Sumar 2012.

Já góða veðrið er komið aftur.  Hinga komu hollensk hjón að forvitnast í gær.  Þau voru ótrúlega vinaleg af hollendingum að vera, þeir eru frekar svona alvarlegir flestir.  En sem sagt þau fengu að taka myndir og svo tók ég mynd af þeim sitjandi fyrir framan húsið mitt.  Þau voru alsæl.  Konan sagði mér að hún hefði hringt í móður sína, og sú er í sumarfríi í Hollandi og er fullklædd í úlpu og vetlinga sökum kulda.  Dóttirin sagði henn þá að hún hefði verið að fá sér kaffi í sólinni á Ísafirði og hló mikið.

Og rétt í því kom ísbíllinn, hann bílstjórinn þekkir mig orðið og er svo viss um að ég kaupi ís að hann bara stoppar og kemur svo út.  Ég kaupi allaf af honum ís, mér finnst þetta alveg frábært að geta keypt ís si sona í Ísbíl. Nágrannarnir voru líka tilbúnir, þar voru börnin einmitt stödd með sín barnabörn svo það var fjör.

4-IMG_3564

Sólin skín og þá lyftist brúnin. Veit að það rigndi í Osló í gær og var hálfskýjað í dag. Smile

1-IMG_3560

Pernillan mín er upp á sitt fegursta núna þessi elska.

2-IMG_3561

Nína líka falleg.

3-IMG_3562

Upp klifra Nelly Moser og Villa De lyon, en þessi klukka var mér færð í fyrra af nágrannakonu minni. Hún er líka falleg.

5-IMG_3566

Jamm það er voða notalegt eftir vinnudaginn að setjast út fyrir kúlu og fá sér smá rauðvín.

6-IMG_3575

Hér er reyndar búið að vera mikill umgangur unglinga. Flottir krakkar, og stundum fá þau að sofa.

Þetta er hrefnukjöt sem drengurinn er að maula hér.

7-IMG_3578

Svo er Daníel minn komin líka, hann er aldeilis flottur.

8-IMG_3583

Þeir voru að fara í bíó i kvöld.

1-IMG_3556

Það er blómlegt í kring um mig núna, og þó ég segi sjálf frá þá held ég að fáir hafi jafnflottar Hengipetóníur þetta árið og ég.  Smile

2-IMG_3555

En nú þarf ég sennilega að færa blómin aftur út, ég þorði ekki annað en að bera þau öll inn fyrir kuldasúpuna sem skall á umdaginn.

En ég held að sumarið sé komið til að vera. Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir að gleðja með fallegum myndum og vonandi er sumarið komið fyrir vestan :)

Ragnheiður , 10.6.2012 kl. 21:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það vona ég svo sannarlega Ragnheiður mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2012 kl. 22:08

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þið eruð í hollustuni,borðið Hrefnukjöt eflaust frá Konna.

Vilhjálmur Stefánsson, 10.6.2012 kl. 22:36

4 Smámynd: Kidda

Pernillan og fleiri blóm eru yndislega falleg. Það er satt sem Ragga segir, myndirnar þínar gleðja mann alltaf :)

Knús í blómakúluna

Kidda, 10.6.2012 kl. 23:07

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hrefnan er örugglega frá Konna Eggerts Vilhjálmur.

Takk Kidda mín.  Knús á móti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2012 kl. 08:47

6 identicon

Loksins er ég komin í almennilegt samband aftur, tók tíma að hreinsa tölvuna mína af fjögurra ára rusli. Alltaf jafn yndislegt að sjá myndirnar þínar af blómum og börnum .

Dísa (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 10:23

7 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Blóma og kærleiksknús vestur í Kúluna Ásthildur mín

Ragna Birgisdóttir, 11.6.2012 kl. 10:36

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er ekki hissa að konan hafi hlegið. Hún hefi átt að fá sér ís á Ísafirði á Íslandi og hringja svo í mömmu sína :)

Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2012 kl. 11:47

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að þú ert komin í samband aftur elsku Dísa mín

Knús á móti Ragna mín.

Jamm nákvæmlega Hrönn, Ís á Ísafirði Íslandi, það smellpassar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2012 kl. 12:17

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kærleikskúlan

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 19:37

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Anna mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2012 kl. 20:40

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Blómadrottning,ég er með helbláa fingur ,þegar kemur að fitli við blóm. Gott að horfa á þau,en kvíði fyrir að setja niður á leiðin,sem eru í sinn hvorum kirkjugarðinum,en svo verð ég ósköp ánægð með mig þegar ég hef lokið því,jafnvel montin yfir því.

Helga Kristjánsdóttir, 12.6.2012 kl. 02:00

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er skiljanlegt Helga mín.  En við erum sem betur fer eins misjöfn og mennirnir eru margir, og öll höfum við eitthvað sem aðrir hafa ekki, þannig lærum við hvort af öðru.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2012 kl. 09:17

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara aðeins að líta við, fallegar myndir að vanda, flott mynd af þér, þú lítur vel út núna, hefur eitthvað náð þér upp sýnist mér :):) knús

Ásdís Sigurðardóttir, 13.6.2012 kl. 17:18

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín elskuleg, já ég hef svo gott af að rótast í moldinni

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021021

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband