Kisur- sem þarfnast heimilis.

Það líður að því að litlu kisurnar mínar þurfi að fá ný heimili.  Lillý Rósalind er flutt að heiman og er ánægð með nýja heimilið sitt.  Hin þrjú þurfa að fara að komast að heiman til fólks sem verður þeim gott og gefur þeim knús og umönnun.  Kisurnar mínar hafa gott upplag, þau eru vön því að litla fjölskyldan sé samhent, og Blesi elur kettlingana upp rétt eins og mamman.

27-IMG_6613

Snúður að borða.

28-IMG_6614

Pabbi að passa Lillý Rósalind.

29-IMG_6615

Hann gætir líka Doppu.

30-IMG_6616

Og þarna leikur hann við Gleði, og Doppa fylgist með.

31-IMG_6617

Eða er hann ef til vill að kenna honum góða umgengniSmile

32-IMG_6618

Lillý er orðin rosa fín með rauða ól um hálsinn sinn.

33-IMG_6620

Já hann heldur utan um litla ungann sinn, ég er ekki viss um að mörg fress séu svona dugleg við að leika við afkvæmin sín.

34-IMG_6621

Snúður og mamma.

35-IMG_6623

Svo er að fá sér að borða. Þau eru öll orðin kassavön og enginn vandamál með slíkt.

36-IMG_6624

Já Blesi tekur fullan þátt í uppeldinu.

37-IMG_6626

Pabbaknús.

38-IMG_6628

Snúður litli vill fá að komst í góðar hendur.

39-IMG_6629

Hér eru báðir foreldrarnir að borða Murr kattamat.

40-IMG_6630

Nammi namm, yfirleitt fá þau bara þurrfóður, en stundum til hátíðarbrigða fá þau Murr kattarmat sem þeim finnst alveg gríðarlega góður.

41-IMG_6631

Doppa litla er alveg jafn falleg og mamma sín.

42-IMG_6634

Heart

44-IMG_6638

Notalegt að kúra hjá mömmu.

45-IMG_6640

Kisuhrúga.Heart

46-IMG_6642

Það er líka notalegt að kúra hjá pabba.

47-IMG_6643

Gleði er feimnastur af þeim, þess vegna eru fæstar myndir af honum.

48-IMG_6644

En það má fá hann í gjafapakkningu LoL

52-IMG_6650

Þeir eru algjörir kúrikettlingar.

53-IMG_6652

Og þau eru öll góð hvort við annað.

54-IMG_6653

Uppáhaldsstaður fjölskyldunnar.

55-IMG_6654

Heart

56-IMG_6655

Pabbi að passa meðan mamma fer út að leika sér.

63-IMG_6666

Þegar hún kemur inn er hún blaut og þá þarf að þurrka henni.

64-IMG_6667

Já þetta er voða notalegt.

65-IMG_6668

Svo þið sjáið að það er gott upplag í þessum yndislegu litlu verum.

67-IMG_6670

Snúður litli bíður eftir eiganda.

68-IMG_6671

Og litli Gleði líka. 'Eg vildi gjarnan halda þeim öllum, en því miður er alveg nóg að hafa tvær kisur á heimilinu. Heart

Er ekki einhver þarna úti sem er til í að taka að sér þessa litlu anga og vera þeim góður? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Flottar myndir af Kisunum þínum

Guðni Karl Harðarson, 16.9.2012 kl. 14:40

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Oh hvað þær eru krúttaðar kisurnar þínar ;))

Vona að þú finnir þeim gott heimili, víst að þú þarft þess.

Gott fólk finnur annað gott fólk ;o

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.9.2012 kl. 15:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðni minn.  Þær eru bara allar svo fallegar þessar elskur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 15:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hjördís mín, já ég vona að þær fái góð heimili. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 15:58

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef aldrei séð kisuforeldra saman,vissi ekki að þau gætu verið svona einstök,en þau eru líka í frjálsum heimi þarna,þekkja ekkert annað. Mb,kv,

Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2012 kl. 17:03

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég hugsa að þetta sé dálítið sérstakt, alveg eins og hann hjálpaði til við fæðinguna, og hefur alla tíð skipt sér mikið af kettlingunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 17:47

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta eru algjörar krúttsprengjur ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2012 kl. 21:06

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega Hrönn mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 22:16

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Litla Lillý Rósalind er yndisleg, blíð og góð.  Hún fékk að vísu nýtt nafn sem er Lilla Vilhelmína

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.9.2012 kl. 22:39

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott nafn það er voða gott að geta fylgst með henni gegnum þig Jóna mín Takk fyrir það

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 23:11

11 Smámynd: Kidda

Hef alltaf verið soldið mikið skotin í Doppu, finnst hún eiginlega fallegasta kisa sem ég hef séð. Spurning hvort ég ætti að taka að mér að ,,passa hana,, fyrir þig ;)Svona rétt á meðan eiginmaðurinn væri að taka hana í sátt :)

Þegar læðan sem við áttum eignaðist sína síðustu kettlinga var nýkominn fress á heimilið og eftir að hann komst yfir það sem virtist vera ótti við kettlingana þá tók hann þátt í uppeldinu á þeim, mamman virtist ekki hafa mikinn áhuga á þeim svo að hann tók eiginlega við.

Kidda, 17.9.2012 kl. 10:30

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún væri sko vel sett hjá Þér Kidda mín litla dúlla, sú sem hringdi og spurði um hana hefur ekki látið í sér heyra ennþá, svo ég álít að hún sé á lausu Að vísu var einn að spyrja um hana fyrir konuna sína í fyrradag, þau misstu kisuna sína í sumar.  En þetta kemur allt í ljós.  Ef þau ætla ekki að taka hana, þá læt ég þig vita elskan mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 11:15

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þau eru yndisleg, mig langar alltaf aftur í kisur en það verður ekki meðan ég er í blokkinni. Gangi þér vel að koma þeim á ný heimili.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.9.2012 kl. 13:34

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 13:51

15 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Mér sýnist að kisuforeldrarnir sýni hér jafnrétti í hnotskurn. Myndi taka einn af mér ef ég gæti. Vonandi komast þessi kisukrútt á gott heimili þar sem þau verða knúsuð og kysst:)

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 18.9.2012 kl. 13:03

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vona það, þau eru öll svo ljúf og góð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband