Ha!!

Eru margir á landsbyggðinni sem sýna kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar samstöðu?  Ekki hef ég orðið vör við það.  Hins vegar blöskrar fólki á landsbyggðinni frekja og yfirgangur L.Í.Ú.

Fólk úti á landi rétt eins og í Reykjavík gerir sér grein fyrir hverslags slys þessi frumvörp ríkisstjórnarinar eru og að binda þessi ósköp í 20 ár er hreinlega út úr kú.  Þessi frumvörp eiga ekkert sameiginlegt með kosningaloforðum um nýtt fiskveiðikerfi. 

Á Austurvelli var ekki verið að sýna ríkisstjórninni samstöðu svo langt í frá.  Þarna var fólk sem vildi fyrst og fremst mótmæla eins og ég sagði ofbeldi L.Í.Ú.  En er að öllu leyti ósátt við ríkisstjórnina. 

1-IMG_3558

Sumir búa sér líka til stað og stund.


mbl.is „Ekki bara latte-fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ömurlegt að Lilja Rafney skuli túlka mótmæli okkar gegn kvótakerfinu sem stuðning við ríkisstjórnina sem vill festa kerfið í sessi.

Sigurður Þórðarson, 8.6.2012 kl. 11:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er ömurlegt algjörlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 12:00

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef ekki nokkra trú á að hinn almenni Íslendingur styðji kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar eða styðji "aðgerðir" L.Í.Ú. það er búið að snúa umræðunni um þessi kvótafrumvörp algjörlega á haus og full ástæða til að fara að snúa ofan af þessari vitleysu sem er í gangi..............

Jóhann Elíasson, 8.6.2012 kl. 12:16

4 identicon

LÍU er ein mafían sem ísland þarf að losna við.

Ég vinn í 101, myndi aldrei láta latte innfyrir mínar varir, fokking mjólskursull

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 12:25

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Ásthildur, þetta er frjálsleg túlkun hjá þér. Hópur fólks mætti á Austurvöll til að sýna stjórninni stuðning, það liggur klárlega fyrir.

hilmar jónsson, 8.6.2012 kl. 12:31

6 Smámynd: Sandy

Mikið get ég verið sammála ykkur! Ríkisstjórnin notar hverja hreyfingu almennings sér til framdráttar,örvæntingartilraun deyjandi ríkisstjórnar.

Hinsvegar held ég að það sé orðið tímabært að skoðanir almennings um bæði sjáfarútveginn og aðrar auðlindir þjóðarinnar komist í ákveðinn farveg, og legg til að opnuð verði síða þar sem fólk getur lagt fram tillögur um hvernig það vill sjá farið með auðlindirnar til framtíðar.Það er nefnilega ekki nóg að segja að við séum á móti frumvarpinu og ofríki L.Í.Ú. við verðum að vita hvernig við viljum hafa þetta.

Sandy, 8.6.2012 kl. 12:31

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hilmar það er bara bull að fólkið sem var að mótmæla mótmælunum hefðu verið að styðja við bakið á ríkisstjórninni.  Þar voru til dæmis margir innan Frjálslyndaflokksins og Hreygingarinnar Þessir tveir flokkar hafa gagnrýnt frumvörp ríkisstjórnarinnar, Hreyfingin er auk þess heldur með sitt eigið frumvarp sem þeir vilja láta kjósa um.  Mjög gott frumvarp þar sem tekið er til byggðarsjónarmiða.  Þetta fólk var því EKKI að sýna stjórninni stuðning heldur þvert á móti að krefjast kosninga um sjávarútvegsmálin.   Þið getið reynt að koma því að að þetta fólk hafi viljað styðja ríkisstjórnina, en það er dæmt til að mistakast, því þannig er það bara alls ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 12:37

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Sandý hér þarf að fara í ákveðin farveg sem getur sætt þjóðina.  Ekki svona flumbrugangur og hjá ríkisstjórninni, eða frekjulegar heimtingar L.Í.Ú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 12:38

9 identicon

Það mættu ekki allir til að veita stjórninni stuðning eða til að styðja LÍÚ. Þeir mættu kanski til að mótmæla því að vinnuaflið sé beitt fyrir sér í þessari deilu stjórnvalda og útgerðarmanna. Flestir sjómenn þorðu ekki annað en að mæta á meðan aðrir sýndu kjark.

http://smugan.is/2012/06/mer-er-misbodid-fjolgar-a-austurvelli-myndir/

Margrét (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 12:40

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já líka það Margrét.  Það voru heldur ógeðfelldar aðferðir sem beitt var.  M.a. að gefa fólki bjór og frí í vinnunni.  Það á meðal fólk undir lögaldri.  Þvílíkt og annað eins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 12:43

11 identicon

Heil og sæl Ásthildur Cesil; sem og aðrir góðir gestir, þínir !

Hilmar stórvinur minn Jónsson !

Þú ert; ÓTRÚLEGUR, ágæti drengur.

Málflutningur þinn; til stuðnings óstjórninni og stjórnmála ruslinu á alþingi, minnir mig; meir og meir, á söngl Grátmúrs Gyðinganna, upp úr sinni Tóruh, suður í Jerúsalem, ágæti drengur.

Myndirðu; halda tignuninni áfram, þó svo þau Jóhanna og Steingrímur, TRÖÐKUÐU á þér - Í ORÐANNA FYLLSTU merkingu, Hilmar minn ?

Vona bara; að þú getir litið, upp úr trúarlegri upphafningu þinni, á þessu Helvítis packi, Hilmar minn - sem allra fyrst.

Hið sama; gildir um sefasjúka aðdáendur Bjarna, og Sigmundar Davíðs, að sjálfsögðu, gott fólk !

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 12:44

12 identicon

Og; Ásthildur Cesil !

Dögunar samsteypan; 1/2 volg, í Evrópusambands þjónkun sinni, er lítið geðugri, en hitt flokka ruslið - sem fyrir er, ágæta Vestfirzka frú.

Eruð þið; í Vestfirðinga Fimmtungi, lítt eða ekki, farin að læra, af þeim skráveifum, sem : Vesturland - Norðurland - Austurland og Suðurland, hafa hlotið, af hálfu Reykjavíkur ofríkisins, Ásthildur mín ?

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 12:48

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér fannst Eiríkur Stefánsson góður, hvar hann kom sér fyrir í fremstu röð á fundinum og sendi ræðumönnum LÍÚ tóninn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2012 kl. 12:50

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Furðulegur maður þessi Hilmar Jónsson!

Hvar finnur hann og Lilja Rafney stuðning við ríkisstjórnina í kröfum hópsins?:

* Innköllun aflaheimilda eins og ríkistjórnin lofaði og úthlutun á fjrálsum markaði

* Kvótaþegar greiði aukið og réttlátt veiðigjald til samfélagsins

* Allan fisk á markað

* Aðskilnaður veiða og vinnslu

* Þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvörpin, kjósum um kvótann

* Frjálsara og heilbrigðara strandveiðikerfi

Sigurður Þórðarson, 8.6.2012 kl. 13:10

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Óskar minn, einhverjum þurfum við jú að treysta ekki satt, annars verður bara KAOS.  Við urðum verst úti við framsal kvótans og það svíður ennþá get ég sagt þér.  Rétt eins og hótanir útgerðarmanna um að skipin sigli brott og komi ekki aftur ef menn kjósa ekki rétt. 

Svo það var Eiríkur Stefánsson sem talað var um sem öskurapa Sögu  Var einmitt að velta fyrir mér hvar það var. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 13:10

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar pólitísk blinda slær fólk Sigurður minn þá er ekki gott í efni.  Þá sjá menn bara það sem þeir vilja sjá.  Mér sýnist Ólína líka fylgja þessum útskýringum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 13:12

17 identicon

Ég mætti til að mótmæla núverandi kvótakerfi.

Hilmar, Ég er ekki stuðningsmaður þessarar ríkistjórnar, og finnst hálf desperat hjá þér að halda þessu fram !

En þú ert nottla Jóhönnu penni, svo varla er von

a öðru frá þér.

afb (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 13:17

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þekki ekki þennan Hilmar sem greinilega var ekki á Austurvelli.  En það er því miður rétt hjá þér Ásthildur að fjöldinn allur af fólki tekur hvorki málefnalega né siðferðilega afstöðu heldur einungis flokkslega og meðan það ástand varir skánar samfélagið ekki.

Sigurður Þórðarson, 8.6.2012 kl. 13:19

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ef menn bara skoða hlutina í rólegheitum, þessa uppákomu á Austurvelli til dæmis þá er það augljóst að það fólk sem var að mótmæla gegn L.Í.Ú var ekki að styðja þessa ríkisstjórn.  Það getur auðvitað verið að þarna hafi verið nokkrar sálir innan um sem vildu það, en þau hafa verið teljandi á annari hendi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 13:31

20 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Ásthildur Cesil !

O; fáu er að treysta, í mannheimum, þessi misserin, fornvinkona góð. Fremur; treysti ég ferfætlingunum mínum (Köttunum) - eða þá, íbúum Álfa- og Huldufólksins veraldanna; þér, að segja.

Sigurður fornvinur minn; Þórðarson !

Hilmar Jónsson; er mér hugmyndafræðilega öndverður, í flestu, en ég virði hann fyrir góðar artir - sem mannlega samkennd, með þeim, sem minna hafa, úr að moða.

Hið eina; sem ég get sett út á þennan ærlega dreng, er taumlaus og; ennþá viðvarandi flokks hyggjan, sem ég leyfi mér að vona, að frá honum réni, að nokkru.

Sízt lakari kveðjur - en þær fyrri / og áður 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 13:41

21 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessi mótmæli í gær voru öll þvers og kruss og því varð afraksturinn eftir því.

Meirihlutinn var að mótmæla frumvörpum ríkisstjórnarinnar en skaraðist af því að margir þar innbyrðis voru að mótmæla samherjum sínum í mótmælununum.

Minnihlutinn var að mótmæla mótmælununum yfirleitt og studdi frumvörp ríkisstjórnarinnar.

Ekki að undra að ríkisstjórnarapparatið telji sér mótmælin til tekna!

Kolbrún Hilmars, 8.6.2012 kl. 18:32

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Kolbrún það er einmitt ekki rétt.  Þeir sem voru að mótmæla útgerðarmönnum voru EKKI AÐ STYÐJA ríkisstjórnarfrumvörpin.  Þeir voru fyrst og fremst að mótmæla L.Í.Ú. en í annan stað þá voru þetta kröfur mótmælenda við mótmælum, því líkur tungubrjótur

* Innköllun aflaheimilda eins og ríkistjórnin lofaði og úthlutun á fjrálsum markaði

* Kvótaþegar greiði aukið og réttlátt veiðigjald til samfélagsins

* Allan fisk á markað

* Aðskilnaður veiða og vinnslu

* Þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvörpin, kjósum um kvótann

* Frjálsara og heilbrigðara strandveiðikerfi

Þetta er því fjarri lagi að vera stuðningur við núverandi ríkisstjórn. Enda hefur fólkið sem þarna er fólkið sem þarna var mest í frammi með frumvarp um sjávarútvegsmál sem tekur miklu meira tillit til sjávarbyggða en ríkisstjórnarinnar og vill láta kjósa um það frumvarp samhliða þessu krulli sem ríkisstjórnin stendur að.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 19:05

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, einmitt þetta sem ég reyndi að segja um meirihluta mótmælanna; LÍÚ mótmælti frumvörpunum ásamt öllum öðrum sem mótmæltu frumvörpunum, en sumir þeirra síðarnefndu mótmæltu líka LÍÚ. ÞAÐ varð vatnið á myllu ríkisstjórnarinnar.

Af þeim atriðum sem þú telur upp, er sérstaklega þetta fyrsta sem stendur í mér: Hvernig á að standa að úthlutun á frjálsum markaði:

Yrði það til hæstbjóðanda?

Hverjir geta boðið best?

Hvernig virkar EES samningurinn í því sambandi?

Kolbrún Hilmars, 8.6.2012 kl. 19:43

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru starfandi fiskmarkaðir held ég í öllum landsfjórðungum.  Þeir kaupa þann afla sem þeim gefst og ekki fara beint til útgerðarinnar.  Það hlyti að vera hæstbjóðandi.  Það er auðvitað spurning hverjir væru í aðstoðu til að bjóða best.  Það sem er í tillögum Hreyfingarinnar er áhugavert, því þeir tala um að uppboð fari fram þar sem fiskurinn kemur að landi en ef hann er keyptur út fyrir svæðið bætist ofan á 10% aukaálag sem rynni til sveitafélgasins þar sem uppboðið fór fram.  Þetta getur ekki haft áhrif með EES samningi því það er einfaldlega ekki hagkvæmt að senda fiskinn út landi sem hráefni.  Það þarf að gera að honum, slægja og flaka til að hann það borgi sig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 20:02

25 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásthildur, ertu ekki bara að tala um strandveiðarafla? Ef ekki innan 12 mílnanna þá að hámarki 50 mílnanna.

Þá eru 150 mílur eftir, sem stærri skipin sinna. Hvað með þau og þeirra afla? Ég giska á að þar séu mestu verðmætin. Mörg þeirra gera eingöngu út á að sigla með aflann til UK, ísaðan en óunninn.

Ég er sannfærð um að bæði breskir og spánskir gætu boðið betur í þann hlutann - í ESB er sjávarútvegurinn niðurgreiddur!

Kolbrún Hilmars, 8.6.2012 kl. 20:33

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef ekki orðið vör við annað en frystitogarar og önnur stærri skip landi aflanum hér heima.  Hann er svo fluttur burt í frystigámum.   Ég held að það sé ekki mikið um það núna að það sé siglt með aflann beint, því olíukostnaðurinn er gífurlegur.  Þeir eru með sölusamtök þessir stóru.  Minni útgerðir hafa aftur á móti þann kostinn að láta selja aflann fyrir sig.  Eitt skábarnið mitt er einmitt starfandi í svona sölufyrirtæki.  Sem gerir út á að selja afla smærri fiskvinnslustöðva.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 20:55

27 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, það er áreiðanlega allur gangur á nýtingu aflans.

Reyndar held ég að stóru skipin sigli enn beint til UK, staðir eins og Hull og Grimsby lifa á framlagi þeirra. Og greiða áreiðanlega það sem upp er sett.

Selja minni útgerðirnar aflann til innanlandsvinnslu? Sem sölufyrirtækin, sem þú nefnir, sjá síðan um að markaðssetja erlendis?

Kolbrún Hilmars, 8.6.2012 kl. 21:20

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þar sem ég þekki til eru sölufyrirtækin staðsett á Íslandi en hafa viðskiptasambönd við minni fiskvinnslur og útgerðir og selja síðan aðilum sem þeir eru í viðskiptum við erlendis.  Það fyrirkomulag er afar gott.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 21:27

29 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gæti verið að kvótaveseninu þyrfti að deildaskipta?

Þannig að allur afli innan ákveðinna mílnamarka frá landi tilheyrði sjávarplássunum og restin væri frjáls?

Ég get ekki séð að neinn afli fari til ónýtis - í sjálfu sér, en nýtingunni sé misskipt.

Kolbrún Hilmars, 8.6.2012 kl. 22:22

30 Smámynd: Björn Jónsson

Sæl Ásthildur Cesil. Hefurðu lesið grein eftir Ingibjörgu Finnbogadóttur á www.eyjafrettir.is ? Mjög góð grein. Svo er þettað með þennan hilmar jonsson, er þettað ekki afturganga frá Stalíns tímanum? Svo er ein spurning, verða ekki alltaf útgerðarmenn á Íslandi, sem geraða betur en aðrir? Og þá væntanlega ÖFUNDAR-MENN líka??

Björn Jónsson, 8.6.2012 kl. 23:13

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kolbrún það er nú málið, að setja kvótann í byggðirnar og skip og bátar sem gerðu út frá þeim byggðum gætu leigt kvótann.  Og landað honum í sínu byggðarlagi.  Þetta var gert á sínum tíma við rækjuveiðar, þar höfðu rækjuvinnslurnar yfirráð yfir kvótanum og bátarnir lönduðu afla sínum hjá þeim.   Þetta mætti svo yfirfæra að þorp og bæi og að eitthvað af aurunum yrðu svo eftir í samfélaginu þar sem aflans er aflað.

Björn ég var að lesa hana núna eftir þinni ábendingu.  Og jú það verða alltaf útgerðarmenn á Íslandi og megi svo ávalt verða.  Þetta er ekki spurning um öfund að mínu mati heldur að kvótinn verði í þeim byggðarlögum sem hans er aflað, og að fólkið á svæðinu njóti góðs af sínum fiskimiðum, en ekki að útgerðarmenn hafi full umráð yfir kvótanum og geti þess vegna, eins og gerst hefur alltof oft ákveði að gera eitthvað annað eða flytja sig til og þá er allt í uppnámi í byggðarfélaginu.  Að einn maður hafi þau umráð að geta sturtað heilu bæjarfélagi niður í ræsið er bara ekki  það sem farið var af stað með í þessu fiskveiðistjórnunarkerfi.  Það er til dæmis núna að gerast á Flateyfi að fiskvinnslufólk og sjómenn búa við fullkomið óöryggi um sinn hag.  Þar takast á gróðapungar um lífsviðurværi þorpsins, sem er algjörlega óþolandi ástand.

Það er alveg ljóst að fiskurinn veiðist hver sem veiðir hann, og að það þarf bæði sjómenn og fiskvinnslufólk til að vinna aflann hver sem rekur fyrirtækið.  Ef þessir útgerðarmenn treysta sér ekki til að reka fyrirtæki sín án hótana og vælukjóaháttar, þá á einfaldlega að skipta um menn í brúnni til hagsbóta fyrir sjómenn og starfsmenn í landi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2012 kl. 00:06

32 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góðan dag Ásthildur mín,ég hef hlustað á umræður í nótt frá Alþingi. Ég hef ekki næga þekkingu á LÍÚ.,en satt að segja finnst mér þeir verða fyrir hatrömmum árásum. Ég sem alin er upp í sjávarplássi þar sem allir fögnuðu bátunum sem komu fyrir oddan á Þingeyri og menn spáðu í afla þeirra,eftir því sem þeir voru hlaðnir,hef ekki þekkingu!!!! . Gat ekki annað en ryfjað þessa daga upp,þegar eitt af barnabörnum fósturföður míns,lét til sín taka í umræðum á þingi í nótt. Annar skýtur föstum skotum á facebook,tilheyrir og styður ríkisstjórnina. Með þessu fikti mínu í blogginu,hef ég aldrei hallað vitandi vits réttu máli og segi því satt að ég get ekki dregið ályktanir af því sem ég les um kvótamálin,nema mér finnst framsalið hið óréttlátasta mál. Nú vil ég spyrja þig hvort minni mitt um að pabbi þinn hafi rekið útgerð sé rétt,það skiptir í raun mig ekki máli,en leikur forvitni á að vita hvort kvótaórétti hafi komið þar við sögu. Það var ekki vonum seinna hjá mér að fara að spá í þessa hluti,en þar sem ég er á netinu af því ég nenni ekki að vera með í hefðbundnum kerlingaklúbbum,nema þegar ferðalög eru á dagskrá,er forvitnin vakin. Ég lét undir höfuð leggjast að spyrja um þessa og aðra hluti,enda fáránlega kærulaust barn og unglingur. Ef ég gæti rukkað forsjónina um ,,repeat,,væri það himneskt!! Ég er að klára 3 bjórinn minn,glaðvakandi og hlakka til ð geta horft á EM. í fótbolta á morgun, Nú verð ég að ákveða hvort ég skýt á send,,,,, ok.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2012 kl. 05:14

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Faðir minn og bróðir hans komu bláfátækir norðan af Hornströndum, þeir byrjuðu strax að starfa við fisk, voru sjálfstæðir menn og í þá daga gátu allir sem voru duglegir farið að gera út.  Faðir minn byrjaði að róa með pabba sínum þegar hann var einungis 10 ára, svo hann hafði þekkinguna af sjónum.   Jafnframt því sem þeir bræður byggðu upp fyrirtæki sitt, ók hann leigubíl.  Svo kom skipstjórinn þeirra inn í félagið og þeir keyptu togara, ég man ekki í hvaða röð það var en þeir áttu á tímabili bæði Júlíus Geirmundsson og Guðrúnu Jónsdóttur, sem voru afi minn og amma.  En pabbi var alltaf með sitt eigið fyrirtæki fyrst var það frystihús, bara lítið fjölskyldufyrirtæki þar sem konurnar í nágrenninu unnu fiskinn, síðan rækjuverksmiðja.  En hann átti hlut í Gunnvöru h.f. þó hann starfaði ekki þar.   Þar sem hann hafði lagt sitt í uppbyggingu fyrirtækisins.  Síðan kom kvótinn og svo framsalið.  Þar með var girt fyrir að nokkur sem vildi byrja á útgerð gæti það, því þá mátti enginn fara út og fiska nema að eiga kvóta, eða leigja hann af þeim sem höfðu fengið hann.  Fyrir nokkrum árum síðan allmörgum reyndar varð faðir minn ósáttur við hvernig fyrirtækið var rekið, og seldi hann því sinn hluta af því.  Það voru talsverðir peningar satt að segja en þeir gufðu allir upp í hruninu, þar sem hann hafði átt mikið af sjóði sínum í allkonar verðbréfum sem brunnu upp, Exista og fleiri slíkum.  Hann dó því eins og hann kom.  Það var hræðilegt að horfa upp á þennan stolta gamla mann sem aldrei mátti vamm sitt vita, þurfa að horfa upp á allt sitt brenna upp.  En hann tók því eins og hetja sem hann var. 

En í þá daga á mektarárum bræðranna þá voru útgerðarmenn í þorpum og bæjum undirstaða samfélagsins sem þeir bjuggu í, þeir styrktu öll góð málefni og gáfu til góðgerðarmála, þeim þótti vænt um starfsfólkið sitt og báru virðingu fyrir því.  Útgerðarmönnum þeirra tíma hefði aldrei látið sér detta í hug að þvinga starfsfólk sitt til að "kjósa rétt" eða neyða það á baráttufund fyrir sínum einkaþörfum.  Slíkir útgerðarmenn finnast auðvitað enn, en þeir eru fáir og hinir sem komu nýjir inn hafa tekið græðgina í fóstur, og sett hana í hæstu hæðir.  Enda hefur mikið fé verið tekið út úr greininni síðan.   Þeim komið fyrir í skattaskjólum og peningahöllum í Reykjavík eða í Malibú what ever. 

Með frjálsa framsalinu varð breyting á þessum málum.  Eins og svo oft gerist þegar peningarnir koma í spilið.  Þ.e. þegar menn gátu veðsett óveiddan fisk í sjónum, og bankarnir komu svo inn í dæmið, það var þeirra vegna sem frjálsa framsalinu var komið á, því þeir þurftu að fá veð.  Enda eru þessir menn í dag ríki í ríkinu og eins og dæmin sýna ætla sér að þvinga fram vilja sinn þvert á þjóðarvilja.

Ég horfi ekki á umræður á alþingi, mér finnst dónaskapurinn orðin þar alls ráðandi, og okkar ráðamenn eru ekki barnanna bestir í sinni kerskni og dónaskap.  Auðvitað eiga þeir að sýna kurteisi og hlusta á aðvaranir.  En þeir eiga ekki að gefast upp fyrir peningaöflunum sem hafa það eina markmið að halda áfram að græða sem mest.  Nú tala þeir um að lækka laun sjómanna.

Þau kvótafrumvörp sem liggja fyrir eru brjálæði sagði Grétar Mar gamall skipstjóri og aflakló, einn af þeim sem var að mótmæla á Austurvelli á móti útgerðarmönnum, þeir vita alveg hvað þeir eru að tala um sem vilja ekki láta neyða þessum ólögum upp á þjóðina með bindingu í 20 ár.  Hér þarf þjóðin að taka af skarið og krefjast þess að ríkisstjórnin standi við kosningaloforð sitt og innheimti kvótann.  Eða skoða fleiri möguleika.  Hreyfingin er til dæmis með fína laust á framkvæmd kerfisins, þeir vilja láta greiða atkvæði um sína tillögu, sem tryggir að fjármagnið skili sér til þjóðarinnar og sér í lagi byggðarlaganna þaðan sem fiskurinn kemur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2012 kl. 10:37

34 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir þetta vinkona. Góð samþjöppun í sögulegu samhengi,einmitt sem mér finnst betra að melta. Mér bíður í grun að þetta frumvarp ríkisstjórnar tengist liðkun vegna inngöngu í ESB. Ég átti erindi í miðbæinn þegar mótmælin voru,langaði að kikka,en allstaðar girt fyrir,treysti mér ekki að ganga. Það er eins gott,því ekkert heyrðist í ræðumönnum, að sagt er. Maður hefði helst viljað hlusta á þá. Verð þá þarna þegar ríkisstjórnin fer frá!!?? m.b.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2012 kl. 14:02

35 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk, vel mælt

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.6.2012 kl. 17:08

36 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra Helga mín.

Takk Anna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2012 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband