Fyrir landsdóm með svikara.

Ef Steingrímur ber þetta ekki til baka, og hreinsar mannorð sitt, þá er þessi frétt sönn.  Ég hef reyndar þá trú eftir að hafa fylgst með leynimakki hans og stjórnarinnar síðan þau  komust að, að þessu sé einmitt svona varið. 

En þá kemur spurningin, hverjir aðrir vissu af þessu úr þingflokknum?  Vissu allir þingmenn VG og þeir sem voru í fremstu línu að þessu var svona varið?

Á meðan hamrað var að aldrei myndum við ganga í Evrópusambandi ef VG kæmist að, og fenginn ótal atkvæði út á slíkt, voru menn að plotta svona.

Hvað á að segja við svona fólk?  Þarf ekki að rannsaka svona mál ofan í kjölinn, eða getum við fólkið í landinu unað því að það sé plottað svona bak við hryggin á okkur?

Og hvar í andsk... er stjórnarandstaðan, er hún frosin einhversstaðar í valdalbrölti?

Landsdómur er starfandi, væri ekki þjóðráð að fara með þetta mál fyrir þann dóm, það væri meiri þörf á því en að hafa Geir Haarde dinglandi þar í snörunni.  Þetta er nefnilega miklu alvarlegra mál en það sem Geir er sakaður um að mínu mati. 

Þetta mál er stærra eitt stykki innrás í Írak sem tekin var af tveimur mönnum.  Að ætla að færa ESB landið okkar á silfurfati með öllu sem þar er er svik við land og þjóð.  Og að svikin skuli hafa verið tekin af örfáum valdagráðugum þingmönnum VG er ótrúlegt, eins og þeir eru búnir að þykjast og láta allan tímann.  Skömm þeirra er stór.  


mbl.is Sömdu fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir með þér Ásthildur, skil ekki hvað er hljótt um þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2011 kl. 11:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er eiginlega undarlegt, því þetta er alvarlegt mál.  Kosningasvik. Í raun og veru af allt ætti að vera rétt þá ætti að dæma þessar kosninganr ógildar og kjósa á ný.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 11:23

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Ásthildur og Ásdís þetta er alveg ótrúlegt ef rétt er og það er nauðsynlegt að Alþingi taki þetta upp á borðið tafarlaust vegna þess að þetta er mjög alvaralegt...

Ég er svo sammála þér Ásthildur líka með alvaraleika þessa og að hann er í raun svo alvaralegur að það ætti að vera hægt að ógilda kosningarnar með öllu og þar með öllum þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið einnig....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.10.2011 kl. 12:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sælar dömur,þetta verðum við að fá upp á borð  ,,slagorð ríkisstjórnarinnar.,,   Við höfum þegar rekið ofan í þá undirferli,sem þeir geta ekki hrakið,hvers vegna ættum við að rengja Atla. Sammála ykkur,þetta verður að upplýsast. Ég hef mjög sterkan grun  um að þetta sé rétt.

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2011 kl. 12:19

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já takk fyrir innlitið allar.  Það þarf að taka þetta upp og skoða hvort sé flötur á að ógilda kosningarna.  Það er mitt mat, þegar upp kemst að vísvitandi hefur verið logið að kjósendum og farið fram  á röngum forsendum þá þarf að taka á því. Slíkt á ekki að líðast í því sem kallast lýðræðisþjóðfélag, þó deila megu um að við lifum í slíku samfélagi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 13:07

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Í grjótið með Steingrím.....

Vilhjálmur Stefánsson, 31.10.2011 kl. 13:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alltaf hægt að senda hann til Brussel sem sendisvein.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 13:17

8 identicon

Það var kominn tími til að fólk færi að kveikja á perunni hvað þetta mál varðar. Atli Gísla var í raun fyrir löngu búinn að gefa þetta í skyn. Og verksummerkin eftir þessa atburðarrás eru alls staðar.

a) VG sækir um í ESB, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað fyrir kosningar.

b) Um leið og stjórnin tekur við þá er breytt um stefnu í Icesave (Svavar sendur af stað) og kemur heim með afleitan samning enda hefði ESB neitað að taka við aðildarumsókninni ef að Íslendingar hefðu ekki samið í málinu.

c) Stjórnvöld taka aldrei til varna fyrir Ísland í Icesave málinu erlendis.  ESB getur alltaf hótað að afgreiða ekki umsókn um aðild ef SJS og JS eru með einhvern derring.

d) Nýji landsbankinn gefur út skuldabréf í erlendri mynt (ca. 300 milljarðar) og leggur inn í þrotabú gamla bankans. Viðsemjendurnir í Icesave geta þar með sneitt framhjá gjaldeyrishöftunum.

e) Deutsche Bank er kallaður að samningaborðinu þegar verið er að semja um uppbyggingu bankana ásamt Hollendingum og Bretum. Niðurstaðan er algjör uppgjöf í skuldamálum heimila og endurreisn bankakerfisins. Evrópskir kröfuhafar fá aðstoð við að háma í sig skuldug heimili og fyrirtæki. Aldrei fæst upplýst um hvað nákvæmlega var samið. Þetta kallar SJS að "normalisera samskiptin við útlönd".

f) JS og SJS hafa alltaf viljað afnema verðtryggingu en nú er það allt í einu ekki hægt.  Verið er að nota verðtrygginguna sem svipu á kjósendur til þess að fá þá til þess að styðja aðild að sambandinu. Minni á að nóbelsverðlauna-hagfræðingurinn kallaði verðtrygginguna "anti-social" í Silfri Egils í gær.

g) Það eru fyrst og fremst aðildarsinnar innan SF og VG sem hafa tekið þátt í að sakvæða almenning í umræðum um skuldamál heimilanna.  Og hverjir eru það sem mala hæst um hversu illa var farið með kröfuhafa og því hafi verið réttlætanlegt að senda skuldug heimilinn til vinnu í grjótnámum bankanna, sem voru endurreistir sem innheimtustofnanir kröfuhöfum til dýrðar en ekki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi (good bank-bad bank)? Hefur einhver spurt Mats Josefsson af hverju hann yfirgaf landið í fýlu?

Er ekki orðið tímabært að fara að vakna kæru landsmenn? 

Seiken (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 15:10

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Líklega er allt satt og rétt sem fram kemur í athugasemd nr. 8. Það er alveg ótrúlegt hvað stjórnin sem lofaði að hafa alla hluti uppi á borðum og stjórnsýsluna opna og gagnsæja, purkrast og makkar bak við tjöldin um tilraunina til að innlima landið í stórríkið væntanlega, þar sem Ísland mun verða algerlega áhrifalaus útnárahreppur.

Axel Jóhann Axelsson, 31.10.2011 kl. 17:17

10 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er augljóst að það á að koma okkur inn í þetta bandalag sem er löngu búið að rústa efnahag þeirra Ríkja sem hafa gengið í það og tekið upp Evru. Þetta vita þessir Landráðamenn. Spurt er - ætla þeir að halda áfram að borga undir Össur í veislur í Brussel svona bara honum til skemtunar eða - er verið að selja- eða öllu heldur gefa Landið við nefið Á OKKUR - ?

ANNARS GAMAN ÞEGAR ÞÚ SKRIFAR SVONA  - FLOTTUR STÍLL !  EN VIÐ ÆTTUM EKKI AÐ HENGJA BAKARA FYRIR SMIÐ- ÞAÐ Á AÐ KOMA ÞESSARI SVIKA STJÓRN BURT AF ÞINGI.

Erla Magna Alexandersdóttir, 31.10.2011 kl. 17:59

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sheiken svei mér ef þetta er ekki allt saman satt og rétt.  Auðvitað er málið svona, þá gengur allt upp.

Einmitt Axel. 

Takk Erla, já bak við lás og slá með þetta fólk.  Það útskýrir líka af hverju nú hamast hver sérfræðingurinn á hvað við höfum komist vel út úr þessu öllu saman.  Þetta sýnir líka hversu mikið Evrópa vill fá okkur inn, það er út af auðlindum okkar og nálægðinni við Siglingar yfir Norðurpól. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 18:36

12 Smámynd: BJÖRK

Við vissum þetta öll ... en nú þegar það er orðið opinbert er spurning hvað má gera?

BJÖRK , 31.10.2011 kl. 19:03

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt.  Skora á alþingi að leggja mál þeirra fyrir landsdóm, eða krefjast þess að kosningarnar verði dæmdar ólöglegar?  Eða eitthvað. Þetta getur ekki bara verið svona, fólk kallar á réttlæti heiðarleika og opin tjöld.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 19:51

14 identicon

Takk fyrir góðan pistil Ásthildur

Það er sjálfsagt að fólk hefi deildar meiningar um hlutina.  Það gildir um ESB sem annað.  En að ljúga markvisst til að skara eld að eigin köku lýsir slæmu siðferði.  Að ljúga beinlínis að kjósendum eins og Steingrímur gerði og gerir enn er svo lítilmannlegt að manni verður orðfátt.  Ég á engin orð lengur eftir sem nógsamlega lasta þann mann og gildir þá hið fornkveðna að illskást er þá, að lasta þann mann ei meir, því svo mjög lastar hann sig sjálfur. 

En mig langar að taka sérstaklega undir orð Seiken og minni jafnframt á það og bæti við, að Atli reis upp um mitt sumar 2010 og var þá meira en nóg boðið og sagði þá "Þetta er á okkar vakt Steingrímur!".  Lítið sem ekkert var fjallað um þessi orð Atla í helstu fjölmiðlum ... þeir hrutu sælir fyrir sína sem fyrr ... sem þó hefði átt að vekja upp mikla umræðu, því í reynd var Atli, að ég tel augljóst, að segja að það gengi ekki lengur að framkvæma siðlausa og illa gjörninga Skjaldborgarstjórnar Deutsche Bank, erlendra vogunarsjóða, hrægamma og uppreista banka-glæpamanna nota endalaust sjalla sem blóraböggla. 

Er ekki löngu kominn tími til að almenningur sameinist í anda og blási á spilaborg lyga 4-flokksins komplítlí????

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 20:26

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Pétur, jú það er fyrir löngu komin tími til að moka spillingunni út, og setja inn heiðarlegra og trúverðugara fólk, sem kemur úr grasrótinni, enga andliskosninar takk fyrir pent. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 21:48

16 identicon

daudadom med svikara segi eg tad er ekkert gaman ad lenda i tvi ad kjosa svona folk

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 22:28

17 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Það liggur við að ég óski mér, að þetta væru dagar frönsku stjórnarbyltingarinnar. Þeir voru sko ekki aldeilis að spara hausana sem fuku þar, og margir fyrir minna.

Nei, ég er alfarið á móti stríði og ofbeldi, en get ekki að því gert, vilji ég vera heiðarleg, að þetta létthvarflar að mér.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.11.2011 kl. 01:13

18 identicon

Það er nebbnilega það. Og svo gengur hver Össkurapinn eftir annann fram og kveður meirihluta vera fyrir einhverju Brösselsnakki- veit ekki betur en samflokkur hafi tapað fylgi en verið hlynntur esb-usnakki en vg unnið kannske vegna loginnar andstöðu við slika froðuframgengi. Hvar var meirihluti myndaður fyrir esbingunni-baktjaldamakksherbergjum í ellegar í draumóra össkurapa með martraðarblæ?

Finnbogi (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 08:43

19 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og svo er kallræfillinn hann Geir Haarde fyrir landsdómi.  Ekki eru hans sakir stórar miðað við "afrekalista" Heilagrar Jóhönnu og Gunnarsstaða Móra...............................................

Jóhann Elíasson, 1.11.2011 kl. 09:07

20 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

" Að ljúa að öðrum er ljótur vani en að ljúa að sjálfum sér er hvers manns bani."

Ragnar Gunnlaugsson, 1.11.2011 kl. 10:00

21 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er gott innlegg Ásthildur. Það kraumar í fólki út af þessum svikum og kannski meira en það. Við vorum svikin um þjóðaratkvæði um málið og ég man þegar Pétur Blöndal hrópaði upp í beinni á alþingi. Þetta eru Landráð, þetta eru landráð en engin hefir gert neitt nema þá fólkið sem reynir að spyrnast við af veikum mætti. Látum samt ekki deigan síga og herðum áróður fyrir að þetta fólk verði tekið fyrir landsdóm og umsóknin verði gerð ógild sem hún er. 

Valdimar Samúelsson, 1.11.2011 kl. 10:39

22 Smámynd: Dexter Morgan

Þið virðist gleyma því að það er regla, frekar en undantekning, að kosningaloforð eru svikinn á íslandi. Ef landsdómur tæki á þeim málum, væri hann starfandi 24/7 árið um kring. Nóg er af sviknum kosningaloforðum, alveg HÆGRI/VINSTRI.

Ég ætla hinsvegar að refsa VG með því að kjósa þá EKKI aftur, eins og ég asnaðist til að gera 2009. Það er sangjörn refsing af hálfu kjósenda, og reyndar eina refsinginn sem okkur er boðið upp á að beita.

Dexter Morgan, 1.11.2011 kl. 11:02

23 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Tek undir það með þér Dexter að reglan hér á Íslandi er að svíkja kosningaloforð, enda býður kerfið uppá það. Heldur finnst mér samt umræðan hér illskeytt. Það er orðið milt orðalag að kalla þá landráðamenn sem eru andstæðingar manns. En svona er bloggið.

Sæmundur Bjarnason, 1.11.2011 kl. 11:52

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dexter og Sæmundur, við erum ekki að tala um að SVÍKJA KOSNINGALOFORÐ. Við erum að tala um AÐ LJÚGA BLYGÐUNARLAUST í kosningabaráttu, að flokkurinn ætlaði að standa gegn því að ganga í ESB, en er á sama tíma BÚINN AÐ SEMJA UM EINMITT  AÐ SÓTT VERÐI UM.  Og ég er alveg viss um að þau vita nákvæmlega fjármálaráðherran og kó að þetta er AÐILDARFERLI en ekki UMSÓKNARFERLI. Þar sem allt regluverk ESB þarf að verða samþykkt ÁÐUR EN ATKVÆÐAGREIÐSLA FER FER FRAM. 

Ef þau átta sig ekki á því, þá eru þau óhæf til að vera í formennsku ríkisstjórnar, því Sambandi hefir ALDREI leynt því að einmitt svona væri í pottinn búið.

Saman ber þetta hér:

„Í sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum: “Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður. Og þessar reglur (líka þekktar sem „acquis“, sem er franska yfir „það sem hefur verið ákveðið“) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 12:22

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka ykkur öllum innlitið og góð innlegg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 12:23

26 Smámynd: Elle_

Persónulega segi ég að það ætti að koma Jóhönnu og Steingrími og Össuri fyrir landsdóm eða sakadóm fyrir nokkur mál og örugglega ICESAVE.  Og ég held líka eins og nokkrir að ofan að lýsing Seiken í no 8 standist.   

Elle_, 1.11.2011 kl. 18:22

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er alveg rétt. Takk fyrir innlitil Elle mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 18:47

28 identicon

Gjörningaglæpir Steingríms og Jóhönnu voru nægir fyrir og hér var "bara" fjallað um bankasýslu þeirra og sparisjóðamálin og 6 ára fangelsis krafist:

http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/6-ara-fangelsi-fyrir-steingrim-j.-og-johonnu

Enn hefur nú bæst í sarpinn svo um munar, eftir uppljóstrun Atla og með vísan til hins glögga samhengis sem Seiken hefur sett fram varðandi sakamál ESB-Icesave valdníðslu handrukkara hrægamma og erlendra vogunarsjóða fyrir hönd banka-auðræðis Wall Street, City og Frankfurt.  Eftir því sem ég hugsa þetta mál meira, því augljósari er viðbjóður Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur.  Mér er sama hvort þau verða dæmd til Brimarhólmsvistar eða skógarhöggs, en í mínum huga eru þau nr. 1, 2 og 3 Þjóðníðingar.  Ekki veit ég hvort til sé nægileg refsing fyrir þannig fólk, Kvislinga!  En Norðmenn geta leiðbeint okkur um það, því Vidkun Qusling fékk þar sinn dóm.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 20:37

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Látum helvítin mótmæla því" sagði Lyndon B. Johnson þegar hann kom á framfæri rætinni lygasögu um andstæðingana. 

Ef lygin verður ekki afsönnuð skal hún skoðast sönn, svo dæmir hinn Íslenski AlþýðuLandsdómur. Pungtur og basta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.11.2011 kl. 20:56

30 identicon

" e) Deutsche Bank er kallaður að samningaborðinu þegar verið er að semja um uppbyggingu bankana ásamt Hollendingum og Bretum. Niðurstaðan er algjör uppgjöf í skuldamálum heimila og endurreisn bankakerfisins. Evrópskir kröfuhafar fá aðstoð við að háma í sig skuldug heimili og fyrirtæki. Aldrei fæst upplýst um hvað nákvæmlega var samið. Þetta kallar SJS að "normalisera samskiptin við útlönd"" skrifar Seiken í aths. sinni.

Við sem fylgjumst eitthvað með landsmálum, vitum að Vilhjálmur Þorsteinsson var nýlega kosinn gjaldkeri Samfylkingarinnar, en hann barðist af trúboðs-offorsi fyrir Icesave nauðung þjóðarinnar.  Þeim er það vitaskuld frjálst í Samfylkingunni að kjósa hann sem gjaldkera sinn.  En af hverju finnst þeim það svona sjálfsagt að kjósa hann sem gjaldkera og Jóhönnu hrun-ráðherra sem formann?

Hvernig stendur á því að Samfylkingin er svo skinheilög að hún syngur í rússneskri falsettu og kýs mótframboðslaust hrun-ráðherrann Jóhönnu sem formann og kýs svo gamlan makker Björgólfs Thor, sýndarveruleikameistarann og stjórnlagaráðsmanninn Vilhjálm Þorsteinsson sem gjaldkera? 

Er Samfó og CCP kannski komið með sameiginlegt bókhald, í boði Deutsche Bank og Actavis og Bravo? 

Mér sýnist að íslensk stjórnmál þurfi nú Aufhebung í anda Hegels, sem HKL kallaði að "lyfta þessu ...uuuh ... aðeins upp á æðra plan."  Því þetta samansúrraða spillingar-ræði skjaldborgarinnar um uppreista banka-glæpona, en á kostnað heimila landsins gengur bara alls ekki lengur.  Hér verður að hrjóða þing og stjórn af spillingardindlum, sem níðast með rað-ofbeldi á heimilum landsins.  Þingið nýtur nú og hefur um nokkurt skeið einungis notið trausts 10% þjóðarinnar.  Í hverra umboði halda þingmenn þá að þeir sitji?  Eru þingmenn og ráðherrar algjörlega veruleikafirrtir í sjálftöku sinni með banka-glæponum ????  Skilja þeir ekki að þjóðin vill kosningar og allsherjar hreinsun, þegar afgerandi meirhluti hennar svarar ítrekað að það treysti alls ekki sponsoreruð fulltrúum þeirra sem orsökuðu hrunið.

Hvað þarf til?  Eru löggjafarþingið og framkvæmdavaldið að bíða þess að friðurinn verði rofinn ????  Af hverju er ekki þing rofið, áður en friðurinn verður rofinn ???? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 21:33

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Axel Steingrímur er borin alvarlegum sökum, það er merkilegt þegar hann telur ekki taka því að bera það til baka, ef þetta er ekki rétt.  Þannig að þetta á bara ekkert við hér.  Maðurinn hefur augljóslega samið við Samfylkinguna um þetta fyrir kosningar, og hefur þar af leiðandi logið og svikið sitt fólk í kosningabaráttunni, það eru aumkunarvert og reyndar afar andstyggilegt.

Takk fyrir þín innlegg Pétur Örn. Ég tek undir fangelsiskröfu á hendur þessu fólki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 22:04

32 Smámynd: Elle_

Vilhjálmur Þorsteinsson barðist jú af offorsi fyrir kúgunarsamningi í ICESAVE og líka fyrir megastækkuðum skuldum yfir fólkið og lítil/meðastór fyrirtæki.  Það sama gerðu hinir í Jóhönnuflokknum.  Það er vægast sagt grunsamlegt hvað Vilhjálmur Þorsteinsson vinnur með þeim FLokki. 

Elle_, 1.11.2011 kl. 22:48

33 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Eftirfarandi er úr almennum hegningarlögum:

249. gr. Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi./////Umboðssvikaákvæðið.

261. gr. Hafi maður drýgt athafnir sams konar þeim, sem í 248.–250. gr. getur, án þess að auðgunartilgangur þyki sannaður, þá varðar það sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári.

Svona hljóðar það.

Erlingur Alfreð Jónsson, 2.11.2011 kl. 00:41

34 identicon

X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

Var Steingrímur að "ráða íslenska ríkið... undir erlend yfirráð ",með svikum?

Dæmi hver sem vill!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 10:46

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Bjarni ég hafði hugsað mér að leita þessa grein upp, því ég vissi að hún var þarna til staðar.  Ég lít svo á að bæði Steingrímur og hans menn sem stóðu í kosningasvikunum og svo Jóhanna og Össur sem bæði hafa ferðast erlendis til að vinna að því að aðrar þjóðir hlutist til um íslensk málefni, eru líka sek um landráð.  Því fyrr sem þetta fólk er sent fyrir landsdóm því betra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2011 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband