Sólarkaffi hjá mér.

Já það voru bakaðar pönnsur í dag, sólin náði loksins alveg niður til mín og það var frábær tilfinning.

IMG_2032

Það er alveg sérstök upplifun að sjá sólina aftur. Maður fyllist orku á gleði í sálinni.

IMG_2033

Þó má gæta sín í umferðinni því þegar svona viðrað er sleypt.

IMG_2035

Það er aðeins farið að sjást í brum inn í garðskálanum, og brátt verður notalegt þar innandyra.

IMG_2038

Góður dagur og flott veður hér á Ísafirði. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þarna gjæist hún í hálsinum,skyldi allt vera á uppleið án Evrópu-samruna!!

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2012 kl. 02:46

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn ljúfust, verðum að trúa því að allt sé á uppleið.
Það er fallegt þegar sólin vermir vanga og það í svona góðu veðri

Kærleik til þín og þinna elskuleg

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2012 kl. 07:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hratt og örugglega á uppleið Helga mín

Takk sömuleiðis Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2012 kl. 11:15

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það hlýtur að kalla fram bjartsýni á framhaldið, þegar sést til sólar, eftir að veturinn hefur minnt svona hressilega á sig eins og undanfarið.  Eftir að maður sér sólina, þá getur maður ekki hugsað annað en að nú horfi maður til bjartari tíma þó vissulega geti komið einhver "drulluhret" ennþá................

Jóhann Elíasson, 2.2.2012 kl. 11:47

5 identicon

Það er alltaf einhver kraftur sem fylgir hækkun sólar . Njóttu.

Dísa (IP-tala skráð) 2.2.2012 kl. 12:03

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rétt Jóhann það er svona bjartsýnisflæði sem fer um mann.

Já Dísa mín ég ætla mér að njóta þess að fylgjast með þessari gulu vinkonu okkar koma sífellt neðar og neðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2012 kl. 12:35

7 Smámynd: Kidda

Það er frábært að sólin sé farin að láta sjá sig. Það verður allt svo létt þegar hún lætur sjá sig.

Knús í sólarkúlu 

Kidda, 2.2.2012 kl. 18:59

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín já það er frábært.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2012 kl. 21:01

9 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Sólarlaust suðurland en daginn lengir samt.

 Við erum ekki svona dugleg að gera eitthvað eins og baka pönsur á þessum sólardegi- en til hamingju með að einhver yfirleitt borðar pönnukökur !!!

kv.Erla M

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.2.2012 kl. 21:17

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Erla mín krakkarnir mínir eru vitlausir í Pönnsur.  Og svo er þetta svona eldgömul athöfn eins og þorrablótin og fleira skemmtilegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2012 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband