Gott að vita

Að við stjórnvölin eru ennþá nokkrir menn með viti og skilningarvitinn í lagi.  Sammála Ögmundi þetta er endemis rugl og ekki bataði nú um viðtalið við Össur í Kastjósinu í gær.  Ég er farin að halda að hann og Jóhanna telji af ef þau ljúga nógu miklu og nógu ákveðið, þá verði það að sannleika, rétt eins og forsætisráðherra sagði að fólkflutningar til útlanda væru bara rétt eins og í meðalári.  Enda er komið á daginn að margir af þeirra dyggustu stuðningsmönnum eins og Guðmundur Ólafsson hafa yfirgefið sökkvandi fley. 
mbl.is „Liggur á að komast út úr þessu endemis rugli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vanir samingamenn rasa ekki um ráð fram...þá leika þeir af sér. Það ætti fyrrum formaður BSRB að vita...nema honum sé í mun að klúðra þessu ferli...hver veit ?

Jón Ingi Cæsarsson, 22.12.2011 kl. 13:17

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Já fannst merkilegt hvað Guðmundur Ólafsson var harðorður á Bylgjunni um daginn og Gissur Sigurðsson á stundum ekki orð yfir vitleysunni í stjórnvöldum í morgunútvarpi Bylgjunar. Það hefði einhvertíman þótt tíðindi að þessir menn blessuðu ekki vinstristjórn.

Ragnar Gunnlaugsson, 22.12.2011 kl. 13:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón Ingi minn í fyrsta lagi þá er Ögmundur ekki að semja neitt, í annan stað er það alveg hrikaleg staða að hafa enginn samningsmarkmið eða öruggan vilja til að fá sigur.  Össuri hefur meira að segja verið legið á hálsi fyrir að vinna ekki heimavinnuna sína í jólapökkum ESBtrúboðsins með því að gefa eftir í öllu ferli um Velferðarmálin, maður sem ekki hefur tíma eða kunnáttu til að standa í því sem honum var þó trúað fyrir, getur ekki ætlast til þess að hann fái meira á sína könnu.  Þetta er allt saman svo arfa vitlaust að það nær engu tali og misbýður í raun og veru almennri skynsemi fólks. 

Ragnar já ég tek undir það, Guðmundur hefur hingað til verið öflugur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og evrunnar,  nú hefur hann algjörlega snúið við blaðinu enda von, það er alveg takmörk fyrir því hve lengi menn láta misbjóða samvisku sinni og hyggjuviti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2011 kl. 14:01

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 22.12.2011 kl. 16:12

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sælt veri fólkið. Össur talaði líka um hönnunargalla Evrunnar,sem hann vissi frá upphafa um.Manninum ber að segja af sér.Það er ekki hægt að ala þennan ráðherra lengur. Mín vegna mætti hann naga gulrætur með hinum "rabbitunum",um aldur og ævi.

Helga Kristjánsdóttir, 22.12.2011 kl. 20:01

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Gullfiskaminni íslendinga hjálpar þessu fólki - en nú er vitleisan komin á hæsta stig- er ekki hægt að frelsa þjóðina frá bráðri tortímingu ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.12.2011 kl. 23:19

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég spyr mig líka þessarar spurningar Erla mín. 

Já Helga mín, maðurinn er bara bullandi vanhæfur það er málið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.12.2011 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband