Síðbúin spaugstofa á Rúv.

Já þegar maður verður vitni að svona atburði þá hreinlega verður maður kjaftstopp.  Jón reyndi að svara eftir bestu getu og við verðum að virða hann fyrir það.   En hvort svona maður er hæfur í það embætti sem hann hefur komist í er svo allt annað mál.  Við hljótum samt að finna til þess  að hann er að minnsta kosti einlægur í því sem hann er að gera, þegar við miðum við fláræðið og lygina sem aðrir á hans nótum eru tilbúnir til að verja sig með. 

Málið er að við þekkjum og látum okkur hafa helv... lygina og hrokann í þeim sem á undan honum hafa farið.  En á sama tíma aumkvumst við yfir karlangann sem hefur komið sér í þessi ósköp af græðginni einni saman, og stendur nú svo til einn í að svara fyrir hana á mörgum vígstöðvum, og fréttamenn hafa svolítið gaman af að gera lítið úr honum. Enda hefur hann sjálfur skapað sér sviðið, en í staðin fyrir að geta bara kúlað og sprellað, þá er það alvaran sem hann þarf að glíma við. 

Ég viðurkenni að ég hef aldrei þolað hvorki tvíhöfða, fóstbræður né fígúru Jóns í vaktamálum enda nennti ég ekki að fylgjast með þeim þáttum.  En ég held að Jón og hans félagar hafi virkilega ætlað að breyta og laga pólitíkina.  Málið er bara að pólitíkin gleypti þá hráa, af því að þeir treystu á flokksmaskínu sem eins og nornin í Hans og Grétu, buðu þeim inn í pönnukökuhúsið, hvaðan varð ekki aftur snúið. 

Nú er alvaran að renna upp fyrir þeim, og það er erfitt að afsaka síðustu daga það þýðir ekki að reyna að segja fólki að svona sé Ísland, né að það sé ekki sé ekki hægt að sandbera götur af því það þurfi að sópa upp, og að salt dugi ekki í hláku.   Það er ekki einu sinni hægt að fela sig á bak við það að þeir hafi  haldið að andlega fatlað fólk hafi ENDILGA VILJAÐ BORGA matinn sinn, og það meira en borgarstarfsmenn fá matinn sin á. 

Guð minn góður hvað það var erfitt að horfa upp á manninn tala um þessi mál, ég held að Reynir Pétur hafi gert þessu betri skil ef út í það er farið.   Hann kann þó allavega að reikna.

Hvar er pólitíkin á vegi stödd, þegar trúðar af þessum kaliber fá umtalsvert fylgi án þess að hafa sýnt að þeir hafi neitt til þess að bera að geta ráðið við einföldustu hluti.  Á hvaða leið erum við að hafa lygamerði við stjórnvölin sem ef til vill eru að gerast föðurlandsvikarar til að eyðileggja sjálfstæði okkar og ekkert að gert.  Á hvað vegi erum við stödd þegar ekkert viðvörunarkerfi virðist í gangi til að stoppa slíka af?

Forsetinn á að geta gripið inn í það ferli, en gerist það án þess að til þurfi að koma undirskriftir?

Já hann getur það.  samkvæmr 24 gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga,( áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið) enda komi Alþingi saman eigi síðan er tíu vikum eftir að það var rofið. 


mbl.is „Þetta var ófremdarástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta var átakanlega döpur frammistaða hjá Jóni, en hefði getað verið verri því Sigmar sló greinilega af og vægði viðmælandanum, þegar hann sá hve hann engdist á önglinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.1.2012 kl. 22:13

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Gat nú ekki annað en hlegið að aumingjaskapinn í Gnarrinum í Kastljósinu,en sjaldan kann ég að meta húmorinn hans þegar hann er að reina að vera fyndinn. En margt er nú skondið udanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi og ánæju með sjálfstæði Palestínu, en vinnur svo hörðum höndum að því að eigin þjóð glati sínu sjálfstæði.

Ragnar Gunnlaugsson, 11.1.2012 kl. 22:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Axel það var svo greinilegt að Sigmundur hafði bara gaman af þessu viðtali og lét manneskjuleiheitinn ráða för, sem betur fer.  Þetta viðtal á eftir að verða lengi í mannaminnum tel ég.

Ragnar já er það ekki ótrúlegt að verða vitni að þvílíkum tvískinnungi?  Maðurinn er á fullri ferð að koma sér undir landsdóm með atferli sínu gagnvart þjóðinni og á sama tíma að bjarga Palestínu, sem er auðvitað gott mál, en hann er að reyna þarna að skáka Jóni Baldvini.  Sem er reyndar eins og allt sem þessi maður gerir fyrir utan landráðin,,, brandari

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2012 kl. 22:29

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Asthildur. þetta var afar dapurt. Sigmar er sannarlega okkar besti rannsóknarblaðamaður í dag. Rétt hjá þér að Sigmar bæði bar viðingu fyrir Jóni, og sýndi honum tillitsemi en samt virkaði Jón sem auli. 

Nú er Besti flokkurinn að koma fram með Guðmudi Steingrímssyni, og þetta viðtal lofar ekki góðu fyrir þá. Svo eru aðkoma 10 aðrir. 

Ég upplifi að það vanti eitt afl inn í baráttuna sem eigi möguleika, veit ekki hvað og hvers vegna. 

Sigurður Þorsteinsson, 11.1.2012 kl. 23:20

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Við ættum kannski öll að flytja til Össur-landsins Palestínu, því ESB þarf að nota ósjálfstætt og ófullvalda Ísland fyrir sig og sína sviknu AGS-þræla?

Ég horfði ekki á Kastljós kvöldsins, enda ekki yfir neinu að gapa.

Hanna Birna Orkumáladóttir með sinn Kjartans-orkumála-golfvöll var ekki á móti honum, þannig að hertekinn ESB-RÚV-fjölmiðillinn gat einbeitt sér að eineltinu á Jóni Gnarr. Þeir gömlu hafa stundað einelti gegn honum síðan hann tók við sem borgarstjóri. Ég þoli ekki að horfa á einelti.

Gleymum ekki að við búum í siðspilltasta landi Norðursins/Vestursins.

Ekki einu sinni Jón Gnarr getur breytt þeirri hörmulegu staðreynd, þótt ég efist ekki eitt augnablik um að hann vilji breyta og bæta. Dragbítar spillingarinnar eru bara enn of áhrifamiklir! Eins og grimmir veiði-hundar!

Eineltispílurnar eru ekki sparaðar á Jón, þótt önnur sveitarfélög hafi ekki látið moka gangstéttir frá því ég settist aftur að á landinu siðspillta, árið 2006, án nokkurrar fjölmiðlaumræðu.

Það er ekki undarlegt að ekkert breytist til betri vegar á spilltu eyjunni Íslandi, þegar ráðist er svona á þá sem raunverulega reyna og vilja breyta einhverju til hins betra!

Sumir halda kannski að Jón Gnarr sé með einka-aðgang að veðurguðunum, og snjómoksturs-tækjunum sem síðasta stjórn seldi/gaf úr landi!

Gangi Jóni Gnarr sem best í þessum óréttláta slag.

 Ég stend 100% með Jóni Gnarr  

Einelti er í raun ekkert grín, og það mætti gamla svikaflokks-klíkan fara að gera sér grein fyrir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.1.2012 kl. 23:35

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður ég hef svona grun um innra með mér að þessi framganga besta flokksins sé í raun og veru dauðadómur yfir Bratri framtíð Guðmundar.  Þannig snýr það bara við mér.  Raunar hef ég ekki haft mikið álit á Guðmundi Steingrímssyni og hans framboðsbrölti, með enda stefnu bara vinavæðingu.  En eftir þetta viðtal og ekki síður uppákomur Besta í borginni undanfarið þá vona ég að fólk átti sig á því hverskonar sjálfhverfni um hvað þessi 101 sjálfhverfni er um að ræða, þ.a. rass***** á sjálfu sér og ekkert þar fyrir utan.  Hvað þarf meira að koma til?Hvað um landsbyggðina, Jón vill til dæmis leggja niður Reykjavíkurflugvöll og þar með hætta innanlandsflugi, hans hugarflug nær nú ekki lengra en það.  Og í raun nær hans sýn á Ísland ekki út fyrir Elliðaárnar. Hvernig í ósköpunum á landslýður að kjósa yfir sig einhverja skátadrengi sem rata ekki einu sinni milli staða?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2012 kl. 23:42

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bjartri framtíð meina ég..BF

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2012 kl. 23:42

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna mín já þetta er vissulega ákveðið einelti.  En málið er að þessi maður sóttist eftir embættinu og fékk það, og stendur svo ekki undir því af einhverjum ástæðum og hefur þess vegna gefið skotfæri á sér.  Ég get tekið undir það að þetta er ljótur leikur, en hann hefði mátt vita að þetta yrði leðjuslagur númer eitt, þar sem réttlætið og góður vilji er fótumtroðin, þannig er bara pólitíkin í dag því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 00:55

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er engin ástæða til að vorkenna Gnarrinum, hann valdi sjálfur sitt hlutverk. Það sem Jón gerði rangt þegar gagnrýnin um slælega framgöngu í hálkueyðingu borgarinnar kom fram, var að hann tók upp á því að verja ruglið. Ef hann hefi einfaldlega beðist afsökunar og borið sannleikanum við, kunnáttuleysi, hefði öllum vopnum verið slegið úr höndum okkar sem gagnrýndu.

En Jón fór leið pólitíkusa og reyndi að verja gjörðir borgarinnar. Munurinn á Jóni Gnarr og annara pólitíkusa liggur þó einkum í því að hann hefur ekki vit á því hvenær hann á að þegja eða segja! Jón er ekki pólitíkus og verður aldrei. Hann er einungis lélegur gamanleikari sem stundum hefur náð sér á strik í þeirri grein. Pólitíkin er langt fyrir ofan hans vits eða getu.

Að gagnrýna gömlu flokkana er vinsæl iðja og vissulega þarf að halda þeim við efnið. En að halda að eitthvað annað sé betra, að einhver sjórnmálaöfl önnur en fjórflokkurinn verði betri og byggja gagnrýnina á því er rangt. Það er sama hversu miklu er lofað um grasrótarlýðræði innan þessara nýju framboða. Þau enda öll á sama kaliberi og gömlu fjórflokkarnir. Fyrir þessu höfum við fjölda dæma, ekkert það framboð sem komið hefur manni eða mönnum á þing hefur getað staðið við slík loforð, enda illmögulegt. Þessu verður ekki breitt, sama hverju lofað er.

Það er hið besta mál að gagnrýna gömlu flokkana sem og hina yngri. Sú gagnrýni á að byggjast á því hvernig þeir standa sig hvejum tíma, ekki á því að flokkakerfið sé úrelt. Flokkakerfið mun alltaf verða við lýði, einfaldlega vegna þess að öðruvísi er ekki hægt að mynda ríkisstjórn og halda stjórn á landinu. Það gengur nógu erfiðlega fyrir tvo flokka að stilla saman strengi sína, hvað þá ef engir flokkar væru og ná þyrfti saman ríkisstjórn átta til tíu mismunandi sjónarmiða, að ekki sé minnst á hvernig þeirri ríkisstjórn gengi að stjórna landinu þegar sjónarmiðin sem sætta þarf eru orðin 63!

Það er fögur mynd að tala um hreint lýðræði og flokkalaust Alþingi. En eins og um margt af því sem fallegt er, þá er það einungis tálsýn. Þeir sem lofa slíku eru að lofa meiru en þeir geta staðið við og þeir sem trúa því eru einfaldir.

Til að lýðræðið geti fengið að dafna þarf það að hafa höft, hver þau höft eiga að vera er svo aftur hægt að rífast um. Til að stjórn landsins gangi upp og til að Alþingi geti starfað, verður að verða til einhverskonar hópamyndun, þar sem fólk sameinast um þær stefnur sem þeim er næst. Slík hópamyndun er það sem í dag er kallað flokkakerfi.

Gunnar Heiðarsson, 12.1.2012 kl. 08:29

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er sammála því að forsetinn ætti að virkja 24.gr. stjórnarskrárinnar, þó það verði hans síðasta verk. Það er þó deginum ljósara að það mun hann ekki gera, nema hugsanlega mikill þrýstingur kæmi á hann og þann þrýsting er hægt að gera með undirskriftasöfnun. En það verður þá að vera mjög afgerandi söfnun.

Það er skelfilegt til þess að vita að þessi ríkisstjórn, sem hangir saman til þess eins að hanga, skuli eiga eftir að sitja í nærri eitt og hálft ár enn. Hver stjórnarþingmaðurinn af öðrum lýsir því yfir að þeir styðji ekki störf ríkisstjórnarinnar en ætla samt að verja hana falli.

Í febrúar 2010 fékk ríkisstjórnin falldóm þjóðarinnar, í janúar 2011 felldi Hæstiréttur dóm sinn yfir gerðum stjórnvalda og í apríl 2011 sendi þjóðin stjórnvöldum aftur rauða spjaldið, reyndar einnig 60% Alþingis. Við hvert að þessum dómum hefðu stjórnvöld átt að segja af sér, en að sitja eftir alla er lengra gengið en nokkurn hefði grunað. Þessi ríkisstjórn og raunar 60% þingmanna eru rúin öllu trausti þjóðarinnar. Því á að rjúfa þing og boða til kosninga, ekki seinna en strax!

Gunnar Heiðarsson, 12.1.2012 kl. 08:54

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er svo innilega 100 % sammála Önnu Sigríði Guðmundsdóttur, sem skrifaði hér að ofan!

Og bæta vil ég við, að á meðan það er til sæmilega skynsamt fólk eins og ég og fleiri sem kjósum fólk eins og Jón Gnarr og fleiri verður sem betur fer eitthvað annað í valdaholunum en MORFIS spunameistarar, sem þið hin eruð auðsýnilega farin að sakna!
Nb.  Hálkuvarnir eru á ábyrgð embættismanns, ekki pólitíkusa.  Borgaryfirvöld, með Jón Gnarr drógu til baka ákvörðun um hækkun á matarkostnaði, ákvörðun sem sett var fram af embættismönnum (v. misskilnings eins og haldið var fram)  Það er ? hvort þessir pólitískt ráðnu embættismenn séu að reyna að koma fyrir djúpsprengjum fyrir sína fyrrum yfirmenn....
Held að þið ættuð að taka Gnarrinn ykkur til fyrirmyndar og og "tala vel um fólk" eins og hann ítrekaði í þessu Kastljósviðtali, sem virðist hafa farið svo fyrir brjóstið á okkur. 
Ást og friður yfir til ykkar kæra fólk

Sigrún Jónsdóttir, 12.1.2012 kl. 10:21

12 identicon

Er einhver munur á Gnarr.. og tja, Hönnu Birnu; Hinir bera kannski ekki "fötlun" sína utan á sér eins og Gnarr.. .en störf þeirra segja allt sem segja þarf um andlega getu þeirra.
Eða, kannski er þetta allt ekkert nema ábending um andlegt heilbrigði okkar allra.. ef við erum með svona vanvita og ruglukolla í borgarstjórn, á alþingi, ríkisstjórn; Hverjir eru þá fatlaðastir, við eða þeir sem VIÐ kjósum. Menn hrópa á sjálfstæðisflokk aftur, sjá eitthvað þar, kalla eftir nýrri stjórn af 4flokksbergi brotna...

Við erum öll snarfötluð, við eigum öll að fá niðurfellda fæðiskostnað.. .í alvöru; Við erum fífl

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 10:21

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnar fjórflokkurinn svokallaði er löngu úrbræddur.  Þetta eru orðnar valdaklíkur og  fáir komast þar inn með tærnar.  Ég þekki nokkra góða sjálfstæðismenn sem þrauka og eru að reyna að bæta flokkinn innanfrá, vilja hann eins og hann var, stétt með stétt og allt það.  En þeir eru algjörlega kaffærðir af fólki sem helst fer ekki út fyrir 101 Reykjavík og áherslurnar eftir því.  Ég hef sjálf starfað í stjórnmálaflokki Frjálslyndaflokknum var þar m.a. í miðstjórn og þar var hægt að ræða málin fram og til baka, það var hlustað á fólkið sem kom með tillögur.  Því miður urðum við fyrir því á tímabili að inn kom fólk sem ætlaði að breyta flokknum í eitthvað annað, það varð honum að falli, en síðan hefur forystan náð sér á strik og haldið áfram.  Nú með öðru grasrótarfólki eins og Hreyfingunni og Borgarahreyfingunni og fleira fólki og félagassamtökum sem vilja virkilega breyta ástandinu.  Í þá áratugi sem venjubundnu flokkarnir hafa haft til að breyta einhverju, hefur ekkert gerst.  Enda er það orðið svo að flokkseigendafélögin vilja ekki breyta, það fólk sem er öruggt þarna með allt sitt vill ekki gefa eftir völdin til annara.  Þannig er það því miður.  Þó ég nefni hér Sjálfstæðisflokkinn, þá eru hinir ekkert skárri, bara að muna eftir landsfundum VG og S, það er helst Framsókn sem hefur endurnýjað forystuna.

Ég veit auðvitað ekki hvort nýju framboðin ef þau komast á koppinn verði hótinu betri, en ég ætla mér að taka þann slag og reyna til þrautar að styðja við mitt fólk og vona það besta.

Sigrún mín ég tel mig ekki vera að tala illa um Jón Gnarra, þó ég segi mína meiningu.  Hann er örugglega heiðarlegur og góður maður, en þessu hlutverki veldur hann ekki.  Það hlýtur að vera á ábyrgð foringjans að sjá svo um að starfsmenn hans séu starfi sínu vaxnir.  Það er skiljanlegt svo sem að hann hafi ekki áttað sig á þessu með hálkuna, en að fara að skrökva sig út úr hlutunum í stað þess að segja hreinlega að hann hafi ekki áttað sig á þessu og beðist afsökunnar var ekki rétta leiðin þegar um 70 manns höfðu slasast af þessu sinnuleysi borgarstarfsmanna.  Ennþá verr var það þegar hann fór að afsaka sig með því að þetta væri nú ekki allt saman fólk úr Reykjavík, eins og það skipti einhverju máli í þessu samhengi.

Við skulum samt vona að hann hafi lært af þessu (the hard way) Ég er þó sammála ykkur Sigríði um að það er ágætt að fá svona mann mitt inn í kjarna stjórnmálanna, því það sýnir hina í sterkara ljósi og hversu óhikað og örugglega þeir ljúga sig út úr aðstæðum sem þessum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 13:34

14 identicon

Jón Gnarr er bara saklaus vitleysingur sem ´vitlausir´ Reykvíkingar kusu yfir sig og verða að lifa við. Hann náði sínu marki, að fá þægilega vel borgaða innivinnu og svíkja öll loforð.

En á valdastóli Islands situr annar vitleysingur hættulegur maður að nafni Össur í gerfi Óla Pramma. Þetta er maður sem hlegið er að í höfuðstöðvum ESB og hæðst af einfeldni hans og heimsku. Sefur fyrir framan alheim á þingi Sameinuðu Þjóðanna í New York. Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann. Jón greyið Gnarr gerir engum mein. En verk þessa Ola Pramma verða ekki afturtekin, takist honum landráðin.

Það er fullkomlega tími til kominn að stöðva þennan mann, áður en verra hlýst af.

Bjorn Emilsson (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 16:49

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þar er ég algjörlega sammála þér Björn það þarf að stoppa þessa vitleysu af áður en við erum svo djúpt í feninu að ekki verði aftur snúið.  Hér þarf virkilega að taka á og stöðva vitleysuna, helst sem allra fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 17:24

16 identicon

Mér fannst færslan langt frá því að vera "illt umtal" um borgarstjóra Reykjavíkur.

Ég var bæði gráti og hlátri nær þegar ég horfði á viðtalið. Með smá samanþjöppun hefði þetta viðtal verið frábært áramótaskautsefni. Ég sé Forsætisráðherrann eða Fjármálaráðherrann m.m. fyrir mér í "hlutverki" Gnarrs í viðtalinu.

Þetta var samt greinilega meint sem alvöru viðtal um alvöruleg vandamál sem snerta íbúa Reykjavíkurborgar og mér fannst Sigmar sýna aðdáunarverða aðlögunarhæfileika sem spyrjandi þáttarins.

Vonandi "reddast" þetta einhvernveginn.              "Guð blessi Ísland"                              

Agla (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 17:54

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Agla.  Já ég segi sama ég bæði hló og grét í einu í þessu viðtali.  Sammála þér með Sigmar hann var hreinlega stórkostlegur í viðtalinu og það sást að hann var snortinn af þessari einlægni og vandræðagangi borgarstjórans.  Sem betur fer sýnist mér að forráðamenn hafi nú hysjað upp um sig brækurnar og ætla að standa sig héðan í frá.  Þá var þetta ef til vill ekki til enskis, þó sendi ég fórnarlömbum hálkunnar mínar bestu batakveðjur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 18:19

18 identicon

mörgum sem ég hef heyrt í fannst Jón komast þokkalega frá þessu en settu aftur á móti spurningarmerki við þátta stjórnandann. Hefði hann tekið Alþingismann í svona viðtal? Höfum við séð fréttamenn almennt ganga á eftir spurningum sínum ef þeir fá ekki svar?    Reyndar finnst mér hallærislegt að tala um Jón sem trúð, ekki síst í því ljósi að á alþingi íslendinga sitja dæmdir menn, fólk sem hefur reynt að komast hjá skattalögum og fólk sem á hefur verið borið fé og engin segir neitt.   Það er víst ábyuggilegt að það er ekki sama Jón og Jón Gnarr.

thin (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 21:46

19 Smámynd: Magnús Jónsson

 Ásthildur:Ekki veit ég hvort ég á að hafa áhyggjur að Borgarstjóranum okkar eða þér, þegar horft er til kastljósþáttarins umrædda, þó Jón Gnarr virðist vera út á þekju smá stund þar, þá ert þú ekki einu sinni á staðnum hvað þá meira, þvælan og ruglið ber þig greinileg ofurliði, og skynsemin virðist yfirgefa þig um stund, það snjóaði óvenju mikið í Reykjavík og var langur kuldakafli í Desember sem hefur sennilega farið framhjá þér, ef miðað er við skrif þín hér að framan, það að moka götur og gangstíga er sennilega eitthvað sem þú átt aldrei eftir að skilja, né haf nokkurra vitglóru um, ef miðað er við skrifin þín hér, pabbi min sagði stundum um fólk af slíkum kalíber, að betra væri að þegja um hve vitlaus maður væri, en að úttala sig og taka af allan vafa, og þú mátt taka það til þín í ummælum þínum, um þá sem hafa staðið að snjómokstri og hálkuvörnum í Reykjavík að undanförnu. 

Magnús Jónsson, 12.1.2012 kl. 23:06

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er gott Thin að mörgum fannst hann komast vel frá þessu þó mér hafi ekki fundist það.  Mér fannst reyndar stjórnandinn taka á honum með silkihönskum.  Þó ég sé sammála þér með að oft megi ganga harðar eftir sumum þeirra sem sitja þarna fyrir svörum.  Ef þér finnst það ljótt af mér að kalla hann trúð, má ég þá benda þér á að í flestum uppákomum klæðir hann sig upp í allskonar skrítinn fatnað, jólaveinabúning þar á meðal.  Hann gengur ekki hefðbundnar leiðir, og svo sem allt í lagi með það.  En það leiðir bara til að fólk fer að fara frjálslegar með nafngiftir, má ég líka benda þér á að hann sagðist vera geimvera.          

Það er enginn að mæla með því að þjófar sleppi við að greiða til baka ránsfeng sinn og fara í fangelsi, það er bara allt annað mál, og kemur Jóni Gnarr eiginlega ekkert við.  Enda er nú sem betur fer verið að reyna að herða að þessum svikurum og tekst vonandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2012 kl. 11:17

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Magnús þú þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af mér þakka þér fyrir.  Ef þú vilt hafa einhverjar aukaáhyggjur skaltu láta Jón Gnarr njóta þeirra.  Ég var ekki í Reykjavik en ég var á Ísafirði og þó það sé smærra í sniður þá er að sama skapi færri starfsmenn þar við mokstur.  Og eg veit allt um mokstur þakka þér fyrir, því minn vinnustaður til 15 ára var í áhaldahúsinu á Ísafirði, þar sem bestu snjómokstursmenn landsins vinna.  Í svona veðrum þá eru ráðnir allir tiltækir gröfumenn í bænum til að koma inn og moka með starfsmönnum áhaldahússins.   Það eru líka strax sandaðar götur, og þeir byrja kl. fimm eða sex á morgnana til að hafa lokið helstu götum og strætóleiðum fyrir átta.  Síðan eru aðrar götur mokaðar. Veturinn hefur verið svipaður hér og fyrir sunnan.  Og ekki bara einu sinni heldur oft og mörgum sinnum á vetrum síðan ég man eftir mér.  Svo vil ég benda þér á að ég vitnaði beint í orð Jóns þegar hann sagði að það þýddi ekki að salta götur í bleytu, það er bara ekki sama upplifun hér því það kemur saltið einmitt að mestum notum í raka.   Það er líka beint eftir honum haft að ekki yrðu götur sandbornar því það þyrfti að sópa hann upp. Og enn er vitnað í þennan sama mann með að þeir hefðu haldið að fólkið þ.e. okkar minnstu bræður og systur HEFÐU VILJAÐ BORGA MEIRA FYRIR MATINN SINN.

Ég veit ekki með þig, en þú ættir ef til vill að lesa yfir aftur það sem ég skrifaði. Svo vil ég spyrja þig; hvað fær borgarstjóri í laun? dugir það ekki til að kynna sér málin og svara ekki svona eins og kjáni. Hann er til og með með aðstoðarborgarstjóra sá fyrsti held ég sem slíkt gerir.

Ég frábið mér svona yfirlýsingar eins og þínar hér að ofan. Og hef sýnt þér fram á að ég hef örugglega meira vit á snjómokstri við erfiðar aðstæður en þú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2012 kl. 11:28

22 Smámynd: Magnús Jónsson

Ásthildur:ææææ ég hef sennilega komið við viðkvæman blett, en skrif þín hér að framan sanna bara það sem ég sagði um faðir minn, þú berð saman Ísafjörð og Reykjavík og sannar þar að þú veist ekkert hvað þú ert að tala um, Ísafjörð má stimpla eins og 13 sinnum ofan á breiðholtshverfið í Reykjavík, og svipað í Grafarvogi, vel að merkja án þess að ná íbúafjölda hvað þá annað, og á Ísafirði geta flestir gengiggið til sinar vinnu á um 20 mín, en í Reykjavík þarf 20 mín á bíl lágmark, ég geri ekki lítið úr þeim sem moka götur Ísafjarðar, en þú móðgar þá sem reina að alda Reykjavík opinni, ég hef unnið í rúm 35 ár við verktöku af mörgatagi svo þú ert byrjandi miðað við mig, en vertu velkomin í hópinn, en móðgaðu okkur ekki sem erum arnarstaðar á landinu en þú.

Magnús Jónsson, 14.1.2012 kl. 02:30

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona að þú sért ekki lesblindur Magnús.  Þú ættir ef til vill að lesa upphaflega textann minn áður en þú ræðst svona fram til að svara.  Málið um snjómokstur kom ekki til fyrr en þú byrjaðir á því. 

Nú er alvaran að renna upp fyrir þeim, og það er erfitt að afsaka síðustu daga það þýðir ekki að reyna að segja fólki að svona sé Ísland, né að það sé ekki sé ekki hægt að sandbera götur af því það þurfi að sópa upp, og að salt dugi ekki í hláku.   Það er ekki einu sinni hægt að fela sig á bak við það að þeir hafi  haldið að andlega fatlað fólk hafi ENDILGA VILJAÐ BORGA matinn sinn, og það meira en borgarstarfsmenn fá matinn sin á. 

Þarna er vitnað beint í orð Jóns Gnarrs sjálfs og ekki orði minnst á snjómokstur.  Þetta síðasta pabbi minn er sterkari en pabbi þinn dæmi er ekki svara vert. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2012 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband