16.7.2012 | 12:16
Blóm, ávextir og Brazil.
Ég hef verið að koma afgangnum af sumarblómunum niður í jörðina. Þetta lítur vel út, ef satt skal segja og ég er ánægð með árangurinn. Það gengur líka vel að ganga frá blómunum sem eiga að vera til græðlingatöku næsta vor.
Það er svona að komast lag á þetta hjá mér.
Þetta er eiginlega orðin frumskógur, án rándýra þó... vonandi. Vil ekki fá mink eða ref hingað niður.
Það er búið að vera svo sólríkt að það eru ekki bara krækiber og aðalbláber sem eru mánuði á undan, heldur fleiri ávextir í garðskálanum.
Kirsuber og perur eru ekki amaleg.
Eða plómur.
Í fyrra fékk ég 10 kg. uppskeru af vínberjum, veit ekki hvað það verður í ár.
Og í gær droppuðu við tvær kátar og elskulegar stúlkur, voru forvitnar og ægilega hrifnar. Þegar ég spurði hvaðan þær væru, þá eru þær frá Brasilíu, eru hér að spila með B.I. bolta. Hér skrifa þær í gestabókina, veit ekki hvað eru komnar margar kveðjur frá hve mörgum löndum. Þarf að fara að taka það saman.
Sá svo þessa mynd í BB í morgun. Hún er þá líka stjarna ofan á allt hún Talita. Talita og Gaby heita þessar hressu og skemmtilegu stelpur.
En nú þarf ég að fara út í sólina og hitan. Eigið góðan dag
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki svona fjölbreyttur gróður á svölunum hjá mér. enda plássið minna. en gróskan er ein. Fábreyttari en verður mögum sem líta inn hjá mér, undrunnarefni. það sést ekki utanfrá götunni nema örlítið. ef það væri grindur í stað steypsts svalarveggs þá væi ég búin að uppskera jarðaberin fyrir nokkru síðan. Hafði hugsað mér eplatré en ætla að hugsa um það í vetur. þau geta orðið ansi hávaxin. En hindber gæti ég haft. Og sonur minn ungi á Skaganum á afbrygði sem er með stórum gómsætum berjum. Tala við hann seinna í sumar.
En njóttu ávaxta erfiðsins, Ásthildur. Og takk fyrir allar þínar góðu óskir.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 12:49
Sigrún mín það virðist vera að hlýnunin geri það að verkum að við getum ræktað ótal margar gróðurtegundir sem áður þekktust ekki, þar á meðal eplatré og annan slíkan gróðúr, vonandi verður framhald á því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2012 kl. 20:36
Takk elskan
Takk líka fyrir að verja okkar tilfinningar, sem ekki erum fædd í bókstaf einnar bókar, heldur í kærleik hennar. Þú veist hvað ég meina...
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.7.2012 kl. 00:42
erum 4 miðaldra húsmæður á höfuðborgarsvæðinu að sækja um styrki að rækta íslenska sjálfbærni (allar atvinnulausar í amk 1-2 ár og kunnum það ekki...að vera "atvinnulausar). Viljum stofna grænt hús með hugsjon (og vonandi álversverði?) í gróðurhúsin okkar og einmitt rækta epli og appelsínur. =sjálfbærni.
Þú ert langt á undan þínum tíma kæra Ásthildur mín, og ég veit að þú styrkir okkur kynsystur þínar í huganum í því sem við erum að reyna að stofna hér á höfuðborgarsvæðinu!
Græna húsið
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.7.2012 kl. 01:08
Held svei mér þá að það sé langt síðan sumarið hefur verið svona gott alla vega hérna á höfuðborgarsvæðinu. Reyndar gæti munurinn líka verið að í þessum garði er mun skjólsælla en hinum og hafgolan hefur ekki eins mikil áhrif. Það er ekki amalegt að fá sól upp á hvern dag.
Get ekki annað en öfundað þig pínu (mikið) af garðskálanum og uppskerunni :)
Kidda, 17.7.2012 kl. 09:04
Anna mín við eigum öll okkar frumrétt á ást og kærleika en ekki fordómum. Mikið er ég glöð að heyra um framtakið ykkar fjögurra, gangi ykkur æðislega vel og blessun mína hafið þið.
Kidda já það er sól upp á hvern einasta dag, það er æðislegt, algjörlega einstakt sumar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2012 kl. 09:12
Líflegt og fallegt, knús á þig.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2012 kl. 12:15
Takk Ásdís mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2012 kl. 19:04
Þú ert dugleg og fjölhæf kona.
Eg hef bara svalir núna- garðurinn minn fór fyrir lítið.
Ætlaði að kaupa blóm á leiði barnabarnsins míns- en það kostaði of mikið til að skrælna í endalausum þurkum her.
Ætla setja niður llauka í haust- eitthvað sem alltaf kemur upp- væru túlipanar og páskaliljur í lagi ?
Kv.
EA
Erla Magna Alexandersdóttir, 18.7.2012 kl. 20:16
Já Páskaliljur eru öruggari en túlípanar þó þeir séu flottari nýjir, þá vilja þeir minnka og verða bara að grænmeti. Svo eru krókusar þeir koma upp fyrstir og skreyta strax í apríl. En það er hægt að kaupa efni sem heitir vatnskristallar, þetta er eins og gróft salt, en þeir draga í sig vatn og þenjast út 500 fallt, þessir vatnskristallar miðla vatninu til plantnanna í þurrkum, sumir nota þetta á stofublómin ef þeir þurfa að fara burtu lengi. Takk fyrir mig Erla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2012 kl. 20:48
Mmmmm, ertu með uppáhaldsnammið mitt kirsuber. Vá hvað ég væri til í að fá að smakka í næstu heimsókn.
Laufey B Waage, 19.7.2012 kl. 00:09
Lubba mín, þá verður þú að vera í réttri season elskuleg mín þ.e. ekki seinna en núna, en frekar í júní.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2012 kl. 01:45
Er væntanleg mjög fljótlega. Næstum því núna strax og á stundinni.
Laufey B Waage, 19.7.2012 kl. 20:00
Komdu bara elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2012 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.