Aðventa og börn.

Ég sit hér í rólegheitum, er að gæta barnanna, foreldrarnir fóru út að skemmta sér.  Það er orðið langt síðan þau hafa notið þess að vera bara tvö, svo það var alveg upplagt að bregða sér af bæ, út að borða og svo á tónleika, já þau eru nefnilega á tónleikur niður í Vín í Gasometer og hljómsveitin er ekki af verri endanum, Smashing pumpkin er að spila. Uppáhaldshljómsveit húsbóndans, svo frúin ákvað að gefa honum þessa tónleika í jólagjöf vel til fundið.

En kvöldið er búið að vera frábært hjá mér, við að dúlla við þau þrjú, stelpurnar mínar og prinsinn.  Nýt þess í botn.

Í dag fórum við inn í Mattersburgh í verslanir, þar er búið að skreyta allan bæinn, líka hér í Forschteinsein, og hér í götunni koma upp á hverjum degi nýjar skreytingar, í dag bættist við dádýr með sleða hér neðar í götunni.  Við Hanna Sól vorum að skoða þegar ég sótti hana í skólann í dag.

En nú eru allir komnir á sinn stað, hundurinn, kettirnir, börnin og ég sit hér og nýt mín í botn. 

IMG_0534

Hér er ég í hárgeiðslu hjá fröken Ásthildi Cesil.

IMG_0537

Það er nú ekki slæmt að lenda hjá henni í hárgreiðslu.

IMG_0538

Svo ákáðum við að baka pizzu, og þá er nú ekki amalegt að hafa tvo hjálparkokka sem eru þvílíkt duglegar.

IMG_0542

Meðan degið var að hefa sig, var tekið við að passa litla bróður.

IMG_0545

Hanna Sól er dugleg við að hjálpa mömmu sinni með hann.

IMG_0550

Á meðan setur Ásthildur ofan á pizzurna.

IMG_0557

Þetta svakalega fallega teppi fékk pilturinn frá ömmu og afa á Hellu, hann er svo ánægður með það.

IMG_0565

Og sefur vært undir værðarvoðinni hennar ömmu sín.

IMG_0568

Hann er svo fallegur drengur, og duglegur, hann er farin að drekka aðeins úr pela, þegar mamma þarf að bregða sér frá, þá mjólkar hún sig, og hann drekkur mjólkina úr pela.

IMG_0582

Púma og Lilly liggja fyrir framan ofninn og njóta sín í botn.

IMG_0587

Og svo þurfti auðvitað að gera aðventukrans, það þurfti ekki langt að fara til að sækja syprisinn, hann er bara úti í garði og nóg af honum.

IMG_0589

Þær skemmtu sér allar jafnvel stelpurnar mínar við að gera kransinn. LoL

IMG_0596

Og smátt og smátt kom falleg mynd á hann.

IMG_0598

Hann er voða fallegur.

IMG_0601

Og allir ánægðir.Heart

IMG_0611

Kisunum fannst þær líka eiga í honum, af því að það var notaður kattasandur undir kertinn LoL

Hér er Carlos og vill komast inn úr vetrargarðinum.

IMG_0707

Litli bróður er samt það besta sem til er í  fljölskyldunni.

IMG_0713

Og þær eru báðar jafn hrifnar af honum.

IMG_0716

Enda flott fyrir hann að eiga tvær svona flottar og duglegar stórusystur.

IMG_0719

Hann er farin að fylgjast vel með og finnst gott að láta syngja fyrir sig.

IMG_0759

Hér er verið að dúlla sér hver með sitt.

IMG_0762

Búið að kveikja á fyrsta kertinu.

IMG_0769

Já jólin færast sífellt nær okkur.

 

IMG_0770

Og jólin eru jú allra, fyrstu jólin voru haldinn að heiðnum sið, og svo smámsaman tekin með inn í kristnina, vegna þess að hefðin var rík.  Eitthvað hefur þetta líka breyst, en Leppalúði, Grýla og jólasveinarnir íslensku, svo ekki sé talað um jólaköttin bjarga því sem bjargað verður LoL

Og nú er búið að opna fyrsta dag í jóladagatalinu.

IMG_0778

En við heilsum héðan úr góða veðrinu í Forschenstein. 

IMG_0780

Lífið er yndislegt.  Og það gefur manni svo mikið að vera innan um þessa litlu fjörkálfa, sem elska mann takmarkalaust.  Heart

Segi svo bara eigið góða nótt elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásthildur Cesil!

Takk fyrir þessar yndislegu myndir.

Þær minna mig á það að einu sinni

var ég barn, og síðan var ég mamma.

með sams konar minningar.

Jólin koma!

Þrátt fyrir að margir reyni að gera lítið úr þeim.

Vesalings barnabörnin okkar, fá ekki að hafa sína

barnatrú. Hún hefur ekki skaðað mig í 70 ár.

kveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 21:33

2 identicon

Augljóslega nýtur þú þess fram í fingurgóma að "ammast" með þeim, enda fátt yndislegra en að njóta með saklausum börnum . Jólin koma og undirbúningurinn er ekki minnsti hlutinn og fáir njóta hans betur en börnin og gleði þeirra er svo gefandi .

Dísa (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 21:41

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábærar myndir af fjölskyldunni þinni í útlöndum... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2011 kl. 23:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Fyrir innlitið Jóhanna mín.  Börnin eiga að fá að njóta jólanna og umstangsins í kring  um þau.  Jólaljósin, sögurnar og allt heila, en þetta eru jú bara sögur og ævintýri sem tilheyra þessum árstíma. 

Jamm Dísa mín ég nýt þess í botn. Þau eru líka svo frábær þessi börn öll sem eitt.  Svo sannarlega elska börn þennan tíma, nú rjúka þær framúr á morgnana til að opna dagatalið  og svo eftir þann 11 þá fer skórinn út í glugga og þá er ennþá meiri spenna.  Jólasveinarnir synir Grýlu og Leppalúða eru nefnilega þrettán og hin mestu skaðræði.

Takk Jóna Kolbrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2011 kl. 09:07

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir, mig langar eiginlega að faðma ykkur að mér  svo dásamlegt að skoða lífið ykkar.  Knúsaðu börnin frá mér og dýrin líka, mér finnst allir lifa svo innilega í kringum þig.  Hvenær kemurðu heim?  kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2011 kl. 11:29

6 identicon

Sæl Ásthildur.

Mikið ertu rík.

Þetta er mikill myndarhópur -.

Og sá litli er algjör sjarmör.

Kveðja,

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 15:16

7 Smámynd: Dagný

Yndislegar myndir. Takk fyrir að lofa okkur að njóta fjölskyldulífsins með þér

Dagný, 2.12.2011 kl. 17:40

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skal skila því Ásdís mín, ég kem heim þann 8. des.

Takk Ingibjörg mín.

Mín er ánægjan Dagný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2011 kl. 19:43

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Íhugull sá litli.... ♥

Yndislegar myndir.

Hrönn Sigurðardóttir, 2.12.2011 kl. 21:20

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín, já hann er að þroskast mikið þessa dagana drengurinn.búin að þyngjast heil ósköp, enda duglegur að drekka og næra sig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2011 kl. 23:18

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka góða myndasýningu!!! þu lostnar við kuldan okkar, en kemur í hann ( des.og það spáð því áfram,enda vön7Kveðja

Haraldur Haraldsson, 3.12.2011 kl. 00:49

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þarf að renna 3svar yfir til að draga góðu tilfinningarnar upp. Var að enda við frekjublogg  rétt áðan v/ esb,en það er gott að sjá yndislegu börnin,er nema von að maður byrsti sig í eilífðar argaþrasi við stuðningslið stjórnarinnar. Það fauk í mig v/ virðisaukalausra styrkja frá €inu til áróðurs, þetta er siðlaust en þeim er sama,komast upp með allt. Jæja skal vera stillt,er ég sendi þér innilegar hamingjuóskir með fjölskilduna,sem ég vona að komi heim ehv.tíma og taki til hendinni.

Helga Kristjánsdóttir, 3.12.2011 kl. 01:16

13 Smámynd: Jens Guð

  Skemmtilegar fjölskyldumyndirnar.  Og þetta er rétti tíminn til að fara á hljómleika með Smashing Pumpkins.  Þau eiga eitt jólalegasta jólalag rokkdeildarinnar,  Christmastime.  Það setur fólk í jólagírinn.  Þau hafa klárlega skemmt sér vel.

Jens Guð, 3.12.2011 kl. 01:55

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Haraldur minn, ég fæ víst minn skerf af kuldanum þegar ég kem heim.

Mikið rétt Helga mín, við verðum að berjast fyrir börnin okkar og barnabörnin. 

Takk fyrir innlitið Jens minn, já þau tóku einmitt Christmastime.  Þau voru alsæl með tónleikana og bara að komast aðeins frá börnum og búi í smárómans, það er hverjum og einum nauðsynlegt svona á nokkura ára fresti allavega.   Bara svo notalegt að geta boðið þeim upp á smá frí og dúlla mér með börnin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2011 kl. 10:35

15 Smámynd: Kidda

Það er svo yndislegt að skoða myndirnar og ég er orðin svo ástfangin af Jóni Ella Bára verður að vera duglega að senda myndir af honum og systrunum eftir að þú ert komin heim Mikið vildi ég að synir mínir færu að ná sér í konur og koma með eins og eitt ömmubarn. En ég verð að láta mér nægja að eiga pínu í þínum ömmubörnum þangað til.

Risaknús til allra í Austurríki og extra knús til Jóns Ella

Kidda, 3.12.2011 kl. 11:26

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skila því Kidda mín, og víst máttu eiga í þeim með mér ljúfan mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2011 kl. 17:50

17 Smámynd: Ragnheiður

Yndislegar myndir mín kæra og minna mig á að einu sinni átti ég gleðina en henni týndi ég samt. Óskaplega er gaman að fá að fylgjast með þeim telpunum og núna fínum bróður. Þessar telpur eiga taug í hjarta hvers einasta bloggvinar þíns

Ragnheiður , 3.12.2011 kl. 18:51

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Ragnheiður mín.  Við verðum að varðveita gleðina, þó við höfum misst mín kæra.  Drengirnir okkar fylgjast með og vita að við söknum þeirra, en lífið heldur áfram.  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2011 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband