Forgangur, loforð og efndir.

Það er öllum ljóst að mikill niðurskurður er á öllum sviðum, það er eiginlega sama hvar borið er niður, heilbrigðisstofnanir, öryrkjar, barnameðlög hafa víst lækkað um 30 %  og allt þetta í boði Norrænu velferðarstjórnarinnar.

Samanber þessa grein í stjórnarsáttmálanum;

Veitt verði heilbrigðisþjónusta við hæfi á viðeigandi þjónustustigi, óháð efnahag og búsetu.
Hlutverk sveitarfélaga í velferðarþjónustu við börn, fatlað fólk, aldraða og fjölskyldur verði aukið með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga.

Heilsugæslan um land allt verði sett í öndvegi sem fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu.  
Aðgerðaráætlun í málefnum barna- og ungmenna verði fylgt eftir.

Stefnt verði að því að fólk geti búið heima eins lengi og kostur og vilji er til, meðal annars með því að samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Staðið verði við framkvæmdaáætlun um ný hjúkrunarrými fyrir aldraða.

Já Þetta átti nú aldeilis að vera í forgangi.

Svo er nú líka loforðin um heimilin, þau hljóða svona:

Greiðslu- og skuldavandi heimila

Djúp niðursveifla í kjölfar bankahrunsins hefur skapað misgengi á milli greiðslubyrði og greiðslugetu margra heimila í landinu. Þetta misgengi verður að leiðrétta með lækkun á greiðslubyrði þeirra sem verst standa þar til verðmætasköpun atvinnulífsins tekur aftur að aukast. Markmið ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir að tímabundinn greiðsluvandi leiði til vanskila og gjaldþrots, svo sem með hækkuðum og breyttum vaxtabótum og húsaleigubótum. Lykilatriði er að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga. Greiðslujöfnun sem nú nær bæði til verðtryggðra og gengistryggðra lána gerir kleift að laga greiðslubyrði að lækkandi tekjum. Þá gera ný lög um greiðsluaðlögun sem samþykkt voru á síðasta þingi það mögulegt að taka á vanda þar sem fyrirsjáanlegt er að greiðslu- og skuldabyrði verði  skuldurum ofviða til lengri tíma litið.  Loks gera frystingar greiðslna sem eru í boði hjá lánastofnunum heimilum kleift að bregðast við bráðavanda vegna skyndilegs tekjumissis. Ofangreindum úrræðum þarf að fylgja fast eftir.

Hér má til gamans lesa þessi háleitu markmið sér til heilsubótar og ánægju. http://www.stjr.is/Stefnuyfirlysing/

En eins og allir vita eru ekki til peningar til að styðja öryrkja, eldriborgara, heilbrigðiskerfið, skólakerfið, svo það verður allt að bíða. Það þarf að koma Vaðlaheiðargöngum í gegn, hátæknisjúkrahúsi og síðast en ekki síst snjóflóðavörnum hér vestra.

Um það mál segir svo í frummatsskýrslu ofanflóðasjóðs:

Ríkisstjórnin ákvað á þessu ári að til margþættra aðgerða á Vestfjörðum væri þörf og um einn þáttinn segir: "I. Aðgerðir vegna efnahagslegs samdráttar og efling innviða,  Markmið aðgerðanna er að hafa jákvæð skammtímaáhrif með tímabundinni fjölgun starfa auk áhrifa af umsvifum verktaka, en jafnframt jákvæð langtímaáhrif með bættum samkeppnissikilyrðum efnahagslífs og samfélaga á Vestfjörðum" (leturbreyting mín.)48) gerð ofanflóðavarna undir Gleiðarhjalla mun skapa störf tímabundið og skapar öruggari skilyrði til búsetu á því svæði. 

 Á bls. 2 um samantektir á niðurstöðum frumrannsóknarinnar stendur eftirfarandi:

Stór snjóflóð hafa aldrei fallið úrhlíðinni neðan Gleiðarhjalla svo vitað sé. Eftir að snjóathugunarmaður tók til starfa hafa fimm lítil flóð verið skráð á svæðinu en þrjú þeirra eru innan við framkvæmdasvæðið.  Eitt snjóflóð féll eftir Stakkaneshrygg og stöðvaðist um 100 m. ofan við efstu hús en annað féll sunnan við Stakkaneshrygg og stöðvaðist í um 110 m. hæð yfir sjávarmáli.  Einnig eru til óljósar heimildir um flóð sem féll kringum 1950 á svæði þar sem byggð stendur núna en var þá óbyggt. 

Ég hef búið undir þessari hlíð alla mína ævi og ég hef aldrei orðið vör við ótta hjá bæjarbúum.  Ekki hafa húsin verið svo vitað sé verðminni en önnur hús í bænum, þó skýrslan láti að því liggja, einnig er sagt að þessi 14. hái veggur muni hafa talsverð "jákvæð áhrif á samfélagið"

Einnig segir að garðarnir muni "dempa hljóð sem berast frá bænum og gæti upplifun af hljóðum úr náttúrunni (fuglasöng) fyrir ofan garðanna verið meiri. 

Þetta er nú samt sem áður útúr dúr, það er margt þarna sem orkar tvímælis, og að mínu mati ekki verið að gera ráðstafanir fyrir fólkið, heldur að RÉTTLÆTA hlut sem valdhafar vilja framkvæma, ég held í óþökk meirihluta bæjarbúa. 

En ég segi, væri nú ekki nær að nota þessa peninga sem virðast handbærir til varanlegrar uppbyggingar, til dæmis til að styrkja atvinnuuppbyggingu á svæðinu, nú ef þetta er eyrnamerkt jarðverktökum þá væri nær að nota þennan pening í Dýrafjarðargöng.  Það er nefnilega þannig að það eru fleiri sem farast á vegum úti í bílslysum en þeir sem farast í snjóflóðum, sérstaklega þar sem enginn stór snjóflóð hafa fallið svo vitað sé.

Þetta kalla ég öfuga forgangsröð. Meðan allt er í kalda koli í marglofaðri velferð að þá dansa menn í kring um Gullkálfinn eins og forðum, byggja  Hof, Hörpur, spítala sem ekki verður hægt að manna, og verið er að loka sjúkradeildum og sjúkrahúsum.

Getum við ekki á einhvern hátt komið vitinu fyrir þetta fólk, eða er það algjörlega heillum horfið? 

Það þýðir ekkert að segja að þetta sé svo nauðsynlegt eða að þessi peningur dugi ekki, og svo framvegis.  Það er nefnilega hægt með ráðdeild og sparnaði einmitt með  því að klippa niður svona ónauðsynlegar framkvæmdir sem geta orðið til þess að bjarga þeim sem minnst mega sín.  Bara ef forgangurinn er réttur, loforðin haldin og skynsemin fái að ráða. 

IMG_1737

 

IMG_1738

Þessar myndir teknar í fyrradag.  Fallegt vetrarveður á Ísafirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Ásthildur, gleymdist skjaldborgin ekki einhvers staðar. Varð hún eftir  fyrir vestan?

Sigurður Þorsteinsson, 14.1.2012 kl. 21:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Sigurður Skjaldborgin varð ekki eftir hér, hér varð bara eftir nokkur tímabundi skurðgröfustörf sem endast í mesta lagi þrjú ár og eyðileggja ímynd Ísafjarðar.  Ætli þær séu ekki fleiri eyðimerkurnar sem þessi stjórnvöld skilja eftir sig hér og þar um landið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2012 kl. 23:49

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það má ekki benda stjórnvöldum á,að ehv. sé óþarfi en annað brýnna,við höfum ekkert vit á þessu,ráðuneytis reiknistofur reikna arðsemi,bla.nla,bla, enga ...fjarðsemi,og þannig. (-:

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2012 kl. 01:44

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

, en myndirnar eru fallegar ljúfust mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2012 kl. 10:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið stúlkur mínar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2012 kl. 12:34

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist vera að einhver(jir) hafi farið á "flug" þegar þessi "stjórnarsáttmáli" var saminn en framkvæmdin hefur Öll farið fyrir ofan garð og neðan nema þau hafa STAÐIÐ VIÐ EITT ATRIÐI HANS (og það í óþökk þjóðarinnar) ÞAU SÓTTU UM INNLIMUN Í ESB.  Enda gat það ekki öðruvísi orðið að það eina sem var staðið við var framkvæmt gegn vilja þjóðarinnar og ef ekki hefði verið beitt ofbeldi og þvingunum á Alþingi, hefði þetta verið FELLT í þinginu...................

Jóhann Elíasson, 15.1.2012 kl. 12:51

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mikið rétt Jóhann, þeirra mun vera lengi minnst fyrir þessi afglöp sín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2012 kl. 14:23

8 Smámynd: Kidda

Það gleymdist víst að segja okkur að loforð séu til að svíkja. Við erum eitthvað að misskilja hvað loforð þýðir, erum alla vega að upplifa að það sem við töldum orðið þýða hefur verið kolvitlaus orðaskilningur. Loforð þýðir í dag að það er eitthvað sem er lofað til þess eins að svíkja. Við teljum í fáfræði okkar að lofa einhverju sé að standa við það sem maður lofar en það er algjörlega rangt hjá okkur. Við erum bara svo treg að skilja að það er búið að breyta þýðingunni á þessu orði.

Það er alltaf sama fallega vetrarveðrið á Ísafirði.

Knús í kúlu

Kidda, 15.1.2012 kl. 15:24

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín, já sennilega er það rétt hjá þér íslensk yfirvöld eru á góðri leið með að breyta merkingum í íslenskunni og hafi þau litlar þakkir fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2012 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021022

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband