Sjónvarpsleikritið: Trúðurinn og væmni spyrjandinn

Þegar stjórnmálamenn og fyrirmenn Íslands finna að almenningshugsunin er ekki alveg þeim í hag, fá þeir það sem kallast drottningarviðtal í sjónvarpi allra landsmanna.  Til þess er sérstakur þáttur sem kallast Kastljós.  Þar er auðvitað ýmislegt annað á dagskrá, sumt afar forvitnilegt, en svo inn á milli sem sagt þá fá þarna inni stóru karlarnir sem þurfa að réttlæta sig fyrir þjóðinni.

Einn slíkur þáttur var í kvöld.  Þar var stórhöfðinginn sem þjóðin hefur haft miklar efasemdir um að geti sinnt einu allra nauðsynlegasta málefni dagsins en það er einmitt vörn okkar í ESA dómsmáli um Icesave. 
Þarna var greinilega stórleikari á ferð, hann notaði allt sem hann átti til, til að sannfæra okkur um ágæti sitt og sinnar stjórnar, og blessaður spyrillinn brosti og nikkaði og gætti þess að reka nú ekki manninn á gat, vegna þess að það hentar auðvitað ekki í íslenskum fjölmiðlum, svo sem eins og að segja honum að þetta væru ekki aðildarviðræður heldur aðlögunarviðræður.  Sem hann veit greinilega ekki. Eins og að láta hann telja sér trú um að meirihluti þjóðarinnar væri meðmæltur ESB inngöngu og meira að segja allir flokkarnir á alþingi væru líka í hjarta sínu meðmæltir inngöngu.  Hann væri því bara að sinna því góða starfi að koma okkur þangað inn.  Allt í gúddí.

Einhver efabroddur er nú í honum blessuðum því annars hefði hann ekki þurft á þessu drottningarviðtali að halda. 

Hann upplýsti okkur líka um að til þess að hann yrði að víkja sæti með að vera í forsvari fyrir þessu dómsmáli hefði þurft að breyta lögum og ég veit ekki hvað og hvað.

Samt rámar mig nú innst inni í einhvern úrskurð um umhverfismál, sem Siv þurfti að víkja sæti, af því að hún hafði óvart tjáð sig um málið opinberlega, sem gerði Það að verkum að hún varð að víkja sæti.  Og gott ef það er eina málið af þessu tagi???

Í þessu dæmi hefur öll ríkisstjórnin tjáð sig um Icesavemálið eins og við vitum og tekið afstöðu með Icesave, og ætti þar af leiðandi ef þessi dæmi eru tekinn að vera algjörlega óhæf til að hafa yfirstjórn á málinu. 

Ég tel að það hljóti einhversstaðar að verða kippt í spotta og þetta stoppað af, því Guð einn veit að ég treyst ekki þessum manni og það ENGAN VEGINN til að vinna að málinum af heilindum, hvað sem hann segir í svona leikþætti, þá blasa við allar staðreyndir um að hann er vanhæfur sökum fyrri afskipta af því auk þess að vera á kafi í innlimunarferli við ESB.

Það er ekki nóg að vera góður kall, og heldur ekki nóg að hann heldur sjálfur að hann geti allt, og jafnvel þó að okkar skeikuli forsætisráðherra telji hann best til þessa fallinn, þá er það einfaldlega bara alls ekki nóg. Þetta hlýtur að vera hingað og ekki lengra please. 

 


mbl.is Atkvæði greidd eftir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Össur er bæði skemmtilegur og góður drengur.

Þó að hann hafi ekki hundsvit á stjórnmálum enda glámskyggn eins og þurs á því sviði.

Ég gat því ekki annað en vorkennt aumingja stráknum í kvöld.

Hann hefur aldrei verið eins aumur og náði ekki einu sinni að vera skemmtilegur.

Svo rassskellti Þóra hann aftur, og aftur, án þess raunar að ætla það.

Sessunautar mínir í stofunni, sem alls engan áhuga hafa á stjórnmálum,

sögðust sjaldan hafa séð vesælli stjórnmálamann.

Ekki veit ég það.

En hitt að enginn stjórnmálamaður hefur haft verri málsstað í Íslandssögunni.

Blekkingar, svik, landráð og lygi um icesave, evru og ESB.

Að Össur kunni að skammast sín, þrátt fyrir allt???

Viggó Jörgensson, 21.12.2011 kl. 21:40

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nú erum við í vondum málum Ásthildur Cesil allt vínið búið og vitið líka. 

Spyrillin var eins og grátkerling frá Norður Kóreu að vanda sig við að styggja ekki valdhafana.    

Hrólfur Þ Hraundal, 21.12.2011 kl. 22:28

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Nú verð ég að vera orðljótur. þvílíkur djöfulsins Trúður er vart meira til en Össur Skarphéðinsson Lanráðamaður. þvílíkt bull sem hann bar á borð fyrir Landsmenn í Kastljósi í kvöld er ekki frá manni með fullu viti..

Vilhjálmur Stefánsson, 21.12.2011 kl. 23:06

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já drengir nú er það svart maður allt orðið hvítt eins og kerlinginn sagði.  En vonandi hafa fleiri séð í gegnum trúðsháttinn og málskrúðið og getuleysi spyrilsins.  Þetta var í raun og veru frekar sorglegt viðtal málþrota manns svei mér þá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2011 kl. 23:26

5 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta var aumasta leikrit sem ég hef séð. Það er greinilegt að maðurinn kann ekki að skammast sín. Bara skoffín!!

Þórarinn Baldursson, 22.12.2011 kl. 00:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú það sorglega við þetta allt saman að stjórnvöld gera sér enga grein fyrir vanhæfi sínu í þessu máli né öðrum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2011 kl. 01:23

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Blessunin hún þóra frænka mín var ekki upp á marga fiskana í Kasljósi Kvöldsins.Hún er nú bróðidóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar og ætti nú ekki að gerast ættarskömm með því að vera með smjaðurshátt við Hirðfíflið. Við tölum Íslenku tæpitungulaust í Ættinni hún á að vita það.....

Vilhjálmur Stefánsson, 22.12.2011 kl. 01:42

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér er um og ó, hann Össur sagði að meirihluti þjóðarinnar væri fylgjandi innlimun í ESB.  Hann sagði það að vísu hikandi, en sagði það samt...  Það hafa allar skoðanakannanir sýnt að meirihluti er á móti ESB innlimun....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.12.2011 kl. 03:40

9 identicon

Þið verðið að athuga það að Össur fær trú á stokk og steina með blóðinu; Sjáið td bróður hans, hann er með drauga og geimveruskóla, trúir öllu yfirnátturulegur rugli algerlega án sannana; Sér geimverur í hverju horni.

Auðvitað á Össur að hætta að kvelja þjóðina.. og fara í hopp og skopp skóla bróður síns, þar er hann best geymdur.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 10:31

10 identicon

Aðilar þessarar ríkisstjórnar sem og Alþingis gerast enn og aftur sekir um að neita að horfast í augu við siðferðilegar staðreyndir.

Sem fær mig til þess að efast um að siðferði sé til yfir höfuð í Íslenskri pólitík.

Allavega, getur ráðherra eða þá ríkisstjórn, sem þáði miljónir í mútur frá Landsbankanum (Icesafe höfuðpaurunum) verið sannfærandi eða óhlutdræg í meðferð sinni um málið. Og þá í málarekstri sem skifta sköpum fyrir land og þjóð?

Listin hér neðan er eingöngu frá K.B. og Landsb. Skilanefnd Glitnis, svaraði aldrei Ransóknarnefnd Alþingis. Auk þess eru styrkir þarna eingöngu 200.000 og meira. Fyrir einar kosningar.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir: Landsbanki 3.500.000 Alls 3.500.000.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Kaupþing 1.500.000 Landsbanki 1.500.000 Alls 3.000.000.

Guðlaugur Þór Þórðarson: Kaupþing 1.000.000 Landsbanki 1.500.000 Alls 2.500.000.

Kristján Möller: Kaupþing 1.000.000 Landsbanki 500.000 Alls 1.500.000.

Össur Skarphéðinsson: Landsbanki 1.500.000 Alls 1.500.000.

Björgvin G. Sigurðsson: Kaupþing 100.000 Landsbanki 1.000.000 Alls 1.100.000.

Guðbjartur Hannesson: Landsbanki 1.000.000 Alls 1.000.000.

Helgi Hjörvar: Kaupþing 400.000 Landsbanki 400.000 Alls 800.000.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir: Kaupþing 250.000 Landsbanki 300.000 Alls 550.000.

Ragnheiður Elín Árnadóttir: Kaupþing 250.000 Landsbanki 300.000 Alls 550.000.

Árni Páll Árnason: Landsbanki 300.000 Alls 300.000.

Jóhanna Sigurðardóttir: Landsbanki 200.000 Alls 200.000.

Katrín Júlíusdóttir: Landsbanki 200.000 Alls 200.000.

Styrkir til Samfylkingarinnar 2007:

* Actavis hf. 3.000.000

* Baugur Group hf. 3.000.000

* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000

* Eimskipafélag Íslands 1.000.000

* Exista ehf. 3.000.000

* Eykt ehf. 1.000.000

* FL-Group hf. 3.000.000

* Glitnir 3.500.000

* Kaupþing 5.000.000

* Ker hf. 3.000.000

* Landsbanki Íslands 4.000.000

* Milestone 1.500.000

* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000

* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000

* Teymi ehf. 1.500.000

Getur stjórnmálaflokkur sem á að mestum hluta sitt lifibrauð og á svo mikið undir fólkinu sem t.d. stofnaði Icesafe, og restinni af banksteronum.

Nokkurntíma réttlætt aðkomu sína að Icesafe samningum?

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 10:38

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Linkind Þóru var hneyksli.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.12.2011 kl. 10:48

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vilhjálmur já ég veit það einmitt.  Hún olli mér vonbrigðum.  Þetta smjaður var ótrúlegt, svona fólk á ekki að vera spyrlar þar sem þarf að taka málin föstum tökum. 

Það er von Kolbrún, það liggur við að maður gefist upp við svona fjandans þráhyggju, sem ekkert veit eða skilur nema það hljómi við innstu óskir viðkomandi.  Þetta er annað hvort orðin trúarbrögð hjá honum, eða hann hefur selt sál sína til Brussel.

Doctor það er svo sem ekkert að því að trúa á stokka og steina, ef það er ekki maður sem hefur fjöregg þjóðar í hendi sér.  Þess vegna get ég fallist á að hann væri betur komin í geimveru og skrímslaveröld bróður síns, og ekki gleyma músavinafélaginu.

Þakka þér þessa upptalningu Arnór, þessi list ætti að hanga uppi í hverjum samkomustað okkar til að minna okkur á mútuþegana á alþingi.

Já Heimir ég á ekki orð yfir þessum sleikjulátum.  Var að bera saman spyrlana í "Hard talk" þeir hefðu rúllað yfir hann aldeilis. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2011 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband