Frávísunartillagan.

Ég hlustaði á megin hluta umræðnanna í dag um frávísunar tillöguna, skrýtið því ég hef í sjálfu sér afar lítin áhuga á þessu máli.  Ræðan hans Atla Gíslasonar var mér minnisstæðust.  Hann var skorinorður og skýr og flutti mál sitt af mikilli sannfæringu og réttlætiskennd.  Strax sá ég að hallaðist á verjendur þess að vísa þessari umræðu frá.  Það var mér óskiljalegt af hverju menn vildu ekki taka þetta mál efnislega til umræðu á þinginu, það eitt og sér var eins og að forðast umræðuna, sem er ekki gott. 

Þó niðurstaðan hafi verið þessi í dag, er ekkert sem segir að tillaga Bjarna Ben og sjálfstæðisflokksins verði samþykkt.  En það er mikilvægt að þessi umræða eigi að fá að eiga sér stað, og er bara af hinu góða.  Ég er ein af þeim sem var verulega ósátt við að Geir Haarde væri einn settur fyrir landsdóm, því mér fannst réttlætinu ekki fullnægt ef hinir þrír fengju að sleppa, sem var pólitískt skipulagt af Samfylkingunni.  Ég er sammála Atla og fleiri að þar umsnérist málið og varð að klúðri einu saman.  Ég vissi strax að Geir yrði tekin í tölu fórnarlambs þegar hin sluppu.  Og þar með yrði málið máttlaust og sennilega vísað frá.  Ég er sorgmædd yfir áliti minnar ágætu Birgittu að láta leiða sig í þessa gildru.  Því það setur eiginlega blett á allt það sem þau Hreyfingin hefur staðið fyrir.  Að vilja kæfa umræðuna, það hefði ég ekki haldið að ég ætti eftir að sjá.  En svona er það því miður. 

Hér er ekkert sem segir að réttlætið fái ekki fram að ganga, heldur einungis að málið verði tekið upp aftur á alþingi og fái málefnalega umfjöllun það var það sem málið snérist um.  Ekki að ekki ætti að gera upp við hrunið. Því það er bara þannig að Geir var ekki einn í þessu klúðri.  Ábyrgð Samfylkingarinnar og ef út í það er farði Framsóknar þarf að gera upp, en ekki bara með því að láta einn mann standa þarna.  Heldur þarf að draga allt þetta fólk fyrir dóm, og ef tíminn er útrunninn, þá verður að finna flöt á því að láta þau svara til saka öll, og gera upp hrunið frá A til Ö.

Það er einmitt þetta sem ég held að þeir - fyrir utan sjálfstæðisflokkinn hafi verið að reyna að koma til skila og þeir eiga þakkir skildar fyrir að standa sína pligt.   Þarna urðu þáttaskil í sögu alþingis sem vonandi eiga eftir að endurtaka sig aftur og aftur. 


mbl.is Frávísun felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú vilt þá meina að fyrst þrír af fjórum ákærðu sluppu, þá eigi einfaldlega að sleppa þeim fjórða , sem í æðstu stöðu var, bara til að vera ekki leiðinleg við hann? Bíða þar til það sé hægt að ná þeim öllum og þá kannski mögulega gera eitthvað? Kommon.

Sigurður (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 04:13

2 identicon

Sigurður: Ég held þú sért að ýkja aðeins. Hún vill ekki meina að það eigi að sleppa þeim fjórða - aðeins að málið hafi orðið máttlausara (sem er kannski raunin, og náttúrulega fáránlegt).

En ég er þó sammála Sigurði í grunninn. Hvers vegna ekki ljúka málinu hans Geirs, án þess að hika og kveinka sér í meðaumkun með manninum. Fara svo og kæra fleiri. (Það var náttúrulega skandall að Geir hafi verið einn ákærður af þessum 4 sem stillt var upp - en það er búið og gert..). Eða er það óraunhæft?

Tómas (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 05:43

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Takk fyrir góðan og réttsýnan pistil.

Það er ekki hægt að reka íslenskt stjórnkerfi og réttarkerfi á sömu nótum og hefur verið gert frá upphafi.

Níumenningarnir áttu að taka slaginn fyrir þúsundir mótmælanda, Geir á að taka slaginn fyrir alla stjórnmála-samspillingar-klíkuna. Og ef við höldum áfram (ekki er hægt að telja allt upp) og förum nokkra áratugi aftur í tímann, þá voru fjögur ungmenni, sem höfðu leiðst út af "venjulega" sporinu, neydd taka á sig sök, til að fría einkavini embættis og stjórnmálamanna af svikaverkum sínum, í Guðmundar og Geirfinnsmálinu.

Leikreglurnar eru gjörspilltar í íslensku stjórar og dómskerfi, og það er ekki hægt að halda áfram á sömu braut.

Svona hefur blekkingarleikur stjórnvalda alltaf verið. Það virðist vera nóg fyrir suma pólitíska stuðningsmenn ráðandi stjórnarflokka hverju sinni, að taka bara stikkprufur af gerviréttlæti, til að friða almenning, en ekki til að uppfylla réttlætiskröfur almennt samkvæmt réttátum lögum!

Það á að ríkja réttlæti í réttarríki, sama hvort um er að ræða róna eða ráðherra. Hvenær skyldu ríkisstjórnir og fólk almennt átta sig á þeirri grundvallar-reglu réttarríkis?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.1.2012 kl. 07:53

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæl Ástihldur - það er lágmarkskrafa að mál fáist rædd og er þetta réttur hins almenna þingmanns að fá að leggja fram mál.
Samfylkingn ber ábyrð á því að þetta var að pólitísku málli en Atli vildi að greitt yrði atkvæði um alla í einu og þá væri þetta mál ekki svona í dag.

Óðinn Þórisson, 21.1.2012 kl. 11:48

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurðu ég held að þú hafi ekki lesið pistilinn minn, því eins og Tómas bendir á, þá vil ég fá þau öll fjögur á sakamannabekk, og álít að málið hafi orðið máttlaust og illa lyktandi vegna afagreiðslu alþingis.  Af hverju var ekki greitt atkvæð um alla fjóra í einu?  það var einmitt vegna þessa plotts að koma Geir einum þangað. 

ég vil uppgjör og ég vil að menn séu dregnir til saka fyrir afglöp, en mér nægir ekki að láta einn hanga.  Svo  var að mínu mati hér um að ræða að leyfa meiri umræður um málið. Mér finnst það hafa verið lýðræðislegra en að ætla að nauðga þessari umræðu út af borðinu.  Það var afar ólýðræðislegt hvernig sem málið svo fer. 

Tek undir það Óðinn Þórisson.

Anna mín Sigríður þú hittir sennilega naglann á höfðuðið þegar þú segir að stjórnvöld á hverjum tíma taki stikkprufur á réttlætið til að friða almenning,  Það er nákvæmlega það sem hefur verið gert gegnum tíðina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 12:17

6 identicon

Réttlæti er afstætt hugtak og ekki það sama og lögmæti. Kannski er það hlutverk löggjafavaldsins að reyna að sjá svo um að bilið milli réttlætiskenndar þjóðarinnar og þeirra löggjafar sem henni ber að hlýða sé sem minnst.

Alþingi samþykkti á sínum tíma að ákæra skyldi Geir Haarde. Málið var rætt á þingi og að umræðum loknum var  meirihluti þingmanna okkar sammála um að sækja hann til saka. Nú virðist Þingheimur  hinsvegar, af einhverjum ástæðum, telja þörf á að endurskoða þá ákvörðun og í ljósi atkvæðagreiðslunnar í gær virðist fullt eins líklegt að ákæran á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra verði dregin til baka.                                                                                                                                                                            Hugsanlega á fyrrverandi forsætisráðherra þá lagalegan rétt á miska og kostnaðarbótum  tengdum málsvörn og náttúrulega líka afsökunarbeiðni frá Alþingi.

Sigurður talar um hina þrjá "ákærðu"  sem "sluppu". Ég er honum  í rauninni sammála en get samt ekki stillt mig um smá sparðatíning því mér skilst að þrímenningarnir hafi bara setið undir grun um vanrækslu í starfi. Kannski verður þeirra "ábyrgð" endurskoðuð þegar þetta "vandræðamál" verður tekið fyrir enn einn ganginn á Alþingi?

Agla (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 13:12

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Agla, það er það sem maður er að vona.  Að mistökinn sem framin voru í upphafi, þegar Geir var einn ákærður verði leiðrétt og þessir fjórir, og raunar fleiri ráðamenn verði dregnir fyrir rétt.  Eða að upp úr þessu komi að sett verði á stofn sannleiksnefnd sem taki málið upp í heild sinni.  Hef ekki beint trú á að málið gegn Geir verði fellt niður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 14:00

8 identicon

Sannleiksnefnd á Íslandi?

Dreymi þig vel, mín kæra.

Það hvarflar ekki að mér að þrímenningarnir verði "ákærðir" um eitt eða neitt og mér sýnast allar horfur á því að ákæran á Geir Haarde verði dregin til baka. Þá væntanlega vegna þess að hún var ekki lögum samkvæm? Hvaða aðra ástæðu væri hægt að nota?  Geir er með hálsinn í snörunni en svo eru honum "fyrirgefnar allar (hugsanlegar) skuldir"? Af mannúðarlegum ástæðum?

Ef mér hefði verið nauðgað að fjórum mönnum en aðeins einn nauðgaranna sætti lögsókn myndi mér finnast það betra en ekkert. Lögggæslukerfið hefði þá ekki brugðist 100% heldur bara 75%.

Agla (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 14:32

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er ef til vill borin von Agla mín með sannleiksnefndina, en þetta kom frá Árna Páli svo ég nefndi það hér.  Ég er ekki búin að gefa upp von um að Geir verði ákærður, tel frekar að þessi frávísunartillaga verði felld, það er bara ekki samkvæmt minni réttlætiskennd að ætla að banna umræðuna í krafti valds, frekju og haturs.  Það er það sem ég er að tala um. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 15:57

10 identicon

Það er ekki af neinni meðaumkun eða vorkunnsemi sem ég vil að landsdómsmálið yfir Geir verði látið niður falla!!!  Það er út af pólitískum hráskinnaleik, hrossakaupum, skítamóral og aumingjaskap í flestöllum þingmönnunum að geta ekki komið hreint fram við uppgjör á hruninu!  Hver einasti kjaftur er meðsekur sem var í ríkisstjórnunum síðustu 10 ár.  Þess vegna er ekki einu sinni góður kostur að fá sjálfstæðismenn í næstu ríkisstjórn.  Þeir eru eins og flestir aðrir stjórnmálamenn drullugir upp fyrir haus og meðvirkir og tóku þátt í bóluhagkerfinu að fullu.  Þeir vilja bara ekki verða gerðir ábyrgir.  Og hvað Birgittu varðar, þá skemmdi hún algjörlega fyrir sér núna upp á framtíðarmöguleika sína í þingmennsku.  Hún tók U-beygju í neikvæða átt, ekkert minna.  Og fari svo þessi stjórnmál til fjandans!  Þetta er allt byggt á hagsmunapoti kringum peninga.  Allir þingmennirnir eru þrælbundnir peningaöflunum og geta sjaldnast verið heiðarlegir og hugsað jafnmikið með hjartanu og heilanum.  Það verður að vera jafnvægi þar á milli til að hið góða nái að ríkja í þjóðfélaginu.

Ólafur Sturla Njálsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 15:59

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú talar tæpitungulaust Ólafur, og ég er mikið til sammála þér.  Einhverntíman fáum við vonandi heilsteyptari stjórnmálamenn, en þá þurfum við sjálf að hætta að kjósa alltaf yfir okkur fólki sem fegurst galar og efnir ekki neitt af þeim fagurgala. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 16:44

12 identicon

Ég er í öllum megin atriðum sammála þér Ásthildur.  Það sem ég óttast að gerist ef senda á Geir einann í gegnum þetta ferli, er að þá festist í sessi einhvers konar hugmyndafræði um að ef hann verði dæmdur að þá sé búið að skilgreina til framúðar þá grensu sem stjórnmálamenn mega ganga að, án þess að lenda í grjótinu. M.ö.o. að það sem Björgvin, Árni Matt, Jóhanna og Ingibjörg Sólrún voru að skussast hafi verið í lagi en það sem Geir gerði eða gerði ekki varði við ráðherraábyrgð. Það er afar vafasöm þróun að mínu mati. Þá vil ég frekar stoppa hér, draga kæruna til baka en í framhaldinu meitla það í stein í eitt skipti fyrir öll, fyrir hvers konar afglöp stjórnmálamenn framtíðarinnar eiga að enda á Hrauninu.

Þegar það er sagt þá er ég ekki að bera í bætifláka fyrir Geir.  Hann og hans föruneyti er bara afsprengi af þeirri undirmáls- og andverðleikadýrkun sem sendi samfélagið til helvítis. Stjórnmálaflokkar okkar hafa komist upp með það allt of lengi að velja sér fólk í framboð með bjór og pizzukassa prófkjörum. Það endurspeglast síðan í vali á ráðherrum.  Ég skora á ykkur að skoða ráðherraskipan okkar undanfarin 20 ár.  Hversu margir af okkar ráðherrum hefðu náð frama í stjórnun í öðrum löndum þar sem valið er úr stærra fólksmengi?

Besta ræðan sem ég heyrði í gær var ræða Guðfríðar Lilju.  Því miður þá virðast fáir hafa tekið eftir því að hún sagði það nánast berum orðum að JS og SJS væru bófar sem ættu að fara fyrir Landsdóm vegna óhæfuverka núverandi ríkisstjórnar. Ég túlkaði ræðu hennar þannig að hún væri í raun formlega að hætta stuðningi sínum við stjórnina.

Um Hreyfinguna get ég fátt annað sagt en að ég er skúffaður yfir þeirra frammistöðu þó að ég virði þeirra rétt til þess að fara með sín atkvæði á þingi eins og þeim sýnist. Því miður bendir fátt til annars en þau hafi ákveðið að húkka sér far til andskotans með norrænu velferðarstjórninni án þess að hafa náð neinum árangri í t.d. skuldamálum heimilanna.

Seiken (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 16:55

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Seiken, ég er verulega skúffuð yfir afstöðu Hreyfingarinnar.  Og líka sammála þér með ráðherraábyrgðina.  Hvar get ég fundið ræðuna hennar Guðfríðar Lilju missti greinilega af miklu, því ég hlustaði mestallann daginn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 17:00

14 identicon

Ég leitaði að upptökum að ræðunum í morgun en fann ekki. Mig langaði að hlusta á ræðuna hans Atla en ég get ekki séð að vefur Alþingis geymi upptökurnar.  Ef einhver veit hvar ræðurnar er að finna þá má viðkomandi gjarnan skilja eftir sig slóð.

Seiken (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 18:16

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vona að einhver hafi þessar upptökur á takteinum, ræðan hans Atla var hrein snilld.  Vil gjarnan heyra ræðu Guðfríðar Lilju. Hún hlýtur að vera til ef hún hefur verið endurflutt í útvarpinu í fréttum í hádeginu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 18:24

16 identicon

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20120120T200033&end=20120120T210212&horfa=1

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20120120T133027&end=20120120T193424&horfa=1

Kolbrún (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 00:42

17 identicon

Kærar þakkir fyrir þetta Kolbrún.

Ræðan hans Atla en ekki síður andsvör hans eru af hæstu gæðum.

Seiken (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 09:50

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kolbrún nú get ég hlustað á ræðuna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2012 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband