1.3.2012 | 22:23
Ísafjörður í vetrarham.
Það er búið að vera afskaplega fallegt veður hér nú í marga daga. Sólin er að koma sér fyrir á himninum og færist alltaf neðar og neðar, og nú er hún svona um það bil að hefja sig yfir Ernin, sem er hátt og hún á fullt í fangi með að lyfta sér þar yfir. Svo inn í Engidalnum eru lægri fjöll og þar á hún auðvelt með að skína, svo kemur Kubbinn og ennþá nær hún ekki alveg að skína yfir hann, en svo er það Dagverðardalurinn.
En það er afar bjart yfir Ísafirði þessa dagana.
Það fennti í morgun fram að hádegi, svo allt var hvítt og hreint fjöll, tré og jörð.
Og krummi skimar eftir æti. Það þarf að gefa honum líka eins og smáfuglunum.
Og kúlan er eins og grænlenskt hús.
En ég er á leiðinni upp í gróðurhús að leika mér.
Það er friðsælt og notalegt að vera með fingurnar í moldinni og sjá líf kvikna í plöntunum sem ég setti í geymslu í haust. Sjá hvað lifir og hvort ég hef misst eitthvað að tegundum eða litum.
Lífið er yndislegt.
Og eiginlega var allt dálítið í bláleitri birtu í morgun.
Þarna uppi voru tveir menn á skíðum, ef til vill snjóaeftirlitsmenn.
Sjást betur hér.
Fururnar mínar.
Leikkofi barnanna, hér má sjá snjóþekjuna.
Þarna í baksýn er kúlan bakið á henni, eins og risasnjókúla.
Ein af tújunum mínum.
Og reynirinn byrjaður að bruma.
Og líka kirtilrifsið. Þau eru með hvíta sæng yfir sér og full af tilhlökkun til vorsins.
Geymslukofinn minn.
Og snjór um allt.
Milli gróðurhúsanna er allt fullt af snjó, sem ver þau gegn kulda.
Grýlukerti.
Hjólbörurnar fullar af snjó.
Hvað við erum heppin að eiga þetta hreina fallega land
Jafnt sumar sem vetur.
Við njótum þess vel.
Að eiga hér athvarf langt burt frá heimsins stríðum.
Perutréð alveg að fara að koma blómknúppunum sínum út.
Og kirsuberin líka. Þau eru aðeins of snemma á ferðinni því bíflugurnar láta ekki sjá sig alveg strax, þess vegna þarf ég að frjóvga þau með pensli.
Þegar þær koma drottningarnar feitar og pattaralegar er komin tíminn til að bjarga þeim upp úr tjörninni, því þangað rata þær gjarnan kjánarni þeir arna. En ég er orðin sérfræðingur í að veiða þær upp úr og setja þær varlega á eitthvert blóm þar sem sólin skín svo þær færi yl í kroppinn. Ég bjarga líka geitungadrottningunum.
En eins og er er þetta bara allt í góðum gír og mér til ununar. Þetta er svo skemmtilegur tími í gróðurhúsunum, svo kemur að því að fara að huga að blómunum úti. Og nú á ég allan tímann í heiminum. Enginn vinna sem kallar. Ég held að ég hafi hlakkað til þessa tíma í mörg ár. Að eiga mig sjálf og geta sinnt mínu. Hingað til hafa beð bæjarins alltaf haft allan forgang. En ekki núna. Og ég hlakka svo til.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Falleg færsla, frábærar myndir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.3.2012 kl. 23:12
Fegurðin ein og dýrðin.....
Erla Svanbergsd (IP-tala skráð) 1.3.2012 kl. 23:17
Flottar myndir og það sem þú ritar á bloggið. Sérlega falleg mynd af fuglinum mínum Hafninum.En þegar é sé fannbreiðurnar og Fjöllin sem ég þekki langar mig til Rúpna...
Vilhjálmur Stefánsson, 1.3.2012 kl. 23:30
,, Hvað við erum heppin að eiga þetta hreina og fallega land,, Megum þakka fyrir ef Jóhanna &c/o eru ekki búin að ganga frá því. Annars baráttu kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2012 kl. 23:36
Takk Axel
Erla mín þú ættir að þekkja þetta umhverfi
Hm... Vilhjálmur rjúpurnar eru friðhelgar núna. Sá einmitt fjórar hér í garðinum mínum um daginn.
Já Helga mín við erum heppin að eiga þetta fallega land, og megi allir vættir lofa að við fáum að halda því í friði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2012 kl. 00:22
Friðsældin , í gamla daga hefðum við lagt okkur í snjóinn, búið til stóra engla og horft upp í himininn og notið . Það er orðið erfiðara núna en við hefðum tímann tíl þess . Knús.
Dísa (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 10:04
Já svo sannarlega Dísa ég hugsa að við hefðum bara gert það stóra engla Og hefðum haft Erlu með.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2012 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.