Heimsóknir.

Veðrið náði okkur loksins, og það hellirigndi í nótt og var hvasst.  En jörðinni veitti ekki af þessari vætu, nú er veðrið að lagast, en ég er í letikasti inni hjá mér.

1-IMG_4142

Þóra frænka mín kom í heimsókn með Grétari manninum sínum, það var yndælt að fá þau.

2-IMG_4144

Takk fyrir síðast Þóra mín Heart

3-IMG_4145

Dælan úr tjörninni hefur verið biluð, og við vorum að spá í hvort hún væri ónýt, þá stóðst Grétar ekki mátið, hann tók sig til og lagaði dælun svo nú eru fiskarnir afar ánægðir með rétt súrefnisstig í tjörninniSmile

4-IMG_4147

Hér er hún Þóra, við erum búnar að vera eins og systur frá barnæsku, þó hún búi í Reykjavík en ég hér, það þarf ekki alltaf sífellda nærveru, þetta á líka við um Atla frænda og Garðar.

5-IMG_4148

Litlar skottur komu til að skoða kisubörnin, þeim Ágústu Maríu og Bjargey finnst tilhlýðilegt að koma við hjá ömmu í kúlu þegar þær koma vestur Heart

6-IMG_4149

Spennandi að fá aðeins að halda á einni kisunni.

7-IMG_4150

Bara smá og klappa.

9-IMG_4153

Og auðvitað að heilsa upp á fiskana.

10-IMG_4154

En við hjálpuðumst að að baka pizzur, ég gerði deigið en strákarnir skreyttu.

11-IMG_4155

Allataf best að hjálpast að.

Í gær opnuðu svo litlu kettlingarnir augun í fyrsta skipti. Svo nú sér maður í litlu fallegu augun líka. Heart

Eigið góðan dag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er aldrei nein lognmolla í kringum þig.  Ég vildi að ég hefði, þó ekki væri nema helminginn af þinni orku.

  Bestu kveðjur Vestur................

Jóhann Elíasson, 23.7.2012 kl. 14:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhann minn, þú mátt fá eins og þú þarft af orkunni. Ég fæ meira eftir því sem ég gef meira

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2012 kl. 14:55

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

J.Á. Orka h/f ,vinnur þjóðinni til heilla.

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2012 kl. 17:51

4 identicon

Vá, er svona langt síðan ég var á ferðinni, þegar þeir voru að fæðast . Gott að loks kom rigning, allt var orðið svo þurrt.

Alltaf gott að hafa gott fólk í kringum sig

Dísa (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 20:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Dísa mín það er alltaf voða notalegt.  Já það er svona langt síðan þessar elskur fæddust

Orka er nauðsyn Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2012 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband