Hugleiðíng frá Forchtenstein.

Hér er ég eins og blóm í eggi.  Innan um fjölskylduna mína í Forchtenstein.  Það er yndislegt að vera innan um stelpurnar mínar tvær, sem eru mér svo kærar reyndar eins og öll hin barnabörnin mín.  Þær eru ótrúlega skemmtilegar og góðar.  Þær hafa verið veikar undanfarið með skarlatssótt sem er að ganga hér.  Og sú eldri sem er í skóla hefur þurft að standa í ótrúlegum lærdómi.  Það er ekkert gefið eftir þó barnið sé veikt og hún er bara í 7unda bekk.  Það eru fleiri blaðsíður bæðí af skrift, reikningi og allskonar lærdómi, og þó hún sé veik, þarf hún að gera bæði heimavinnu eins og hinir, fær á hverju síðdegin fleiri blaðsíður til að læra og að auki það sem hún átti að gera í kennslustund.  Greyið er búin að vera fleiri klukkutíma á dag að gera verkefni.  Það er svo sannarlega járnagi hér á skólabörnum og ekkert gefið eftir.  Ég sæi í anda 7 ára börn vinna svona fleiri klukkutíma á dag heimaverkefni, og ekkert gefið eftir þó þau væru veik.  Enda er hér þannig að 10 ára þarftur að hafa ákveðið stefnuna hvort þú ætlar í verknám eða bóknám, og ef þú velur verknám verður ekki aftur snúið.  Þú getur valið að fara úr bóknámi yfir í verknám ef þannig gerist. ´

Það er líka sama sagan ég er búin að fara nokkrum sinnum og kaupa inn matvörur, það er fínt að versla grænmeti og ávexti, en þegar kemur að kjötborðinu, þá verð ég að segja að ég sakna íslenska kjötborðsins í Samkaupum og Bónus.  Hér geturðu valið milli svínahakks, svínavoðva í heilu lagi, svínavöðva í sneiðum og svínavöðva í smásteik, eða nautahakk, nautavöðva sneiddan nautavöðva, eða nautasmásteik, kjúkling getur maður líka fengið, og jú raunar grísakótelettur.  Og allt finnst mér þetta vera bragðdaufara en heima.  En grænmetið til dæmis paprikur sem eru ræktaðar hér í nágrenninu eru algjört sælgæti, svo eru líka epli og perur.  En ég get sagt ykkur að peningarnir eru næstum alveg jafn flljótir að fara hér og heimaSideways

Svo er það kyndingin, ef fólk ætlar í bað, þarf að byrja á að fara ofan í kjallara og kveikja upp í ofni sem hitar vatnið, kveikja upp með timbri, þetta gildir líka um heitt vatn til dæmis í uppvask.  Það er svo dýrt að nota olíu eða gas að það bara gerir ekki fólk nema sem á skítnóg af peningum. 

Sumt er hér rosalega gott, en annað lakara en heima.  Og þannig er það bara.  Þetta er spurning um hvað fólk vill.  Að  velja og hafna. 

Austurríkismenn eru farnir að spá í að taka upp sína gömlu mynt.  Þeir eru orðnir leiðir á þessum evruvanda, og þeir eru pirraðir á því að skattarnir þeirra eru notaðir til að greiða niður skuldir annara þjóða.  Og núna heyrir maður að þeir hafa allan vara á með evruna.  Hér er fylgst vel með, og menn ekki eins bjartsýnir og Össur og kó.  

Hér býr elskulegt fólk og allir heilsa alltaf öllum sem þeir mæta gosh gott segja þeir, veit ekki hvernig það er skrifað.  Og hér í þorpinu eru margir farnir að þekkja kerlu, og ekki bara heilsa heldur veifa líka og láta mig finna að ég er velkomin og fólk veit af mér. 

Síðan ég kom hefur verið dumbungur og mistur.  En í dag birti dálítið til og ég notaði tækifærið og tók nokkrar myndir.  Útsýnið héðan er algjörlega frábært.

IMG_0298

Hér er höllin fræga sem ég hef áður sagt ykkur frá.  Draugahöllin umkringd ístrjám.

IMG_0299

Hélaður sýpris fyrir utan stofugluggan.

IMG_0300

Fjallið sem er eins og íslenskur torfbær.

IMG_0302

Höllin í haust litum.  Þetta er örugglega beyki sem þarna skartar sínum fallega brúna lit.

IMG_0303

Hún er segulmögnuð þessi höll, og ljós hennar lýsa langt að, þegar maður kemur frá Vín, sjást ljós hennar yfir helstu fjallatoppa.

IMG_0304

Skógurinn í hvítum skrúða.

IMG_0305

Fallegt en dálítið kuldalegt.  Svei mér þá það var heitara á Íslandi þegar ég fór þaðan, en var bæði í Kaupmannahöfn og svo hér.

IMG_0277

Hér er hinn virðulegi Carlos eðalköttur, sem vill helst bara lúra sem næst hlýjum ofni, meða Lille fee og Púma þeytast endalaust um og leika sér.

IMG_0279

Og svo auðvitað fallegu stelpurnar mínar.

IMG_0282

Þær hafa svo sem engu gleymt.

IMG_0293

Sjáið bara hvað litla barnið okkar er orðin stór?

IMG_0308

Hér er veið að sjóða egg, og allir hjálpast að.

IMG_0310

Svo fengu þær aðeins að fara út í dag, til að fá ferskt loft í lungun sín, og þá varð auðvitað að sópa saman laufum.

IMG_0312

Það vantar ekki dugnaðinn.

IMG_0318

Svo er fínt að hoppa smávegis á trampolíni.  Það hleypir orkunni út.

IMG_0321

Fjörkálfarnir mínir. Heart

IMG_0323

Litla gullið mitt og alnafna.

IMG_0326

Að síðustu systkinin Lille Fee og Carlos.

IMG_0327

Sem eru ásamt Púma syni Lille Fee dekurdýr. 

IMG_0328

Og ég segi góða nótt elskurnar.  Munið bara að hver er sinnar gæfusmiður, og þetta er allt saman spurning um val.  Það er hvergi best og hvergi verst.  Bara hvað fólk vill.  Og ég vil vera heima hjá mér á Ísafirði, geta farið í kjötborðið og valið mér hvort heldur er lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, hrefnukjöt, kjúkling, jafnvel hrossakjöt, eða bara fisk á minn disk.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Er að detta,en vil samt segjja góða nótt,ætla að skoða betur á morgun. Hvað segir maður; Æne klæne Naktmúsik,skrifað eftir framburði. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2011 kl. 03:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já einmitt Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2011 kl. 06:39

3 identicon

Ég bjó við kolakyndingu í nokkur ár. Það var einn kolaofn inni í stofu og annar inni í svefnherbergi. Það var svo rafmagnsofn inni í eldhúsi og rafmagnsofn með blásara(viftu) inni á baði.

Það eru svo margar leiðir til þess að kynda. En venjulega er vatn hitað með rafmagni í dag. Sumir segja samt að vatn sem er hitað með kolum eða öðru sé betra. Ég veit það ekki.

Ef þú vilt fá alvöru kjöt í útlöndum, þá skaltu fara til slátrarans eða í kjötverslun.

Það er ansi erfitt að halda sömu verslunarvenjum erlendis eins og á Íslandi. Á Íslandi eru ekki margar sérverslanir en erlendis ansi margar. Mér finnst þess vegna skemmtilegra að versla erlendis.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 08:05

4 Smámynd: Laufey B Waage

Þetta er greinilega fallegt umhverfi (og fallegar stúlkur auðvitað). Er þetta nálægt Vín?

Laufey B Waage, 24.11.2011 kl. 09:21

5 Smámynd: Laufey B Waage

Ég gæti ekki lifað lengi án fisks og lambakjöts. Hvað verðurðu lengi þarna úti?

Laufey B Waage, 24.11.2011 kl. 09:24

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Úff mér varð bara skítkalt við að skoða myndirnar af höllinni og nánasta umhverfi.  Já er ekki alveg furðulegt með INNLIMUNARSINNANA hvað þeir eru BLINDIR á gang mála í Evrópu????  Ekkert smáræði sem "litlu" stelpurnar hafa stækkað.  Þetta virðist vera einhver "lenska" með kjötborðin erlendis, í litlum og meðalstórum bæjum, þau eru afskaplega fátækleg svo ekki sé nú kveðið fastar að.  Annars verð ég að segja að ég lærði ekki að meta Íslenska lambakjötið fyrr en ég hafði verið búsettur í Noregi í tæp þrjú ár.

Jóhann Elíasson, 24.11.2011 kl. 09:31

7 identicon

Sem betur fer er ekki neitt, staðir, lönd eða fólk sem er algott eða vont. En ég er sammála þér það er best að vera þar sem maður þekkir og getur haft eins og maður vill, en alltaf gaman að breyta til og fara í annað umhverfi. Fjölskyldan skiptir líka alltaf mestu máli. Ég sé talsverðan mun á stelpunum þær eru að eldast og þroskast og líður augljóslega vel þarna, enda hafa ömmu mömmu, pabba og litla bróður hjá sér

Dísa (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 09:33

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stefán já ég hef séð eina slátrarabúð hér í næsta þorpi Mattersburgh, hef ekki litið þangað inn.  Ef til geri ég það seinna.  En þá verð ég að koma mér þangað sjálf akandi. 

Laufey mín, já þær eru að verða svo stórar stúlkur, en alveg jafn yndælar og alltaf.  Forschtenstein liggur um klukkutíma akstur frá Vín.  Þetta er í Burgenlandhérað, þaðan sem bestu vínin koma, hér er mikið um vínakra. Afar fallegt landslagið hér, hæðótt og vaxið trjám. Mikið líka um ávaxtarækt, hér á hvert heimili sinn skika til að rækta epli, perur og slíkt.  Þetta er mikil búbót fyrir íbúana.  Á haustin má svo sjá fólkið rogast heim af ökrunum með fullar fötur af ávöxtum.  Og sumir nota skikana sína til að rækta vínberjajurtir, annað hvort til heimabrúks eða selja afurðirnar í næsta vínbúgarð.  Þeir fá örugglega ágætt úr úr slíkum skikum, því ég fékk 10 lítra af saft af minni einu plöntu úr garðskálanum.

Já Jóhann það er kuldalegt um að litast hér.  Stelpurnar hafa stækkað mikið og þroskast.  Og já ég er farin að hlakka til kjötborðsins heima á Ísafirði.

Nákvæmlega Dísa mín, best að vera þar sem maður er vanur.  En maður hefur gott af að kynna sér aðrar þjóðir og best er að falla inn í samfélagið eins og einn af þeim.  Þannig kemst maður beint inn í þjóðarsálina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2011 kl. 10:37

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er fallegt hjá þeim það er ekki spurning, skil að þú viljir samt vera á Ísafirði, ég vil hvergi annarsstaðar vera en á Íslandinu mínu fagra.  Hafðu það sem best og njóttu samvistanna. Við Íslendingar munum ekki alltaf eftir því hvað við höfum það gott.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2011 kl. 11:29

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín, nei við viljum stundum gleyma því þ.e.a.s. þangað til við förum eitthvað annað og það rifjast upp fyrir okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2011 kl. 13:16

11 identicon

gaman að skoða myndirnar af frændfólkinu. kærar kveðjur til ykkar allra

Gréta (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 19:13

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Gréta mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2011 kl. 21:28

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þær eru rúsínurófur litlu gullin ♥

Já það er fínt að geta skroppið til útlanda en alltaf best að koma heim. Það er bara einhvernveginn alltaf þannig :)

Hrönn Sigurðardóttir, 25.11.2011 kl. 23:19

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt.  Heima er best, og ég hef grun um að þeir sem fara oft til útlanda, sé einmitt fólkið sem vill berjast fyrir sérstöðu þess og gæta þess fyrir erlendum innrásum af hvaða tagi sem það nú er. 

Takk svo Hrönn mín.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 10:52

15 Smámynd: Kidda

Alltaf lífgar það upp á sálartetrið að kom hingað inn og sjá myndirnar og fylgjast með, tala nú ekki um að fá að ferðast með þér. Fjölskyldan þín er rík af því að eiga þig að og við erum rík af því að fá að fylgjast með

Knús til Austurríkis

Kidda, 26.11.2011 kl. 12:23

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín. Knús á móti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband