26.6.2012 | 13:10
Gestir og gott veður, eitthvað fyrir ísfirðingana mína brottfluttu líka.
Hér er mikið um túrista þessa dagana. Mest er það vegna skipakoma. Og af því menn voru að býsnast í Reykjavík þegar þar komu 10.000 manns og erfitt hefði verið að koma því öllu saman vel fyrir, þá má benda á að um daginn kom hingað skip sem var með 3.000 gesti eða svipað og fjöldi íbúa í bænum, og öllum var gert eins vel og hægt var og enginn kvartaði. Sýnir svona í hnotskurn æðruleysi landsbyggðarmanna um sín mál.
En hingað koma fleiri um daginn fór ég í kaffi til minna fyrrum félaga í Áhaldshúsinu sem ég geri reyndar oft, því þeir eru svo yndælir og skemmtilegir, fyrir utan hjálpsamir, þegar ég kom til baka sá ég að hér var bíll á bílastæðinu, svo ég hugsaði með mér að gá hver væri þar á ferð. Stöðva bílinn og hleyp upp heimkeyrsluna kemur ekki stór faðmur á móti mér. Ég er búin að ganga hér um alla lóðina, og enginn Ásthildur segir gesturinn, ég fer að ræða um hve illa hirt lóðin er. Hættu þessum afsökunum segir þessi yndislegi vinur minn Hafsteinn Hafliðason, þessi lóð er ÆÐI, hún er dásamlega ástríðuþrunginn. Jónsgarður og Simstongarður trekkja að vísu að enn ekkert á við þennan hjá þér.
Takk elsku Hafsteinn minn Vonandi finnst konunum sem koma að norðan í garðaskoðunarferð það líka.
En mér er farið að finnast að ég skuldi ísfirðingunum mínum brottfluttu myndir.
Veðrið hefur verið alveg einstaklega frábært allan júní, ef eitthvað er vantar rigningu.
Kvöldsólin.
Daníel okkar er hér þessa dagana, yndislegur drengur.
En þetta kannast ísfirðingar vel við, lognið okkar.
Svo set ég svona uppáhaldsblóm fyrir framan innganginn minn.
En þetta er dagleg sjón þessa dagana, risaskemmtiferðaskip og bærinn fullur af elskulegu fólki. Margir þeirra kíkja hér við.
Gróðurinn komin á fullt.
En vantar aðeins grænkuna í fjöllunum. Óttast dálitið um berjasprettu.
Búin að slá og alles.
Já hingað koma líka óvæntir gestir flottar konur og karlar.
Þessi elska kemur alla leið frá Kenía. Hún er hér að safna fyrir leikskóla í Kenía með því að selja ýmislegt fallegt frá sínu heimalandi. Vinkona mín Anna Skúla hafði samband við mig og vantaði einhvern til að sinna vinkonu sinni, og hver kemur þá fyrst upp í hugann?? jú gamla góða brýnið Ásthildur Cesil.
Þar sem hún vildi vera mað aðstöðu í Neista sem er verslunarmiðstöð, þá þurftum við að fá samþykki þeirra sem versla þar. En það leyfi var auðfengið, en meðan við biðum eftir að fólk opnaði fyrirtæki sín fór ég með hana í smá rúnt um Ísafjörð.
Hér má sjá krakkana Úlf þar á meðal í Morranum sem skemmtir túristum í gömlu safnahúsunum í Neðsta Kaupstað.
Yndælir krakkar og margir þeirra heimagangar hjá mér.
Í gamla sjóminjasafninu í Neðsta. Hún sagði mér að það væri svo gaman að ferðast um Ísland og kynnast fólkinu í landinu. Svona lítið land, ekki landið sjálft heldur fáir íbúar, þið erum svo kjarnmikil og á hverjum stað er eitthvað alveg sérstakt að gerast. Þetta er alveg ótrúlegt sagði hún.
Ísland - Kenía.
Svo sannarlega margt fallegt að skoða hér.
Safnastjórarnir flottir og einstaklega umhyggjusamir um safnið, enda ber það þess svo sannarlega vitni.
Þarna sést í aðstöðu kajakklúbbsins. Þar sem haldin eru námskeið fyrir börn og unglinga og þeim kennt að umgangast sjóinn sem ekki er vanþörf á. Því mikið er um að þau hoppi í sjóinn af höfninni.
Inn í safninu er líka harmonikkusafnir hans Ásgeirs Sigurðssonar, eða Geira Messíar eins og hann gjarnan er kallaður, en hann var tengdasonur Marselíusar Bernharðssonar sem átti skipasmíðastöð hér í næsta húsi, svo það er ekki langt frá.
Þetta er afskaplega merkilegt safn, telur ef ég man rétt ekki færri en 160 harmonikkur. Frá öllum tímum.
Þessi er skrautleg heldur betur.
Kempan sjálf. með yndislegri mönnum sem til eru.
Unglingar og dýr heilla ferðamennina.
Og auðvitað gömlu leikirnir sem við fórum í hér þegar við vorum ung. Fram fram fylking, í Grænni lautu Inn og út um gluggan, hver kannast ekki við slíkt komin yfir miðjan aldur, og frábært að krakkarnir læri þetta allt upp á nýtt.
Gleðin leynir sér ekki hjá krökkunum.
Og ekki skemma fyrir listaverkin hans sonar míns hér er geimveran. Safnstjórinn sagði mér að það hefðu ekki verið skemmdarvek þegar hún féll, það er búið að gera við hana, múrar á staðnum gerðu það, takk Siggi og þið sem það gerður, ég er svo glöð að sjá að hún og fiskarnir eru komnir í lag
En ef einhver á einhvern hálsklút við hæfi, þætti mér vænt um að fá slíkan. Sá sem hún var með týndist.
Líf og fjör í Neðsta Kaupstað svo sannarlega.
Fiskarnir hans sonar míns sem notaðir eru undir heitu fiskipönnurnar á bestu restaurant norðan Alpafjalla í Tjöruhúsinu á Ísafirði, þar sem hann hjálpaði svo gjarnan til, og sonur hans núna
Framtíð lands okkar felst í því að hlú að unglingunum okkar og fylgjast með því að þau komist klakklaust gegnum þessa tíma sem geta skipt sköpum. Þessir krakkar eru frábær, þau hvorki reykja né drekka og eru heilbrigð hæfileikarík og frábær, og ég á tvö af þeim og hin sum hver heimagangar mikið er ég stolt af þeim öllum.
En svo blasir alvaran við, hér er okkar kona að setja upp sölubásinn sinn í Samkaupum. Þar var auðsótt mál hjá aðilum að hún fengi að vera þarna í dag og á morgun. Fimmtudag, föstudag og laugardag verður hún svo inn í Bónus. Endilega koma og skoða alla þessa fallegu muni og styrkja gott málefni.
Stelpur ekki amalegt að eiga svona eyrnarlokka beint frá Kenía úr beinum og skeljum.
Ekki eru skálarnar síðri.
Jamm ekki eru þessir síðri.
Skólinn er alveg að verða tilbúin sagði hún mér, og svo langar hana að koma aftur í nóvember og þá með myndir af skóla og lífinu þar. Anna Skúla góð vinkona mín ætlar að fara út í september og vinna í skólanum í 6. mánuði. Elsku Anna mín þú ert frábær.
Hún gistir hjá mér þessa daga fram á sunnudag. Og ég hvet ykkur kæru bæjarbúar til að fara og skoða og taka vel á mótu þessum fjarlæga gesti sem er með til sölu fallega muni til styrktar góðu málefni.
Fá í hjartað neista frá fjarlægu landi sem svo sannarlega við getum látið gott af okkur leiða beint í æð, beint til fólksins. En nú þarf ég að fara að gera eitthvað hjá sjálfri mér. Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já fólkið úti á landi fer ekki í panik þótt fjölgi við matborðin !! Her er hægt að setja allt á annan endann út af litlu- það þarf nefnilega sernefndir til að finna ut hvað á að gera
Erla Magna Alexandersdóttir, 26.6.2012 kl. 17:07
Já einmitt. Ég vona að henni hafi gengið vel að selja í dag. Ég fer að fara og tékka á hvernig gengið hefur. Ætla að bjóða henni í ekta lúðu, nýveidda ekkert slor.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 18:13
Flottar myndir að vanda, takk fyrir mig knús :)
Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2012 kl. 19:04
Knús á móti Ásdís mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 19:11
Fallegar og sólríkar myndir. Hér á árum áður þá var heppni að taka mynd þegar sól var núna er það heppni að taka mynd í rigningu. Var nefnilega að skoða gamla myndasafnið og tók eftir þessu atriði.
Ómar Gíslason, 26.6.2012 kl. 19:28
Takk Ómar Skapti, það hefur verið óvenju sólríkt í sumar, en reyndar hefur verið afar sólríkt undanfarin sumur og það er frábært.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 19:34
Takk fyrir þetta skemmtilega innlit í bæinn minn. Nú langar manni vestur.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2012 kl. 20:58
Æ ljúfurinn, ef þú kemur þá kíkir þú við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 21:35
Takk þú með breiða faðminn.
Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2012 kl. 21:55
Knús Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2012 kl. 22:14
Flottast og fallegast fyrir Vestan og þegar Haustar fer maður Vestur til Berja og það eru þrjú ber í kílói af Aðalbláberjum þar..Og Gæsin er feitari þar en annarstaðar og Æðurinn líka,svo segja Fótungarnir..
Vilhjálmur Stefánsson, 26.6.2012 kl. 22:51
Ásthildur..Langamma þín Kristin Mathíasdóttir og langa amma mín Carlotta Jónsdóttir voru tvímenningar..
Vilhjálmur Stefánsson, 26.6.2012 kl. 23:03
Glæsilegt.
Síðan þín er einn af föstu punktunum á netrúntinum mínum. Eftir svona myndasýningu verður maður að skrifa komment og segja takk. Takk. Engidalur, kvöldsól og logn eru fullkomið myndefni. Hafðu bestu þakkir fyrir allar myndirnar gegnum árin.
Haraldur Hansson, 26.6.2012 kl. 23:45
Mikið þakka ég þér fyrir allar þessar myndir,sem gleðja mann
mikið.Já,manstu alla hringleikina sem við fórum alltaf í,í skólanum?
Manstu líka eftir öllum leikjunum úti á kvöldin,sérstaklega boltaleikjunum?
Kær kveðja Erla Sv.
Erla Svanbergs (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 01:08
Takk öll. Já Vilhjálmur það er fallegt fyrir vestan. Gaman að heyra um þessi tengsl, ég er ekki voðalega ættfróð manneskja, en hef gaman af að heyra af svona skyldleika.
Takk fyrir innlitið Haraldur, gaman að heyra að myndirnar mínar gleðja.
Elsku Erla mín hvort ég man, fallin spýtan, skessuleikur, brennibolti, hornabolti, kærustuleikur og ég veit ekki hvað og hvað. Og allir voru með frá þeim elsku í þá yngstu ekkert aldurstakmark hjá okkur á Stakkanesinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.6.2012 kl. 08:35
Skemmtileg frásögn og myndir. Og talandi umleiki, ég fór til Vestmannaeyja á fimmtudaginn var í dagsferð og hitti þar tvær af okkar gömlu leikfélögum, Laufeyju og Freyju Kristjáns. Hef ekki séð Freyju í áratugi. Það komu margar góðar minningar upp í hugann frá þeim dögum sem allir máttu vera með og maður var aldrei of lítill .
Dísa (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 19:45
Vá hvað það hefur verið gaman að hitta þær systur. Hvað voru þær að gera í Vestmanneyjum? Býr Freyja ekki í Danmörku? Satt er það það ryfjast ýmislegt upp þegar við hittumst Stakkanespúkarnir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2012 kl. 01:33
Alltaf jafn yndislegt að skoða myndirnar þína mín kæra.
Ég væri alveg til í að eignast eyrnalokka frá Kenía :)
Knús í kærleikskúluna <3
Kidda, 28.6.2012 kl. 11:32
Þau eru líka að selja þetta í Kolaportinu Kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2012 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.