Inninotalegheit.

Í dag var svona inni kúra veður.  Kalt og snjókoma.  Allstaðar ófært og ekki flogið. Í gær ætlaði Alva Garett rithöfundur og blaðamaður að koma hingað með ljósmyndara og ræða við mig og tak myndir af húsinu fyrir forlag sem hefur áhuga á að gefa út bók um íslensk hús og arkitektur.  Þau biðu út á flugvelli allan morguninn, og hættu svo við að koma í gær, en ætla að koma á laugardaginn, þá er spáð betra veðri sagði hún.  Ég hugsaði með mér, enn eitt ævintýrið fyrir útlendinga, að lenda í íslensku vetrarveðri og færðLoL

En ég er búin að vera inni og hugge mig í allan dag, nema rétt skrapp í bæinn til að kaupa í kjötsúpu, því hvað á betur við en einmitt íslensk kjötsúpa á svona degi.

IMG_0114

Já í svona veðri er best að hafa það notalegt inni með kerti og hanga í tölvunni, ganga frá þvotti og leggja svo kapal, eða lesa góða bók. 

IMG_0115

Það er eins og vetur konungur sé bara komin til að vera.

IMG_0116

Fuglarnir hafa ekki einu sinni getað klárað að borða reyniberin, og í dag gaf ég snjótittlingunum kurlaðan maís, þeir urðu voða kátir.

Músin er alveg í essinu sínu, hún skemmti mér í dag með að hlaupa utan við eldhúsgluggann, hengipotti sem þar er með blómum, og var að borða fræin, það er gaman að sjá hvernig þær borða, setjast og taka matinn í framfæturnar og borða. 

IMG_0117

Jörð kallar,  steinar frá Austurríki.

IMG_0118

Rakst  svo á þessa gaura í bókahillunni, þeir eru reyndar búnir að standa þarna rólegir síðan um síðustu jól LoL Ég tók bara ekki eftir þeim fyrr en í dag, svei mér þá. 

En ég er orðin hálf þreytt, ég þarf alltaf meira að sofa svona í skammdeginu, svo ég segi bara góða nótt elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Mikið ósköp er orðið vetrarlegt hjá þér, eiginlega einum um of. Svona veður kallar á góða kjötsúpu og góða bók að lesa. Vonandi hverfur þessi snjór fljótlega hjá ykkur á Ísafirði. Mikið eru steinakúlurnar flottar, ég á enga svona kúlu þó eg eigi nóg af steinum.

Knús í kósýkúluna

Kidda, 2.11.2011 kl. 08:58

2 identicon

Finnst þér ekki yndislegt á svona dögum að vera búin að skila þínu og hafa frelsi til að kúra og láta fara vel um þig? Gott að hafa mynd af þér í huganum inni í hlýjunni .

Dísa (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 09:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þessar eru frá Austurríki Kidda mín.  það er aldeilis vetrarlegt hér núna.

Dísa jú ég þakka bara mínum sæla á hverjum morgni þegar ég leggs aftur út af á koddann og get bara gert það sem ég vil.  Ég er enn að ná þessu, það er svo frábært.  Takk Dísa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 10:58

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jæks! Og ég sem ætlaði að vinna ferð vestur á tónleika með Mugison ;)

Ferlega flottar þessar steinakúlur ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2011 kl. 21:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

komdu bara Hrönn mín með ókeypis gistungu í kúlu og tónleika hjá Mugison ekki vandamálið.  Common baby, ég kem með þér á tónleikana ekki málið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2011 kl. 22:32

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það væri hrikalega gaman! Bezt ég láti verða af því að vinna þennan miða ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2011 kl. 12:59

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ekki spurning Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2020846

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband