21.12.2011 | 16:38
Ævintýrin mín.
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=172139
Þetta byrjaði allt saman árið 2007 þá datt mér í hug að semja sögur fyrir barnabörnin, ég skrifaði smásögur fyrir hvert og eitt þeirra, þar sem þau voru í aðalhlutverki, þetta varð svo vinsælt meðal barnanna að ég ákvað að halda þessu áfram. 2008 kom svo ævintýri loðfílsunganna.
Það er saga um tvo klónaða loðfílsunga sem þarf að senda á afvikin stað, því óvinveittar verur reyna að finna þá til að eyða þeim.
Ævintýrið um loðfílsungana.
Það ríkti gleði í rússnesku tilraunastöðinni, þau lyftu kampavínsglösum og svo var slakað á eftir margra mánaða vinnu, sem núna var að bera árangur. Þeim hafði tekist að klóna tvo loðfílsunga. Þeir höfðu fæðst fyrir klukkutíma síðan, þeir voru litlir, en heilbrigðir.
Þetta eru kú og tarfur, sagði Dimitris glaður. Er það ekki yndislegt.
Jú sagði Ivanova, lágvaxin brúnhærð og glaðleg kona, en hvað þeir eru fallegir litlu skinnin.
Alexandrovich stormaði inn í tilraunastofuna, hann gaf ungunum engan gaum en snéri sér beint að Dimitris, við verðum að koma ungunum burtu, sagði hann.
Hvað er að gerast? Spurði Dimitris.
Jú! Sagði Alexandrovich, þeir eru að leita að ungunum, þeir hafa brotist inn í nokkrar tilraunastofur hér í Síberíu, þeir eru greinilega að leita að ungunum.
Þeir hverjir? Spurði Ivanova.
Einhverjir sem vilja annað hvort ná þeim eða drepa, svaraði Alexandrovich.
En hvernig gátu þeir vitað að þeir væru fæddir? spurði Ivanova óttaslegin. Þetta er alveg hræðilegt.
Ég veit það ekki, sagði Alexandrovich, en það er ekki um annað að ræða en að koma þeim í öruggt skjól. Svo þeir finnist ekki.
En spurningin er hvert? Sagði Dimitris.
Ég hef verið að skoða málið, sagði Alexandrovich, það er einn staður sem kemur til greina. Hann er á lítilli eyju,
langt út í Atlandshafi. Ég hef látið kanna þar ýmsa staði, og held að ég hafi fundið einn, sem dugar okkur.
Eyja? Ivanova hrukkaði ennið, hvernig komum við þeim þangað?
Það má engan tíma missa, sagði Alexandrovich, ég legg til að við svæfum dýrin, komum þeim í kassa, og fljúgum svo með þau á þennan afskekkta stað.
En þeir eru svo litlir og umkomulausir, mótmælti Ivanova.
Já ég veit, sagði Alexadrovich, en við getum ekki tekið áhættu á því að þeir finnist.
Ég veit, sagði Ivanova. Henni var nú þegar farið að þykja vænt um þessi litlu kríli.
Það er sem betur fer dýralæknir þarna á staðnum sagði Alexandrovich, ég ætla að fá hana til að annast ungana. Það eru reyndar tveir dýralæknar staddir á svæðinu, bætti hann við, ein sem er að læra, hún er á fjórða ári, og ansi dugleg.
En má ég ekki fara með og gæta þeirra? Spurði Ivanova.
Nei alls ekki, sagði Alexandrovich hörkulega. Þú mátt ekki einu sinni vita hvar þeir eru niðurkomnir, ef þú skyldir sjálf lenda í höndunum á þessum óvættum.
Ivanonva varð náföl. Allt í lagi sagði hún svo, ég skal undirbúa þá undir flutningin. Augu hennar voru tárvot.
Ef við ráðum niðurlögum óvættanna, sagði Alexandrovich, lofa ég því að þú færð að annast ungana. Það gerir enginn betur en þú.
Takk! Sagði Ivanova hljóðlega. Hún fór að undirbúa litlu krílin undir flutningin.
Dimitris hafði strax farið af stað að útvega kassa, sem hægt var að setja krílin ofan í.
Meðan Ivanova beið þess að deyfilyfið virkaði á ungana, Þau bjuggu svo til rúm í kössunum. Hún vafði mjúku teppi utan svo um þá. Ég sé ykkur seinna, hvíslaði hún og kyssti þá báða, og þvínæst settu þau ungana varlega ofan í kassana og lokin yfir, hún gætti þess að þeir lægju þægilega, og að göt sem voru á kössunum væru örugglega opin.
Saga nr. 2 frá 2009 heitir; Ævintýri í Huldulandi.
Þar gerist það að illar verur illfygli reyna að leggja undir sig Hulduland, og þá verður að grípa inní.
Illfyglin.
Eftir því sem börnin komust lengra inn í skóginn, sáu þau meiri merki eftir illfyglin. Það voru rjóður hér og þar sem voru nánast engar plöntur eftir á lífi. Annarsstaðar héngu þær niður eða voru fölar og veiklulegar.
Æ hvað þetta er ljótt að sjá, sagði Júlíana. Aumingja plönturnar.
Hvernig ætli það sé ef þeir eru með fanga? Spurði Daníel, ætli þeim líði ekki illa.
Ég vona að amma sé ekki fangi þeirra, sagði Úlfur, ég held samt að hún sé ekki svona viðkvæm eins og plönturnar, eða jafnvel Álfadrottningin.
Það er af því að hún er mennsklingur sagði Júlíana og brosti.
Já og við erum líka mennsklingar sagði Kristján.
Ættum við ekki að bæta aðeins á okkur blómum, spurði Daníel. Þessar lykta vel, hann sleit upp nokkur blóm.
Daníel þó! hrópaði Júlíana, þú ert jafnslæmur og illfyglin.
Uss ekki svona hátt sagði Úlfur. Við verðum að gæta okkar vel.
Ég held að það séu einhverjir af þessum verum að koma, sagði Kristján. Og mikið rétt, þau heyrðu eða fundu að smáhópur illfygla kom í humáttina til þeirra.
Hvað gerum við nú, Júlíana var óttasleginn.
Við verðum að skríða inn í runna eða holu, svaraði Úlfur strax. Komum hingað, hér er stór runni sem við getum farið á bak við. Þau skriðu undir runnann rétt áður en verurnar birtust. Þau þorðu varla að anda. Ein veran fór að blómunum þar sem Daníel hafði slitið upp nokku blóm. Hann þefaði út í loftið og þeir skimuðu allt í kring um sig. Krakkarnir héldu niður í sér andanum af skelfingu. Svo snéru þær sér í átt að runnanum, og byrjuðu að síga í áttina að þeim. Þeir voru ljótir þessir karlar. Svartir, horaðir og með langa fingur og klær. Augun voru langt inn í höfðinu, og það var rauður glampi í þeim. Krakkarnir voru viss um að nú myndu illfyglin finna þau, og hvað myndi þá gerast? Þau gátu bara reynt að þrýsta sér lengra niður í svörðinn og vona að eitthvað kraftaverk bjargaði þeim. Þegar allt virtist vonlaust kom skrýtin karl skyndilega fram úr þykkninu, hann var á einkennilegu hjóli, sem var bara eitt hjól með petulum. Hann hjólaði skrykkjótt og gólaði eitthvað lag. Hann var næstum búinn að keyra á illfyglin. Þeir hrukku til, litu á hann illu auga, og forðuðu sér frá honum. Þeir hættu samt við að leita meira eftir blómaslítaranum og héldu áfram. Léttir krakkana var ótrúlegur. Þau lágu heillengi inn í runnanum og þorðu ekki út. Loks sáu þau að karlinn var þarna ennþá. Ykkur er óhætt að koma út, sagði hann. Þeir eru farnir.
Takk fyrir að hjálpa okkur, sögðu þau þakklát
Skrítin karl á hjóli.
Þriðja bókin heitir: Gaggalaggáland. Sú saga er að sumu leyti sönn, því eitt barnabarnið mitt Evíta Cesil hitti þessar verur í raun og veru niður í Samkaup og lék sér líka við þau heima hjá sér. Nöfnin eru frá henni, en hún var 4 ára þegar þetta átti sér stað.
Gamli vitringurinn.
Fundur hjá Göggum..
Það stóð yfir fundur hjá yfirráði Gaggalaggálands, Moireen yfirráðsstjóri var áhyggjufullur á svip.
-Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær Naggarnir komast gegnum girðinguna, sagði hann daufur í dálkinn.
- Það yrði bókstaflega hræðilegt stundi yngsti gagginn í ráðinu Tumamóri.
- Við höfum sett varðmenn við alla girðinguna, sagði herráðsforinginn Borumóri.
-Hvað er til ráða? Spurði gamall Gaggalaggi með sítt hvítt hár og skegg langt niður á maga. Hann var elstur þeirra í ráðinu og var einnig einn af vitringunum sem voru æðsta ráð Gagganna. Þeir voru sjö þessir vitringar og komu saman ef eitthvað verulega hættulegt var á ferðum.
-Ég held að við verðum að leita okkur hjálpar, sagði Borumóri, spurningin er bara hvert?
-Við verðum að leita til mannanna" sagði gamli vitringurinn og lagði áherslu á orð sín.
-Mannanna? Hrópuðu hinir ? Hverjir eru það? 7
-Það er kynstofn ekki langt héðan, sagði sá gamli. Ekki ólíkir okkur í útliti en um það bil helmingi hærri.
-Hvaðan veistu um þessa Menn? Spurði Moireen æðstiráðgjafi undrandi.
-Það er eitt af okkar hlutverkum vitringanna, að kanna það sem umhverfis okkur er, sagði vitringurinn rólega, og reyna að komast að því hvort þeir sem þar eru séu vinveittir eða ekki.-Hvernig farið þið að því? Spurði Tumamóri.
-Ég má ekki ræða um það sem við aðhöfumst, sagði Vitri gamli, en nú er neyðarstund runnin upp, svo við verðum að treysta á hjálp frá þessum verum.
-Eru þeir þá vinveittir okkur? Spurði Moireen.
-Í rauninni ekki, sagði Vitri.
-Hvað meinarður? Spurði Borumóri og starði á gamla vitringinn.
-Ég meina að þeir eru í besta falli varasamir og ekki sama hvert við leitum hjálpar hjá þeim.
-Hvað leggurðu til? Spurði Moireen.
-Við höfum rætt þetta innan vitringahópsins og við teljum rétt að senda börn frá okkur til að hitta börn þeirra.
-Börn til að hitta börn? Át Moireen upp eftir honum.
-já, svaraði Vitri, börn til að hitta börn. Þetta er á engan hátt auðvelt að eiga við. Við erum sjálfir afar lítið gefnir fyrir að eiga í stríði við aðra, en eitthvað þarf að gera þegar sjálfstæði okkar er í húfi.
-já ég er sammála því sagði Moiree, en hvar koma börnin inn í þetta mál?
-við höfum farið yfir málin í öldungaráðinu, og skoðað ýmsa möguleika, Vitri var yfirvegaður, en alveg ákveðin. Börn eru yfirleitt miklu hæfari til að þekkja leiðir til að standa saman um málefni. Þau eru fordómalaus og opin fyrir nýjum leiðum. Þannig er það bara, svo við munum verða miklu betur sett með að leita til mannabarnanna en fara á einhverja ráðstefnur eða semja við fullorðna fólkið, sérstaklega þá sem hafa völdin og geta ráðið því sem þeir vilja. Þeir myndu strax setja sig í stellingar til að skoða hverjir við erum, fyrir hvað við stöndum og hvort við séum hugsanlega ógn við tilveru þeirra. Ekkert slíkt gerist með börn, þau byrja bara á höfuðatriðunum; getum við gert eitthvað til að hjálpa. Svo bætti hann við.
Þetta eru valdir kaflar úr fyrstu sögunum.Sú fjórða er leyndarmál fram yfir jólin því það verður jólagjöfin mín í ár til þeirra og ég veit að þau eru spennt að fá að lesa hana. Ég fæ alltaf símtöl um hádegisbilið á aðfangadag, amma má ég opna pakkann þinn núna. Og það er mín besta jólagjöf.
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.