Svolítið um pólitík - hugmynd.

Lesið í Bæjarins besta:

bb.is | 19.01.2012 | 10:55Krefjast þess að eignarhald auðlindarinnar liggi hjá þjóðinni

"Stjórn Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ og í Bolungarvík hvetur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur til að leggja fram hið fyrsta frumvarp að lögum um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi og framfylgja þar með fyrirheiti samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórn fiskveiða. Stjórnin telur brýnt að ekki verði látið undan þrýstingi hagsmunaaðila heldur staðið fast við það grundvallaratriði að ríkið fyrir hönd þjóðarinnar verði hinn eini sanni eigandi fiskveiðiauðlindarinnar,“ segir í ályktun sem félögin hafa sent frá sér.

Stjórnin væntir þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur afnemi þann ójöfnuð sem hlotist hefur af núverandi kvótakerfi og innleiði án tafar nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggir á jöfnum rétti landsmanna til nýtingar fiskimiðanna, að eignarhald fiskveiðiauðlindarinnar liggi ótvírætt hjá þjóðinni og að réttlátur arður af veiðunum renni til fólksins í landinu.

Stjórn Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík gerir kröfu um að hvergi verði hvikað frá markmiðum ríkisstjórnarflokkanna um: Ótvírætt eignarhald þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, þar með fullur ráðstöfunarréttur og forræði. Þjóðhagslega hagkvæmni af sjálfbærri nýtingu fiskistofnanna við landið. Eflingu byggða, nýliðun og atvinnusköpun innan greinarinnar. Sem mest jafnræði við úthlutun veiðiheimilda og þar með atvinnufrelsi í samræmi við stjórnarskrá lýðveldisins og álit mannréttindanefndar SÞ. Örugg og fyrirsjáanleg rekstrarskilyrði greinarinnar á grundvelli almennra reglna við úthlutun veiðiheimilda. Og að nýting fiskveiðiauðlindarinnar sé tímabundinn afnotaréttar gegn gjaldi til samfélagsins.

Samfylkingin í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík tekur undir þau sjónarmið sem þingmenn kjördæmisins Ólína Þorvarðardóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir hafa sett fram um nýjar áherslur í fiskveiðistjórnun sem þjóna sjávarbyggðunum og því fólki sem þar býr og starfar. "

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=172688

Þetta lýst mér vel á.  Þetta er afdráttarlaus yfirlýsing og áskorun á ríkisstjórnina og Jóhönnu Sigurðardóttur um að vinna að vilja fólksins og efna kosningaloforð sín. 

Ætli þetta verði ekki litið illum augum af þeim forsætisráðherra sem telur að öll umvöndun eða ábendingar séu af hinu illa.  Setur Samfylkingu Bolungarvikur og Ísafjarðar á bekk með Samtökum Atvinnulífsins og ASÍ, með þennan grímulausa áróður. 

Ég var að hugsa í morgun geri það oft á morgnana þegar ég er vöknuð en þarf ekki að fara fram úr, því ég á minn tíma sjálf, og þá gerist margt í kollinum á mér.

Það sem hér er að gerast í samfélaginu er að fólk sér að þessi ríkisstjórn er alls ekki að gera sig, hún er líka haldinn algjörri veruleikafyrringu af verstu sort, þegar allir sem reyna að sýna fram á á hvaða leið hún er, er tekið illa og ákveðið að það sé af hatri eða illvilja einum saman.  Það er slæmt.

Það sem heldur þessari ríkisstjórn enn við völdin er.... já óttin við að Sjálfstæðismenn komist að völdum á ný.  Það er ekki beint skemmtileg né upplífgandi hugsun, því þeir hafa örugglega engu gleymt.   Ég veit að það er fullt af góðu fólki í Sjálfstæðisflokknum, mikið af hugsjónafólki sem fær því miður ekkert annað hlutverk en að þjóna elítunni í flokknum.   Meira að segja einn sjálfstæðismaður tengdur mér og innarlega í flokknum sagði mér að hann væri ósáttur við að ekkert væri hlustað á grasrótina í flokknum, menn bara ákvæðu það sem þeim hentaði og enginn spurðu, og þó aðildarfélög sendu ályktanir til ráðamanna flokksins, þá væri ekkert tilllit tekið til þess ef það strýddi gegn hugsunargangi þeirra. Ég trúi þessum manni og veit að þrátt fyrir allt er hann gegnheill sjálfstæðismaður.  Sem segir mér að jafnvel þó menn sjái hvað er að gerast þá geta þeir ekki slitið sig lausa frá trúfélaginu Sjálfstæðisflokkur.  Þetta segi ég til að sýna fram á að ótti fólks er á rökum reistur.   Þarna er mikið í húfi kvótakerfið fyrst og fremst, þeir myndu byrja á að festa það í sessi um aldur og ævi og fara algjörlega að vilja L.Í.Ú, enda er það hönd sem gefur rausnarlega.

En þar sem þessi vansæla ríkisstjórn hangi á þessu roði, og enginn vill í raun og veru slíta henni nema þeir áðurnefndu, þá datt mér si svona í hug lausn á þessu fram að næstu kosningum.  Auðvitað veit ég að það verður ekkerkt mark á mér tekið, en ég læt þetta flakka samt.

En sem sé, tveir ráðherrar til viðbótar verði látnir taka pokann sinn, það eru Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir.  Í stað þeirra verði ráðnir fagmenn til að sinna forsætisráðherraembættinu og utanríkisráðuneytinu.

Össur blessaður er góður maður ég fer ekki ofan af því.  En hann er gjörsamlega vanhæfur ráðherra.  ÉG held að hann sé búin að lofa einhverju upp í ermina á þjóðinni þarna úti, þar sem gráðugir einræðisvannabees sitja og vilja gína yfir auðlindum landsins.  Hann getur hvorki sagt þeim að hann hafi lofað of miklu, né sagt okkur að hann sé komin út á hálan ís.  Þess vegna verður hann að víkja til að landið fái trúverðugleika.   Þetta sannaðist nú fyrir skömmu þegar Steingrímur upplýsti okkur um að enginn samningsmarkmið hefðu verið samin.  Þau sem einmitt áttu að liggja fyrir, fyrir umsóknina.  Hvað er hægt að klúðra meir en það? Ég bara spyr.  Bændur hafa aftur á móti unnið sína heimavinnu og eru með varnarlínur fyrir landbúnaðinn tilbúnar.

Jóhanna hefur sýnt að hún veldur ekki þessu starfi, hún er stöðnuð.  Meira að segja Össur hefur lýst yfir að það þurfi að skipta um kaptein í brúnni.  Hún er ósveigjanleg, frek og mjög sennilega komin með ofsóknaræði, því allir sem reyna að gagnrýna stjórnina eru skammaðir og taldir hatursmenn.  Það sjá það allir sem vilja sjá það að þetta gengur ekki með æðsta mann ríkisstjórnar í kröggum.  Svo er hún sennilega líka undirförul, því hvaða samningsmarkmið var hún að kynna Merkel, ef þau eru ekki til?

Ég er alveg viss um að Jóhanna hefur gert margt gott gegnum árin og hefur verið hugsjónamanneskja hér áður fyrr, en yfir 30 ára seta á alþingi er hverri manneskju ofviða.  Hún er komin á þann stað sem svo margir falla í að telja sig eiga stólinn og allt sem undir hann telst. Telur sig vera ómissandi.  Þetta er bara mannlegt. 

Um Steingrím veit ég svo sannarlega ekki hvar á að staðsetja hann, annað hvort er hann snillingur eða algjört fól. Það á eftir að koma í ljós. En með sterka fagráðherra í forsæti og utanríki, ætti að vera kominn meiri staðfesta fyrir fólk til að geta unað við þessa ríkisstjórn í 17 mánuði. Meðan grasrót og ný framboð kynna sig og koma með áherslur og sýn á hvernig hlutir megi betur fara.

Ég ætla meira að segja að koma með tillögu að þessum tveimur embættismönnum, ég sé fyrir mér Jóhannes Björn sem forsætisráðherra og Gunnar Tómasson sem utanríkisráðherra. Báðir þessir menn eru víðförulir hafa unnið mikið erlendis hjá opinberum stofnunum bæði fyrir Íslan og önnur ríki. Báðir þessir menn eru réttlátir staðfastir og hafa svo sannarlega þekkingu á okkar málum.

Þetta er það sem ég held að gæti bjargað okkur tímabundið, og aukið trú fólks á stjórnmálin og eytt óttanum um að allt fari hér yfir um ef kosið verður núna.

Eigið annars góðan dag elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þú getur ekki vænst neins af þessum Djöflum sem sitja við stjórn þessa Lands.þetta er ein Glæpaklíka þarna niður á Alþingi,það er hugsað um eigin rassgat og halda launum..Mér hlakkar til næstu Alþingiskosninga...

Vilhjálmur Stefánsson, 19.1.2012 kl. 16:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er að mörguleyti rétt hjá þér Vilhjálmur, ég var nú bara að hugsa um örsökina fyrir því að þessi óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi sitji ennþá.  Þetta er að mínu mati aðalhvatinn.  Og meðan svo er gerist ekki neitt og við bara höldum áfram að dansa með konu sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 17:05

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður pistill :-)

Níels A. Ársælsson., 19.1.2012 kl. 17:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér fyrir Níels.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 17:49

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Er ekki til staðar að eithver þingmaður með viti beri fram tillögu á þingi þess efnis að Jóhanna Sigurðardóttir sæti Geðransókn?

Vilhjálmur Stefánsson, 19.1.2012 kl. 20:05

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fólk virðist óttast að styggja konuna, ég finn enga aðra skýringu á þessum undirlægjuhætti við hana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2012 kl. 20:07

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvernig hún úttalar sig um mál sem eru skýr,eins og 26.grein stjórnarskrárinnar,sem henni finnst í raun ekki mark takandi á,en kemst bara ekki upp með það. Síðan er grafið upp annað gamalt úr stjórnarskrá,Landsdómur sem henni hugnast að nota til að klekkja á Samstarfsflokknum,til margra ára,líklega vegna geðveikrar gremju yfir að hafa haft sáralítil völd. Hún er tilbúin að leggja þennan kross á íbúa þessa lands.Býður völdugri samsteypu,að vinna að aðild þess,með því að blekkja landa sína,ekki einu sinni, heldur margsinnis. Hvað vitum við? Geyma virkjunarframkvæmdir,sem ætlaðar eru ESB. þá sár vantar orku,pláss fyrir Rómarfólkið,vinnu fyrir ungafólk þeirra. Tók ég of mikið pláss? Ég er ósofin sendi þér privat eða segi það blákalt hvernig Orkuveitan stendur að uppsögnum. Er að fara út á land,bíð þér góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2012 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband