hún er flott, og svo er stutt í öll löndin í kring með lest.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 13:04

11 Smámynd: Kidda

Mig langar til Vínar ;)

Alltaf jafngaman að ferðast með þér mín kæra, hvort sem það er innanlands eða í útlandinu. :)

Kidda, 25.9.2012 kl. 11:49

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Kidda mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2012 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband