29.11.2011 | 13:37
Leiðtogi þarf að vera framsýnn réttlátur og hafa jafnaðargeð.
Það er augljóst að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna (hef ekki geð í mér til að tala um ríkisstjórn Íslands) er á tæpasta vaði þessa dagana. Rétt eins og Evrópusambandið, þar rembist Merkel við að staga og bæta einn dag í einu, meðan Jóhanna reynir að staga og bæta ríkisstjórnina. Málið ætti samt að vera auðveldara fyrir Jóhönnu ef hún væri ekki svona einstrengingsleg og vanhæf til að skynja sinn tíma.
Ég held nefnilega að þarna hitti Björn Bjarnason naglann beint á höfuðið þegar hann segir að það sé verið að koma Jóní Bjarnasyni út úr stjórnarráðinu á fölskum forsendum. Það sé vegna ESB en ekki sjávarútvegsmálsins, því eins og við höfum marg upplifað þá hefur einmitt Jóhanna, Steingrímur og Össur verið á þeysireið í leyndum erindagjörðum án þess að láta kóng eða prest vita. Man til dæmis eftir allavega einu Icesave dæmi þar sem enginn mátti fá að sjá samninginn, en þingmenn áttu samt að kjósa um hann. Þetta er auðvitað ekki boðlegt eftir reglum Jóhönnu. Flipp Steingríms með Spkef og fleiri dæmi eru um svona leyndó sem ekki má ræða.
Björn segir að Steingrímur þori ekki að beina spjótunum í rétta átt, þ.e. þjónkun hans við Jóhönnu um meintan þvæling Jóns á móti ESB, út af sinni grasrót, svo þess vegna sé þessi ástæða tekinn þ.e. sjávarútvegsmálinn. En ég aftur á móti er orðin nokkuð viss um að það er lítið eftir af sómakæru fólki í grasrót VG. Fólk sem svo gjörsamlega svíkur allt sem það hefur lofað út á væntanleg atkvæði, á ekki skilið að fá að vera áfram. Og svo þar á ofan á að bola burtu eina manninum sem haldið hefur loforðum sínum í heiðri. Hversu lágt er hægt að lúta í þjónkun sinni við valdastóla?
Ég segi nú bara fyrir mig að nú undanfarna mánuði hefur alltaf komið betur og betur í ljós skapgerð og lund þess fólks sem leiðir landið illu heilli.
Og í dag getum við séð hvernig hatrið og illgirnin smitar út frá sér frá aðalhausunum Jóhönnu og Steingrími út í geltandi hjú þeirra. Sem hafa fengið skotleyfi á þá sem reyna að vinna í trausti þjóðarinnar. Fyrst voru það Lilja og Atli sem urðu fyrir þessu einelti og skítkasti, svo Ögmundur og núna Jón, en Jón er nefnilega skeinuhættastur vegna sinnar staðföstu mótspyrnu við að láta innlima Ísland í ESB. Þess vegna þarf að losna við hann hvað sem tautar og raular. Og nú þykjast þau skötuhjú hafa fundið leiðina til að koma honum burtu.
Því miður fyrir þau hefur Ögmundur lýst yfir stuðningi við Jón. En sjálfsagt bíður Guðmundur Steingrímsson á hliðarlínunni tilbúinn til að bakka upp þessa óvinsælustu ríkisstjórn í langan tíma og er þá af miklu að taka.
Ef sá maður hefi snefil af framsýni myndi hann vita að þar með gæti hann afskrifað nýtt framboð. Það myndi enginn líta við slíkum manni eftir að hann stykki um borð í hriplekan dall bara til að upphefja sjálfan sig.
En svo er það þetta með Ögmund, hvað myndi hann gera ef þau útskúfuðu Jóni? það þarf nefnilega ekki nema einn mann til að steypa ríkisstjórninni.
Aleg er ég viss um að nú er baktjaldamakkið á fullu, skíturinn upp um alla veggi og lykin þvílík að enginn almennilegur maður kemst þar nálægt án þess að þurfa súrefnisgrímu.
Og þetta eiga að heita ráðamenn þjóðarinnar. Leiðtogar þurfa að hafa ákveðin einkenni, sterkast þeirra er jafnaðargeð og yfirsýn þannig að þeir geti litið yfir sviðið og fengið það besta út úr hverjum og einum. Ef slíkir detta ofan í hefndargírinn og láta kné fylgja kviði, þá er úti um leiðtoghæfileikana. Fólk lætur ekki endalaust bjóða sér hvað sem er.
Ég segi fyrir mig ég er búin að fá algjört ógeð á aðferðarfræði þessa fólks. Þau eru gangandi dæmi um hvernig fólk á EKKI að vera. Mig langar til að biðja Ólaf Ragnar Grímsson forseta að setja ríkisstjórnina af og setja utanþingsstjórn sérfræðinga sem eru hlutlausir og óflokksbundnir í fimm til sex mánuði, þá væri hægt að kjósa upp á nýtt, þá hefðu ný framboð og samvinnuaðilar tíma til að marka stefnu og koma sínum málum á framfæri, því það er alveg ljóst að svokallaður fjórflokkur er búin að vera sem traustvekjandi afl. Þeir hafa ekki getað hreinsað sig af spillingunni, og neita að horfast í augu við fyrri verk sín. Koma svo núna og lofa öllu fögru. Eg held að íslenskur almenningur að meirihluta til vilji sá breytingar, nýtt fólk og heiðarleika og gegnsæi. Traust á því að verið sé að vinna fyrir fólkið í landinu en ekki fjármagnið, erlend yfirráð eða eitthvað þaðan af verra.
Mér sýnist krafa fólks snúast fyrst og fremst um það að geta treyst þeim valdhöfum sem það kýs til að vinna heiðarlega að uppbyggingu landsins og þjóðarinnar, en ekki til að maka sinn eigin krók, vina og vandamanna, belgja sig út í veisluborðum erlendis og vera löngu komin langt burtu frá þörf og óskum umbjóðenda sinna. Í hvaða öðru fyrirtæki ætli starfsmönnum myndi líðast það?
Þetta fólk er nefnilega þjónar okkar en ekki herrar. Þeim er haldið uppi af skattpeningum okkar, og ber að fara vel með féð sem þau hafa umboð fyrir. Þau þurfa líka að sýna okkur þá virðingu að viðurkenna það þegar við viljum þau burt, Viljum ekki lengur hafa þau í vinnu, og kærum okkur ekki um að nota peningana okkar í að borga þeim laun. Í dag ef ég ætti að velja hvaða ráðherra ætti að halda áfram og hverjir hætta, þá myndi ég segja að gefnu tilefni að þau ættu öll að taka pokann sinn nema Jón og Ögmundur. Og ég er viss um að það eru fleiri á sama máli.
Sjávarútvegsmálin einungis yfirskin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel skrifað hjá þér, gæti ekki verið meira sammála.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2011 kl. 13:38
Takk Ásdís mín, gaman að heyra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2011 kl. 14:09
Algjörlega sammála .
Hlægilegt finnst mér að "vandamálapakkinn" Steingrímur skuli ekki sjá bjálkann í eigin auga. Þessi afglapi sem klúðrar nánast öllu sem hann kemur nálægt. Nú síðast varð hann að éta ofan í sig fyrirhugaðan kolefnisskatt á stóriðju eftri að hafa gert allt vitlaust kringum sig. Maður minnist nú ekki á öll svikin og lögbrotin .ss. Icesavesamningana og peningaaustur í ónýtar bankastofnanir og tryggingarfélag.
Umræðan á stjórnarheimilinu ætti miklu frekar að snúast um að losa sig við hann og Jóhönnu af fjöllum!
Kristján H Theódórsson, 29.11.2011 kl. 14:10
Tek heilshugar undir þessi orð, Ásthildur.
Eitt til viðbótar má nefna; alla þessa nýju aðstoðarmenn sem hafa verið pantaðir. Ef þeim er ætlað að vinna verk kjörinna fulltrúa - svo þeir síðarnefndu hafi meiri tíma fyrir utanferðir og Brusselveislur, etv ??, þá getum við alveg eins skipað almennilega utanþingsstjórn.
Kolbrún Hilmars, 29.11.2011 kl. 14:18
Eins og talað út úr mínum munni eins og svo oft áður.
Kidda, 29.11.2011 kl. 14:22
Sammála Kristján, vildi að umræðan snerist frekar um að losna við Jóhönnu, Steingrím og Össur.
Segðu Kolbrún við þurfum utanþingsstjórn og það strax áður en Samfylkingin með Steingrím og hans elítu verða búin að eyðileggja meira fyrir landi og þjóð.
Takk Kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2011 kl. 14:30
100% sammála.
Það er mögulegt að hvaða ríkisstjórn sem er hefði orðið að sigla milli skers og báru, milli skuldara og fjárfesta og má vel vera að svo verði eitthvað áfram, hver sem tæki við. En hvernig er þetta búið að vera frá hruni? Endalaust leynimakk,ESB helförinn með tilheyrandi undanlátssemi í hagsmunabaráttu þjóðarinnar( t.d. í Icesave), ESB helförin sem tekur kraft fjármuni og tíma frá nauðsynlegum verkefnum, algert klúður í lausn skuldavandans þar sem niðurstaðan er sú að skuldarar eru komnir í klærnar á erlendum hrægammasjóðum (sem eru kanski ekkert verri en fallítt lífeyrissjóðirnir). Svo er það þessi blessaður seðlabankastjóri sem þeim tókst að dikta upp!!! Það er alveg sama hvað gengur á í íslensku efnahagslífi, lausnin er allta sú að hækka vexti!
Svo er grátbroslegt að horfa upp á þetta lið hreykja sér af bættum þjóðarhag vegna lágs gengis krónunnar sem þau eru þó alltaf að berjast gegn með tilraunum til að koma þjóðinni í ESB og taka upp evru. Enda engar hliðarráðstafanir gerðar til að lagfæra misréttið sem lága gengið felur í sér þó það sé annars heppilegt fyrir þjóðarhag.
Á hinn bóginn áfellist ég ekki þessa ríkisstjórn fyrir að raða ekki hér upp nýjum fyrirtækjum og fjárfesta (með enn frekari skuldsetningu þjóðarinnar) upp í hendurnar á pilsfaldakapítalistunum sem standa sumir hverjir öskrandi á hliðarlínunni,nóg komið af slíku.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 14:37
þett lið á þingi er er ekki í vinnu fyrir þjóðina þeir eru upp teknir í hvort Palestína eigi að fá sjálfstæði en ekki að vinn afyrir mig og þig.það er enginn á þingi í dag sem hefur jafnaðargeð til bruns að bera.Langar að skjóta því inn að svokallaðir Palestínumenn eru með réttu Amorítar flótta menn frá Jórdaníu og fleiri Löndum. Ég vona það að verði kosningar sem fyrst svo fólkið í Landinu þurfi ekki að búa lengur við þessa óstjórn..
Vilhjálmur Stefánsson, 29.11.2011 kl. 14:54
Ég tek heilshugar undir þennan frábæra pistil þinn Ásthildur!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 15:07
Einmitt Bjarni það er bara pínlegt að hlusta á þetta fólk stæra sig af árangri sem hefur náðst ÞRÁTT fyrir þessa ríkisstjórn, sem hefur gert allt í sínu valdi til að eyðileggja einmitt það sem kemur okkur sterkari út.
Burt sér frá því hvaðan Palestínumenn eru Vilhjálmur minn, þá finnst mér að þeir eigi sinn rétt. Hef orðið vör við fyrirlitningu ísraelsmanna á öllum sem ekki eru ísraelar og svo þeir sem ekki hafa trú gyðinga á hreinu.
Takk fyrir það Pétur Örn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2011 kl. 16:32
Frábær pistill hjá þér, eins og að venju. Hvernig væri nú að þú ásamt góðu fólki mynduð skoða það að koma með nýtt framboð. Þú færð atkvæði mitt, svo er víst.
Kveðja
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 16:40
Góð grein. Hvert orð er satt.Þú færð mitt atkvæði líka.
Kveðja.
Jóhanna (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 16:58
Takk Ásthildur fyrir góð grein. Ögmundur er örugglega nýbúin að upplifa hvað það er góð líðan að þora að gera rétt eins og þegar hann neitaði Huang um Grímstaði. Núna lýsir hann yfir stuðning við Jón, Ögmundur veit að það kemur dagur eftir þennan dag ogþað betra að lifa með að hafa haft kjark að standa með sjálfstæði Íslands inn í framtíðina en að vera fylgismaður þeirra Jóhönnu og Steingríms sem virðist vera hjartanlega sama um allt nema sig sjálf.
Trúi Guðmundi Steingríms til að ganga eins og Gosi litli í sælgætisgildruna og lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórnina - en vonandi á hann einhverja góða sanna vini sem afráða honum þess. Margrét Tryggva eða Birgitta, spurning hvort þær gangi til liðs við Jóhönnu - þær greiddu atkvæði á móti þegar vantrausts yfirlýsing var gefin út á ríkisstjórnina?
Anna Björg Hjartardóttir, 29.11.2011 kl. 18:24
Þú átt að fara á þing mín kæra ! Við þurfum fólk þar sem er ekki falt fyrir 10 skildinga ! Og húrra fyrir Ögmundi !
Erla Magna Alexandersdóttir, 29.11.2011 kl. 19:26
Góður pistill Ásthildur. Við höfum ekki góða reynslu af nýjum framboðum og ekki lýst mér á framagosann Guðmund Steingrímsson. Núna í seinni tíð hef ég orðið fyrir mestum vonbrigðum með þrjá ráðherra, sem ég hafði áður nokkrar væntingar til (maður verður ekki fyrir vonbrigðum með fólk sem maður ber ekki nokkrar væntingar til.) Þeir eru Steingrímur Sigfússon sem fær heiðursætið, Halldór Ásgrímsson ég hélt að hann hefði vit á fjármálum og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Ragnar Gunnlaugsson, 29.11.2011 kl. 20:10
Takk Ásthildur fyrir góða grein sem er eins og töluð út úr mínu hjarta. Svo tek ég heilshugar unir með þér Erla Magna.
Bergljót Gunnarsdóttir, 29.11.2011 kl. 22:14
Þú ert frabær með þina pisla Ásthildur!!!,þó við séum ekki alltaf sammála/Kær kveðja
Haraldur Haraldsson, 29.11.2011 kl. 23:55
Þú ert líklega úti enn þá Ásthildur og í stuði mín kæra. Hér ber margt á góma. Datt í hug ,þegar sonur minn kom hér við í dag,barst Nubo í tal. Af því stráksi (53), styrkir málflutning sinn svo oft í tölum,fór hann að nefna dæmi um að ef Íslendingur færi fram á að kaupa 0,3% af Kína,sem er u.þ.b. 8 millj,ferkílomtr.væri það 25.þús.ferkílómtr. eins og 1/4 af Íslandi,finnst ykkur lílklegt að það fengist,þótt dæmið snerist við. Einhvenvegin finnst mér að við séum að kveðja ríkisstjórnina,ekki með virktum raunar. En mér er í fersku minni,þegarSigmundur Davíð spurði Steingrím úr ræðustóli (ekki orð rétt) á miðv.degi hvort hann væri að semja um nýjan samning,eftir að við höfnuðum honum. Nei hann hélt nú ekki á föstudegi var samningurinn fullfrágenginn. Jóhanna skrifaði undir án þess að lesa hann allan,hef ég heyrt. Ásthildur mín nú þigg ég nýju fartölvuna sem krakkarnir koma með,var orðin svo vön þessari en hún er húðlöt, ætlaði aldrei að kanna heim tölvunnar,en gæti verið gott stundum. Kveðja til þín og hamingju óskir með prinsinn,sem vondi er einn af þeim sem erfa landið,týnum því ekki fyrir þeim.
Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2011 kl. 06:38
Mætti vera fleiri á Skynsemi..is.
Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2011 kl. 06:42
Þakka ykkur öllum innlitið og mikið er ég upp með mér af því trausti sem þið sýnið mér. Það yljar. Málið er bara kæru vinir að hér þarf að velja ungt fólk sem hefur alla þá orku sem þarf til að breyta því sem breyta þarf. Ég mun vissulega ekki skorast undan að vinna með slíku fólki, og er satt að segja að vonast eftir að slík samvinna sé á döfinni, þó ég hafi lítið fyrir mér í því. Það fer fram góð starfssemi hjá grasrótarsamtökum Íslands að Borgartúni 4, og þar eru ýmis samtök og einstaklingar sem hittast, saman eða hvort í sínu lagi. Allt fólk með réttlætið og sanngirnina að leiðarljósi. Til að það megi takast að koma þessu spillingarliði frá, þarf einmitt breiðfylkingu fólks, sem þjóðin treystir, ekki bara flokka sem rífast sín á milli, heldur að grasrótin sameinist í eitt baráttusamfélag, þar sem mállum er ráðið stefnuskrá mótuð og síðan að fylgja því eftir um landið allt. Fá almenning með í slíka bylgju réttlætis og heiðarleika. Þar má enginn skorast undan sem hefur unnið að þeim málum, og það sem þarf að varast eru einmitt einkahagsmunapotarar eins og mér finnst Guðmundur Steingríms vera fulltrúi fyrir.
Hér þar að feta brautina varlega en af festu og vel upplýsta, þora að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar en fyrst og fremst að fá almenning í lið með sér. Í slíkri breiðfylkingu myndi ég vilja leggja mitt af mörkum á eins farsælan hátt og vit mitt dugir til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2011 kl. 12:11
Og hvað er að því að lýðræðið fái nú framgang og að kosið verði á ný?
Það er staðreynd að þessi ríkisstjórn er komin í pattstöðu.
Þingið er og komið í pattstöðu. Allt er fast, pikkfast í kjaftæði
og almenningur landsins líður fyrir. Það er kjarni vandamálsins.
Trekk í trekk mælist þingið einungis njóta trausts um 10% þjóðarinnar.
Það er kominn tími á hreinsun og að leyfa þjóðinni að finna út úr þessari vitleysu 4-flokka pólitíkusanna.
Eftir eitt stykki hrun, þá finnst mér að eigi að virkja lýðræðið nógu oft til kosninga þar til sem flestir verða þolanlega sáttir. Enn er langt í land.
Megi nú lýðræðið fá byr og þá kemur vorið fyrr en flesta grunar.
Það er ekkert gert af viti til að koma til móts við sanngjarnar kröfur heimila landsins. Bara lögfræðingar í gósentíð með ríkisvaldi og banka-hrægömmum.
Jón og Gunna þola ekki þetta egóflipp foringjaráðanna lengur.Þegar „norræna velferðarstjórnin“ sér það helst til sparnaðar fallið, að níða og hlunnfara lífeyrisþega, öryrkja og atvinnulausa og helminga einn skitinn 11.000 kall niður í 5.500 krónur þá má vissulega tala um að sitt er hvað Jóhanna og séra Jóhanna, vel ríkis-verðtryggð til lífeyris síns.
Hafi þessi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ævarandi skömm fyrir veruleikafirringu sína og skinhelgi!
Ljóðbrot Vl.Vl.Majakovskís eiga vel við um það, hverjum tímans klukka glymur nú:
„Tími
þú hinn halti helgimyndaklastrari.“
Jóhanna Sigurðardóttir, ert það þú?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 17:41
Takk fyrir þennan pistil Pétur Örn, svo sannarlega er komin þörf á breytingu og það gerist ekki nema með breiðfylkingu allra þeirra sem hafa verið að mótmæla og vilja breyta. Nú er kallað á það fólk til samstöðu.
Það er nefnilega ekki bara þessi tíkisstjórn sem er ófullnægjandi heldur líka þeir tveir flokkar sem setið hafa sem lengst með þeim í forsvari. Þau eiga sína samtryggingu og hjálpast að við að halda völdunum innan sinna vébanda, vilja alls ekki missa þau til annara en hvors annars. Þess vegna verðum við að standa saman um breiðfylkingu og hún er að myndast ég veit það, svo er bara spurning um hvort hægt er að ganga alla leði. En ég ætla að vona það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2011 kl. 18:51
Flott grein hjá þér Ásthildur. Þú yrðir verðugur fulltrúi fyrir Vestfirðinga þá Þing.
Sigurður Þorsteinsson, 30.11.2011 kl. 23:16
Takk fyrir hlý orð Sigurður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2011 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.